Morgunblaðið - 24.10.1976, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 24.10.1976, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1976 31 margnefnt ráðuneyti hafi fallið frá þessu ákvæði. Þetta hringl ráðuneytisins veld- ur þvi, að ekki er neinn vilji al- mennings' til að fylgja settum reglum, enda eðlilegt því reglur settar í dag falla úr gildi vegna nýrra á morgun." Asgrímur Pálsson, útgerðarmaður Asgrímur gerir sína báta út frá Stokkseyri, en það eru Arni Magnússon og Sóley. Hann fékk ekki leyfi til sfldveiða og fer hér álit hans: „Spurningunni um það, hvort mér hafi líkað takmörkun síld- veiðileyfa og framkvæmd á út- hlutun leyfanna, hlýt ég að svara neitandi. Ég var i hópi þeirra mörgu, sem sóttu um leyfi en fengu ekki. Astæðan fyrir neitun- inni var mér tjáð að væri, að ef öllum væri veitt leyfi, og þar með ákveðið aflamagn, yrði of litið til úthlutunar fyrir hvern bát til þess að veiðarnar yrðu arðbærar fyrir útgerðina. Þetta eru rök út- af fyrir sig og hagstæð fyrir þá, sem fengu leyfin. Ég hafði á siðastliðnu ári og þessu fest kaup á tveimur bátum hentugum til síldveiða, ásamt síldarnótum og öllum útbúnaði til veiðanna, með það í huga að salta afla þeirra og þar með að brúa þá atvinnueyðu, sem alltaf hefur verið árviss á Stokkseyri á haust- in. Nú hefur afli og atvinna verið svo til engin frá miðjum ágúst og ekki líklegt að úr rakni fyrr en eftir áramót, og þarf enginn að efast um hverja erfiðleika slíkt hefur í för með sér fyrir starfs- fólkið og fyrirtækið. Ég efast ekki um annað, en að á næsta ári verði úthlutun leyfanna á þann veg framkvæmd, að þeir, sem ekki fengu leyfin núna, hafi forgang og fái tvöfaldan aflakvóta og sömu rökum verði þá beitt, og túlkuð hafa verið þetta ár, meðal annars með þvi að þeir, sem veiddu fram yfir sína úthlutun i fyrra, fengju skertan kvóta í ár. Við skulum vona að á árinu 1978 flutningsverðmæti þessa afla mun vera yfir 1000 milljónir króna og skiptaverðmæti nærri 600 milljónum króna. Meðal- tekjur þeirra skipa og áhafna, sem veiðarnar stunda, er þvi ekki undir 12 milljónum á skip. Hásetahlutur skiptir hundruðum þúsunda. Staðbundnar náttúruauðlindir við slrendur landsins og sérleyfis- nýting þeirra. Hér er átt við staðbundnar fisk- tegundir, sem mestmegnis veiðast innan 3ja mílna frá landi. Fyrst og fremst er hér á tt við innflóa- rækju, humar, hörpudisk og Suðurlandssildarstofninn. Við út- hlutun veiðileyfa til að nýta þessar náttúruauðlindir hafa verið viðhafðar tvær aðferðir. Ef þessar náttúruauðlindir eru við Vestfirði, við Norðurland eða við Austurland, þá er viðhöfð sú stefna að íbúar viðkomandi lands- hluta og venjulega aðeins íbúar þeirra byggðarlaga, sem næst náttúruauðlindinni liggja, fá sér- leyfi til veiðanna og vinnslu verð- mæta úr henni. Má segja að hér sé notuð í smækkaðri mynd sú stefna í landhelgismálum og nýtingu auðæfa hafsins, sem nú er orðin alls ráðandi í veröldinni. Hin reglan á við um veiðar undan suðurströnd landsins og í Faxaflóa. Sé þar um sérleyfis- veiðar að ræða, þá hefur stjórn LÍU í raun allt vald um úthlutun sérleyfisleyfa ti nýtingar náttúru- auðlindarinnar. Hér eru aðrar reglur í heiðri hafðar. Má segja að frá upphafi hafi stjórn LÍU haldið sig að gömlu brezku reglunni um rétt hins sterka og frelsi til veiða á höfunum, án nokkurs tillitS til afkomu fólks eða atvinnutækja á því svæði, sem að náttúruauðlindinni liggja. Uthlutun sérleyfisveiða til síld- veiða haustið 1975 og 1976. Við úthlutun sildveiðileyfanna 1975 var beitt auðvirðilegu