Morgunblaðið - 24.10.1976, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1976
45
VELVAKANDI
Velvakandi svarar f sfma 10-
100 kf. 10—11 f.h. frá mánu-
degi til föstudags.
0 Garðyrkja
Gormur skrifar:
„Það er oft þannig að sama er
hvað mikið er gert, að sjaldan
verða allir ánægðir. Þegar litið er
til þess hve mikið hefur verið gert
hér í Reykjavík á undanförnum
árum i garðyrkjumálum, þá kann
það að sýnast ósanngjarnt að
gagnrýna. En þó langaði mig til að
benda á örfá atriði sem Rafliði
garðyrkjustjóri væri vís til að
taka til athugunar.
Það er áberandi og þakkarvert
hvernig grasið hefur verið að
teygja sig um sífellt stærri svæði
hér í borginni, en fyrirgefi mér
Óðinn og Þór, þó að ég leyfi mér
að halda því fram, að sums staðar
hafi verið ofgert. Fer það sérstak-
lega í taugarnar á mér að svæði í
kringum strætisvagnastöðvar t.d.
við Arnarbakka eru grasilögð en
aðeins lítil stétt fyrir framan bið-
skýlin. I okkar votviðrasömu borg
verður ekki hjá því komist að allt
i kringum biðskýlin verður óyfir-
stíganlegt drullusvað, þvi veik
grasrótin þolir ekki umgang og
votviðrið. Væri það nokkur goðgá
að biðja um fleiri gangstéttir.
Svaðið fyrir 'framan biðskýlið á
Lækjartorgi við Hafnarstræti er
talandi dæmi um hvað ég á við.
Og úr því að ég er nú kominn af
stað má ekki setja almennilegan
stöpul undir höggmyndina sem
stendur á Lækjartorgi.Ég verð að
segja það Birgir minn, Isleifur, að
kassinn, sem hún stendur á er til
háborinnar skammar. Eða hefur
þú nokkurn tima séð í nokkurri
borg annarri en Reykjavík styttu
eða höggmynd á trékassa, sem
heldur ekki einu sinni sandinum
sem í hann hefur verið troðið?“
• Keflavíkur-
sjónvarp
„Mikið hefur verið ritað um
ýmis málefni i Velvakanda en
einna mest um hið blessaða Kefla-
vikursjónvarp. Er það i sjálfu sér
ekki nema eðlilegt þvi það er
óskiljanlegt hvers vegna ríkis-
stjórn Islands, og þar á ég aðal-
lega við sjálfstæðismenn i stjórn
og á Alþingi, þverskailast mót
vilja þjóðarinnar í þessu máli.
Eru þeir manna fyrstir til að
skrifa um Rússagrýluna og þá
kúgun og nauðungar sem þar eiga
sér stað. En hvað kalla þeir þetta,
þegar þeir af hræðslu við
kommúnista og framsóknar-
komma samþykktu lokun Kefla-
vikursjónvarpsins í trássi við
vilja kjósenda og jafnvel þjóðar-
innar í heild. 85 til 90% þjóðar-
innar munu vera með Keflavikur-
erum búin — nema Jamie leggi
blessun sína yfir breytinguna.
Yvonne Cartel brosti bllðlega
til Arts Whelocks. Yvonne hafði
aldrei fengið því framgengt að
herbergi væri málað á ný til að
það passaði við hennar litf. Hún
hafði satt bert að segja leikið tvö
hlutverk I sjðnvarpsleikritum en
var nú að gera sér vonir um betri
tlð.
— Þér kannist auðvitað við
ungfrú Cartel, sagðí Martin.
— Vissulega. Anægja að hilta
yður, ungfrú Cartel.
— Það munaði engu hún fengi
Oscarsverðlaunin I ár.
— Ég er sannfærður um að þér
fáið þau næsta ár ...
Art uppgötvaði að einhver stóð
að baki honum og vék ti! hliðar til
að gefa Reg Curtiss kost á að dást
að ungfrúnni.
