Morgunblaðið - 24.10.1976, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 24.10.1976, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTOBER 1976 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Áni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100 Aðalstræti 6, sími 22480 Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.00 kr. eintakið. Samvinnuhreyfingin hefur frá upphafi gegnt afar þýð- ingarmiklu hlutverki, ekki sízt í sveitum landsins. Hún hefur líka tekið miklum breytingum og þróun hennar frá félags- verzlun bænda til þess að verða voldugasti fjármálahringur á ís- landi hefur verið mjög ör. Fróð- legt er að skoða umsvif sam- vinnuhreyfingarinnar í fjár- mála- og athafnalifi lands- manna um þessar mundir. Samvinnuhreyfingin rekur geysilega umfangsmikla inn- flutningsverzlun og mjög öfl- uga útflutningsstarfsemi. Enn- fremur smásöluverzlun í flest- um byggðarlögum landsins. Samvinnuhreyfingín rekur við- tæka iðnaðarframleiðslu, sem ekki sizt vinnur úr framleiðslu- vörum bænda. Samvinnuhreyf- ingin rekur eitt stærsta trygg- ingafélag landsins og þann banka, sem vaxið hefur einna hraðast á undanförnum árum. Samvinnuhreyfingin hefur sett á stofn ferðaskrifstofu og hefur nú eignazt flugfélag auk skipa- félags. Þannig mætti lengi halda áfram að rekja umsvif Sambands íslenzkra samvinnu- félaga, kaupfélaganna og dótt- urfyrirtækja þessara aðila. Eng- inn vafi leikur á því, að öll hefur þessi atvinnustarfsemi verið efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar mikil lyftistöng og haft mikla þýðingu fyrir einstök byggðarlög. En á öllum umsvifum sam- vinnuhreyfingarinnar er einnig önnur hlið. Það fylgir því mikil ábyrgð og mikill vandi, ekki sízt i litlu samfélagi eins og hér hjá okkur, að fara með svo mikið vald, fjármálalegt vald og ann- ars konar vald, sem safnazt hefur á hendur þeirra tiltölu- lega fáu manna, sem hafa með höndum yfirstjórn samvinnu- hreyfingarinnar á íslandi. Það þarf sterka dómgreind og mikla víðsýni svo og hógværð til þess að fara á þann veg með svo mikið vald. að ekki verði um að ræða misnotkun valds, að í stað félagsverzlunar bænda. sem hafði háleit og göfug markrhið í upphafi, komi ekki harðsvíraður auðhringur, sem svifst einskis til þess að halda hlut sínum og vernda þrönga hagsmuni. Og hvar eru mörk- in? Hvenær er að því komið að þessu valdi sé beinlínis beitt til þess að níðast á öðrum? Allt hlýtur þetta að verða forystumönnum samvinnu- hreyfingarinnar á íslandi mikið íhugunarefni, ekki sízt þeim, sem meta nokkurs þær hug- sjónir, sem samvinnuhreyfing- in byggir á. Það vald, sem safnazt hefur á þeirra hendur, er ekki einungis fjármálalegt heldur og einnig pólitiskt vegna þess, að öðrum stærsta stjórnmálaflokki þjóðarinnar hefur jafnan verið beitt í þágu samvinnuhreyfingarinnar og að margra dómi til þess að tryggja henni margvísleg sérréttindi umfram önnur rekstrarform i landinu og kaupfélagsvaldinu hefur einatt verið beitt fyrir Framsóknarflokkinn enda þótt fjölmargir samvinnumenn séu og hafi verið í öðrum flokkum. Sú saga hefur verið heldur ógeðfelld með köflum. Að þessu er vikið nú i tilefni af