bragði sem eingöngu var miðað við að þrýsta óverðugum frá þátttöku í veiðunum. Söltun á síld um borð í veiðiskipunum var svo vitlaus, að auglóst er nú að hún var aðeins átylla til tryggingar hagsmunum hinna útvöldu. Ef nokkur er í Ásgrfmur Pálsson verði síldarstofninn það sterkur að hann þoli þá veiði, sem nægt geti öllum til að vera sæmilega ánægðir. Björgvin Jónsson, útgeröarmaður. BJÖRGVIN rekur tvö útgerðar- félög sem gera út þrjá báta frá Þorlákshöfn. Er það annars vegar Glettingur h.f., sem gerir út Höfrung III og Jón á Hofi, en hins vegar Húnaröst h.f., sem gerir út samnefndan bát. Hann sótti um leyfi til sildveiða fyrir alla sina báta, en engum var veitt leyfi. Þegar leitazt er við að svara þessari spurningu, þá verur að hafa í huga veiðimagn og verð- mæti veiðinnar. Umfang sérleyfisveiðanna Á þessu hausti er um að ræða veiði i herpinót á 10 þúsund tonnum sildar, sem skiptast á rúmlega 50 skip. Heildarút- Þegar formleg úthlutun veiði- leyfa á sildveiðar hófst á þessu hausti var löngu orðið ljóst að verð síldar i Danmörku hafði hækkað sem nam skerðingu síldarkvótans frá fyrra ári. And- virði þeirra veiða nemur frá 18 til 30 milljónum á skip. Þá lá einnig á borðinu að sumarveiðar á loðnu fyrir Norðurlandi höfðu heppn- azt. Ört hækkandi markaðsverð á loðnuafurðum tryggði góða af- komu. Það var því orðið ljóst að afkoma þessa hluta vélbáta- flotans, sem engra sérréttinda nýtur um veiðar í fiskveiðilög- sögunni, var vægást sagt hörmu- legur. Mikil skerðing netaveiði- svæða í samfélags þágu og skerðing togveiðiréttinda frá miðju ári sem í raun þýðir bann við togveiðum skipa yfir 106 rúm- lestir, kipptu öllum grundvelli undan rekstri þessara skipa. Menn skulu athuga að 105 rúm- lesta bátur með 1000 H.K. vél má toga mörgum sjómilum innar en 120 tonna bátur með 400 H.K. vél. Báðar þessar aðgerðir eru gerðar til að auka fiskfriðun og þ.a.l. sagðar i samfélagsþágu. Við þeim út af fyrir sig er ekkert að segja, séu þær réttlátar og ef aðrir leggja svipað af mörkum til fisk- friðunar. Menn verða að skoða úthlutun stjórnar LÍU í ljósi fyrrgreindra staðreynda. Getur svo hver og einn dregið sínar ályktanir um úthlutunina. Min skoðun er sú, að úthlutunin hafi verið meiri mis- beiting valds i þágu þröngra sér- hagsmuna en dæmi eru til um í atvinnusögu okkar um langt árabil. Hlutur sjávarútvegsráðu- neytisins i þessu máli er fyrst og fremst formlegur. Uthlutunin hlaut alltaf að verða deilumál. Með því að fara að tillögu LIU, þá vísaði ráðuneytið vandanum frá sér. Um leið tryggði ráðherra með þessum reglum í það minnsta tveim bátum frá Vestfjörðum leyfi. Samhliða þessu, þá tel ég, að ráðherra hljóti að hafa verið það ljóst, að með þessari úthlutun renndi hann svo rækiega slag- brandi fyrir alla möguleika íslenzkra stjórnvalda til samninga um veiðar útlendinga í 200 milna Björgvin Jónsson vafa um þetta, er einfalt að fá endursýnda í sjónvarpi kvikmynd frá löndun úr síldarbát i Grinda- vik í upphafi veiðanna 1975. Á þessu ári var ekkert svipað bragð tiltækt og var þá bragðið frá fyrra ári framlengt um mitt ár. Jón og séra Jón. Ómögulegt er að koma að út- hlutun veiðileyfa á þessu ári án þess að víkja að mismunandi með- höndlun á veiðilagabrotum en nokkuð mörg skip brutu reglur á síldveiðum á s.l. ári. Svipaður skipáfjöldi braut reglur um veiðar á friðuðu netaveiðisvæði s.l. vetur. Þessi brot skulu ekki afsökuð hér. Þessa dagana er verið að bjóða skipstjórum brotlegu netaveiði- bátanna upp á 500 þúsund króna réttarsátt. Skipstjórnarmenn