— Reg vinnur líka f þjónustu
Jamie. Reg þú verður að skýra
fyrir honum hvers vegna við get-
um ekki hleypt þeim inn.
— Það er með öllu óhugsandi,
herra Case. Ég myndi missa vinn-
una ef við gerðum það.
Jack Erín og Helene komu inn
frá ströndinni.
sjónvarpinu og þess vegna er það
óskiljanlegt hvers vegna farið er
að ráðum fárra ofstopafullra
gasprara, sem sjá svart í sam-
bandi við Kanann.
Eruð þið ekki hræddir við kjós-
endur ykkar eða dettur ykkur i
hug að kjösendur Sjálfstæðis-
flokksins gefi ykkur atkvæði sín
bara til að þið hlaupið á eftir vilja
hinna flokkanna í hvað máli sem
er? Þá eruð þið blindir. Við
viljum vera frjálsir í frjálsu landi
en þolum enga einangrun eða
kúgun. Látið þess vegna opna
kanasjónvarpið.
Mér finnst það vera hrein og
bein skömm, a við skulum ekki
sjálf fá að ráða hvaða sjonvarps-
efni við horfum á. Hvergi i
heiminum eru eins miklar hömlur
lagðar á i slikum efnum. Sjón-
varpið á Keflavikurflugvelli er
stofnun, sem ríkið greiðir eki með
og því engin ástæða til að loka
því.
Það er talið af nokkrum of-
stopafullum körlum og konum,
sem vilja láta mikið á sér bera, að
allt, sem aflaga fer i þessu landi
svo og glæpir stafi af Keflavíkur-
sjónvarpinu. Þetta eru auðvitað
ekki annað en móðursjúkar
hugsanir. Ekki horfa landsmenn
á kanasjónvarpið núna en samt
linnir ekki glæpunum. Aldrei
hafa verið framin eins mörg inn-
brot og glæpir siðan lokað var
fyrir stöðina á Keflavíkurflug-
velli. Það sást varla unglingur úti
á götu þegar góð mynd var í kana-
sjónvarpinu og þá var minna um
glæpi. Hvers vegna í ósköpunum
má ekki draga úr þeim ósóma sem
nú tröllríður islenzku þjóðinni
með þvi að leyfa kanasjónvarpið
aftur?
Virðulegir stjórnmálamenn,
hvar í flokki sem þið standið. Ef
þið haldið að þið græðið atkvæði
með þessari framkomu ykkar
gagnvart islenzkum kjósendum
þá skjátlast ykkur hrapallega.
Opnið þvi Keflavíkursjónvarpið á
ný og þá mun ykkur farnast vel.“
Sjálfstæðismaður
HÖGNI HREKKVÍSI
„Flýtum okkur!
Tryggur og Högni ætla að heyja einvígi."
© 1976
McNaught Symd.,
pro-
'matt
Enn ein nýjung frá
Myndiðjunni Ástþór h.f.:
Nú bjóðum við allar litmyndir unnar á
Pro-mattan pappír, sem aðeins atvinnu-
Ijósmyndarar hafa notað hingað til.
PRO-MATT tryggir yður besta fáanlega
skarpleika á litmyndum og jafnframt
endingargóða og fallega liti.
Myndiðjan Ástþór hefur frá byrjun ávallt
verið i fararbroddi með nýjungar. Eruð
þér í takt við tímann? Eru yðar myndir
unnar á PRO-MATT hjá Myndiðjunni Ást-
þór h.f.
mynaiðian
SÁSTÞÖRf
LEIÐANDI FYRIRTÆKI Á SVIÐI LJÓSMYNDAIÐNAÐAR
Fréttir
frá Vogue
Gróf stórisefni
Rúmteppi
Dagatöl
Dúkar
Tilbúnir púðar
Gluggatjaldaefni
í mik/u úrvali