deilum, sem sprottið hafa upp um það, hvort veita hefði átt leyfi til slátrunar i litlu slát- urhúsi á Sauðárkróki, sem um 200 bændur í Skagafirði standa að. Þessar deilur hafa verið harðar að undanförnu og mikið um þær rætt en kjarni málsins hefur þó ekki komið fram í þeim umræðum. Hann er einfaldlega sá, að það var geysilegt fjárhagslegt hags- munamál kaupfélagsins á Sauðárkróki, sem rekur þar stórt sláturhús, að það hefði einkarétt til slátrunar á þessu svæði Og til þess að tryggja þennan einkarétt kaupfélagsins á Sauðárkróki var gerð tílraun til að beita pólitisku valdi og jafnvel embættislegu valdi. Sú tilraun fór út um þúfur og nú er slátrað i tveimur húsum á Sauðárkróki. Það þýðir, að um samkeppni er að ræða milli tveggja sláturhúsa og að hið stóra sláturhús kaupfélagsins fær nauðsynlegt aðhald vegna reksturs hins minna sláturhúss bændanna í Skagafirði. En þeir atburðir sem þarna hafa orðið, vekja upp spurning- ar um það, hvort samvinnu- hreyfingin með öllu þvi fjár- mála- og pólitiska valdi, sem hún ræður nú yfir, er ekki komin út á villigötur í vinnu- brögðum sínum. Deilan um sláturleyfið á Sauðárkróki er ekki eina dæmið um það. Fyrir nokkru var haldin ráðstefna á vegum Kaupmannasamtaka íslands. Þar skýrði kaupmaður sem rekur einkaverzlun i byggðarlagi á Austfjörðum, frá samskiptum sínum við kaup- félagsvaldið á staðnum. Honum var kunnugt um, að kaupmaður í nærliggjandi byggð hafði náðarsamlegast fengið leyfi til þess að selja mjólk og mjólkurvörur. Hann fór þvi fram á það sama við kaupfélagið í sinni byggð. Svarið var afdráttarlaust nei á þeirri forsendu, að i hinu byggðarlaginu þar sem mjólkursala fékkst hefði kaup- félagið ekki verzlun en i því byggðarlagi sem þarna var um að ræða hefði kaupfélagið verzlun og þess vegna var kaupmanninum neitað um mjólkursölu. í báðum tilvikum er um að ræða misbeitingu valds eða til- raun til þess i þvi skyni að vernda fjárhagslega hagsmuni samvinnufélaganna. Það er eðlilegt, að samvinnuhreyfing- in vilji vernda hagsmuni sina en það er óeðlilegt þegar vald- níðslu er beitt í þvi skyni. Þá er svo komið að löggjafarvaldið þarf að taka i taumana og spurningin nú er sú, hvort ekki er nauðsynlegt að setja löggjöf, sem tryggi rétt hinna minni í samkeppni við fyrirtækjahringa á borð við samvinnuhreyfing- una og ef til vill nokkur önnur fyrirtæki hér á landi. Sam- vinnuhreyfingin átti mikinn þátt í þvi að hnekkja verzlunar- valdi erlendra selstöðukaup- manna, sem notuðu aðstöðu sína og sérréttindi oft og einatt gegn hagsmunum fólksins. Vonandi á það ekki eftir að verða hlutskipti kaupfélaganna að standa í sporum faktoranna gömlu — með pólitískt hags- munavald Framsóknarflokksins á bak við sig. Hugsjón ogvaldníðsla — kaupfélög og Framsókn iavíkurbréf -•Laugardagur 23. október^ Kristmann Kristmann Guðmundsson, rit- höfundur, varð 75 ára í gær, laug- ardag. Hann hefur verið einn vinsælasti höfundur landsins ef mið eru tekin af útlánum bókasafna og einn þeirra, sem ungur haslaði sér völl erlendis og hlaut góðan byr. Bækur hans hafa verið þýddar á fleiri tungur en velflestra rithöfunda okkar og skáldsaga eftir hann var kvikmynduð. Hann