Morgunblaðið - 24.10.1976, Síða 36

Morgunblaðið - 24.10.1976, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUD AGUR 24. OKTÓBER 1976 Sunnefa Ormsdóttir Efri-Ey — Minning F. 23. aprfl 1884. D. 30. september 1976. Laugardaginn 9. þ.m. fór fram frá Langholtskirkju f Meðallandi út- för Sunnefu Ormsdóttur í Efri- Ey, er látizt hafði f Borgarspftal- anum f Reykjavík 30. f.m. Var hún af þekktu bergi brotin. For- eldrar hennar voru Ormur Sverrisson frá Grfmsstöðum og Guðrún Ólafsdóttir frá Eystri- Lyngum, bæði af kunnum ættum. Faðir Orms var Sverrrr á Gríms- stöðum, Bjarnasonar á Keldunúpi Ólafssonar. Kona Bjarna Ólafs- sonar var Vilborg Sverrisdóttir, hálfsystir Eirfks Sverrissonar, sfðast sýslumanns f Kollabæ. Var Sunnefa því í föðurætt komin af hinni landskunnu Sverrissensætt. Einn af forfeðrum hennar var Bjarni Eiríksson, bóndi á Geir- landi um 1703. Frá honum er og komin Núpsstaðarætt, sem óslitið hefur búið á Núpsstað frá því er Jón sonur hans fluttist þangað. — Móðir Orms, amma Sunnefu, var Vilborg Stígsdóttir á Lang- holti og Ingibjargar Sigurðardótt- ur frá Syðri-Fljótum (föðursystir Sigurðar þess, sem þar bjó og lézt um aldamótin síðustu.) Bróðir Stigs var séra Jón Jónsson ,,mjói“, prestur i Stóra-Dal undir Eyjafjöllum, söngvinn og ættfróð- ur. Mun hafa verið afi Þorsteins á Hrútafelli. — Ingibjörg Sigurðar- dóttir missti Stig mann sinn og giftist síðar Sveini Ingimundar- syni á Staðarholti. Þau áttu Ólaf, föður Guðrúnar í Efri-Ey, móður Sunnefu. Voru þau því hálfsyst- kin, sammæðra, Vilborg Stígsdótt- ir, amma Sunnefu í föðurætt, og Óiafur Sveinsson, afi hennar í móðurætt. Var hvorugu þeirra vant áhuga og atfylgis, og munu þær eigindir, ásamt trygglyndi, hafa orðið aðalsmerki ættanna beggja og orðið þar rótfastar — og Sunnefa ekki farið varhluta af. I ættunum skaut upp miklum hagleiks- og listamönnum, svo sem Bjarna á Keldunúpi, Bjarna á Melhól, Sveini Ólafssyni, síðast bónda I Suður-Hvammi, Jóhann- esi Kjarval o.fl. (Ég sleppi þeim, sem llfs eru, því að þeir sýna sjálfir sig!). Sunnefa ól allan aldur sinn að Efri-Ey nema þrjú fyrstu árin, er hún dvaldist á fæðingarstað sfn- um, nú eyðibýlinu Grlmsstöðum eða „Rofunum", en þvl nafni voru Grímsstaðabæir I daglegu tali nefndir, svo og umhverfi þeirra, eftir að þeir voru fluttir þangað undan sandi. Hjá foreldrum sln- um og Vilborgu ömmu sinni dvaldist hún svo I Efri-Ey bernsku- og unglingsárin, I vax- andi og loks stórum systkinahóp, fram yfir aldamót — eða fram á árið 1905, er þau fluttust að Kaldrananesi i Mýrdal; þar and- aðist Vilborg 1912 og skorti þá rúmt ár I tlrætt. Þegar fjölskyldan fór „vestur", fór Sunnefa til Árna Jónssonar, er þar átti heima á öðru býli á Efri-Ey á sama hólnum. Upp frá því gengu þau Árni I hjónaband og bjuggu þar áfram, meðan hann lifði, eða til ársins 1946. En hann hafði um langt árabil þjáðst af sjúkdómi, sem ekki tókst að ráða bót á. Hélt Sunnefa þá áfram með börnum sínum og tengdamóður roskinni. Komu börnin fljótt til verka, voru kná og fengu skjótt áhuga á vinnu og afkomu. En framan af varð Sunnefa að vinna erfiðustu verkin við heyvinnuna, en tengdamóðirin veitti aðstoð við inniverkin. Reyndi þetta mjög mikið á Sunnefu, en hún var þrekmikil og áhugasöm og vildi hvorki láta bugast né kvarta um kjör sín. Smám saman færðist bú- skapurinn meir og meir á hendur bræðrunum, sonum hennar, Jóni og Bjarna, og Guðrún dóttir henn- ar var ætlð með henni. Loks tók Bjarni við búi, og eftir það voru þær mæðgur