sild- veiðiskipannna sem reglur brutu í fyrra fengu framlengt veiðileyf- um sínum um 1 ár. Staðreyndir um afkomu véibáta- flotans á þessu ári. jafnar skoðanir á sérréttindum ibúanna til nýtingar stað- bundinna náttúruauðlinda. Hvort tveggja eru þó staðreyndir sem ekki verður breytt. Enginn getur heldur mótmælt þvi að bylting þessi hefur gjörbreytt möguleik- um fólks á þessum svæðum og bætt lífskjör þeirra stórlega. En hvað eiga ibúar sjávarbyggðanna í öðrum kjördæmum að gera? Ef við gerum ekkert þá er sjávarút- vegurinn endanlega orðinn undir í þessum landshlutum. Við getum beðið stjórnvöld um 5 til 6 ál- bræðslur, sem Norðlendingar vilja ekki. Við getum krafið ríkis- valdið um samfélagsaðstoð upp á nokkra tugi milljarða til tækni- byltingar í fisköflun okkar. Það myndi væntanlega þýða byggingu og innflutning á nálægt 30 skut- togurum af minni gerð. Við getum farið þess á leit við þing- menn okkar, að þeir fari að sinna afkomu fólksins, sem byggir sjávarbyggðirnar á svipaðan hátt og þingmenn annarra kjördæma gera. Nægilegt væri í bili að þeir tryggðu íbúum sjávarbyggðanna réttmæta hlutdeild i öflun og vinnslu staðbundinna náttúru- auðlinda við strendur lands- hlutanna. Ármann Friðriksson, útgerðarmaður. ÁRMANN er útgerðarmaður og gerir út 2 skip frá Reykjavík, Helgu og Helgu II, sem var eitt þeirra skipa sem fékk leyfi til sildveiða á þessu hausti. Fer hér svar hans: „Með skiptingu á síldarkvóta árið 1976 er ég óánægður. Það var farið aftan að útgerðar- mönnum þegar auglýst var í vor að þeir sem ætluðu að senda báta sína á síldveiðar í Norðursjó, skyldu sækja um leyfi, en þeir sem það gerðu fengu leyfin. En það voru margir sem ætluðu að senda báta sina á sildveiðar hér heima, fyrir sunnan land, en fengu ekki þar sem þeir sóttu ekki um leyfi til síldveiða í Ármann Friðriksson landhelginni, að ekki mun verða á valdi þessarar ríkisstjórnar aó draga hann frá. Ég hygg að út- hlutun sildveiðileyfanna undan- gengin ár sýni okkur, jafnvel ljós- ara en nokkuð annað að þrátt fyrir allt tal um spillta stjórn- málamenn, þá eru þeir það skásta, sem við eigum, þegar skipta þarf hagsmunum sem þessum. Þingmenn Vestfjarða Norður- landskjördæmanna beggja og þingmenn Austfjarða láta sig miklu skipta afkomu kjósenda sinna i hinum dreifðu sjávar- byggðum. Með opinberri aðstoð sem nemur á bilinu 80—90% fjár- festingar, eru þingmenn þessara kjördæma búnir að aðstoða þá til að framkvæma tæknibyltingu i fisköflun og vinnslu sjávarafurða. Jafnframt tryggja þeir sérréttindi ibúa byggðarlaganna til nýtingar staðbundinna náttúruauðlinda við strendur landshlutanna. Ágreiningur getur verið um þjóðhagslegan hagnað þessarar byltingar. Menn geta haft mis- Kristján Ragnarsson. Norðursjó, þar sem þeir ætluðu ekki þangað. Ég skil ekki hvers lags vinnu- brögð það eru hjá sjávarútvegs- ráðuneytinu að bátar, sem eru yfirbyggðir, fá að fiska meira magn en hinir, þótt þeir hafi verið á sömu veiðum yfir vetur- inn. Svo tóku þeir upp á þvi að bæta afla á aðeins fjóra báta, sem voru á síldveiðum i Norðursjó, 100—140 tonnum á bát. Þar er farið aftan að sjómönnum og út- gerðarmönnum með því að mis- muna þessum bátum. Hvers vegna fá þeir en ekki aðrir? Er það gamla sagan um Jón og séra Jón? Það hefði verið heiðarlega að skipta þessu magni á alla bátana. í haust var talað um að fleiri bátar fengju leyfi til síldveiða hér við land ef bátar, sem hefðu fengið leyfi, hættu við veiðar. Einhverjir hættu við að fara á veiðar, en engir fengu leyfi -í staðinn fyrir þá. Þeir menn i sjávarútvegsráðu- neytinu, sem áttu að sjá um leyfis- veitingar til sildveiða, réðu þar engu um og voru þar af leiðandi gagnslausir þar.