er sem sagt einn þeirra, sem fært hafa út landamæri islenzkra bókmennta, ef miðað er við útbreiðslu verka hans erlendis. En Kristmanni Guðmundssyni nægði ekki að búa með öðrum þjóðum, hann fluttist heim — og var misjafnlega tekið eins og kunnugt er, ekki sizt af pólitiskum ástæðum, eins og oft vill verða í þröngbýlinu hérlend- is. Almenna bókafélagið mun á næsta ári gefa út heildarútgáfu á verkum skáldsins i tilefni af af- mæli hans nú, og hefur hann unnið sjálfur að þýðingum sumra þeirra, svo að þau verða öll gefin út í endanlegri gerð hans sjálfs á 'móðurmálinu. Munu margir fagna þvi að fá þau I heiidarút- gáfu, enda verður þá auðveldara að átta sig á lifsstarfi hans og meta það; ritverk hans eru mikil að vöxtum. Kristmann Guðmundsson er geðríkur maður, hefur „borgara- leg viðhorf", og aldrei verið á pólitfsku uppboði. Fyrir það hef- ur hann stundum verið látinn gjalda af öflum lengst til vinstri. Enda þótt Kristmann hafi verið umdeildur höfundur eftir að hann fluttist aftur til Islands hef- ur hann eignazt traustan sess í íslenzkum bókmenntum og stóran lesendahóp, sem hefur haldið tryggð við hann, á hverju sem gekk. Sjálfur sagði hann eitt sinn í samtali við ritstjóra þessa blaðs: „Maður má ekki skfta út heiminn f kringum sig ... Það fylgir þvf mikil ábyrgð að umgangast penna og blek . . Það er ekki sama, hverju sáð er í þær sálir sem bækurnar ná til.“ Gylfi Þ. Gfslason fyrrv. mennta- málaráðherra segir m.a. um Krist-, mann Guðmundsson I Alþýðu- blaðinu f gær: „Árin, sem ég dvaldíst í Þýzka- landi, komst ég að raun um, að ótrúlega margir Þjóðverjar höfðu lesið einhverjar af skáldsögum Kristmanns. Við þýzka háskóla var þá mikill fjöldi norskra stúdenta. Ég held mér sé óhætt að fullyrða, að nær undantekningar- laust hafi þeir þekkt nafn Krist- manns Guðmundssonar.". „Mér er næst að halda, að hann hafi á fyrsta rithöfundarskeiði sínu verið kunnari f þýzkumæl- andi löndum en í heimalandi sínu. Hann var enn ungur maður, þegar hann ritaði þær sögur, sem halda munu nafni hans lengst á Iofti og þýddar hafa verið á flest mál.“ Morgunblaðið sendir Krist- manni árnaðaróskir á afmælinu og þakkar honum samstarfið um áratuga skeið, en Kristrnann var lengi einn af ritdómurum blaðsins. Slík störf eru ekki alltaf vinsæl hér á landi, eins og kunn- ugt er. Átta ára barátta við ógnarvald í sfðasta Reykjavíkurbréfi var því fagnað, að foreldrar Ashken- azys hefðu fengið leyfi stjórn- valda Sovétríkjanna til að koma til íslands. Eins og kunnugt er, hafði gengið á ýmsu áður en Sovétstjórnin léði máls á því, að þau hjón heimsæktu ísland. Vladimir Ashkenazy hefur sjálfur margoft sagt, að það hafi verið mikið lán fyrir hann að setjast að á íslandi, þó að þjóðin sé fámenn, því að hvergi annars staðar hefði hann fengið jafnmikinn styrk og svo eindreginn stuðning alls þorra þjóðar, eins og hann fékk f föðurlandi Þórunnar, konu sinn- ar. Fjöldi Islendinga tók þátt f þvf með ýmsum hætti að knýja á dyr Sovétstjórnarinnar áður en upp var lokið. Með stærri þjóðum hefði þetta mál ekki hlotið eins almennan hljómgrunn og raun varð á hér á landi og sums staðar hefði það vafalaust týnzt innan