hjá honum og konu hans, Guðbjörgu Runólfsdóttur frá Bakkakoti. Jón fluttist slðar á annað býli Efri-Eyjar, fæðingar- stað Jóhannesar Kjarvals, og kvæntist Ingibjörgu Ingimundar- dóttur, sem þar var fædd og upp- alin. Auk þessara þriggja barna áttu þau Arni og Sunnefa tvær dætur; + Útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, UNNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, frá isafirði, Giljalandi 33, fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 26 okt kl 3 e h Ásgerður Bjarnadóttir, Þorsteinn Jakobsson og barnabörn. + Utför móður okkar ÖNNU HELGADÓTTUR, Selvogsgrunni 31 fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 25 október kl 1 5 00 Börnin. + Eiginkona min, móðir og tengdamóðir okkar LÁRA HILDUR ÞÓROARDÓTTIR Strandaseli 9. Reykjavik verður jarðsungin i Fossvogskirkju þriðjudaginn 26 október kl 1 30 Árni Ketilbjarnar, Erna Árnadóttir, Þór R. Þorsteinsson, Katla Árnadóttir, Pétur Jónsson. + Við sendum innilegar þakkir til vma og vandamanna, nær og fjær fyrir auðsýnda samúð, vinsemd og virðingu við andlát og jarðarför, MÖRTHU MARÍU EYÞÓRSDÓTTUR, Skarphéðinsgötu 6. Sérstakar þakkir skulu færðar læknum og hjúkrunarliði 2 deildar A og Gjörgæzludeíldar St Jósepsspitala í Landakoti. fyrir mjög góða umönnun Fyrir hönd systkina hínnar látnu Sigriður Einarsdóttir, Jón Geir Árnason, Diana Vera Jónsdóttir. Sigurllnu, húsfreyju I Akurey I Landeyjum, sem látin er fyrir nokkrum árum, og Vilborgu, hús- freyju I Skammadal I Mýrdal. Enn fremur ólst upp I heimili þeirra Sunnefu drengur, bræðr- ungur við börn hennar, Ellas Þorkelsson að nafni, sem ungur missti móður sína. Mun hann hafa notið ýmislegs góðs frá Sunnefu, þótt faðir hans byggi „út af fyrir sig“. Systkini Sunnefu, sem enn lifa, eru þau Eiríkur, rafvirkjameist- ari I Reykjavlk, og Sveinbjörg og Ólafur, sem búsett eru I Keflavík. Alls voru systkinin tlu, en af þeim dóu tvö I bernsku. Þetta eru nú lauslegir drættir úm ætt og æviferil Sunnefu Ormsdóttur, nokkurs konar rammi. Myndin, sem setja ætti I hann, er ærið vandtekin til þess að geta látið I ljós allan sannleik- ann — sjálfa persónugerðina. Sunnefa var, að mig minnir, um tveggja ára skeið að hálfu hjá foreldrum mlnum I Botnum upp úr aldamótum og ávann sér þann orðstlr, að hún var æ síðan I upp- áhaldi hjá þeim, meðan þau lifðu. Var umgengni við hana hin ágæt- asta, framkoman frekar ákveðin, lundarfarið létt og undirhyggju- laust; var gamansöm I hófi, en sérstaklega orðvör, viðvikafljót og rösk til vinnu, þrekmikil og ósérhlífin. Gætum við systkinin rifjað upp ýmsar ánægjustundir sem við áttum með henni, og aldrei slitnaði kunningskapur okkar við hana, enda var hún trygglynd mjög. Mundi ekki hafa verið á allra færi að rjúfa tryggð hennar við þá, sem hún fékk mæt- ur á. Börn hennar borguðu henni fósturlaunin, tóku mikið tillit til hennar, báru hana á höndum sér og blessa nú minningu hennar. Sunnefa I Efri-Ey lifði tvenna tímana, eins og eldra fólk nú. Ólst upp og bjó sjálf við frekar lítil efni, við gamla búskaparhætti og byggingarstil hins gamla tima, en fylgdist með framförunum og sá loks heimilið, sem hún hafði veitt forstöðu og síðan aðstoð, meðan kraftar entust, vel bjargálna, með nýtízkuhús, raflýst og rafhitað, og aðrar byggingar góðar. Mun fátt hafa glatt hana meira. Hún ávann sér fyrr og síðar tryggð heimilisfólksins og fékk I ríkum mæli að reyna á hana; hún var óspart látin I té af börnum og barnabörnum, svo sem hjónunum Bjarna og Guðbjörgu, að