“ Kristján Ragnars- son, formaður L.Í.Ú. „ÞEGAR fyrir lá s.l. vor, að Haf- rannsóknastofnunin mælti með að leyft yrði að veiða 15.000 lestir af síld á þessu hausti var úr vöndu að ráða hverjir fengju leyfi til þess að veiða þetta takmarkaða magn. í fyrsta lagi þurfti að taka ákvörðun um hvernig magninu yrði skipt milli rekneta- og hring- nótabáta. Þar sem fyrir lá að rekneta- bátum myndi fjölga frá s.l. ári og þeir væru nú mun betur búnir til veiðanna en ári áður, þegar þeir veiddu um 3.500 lestir, þótti eðli- legt að ætla þeim 5.000 lestir og hringnótabátum 10.000 lestir. Vegna þess að reknetin velja úr stærstu síldina þótti ekki ástæða til þess að setja aflakvóta fyrir reknetabáta, þannig að þeir eru ekki bundnir af 5.000 lesta afla. Þegar fyrir lá að 10.000 lestir kæmu í hlut hringnótabáta var ljóst að fjöldi þeirra báta sem veiðarnar stunduðu mæ'tti ekki fara yfir 50, þannig að 200 lestir kæmu i hlut hvers, til þess að veiðarnar væru arðbærar. Við þessar aðstæður þótti eðli- legt að þeir bátar sem fengið höfðu sildveiðileyfi í Norðursjó, fengju einnig leyfi til sildveiða við Island. Var þá litið til þess, að kostnaðarminnst væri fyrir þá að veiða þetta magn, þvi þeir væru á síldveiðum hvort sem væri o{* að aflakvóti þeirra hafði verið minnkaður verulega i Norðursjó. Þeir hefðu haft lélega loðnu- vertíð, þar sem verð á loðnu var mjög lágt og algert verkefnaleysi blasti við þeim síðari hluta árs. Var þvi ákveðið að þeir bátar sem fengið höfðu síldarleyfi í Norður- sjó fengju leyfið, en þeir voru 46 og auk þess 6 bátar sem stunduðu sildveiðar á s.l. ári við Island. Þannig urðu bátarnir 52 og í hlut hvers komu 210 lestir, nema þeirra sem veiddu umfram kvóta á s.l. ári, en það magn var nú dregið frá þeim. Það má telja nýmæli fyrir íslenzka útgerð að þurfa að sæta aflatakmörkunum og kvótaskipt- ingu milli skipa. Það er því eðli- legt að ágreiningur risi um út- hlutun veiðileyfa, eins og þeirra sem hér er um rætt. Mér er Ijóst að i framtíðinni verður að taka tillit til fleiri atriða en að framan greinir við úthlutun síldveiðileyfa, því ganga má út frá þvi, að við það v.'rðum við að búa i næstu framtið, að veiðar þessar verði háðar leyfum. Ég leyfi mér að efast um að veiðileyfunum hefði verið úthlut- að eins og gert var, ef þá hefði verið vitað um þá nýju möguleika, sem felast í loðnuveiðum hinna stærri skipa að sumarlagi og það afurðaverð fyrir loðnu, sem nú er fáanlegt. Ég álít að millistærð báta frá 105 til 250 lestir eigi nú við mesta rekstrarerfiðleika að striða. Hinar nýju landhelgisreglur bitna mjög á þessari stærð báta og vart skiljanlegt að löggjafinn hafi ætlað að mismuna bátastærðum svo gróflega, sem raun ber vitni. Ætla verður að þessum reglum verði breytt, svo ósanngjarnar sem þær eru. Margir þessara báta eiga síldveiðibúnað frá gamalli tíð og sækjast eigendur þeirra eðlilega mjög eftir því að fá sild- veiðileyfi. Á næsta ári hlýtur að verða tekið tillit til þessara aðila og þeim veitt leyfin. Til þess þarf einnig að lita, að tekjumöguleikar sjómanna eru mjög miklir þann stutta tíma, sem tekur að veiða heimilað magn og er þvi einnig eðlilegt frá því sjónarmiði að veita öðrum aðilum veiðileyfi en þeim sem hafa fengið þau tvö s.l. ár. Þess þarf þó að gæta að veita ekki fleiri bátum leyfi hverju sinni en það, að um 200 lestir komi i hlut hvers."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.