um annað, sem mikilvægara hefði verið talið. Þetta er þvf holl lexía fyrir íslendinga að hugsa um: þó að land þeirra sé lítið og án þess hernaðarstyrks, sem venjulega er notaður f hótunarskyni, heyrist rödd Islands, þegar þjóðin talar einum rómi. Ekki sfzt vegna þess hve mikið Sovétstjórnin leggur upp úr öryggisyfirlýsingunni f Helsinki og svokallaðri détente- stefnu, a.m.k. f bili, af þvf það hentar henni af ýmsum ástæðum, þá hefur hún ekki daufheyrzt við óskum Ashkenazys og tslendinga. Þessi heimsókn er þvf mikill sigur fyrir mannréttindi í heiminum, enda þótt þau séu brotin út um allar jarðir, eins og kunnugt er og þá ekki sízt í Sovétríkjunum, þar sem saklausir menn eru f fang- elsi, jafnvel árum saman, fyrir ekkert nema pólitíska andstöðu við ógnarkerfi kommúnismans. Ford, forseti Bandarfkjanna.tók ekki á móti Solzhenitsyn, þegar hann kom vestur ósællar minn- ingar, þ.e. hann bauð honum ekki sérstaklega í Hvíta húsið af ótta við að móðga Sovétmenn, enda þótt Solzhenitsyn sé orðinn e.k. tákn þeirra, sem berjast við ógn- arvald kommúnismans um víða veröld; þannig hefði einnig vel getað farið um málstað Ashkenazys ef hann hefði t.a.m. búið í Bandarfkjunum, þ.e. að honum hefði verið ýtt til hliðar, svo að utanrfkisstefna Kissingers yrði ekki fyrir neinum óþægind- um. Slfku er ekki til að dreifa hér á íslandi, þó að fámenn klíka hafi daufheyrzt við óskum Ashkenazys um' aðstoð, jafnvel reynt að gera baráttu Morgunblaðsins undan- farin átta ár — og kröfur þess um að málstaður Ashkenazys mætti ná fram að ganga — tortryggi- lega. Nú reynir þessi klfka jafnvel að koma því inn hjá fólki, að Ashkenazy-hjónin séu komin til islands þrátt fyrir baráttu Morg- unblaðsins(l) Ef Morgunblaðið hefði aldrei tekið til máls og gagnrýnt Rússa, væru þau komin hingað fyrir átta árum(!) tslenzkir kommúnistar erú svo sannarlega samir við sig. Og mikil eru áhrif Morgunblaðsins f aug- um þeirra, sem m.a. reyna á bak við tjöldin (auðvitað) að bera fyrrnefnda fjarstæðu á borð. En það er áreiðanlega margt, sem hefur orðið til þess, að svo ánægjuleg niðurstaða hefur feng- izt í máli Ashkenazy- fjölskyldunnar, sem raun ber vitni. Fjöldi þekktra islendinga skrifaði undir sérstakt bréf til Brezhnevs, þar sem hann er per-„ sónulega beðinn um að ganga f öryggisroálaráðstefnunni í Helsmki Aherzla lögð á lagsinsí ræð- umflestravesl- rænna leiðtoga TuffjiJ málið og sjá til þess að Ash- kenazy-hjónunum væri leyft að heimsækja son sinn og fjölskyldu hans hér á landi. En aldrei barst neitt svar við þessari málaleitan. Þórunn og Vladimir Ashkenazy áttu sjálf sérstakt samtal við fyrr- verandi sendiherra Sovétrfkjanna hér á landi um mál þetta, en ekk- ert gerðist. Þau gáfust samt ekki upp og sýndu óvenjulegt þrek og þolgæði. En úr öllum áttum barst þeim styrkur og stuðningur, því að ís- lendingar hafa ávallt kunnað að meta hin miklu störf þeirra f þágu fslenzkrar tónlistar og menningar yfirleitt og hafa staðið eins og veggur á bak við þau. Þetta hefur Sovétstjórnin séð. Linnulaus bar- átta og viðstöðulausar kröfur á hendur henni um það, að foreldr-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.