ógleymdri Guðrúnu, dóttur henn- ar, sem virðist ekki hafa átt aðra hugsjón æðri en fylgjast með móður sinni og bjástra að henni I ellínni og svo voru Jón, sonur hennar, og kona hans á næsta leiti. Og margir hugsuðu hlýtt til hennar, enda var þar gestkvæmt. Heilsa Sunnefu mun hafa mátt teljast allgóð yfirleitt um fulla níu áratugi, enda gat hún þá haft gamanyrði á vörum, er til hennar var komið. En siðasta árið fór heilsu hen'nar hnignandi, og loks kom að því, að læknir og hjúkrunarkona, sem sýndu henni mikla alúð, gátu ekkki haldið þjáningunum I skefjum. Var hún þá flutt á sjúkrahús I Reykjavík og gerð þar á henni aðgerð, en hún lézt fljótt á eftir. Var hún svo flutt heim og jarðsett hér. Utför Sunnefu var fjölmenn, margir langt að komnir og veður hið ágætasta. Sólin hellti geislum sínum yfir moldir hennar og leg- stað, þar sem hún var lögð til hvíldar við hliö manns síns I Langholtskirkjugarði. Verði henni hvíldin hæg og eilífðin unaðsleg. Eyjólfur Eyjólfsson Enda þótt vinur minn, Eyjólfur á Hnausum, hafi hér að framan sagt allt hið helzta, sem ég hefði viljað greina frá ævi Sunnefu, frænku minnar I Efri-Ey, og raun- ar nákvæmar og betur en mér hefði verið unnt, langar mig samt til að minnast hennar með nokkr- um kveðjuorðum. Ég var ekki gamall að árum, þegar ég heyrði föður minn tala um Sunnefu, systur sína I Efri- Ey, sem hefði orðið eftir austur i Meðallandi, er fjölskyldan fluttist út I Mýrdal vorið 1905. Var ljóst, að hann mat þessa systur sina mikils, enda hygg ég, að þau hafi um margt verið lík og áreiðanlega mjög samrýnd I æsku. Var og aldursmunur ekki heldur mikill — eða rúm tvö ár, sem hún var eldri. Sunnefa giftist árið 1906 sveit- unga sínum og næsta nágranna, Árna Jónssyni, sen bjó þá með móður sinni á sama hlaði i Efri- Ey. Settu þau saman bú og bjuggu þar æ siðan. Þvi miður missti Árni heilsuna snemma á bú- skaparárum þeirra, svo að frænka mín varð að taka að sér forstöðu heimilisins, bæði innan stokks og utan. Þau eignuðust fimm börn, tvo drengi og þrjár stúlkur, sem öll aðstoðuðu foreldra sína dyggi- lega, þegar aldur leyfði. Var róm- að hversu samhent fjölskyldan I Efri-Ey var. Á árunum fyrir 1940 var sam- göngum háttað á þann veg austur þar, sem og viðast hvar annars staðar hér á landi, að næstum tilgangslaust er að segja ungu fólki frá, þar sem nú má bruna austur I Meðalland héðan úr Reykjavík á fimm klukkustund- um og tæplega það. Var I reynd svo, að þarfasti þjónninn, hestur- inn, var eina samgöngutækið austur yfir Mýrdalssand, þar til brúin kom á Múlakvísl árið 1935. Og nokkur ár Iiðu eftir það, þar til bílfært varð I Meðallandið. Þegar þetta er haft I huga, var ekki við að búast, að samband væri mikið við frændfólkið austur þar. Því aðeins segi ég þetta til að skýra það, hversu seint ég kynnt- ist Sunnefu I Efri-Ey á heimili hennar. Var það ekki fyrr en 1945, er mig bar þar fyrst að garði, og þá var hún komin at léttasta skeiði — eða rúmlega sextug. Samt bar hún aldurinn svo vel, að fáir gátu haldið hana komna á þann aldur. Virðist það og vera einkenni ættarinnar sam- hliða háum aldri, sem margt af þessu ættfólki hefur náð. Mér var tekið opnum örmum af Sunnefu og fólki hennar, og þá myndaðist vinátta og órofatryggð, sem hald- izt hefur æ síðan. Árni i Efri-Ey lézt árið 1946, og þá tók Bjarni, sonur þeirra, alger- lega við búi ásamt konu sinni. Upp frá því dvaldist Sunnefa I heimili þeirra og vann þvi allt, er hún mátti, þar til yfir lauk. Man ég vel, þegar ég kom fyrst að Efri-Ey, að frænka min sat með prjónana sína, og þannig minnist ég hennar alla tíð, sitjandi á rúmi sinu við vesturgluggann, þar sem sjá mátti Mýrdalsjökul, Hafursey og Hjörleifshöfða I góðu skyggni. Og vel lýsti það þeirri umhyggju og virðingu, sem hún naut meðal barna sinna, að hún fékk vestur- herbergi með sams konar útsýni I hinu nýja og rúmgóða húsi, sem reist var fyrir fáum árum vestast á bæjarhólnum. Var auðfundið, að henni þótti vænt um þessa hugulsemi. Þar bjó hún um sig ásamt Guðrúnu, dóttur sinni, sem dvaldist alla ævi með henni og hjúkraði henni, þegar aldur og þreyta tóku að segja til sín. Var einstakt að sjá, hversu náið og fagur samband þeirra mæðgna var. Minnti þetta mig mjög á Guð- rúnu, föðursystur mína, sem var alla ævi sina með foreldrum sín- um á Kaldrananesi og annaðist þau af stakri prýði. Sá varð hér munur á, að hún lézt á undan þeim, fyrst sinna systkina, er upp komust, tæplega sextug, og lang- yngst þeirra að árum. Þegar samgöngur voru komnar i sæmilegt horf austur i Meðal- land tóku ferðir minar og for- eldra minna að aukast þangað, enda var alla tíð mjög kært með þeim systkinum, svo sem áður segir. Skrifuðust þau reglulega á um áratugi, og það lýsir bezt tryggð Sunnefu, að hún hélt þeim sið áfram við mágkonu sína, þeg- ar bróðir hennar var fallinn frá. Er sizt of mælt það, sem Eyjólfur á Hnausum segir um tryggð þess- ara systkina i eftirmælum sínum. Barngóð var Sunnefa með af- brigðum, og munu barnabörn hennar I Uppbænum og Miðbæn- um I Efri-Ey minnast ömmu sinn- ar með þakklæti og eins hin barnabörnin, sem ólust upp I fjar- lægð. En það eru fleiri börn en þau, sem minnast frænku sinnar. Börn okkar hjóna urðu vissulega vör við þá hlýju, sem frá henni streymdi, þegar við komum I heimsókn. Var það því alltaf til- hlökkunarefni að skreppa austur að Efri-Ey og gista þar eina nótt eða fleiri og setjast þá á rúm- stokkinn hjá Sunnefu og rabba við hana. Siðust slík ferð var farin I byrjun ágúst I sumar, en þá var orðið ljóst að ævisól hennar var að hníga til viðar. Engu að síður kom hið skemmtilega bros hennar fram á andlitið, og umhugsunin um það, að vel færi um okkur, var óbreytt. Utfarardagur Sunnefu I Efri-Ey var bjartur og fagur, og kom mér þá I hug máltækið: Svo gefur hverjum sem hann er góður til. Hafi nokkur átt skilíð, að Meðal- landið kveddi elzta fbúa sinn I skini fagurrar haustsólar og með hinn víðfeðma og stórbrotna fjallahring, krýndan haustlitum og snævi þakinn hið efra, I allri dýrð sinni, þá var það einmitt Sunnefa I Efri-Ey. Þessarar haustdýrðar naut vissulega hinn mikli skari vina og vandamanna, sem fylgdi henni frá heimili hennar og að hinzta hvílurúmi við hlið eiginmannsins i Langholts- kirkjugarði. Hér var á enda runnið mikið og fagurt æviskeið, sem hófst siðasta vetrardag 1884 og lauk, þegar tæpur mánuður lifði sumars 1976. Skulu Sunnefu I Efri-Ey að leiðar- lokum færðar þakkir fyrir alla þá nærgætni og tryggð, sem hún sýndi samferðamönnum sínum. Um leið votta ég ástvinum hennar öllum samúð mína og fjölskyldu minnar. " + Hjartans þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar ÞÓRUNNAR G ÞÓRÓLFSDÓTTUR. Gránufélagsgótu 20, Akureyri. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna Kristln Sigurbjörnsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og virðingu við fráfall og útför JENNÝAR KAMILLU JÚLÍUSDÓTTUR. Garðhúsum, Garði. Börn og tengdabörn. Jón Adalsteinn Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.