Morgunblaðið - 03.11.1976, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1976
3
r
Islenzkt ljóðasafn
1. bindí hjá bókaklúbbi AB
UT ER komið hjá bókaklúbbi AB
Islenzkt Ijóðasafn I. Bindi ( um-
sjá Kristjáns Karlssonar. Þetta er
sjötta bók bókaklúbbsins I ár og
þriðja bókin sem út kemur af
lslenzku Ijóðasafni.
Áður eru komin út II. bindi,
sem nær frá Hallgrími Péturssyni
til Steingrfms Thorsteinssonar og
III. bindi frá Matthíasi Jochums-
syni til Jakobs Thararensens.
Ökomin eru 2 bindi, þ.e. IV. bindi
sem mun ná fram um 1960 og V.
bindi, sem verður þýðingar er-
lendra ljóða á islenzku. Hið ný-
komna bindi nær frá upphafi ís-
lenzkra bókmennta og hefst á
Völuspá og endar á Bjarna Jóns-
syni Borgfirðingaskáldi, sem lézt
árið 1640, — alls 23 nafnkunnir
höfundar og sfðan fjöldi kvæða og
vísna eftir ókunna höfunda allt
frá Eddukvæðum til vikivaka og
Þjóðkvæða.
Kristján Karlsson sem séð hef-
ur um þetta bindi að öllu leyti
ritar formála fyrir því og segir
þar m.a. um kvæðavalið:
„Það er alltaf freisting að velja
kvæða, sem lítið eru þekkt og
hafa sjaldan verið prentuð fram
yfir önnur jafngóð en þekktari;
en engin nýjungagirni réttlætir
hitt að sniðganga gott kvæði á
þeirri forsendu, að það sé öllum
kunnugt. Eitt hlutverk almenns
ljóðasafns getur verið það að
vekja erftitekt vora á gleymdu
kvæði eða draga fram kosti
skálds, sem hefir verið vanmet-
ið“.
Happdrætti SjáJf-
stæðisflokksins
HAUSTHAPPDRÆTTI Sjálf-
stæðisflokksins er nú f fullum
gangi. Hafa miðar verið sendir til
flokksmanna og annarra
stuðningsmanna flokksins og
væntir stjórn happdrættisins
þess, að þessir aðilar bregðist vel
við og geri skil hið fyrsta og auð-
veldi með þvf hið mikla starf, sem
skrifstofan þarf að vinna.
Skrifstofa happdrættisins er I
Sjálfstæðishúsinu, Bolholti 7,
sími 82900 og er hún opin virka
daga kl. 9 til 22. Skrifstofan sér
um að senda miða og sækja
greiðslur, ef fólk óskar.
Vinningar f happdrættinu eru 8
talsins: Austin Allegro fólksbif-
reið, Úrvalsferðir til Ibiza,
Kenwood hljómflutningstæki og
fimm Sanyo útvarps- og kassettu-
tæki.
Þýðingarmikið er, að fólk taki
þátt í hausthappdrætti Sjálf-
stæðisflokksins og styðji þannig
mikilvægt þjóðmálastarf flokks-
ins um leið og hver miði er mögu-
leiki til vinnings. Dregið verður
13. nóvember n.k.
Innsveitir Skagafjarðar:
Veðrið er svo
gott að fólk fer
enn til berja...
Bæ, Höfðaströnd. 2. nóv.
NÚ ER orðið haustlegt og óstillt í
útsveitum en óvenjulegt tíðarfar í
innsveitum. Eru það góðviðri svo
að sums staðar eru kýr látnar út
ennþá, þar sem tún eru víða græn
og jafnvel gróandi. 8—9 október,
þegar smáhret gerði og snjór féll,
er eina hretið á þessu hausti og nú
er sá snjór horfinn. Heyrt hef ég
að fólk hafi jafnvel farið til berja
síðast i október og fengið sæmileg
ber, sem má telja mjög óvenju-
legt.
Stórgripaslátrun stendur yfir og
gengur vel. Hrossaslátrun er rétt að
byrja. Sagt er að jafnvel þeir, sem
taldir eru eiga 2—300 hross séu
ekki áfjáðir að fækka Óstillt er til
sjávar og hafa því togarar aflað með
minna móti nú um skeið
Félagslíf er að byrja eftir sumar-
hvíld. Lions, Rotary, söngfélög, leik-
starfsemi, allt er þetta að hefja sína
vetrardagskrá og litur út fyrir mikla
grósku í samkvæmisiífi Skagfirðinga
á komandi vetri. Á Hólum í Hjaltadal
er skólahald byrjað fyrir nokkru.
Skóli er þar fullsetinn og kennslu-
fyrirkomulagið svipað og áður.
Sláturfé reyndist þar mjög sæmilegt
i haust og ásetningur í vetur er
rúmlega 500 fjár, 30 kýr mjólkandi
auk ungviða og eitthvað á annað
hundrað hross. Þar virðist einnig
gott félagslif. Heilbrigði er talin
sæmileg i héraðinu
— Björn.
Jón Brynjólfs-
son er látinn
JÓN BRYNJÓLFSSON endur-
skoóandi varð bráðkvaddur (
Reykjavlk sl. mánudag, 74 ára að
aldri. Jón rak endurskoðunar-
skrifstofu f Reykjavfk frá árinu
1957 undir eigin nafni.
Jón var fæddur að Hvoli í
ölfusi 15. júní 1902. Hann tók
loftskeytapróf árið 1926 en starf-
aði við embætti bæjarstjóra á ísa-
firði 1930 til 1934 og var oft settur
bæjarstjóri. Skrifstofustjóri
Mjólkursamsölunnar í Reykjavik
var hann á árunum 1935—41 en
gegndi næstu tvö ár starfi fram-
kvæmdastjóra Alþýðublaðsins.
Frá 1942 til 1957 gegndi Jón
ýmsum störfum, s.s. starfi aðal-
bókara hjá raforkumálsskrifstof-
unni 1945—50. Jón tók virkan
þátt f starfi ýmissa félagssamtaka
og starfaði m.a. um árabil að
félagsmálum hestamanna.
Jón Brynjólfsson var tvíkvænt-
ur. Fyrri kona hans var Guðrún
Sigurborg Halldórsdóttir frá Gröf
í Miklaholtshreppi en hún andað-
ist árið 1960. Seinni.kona Jóns,
Guðrún Sigurðardótíir frá Sleitu-
stöðum í Skagafirði, lifir mann
sinn.
„Eldur” Jórunnar Við-
ar á sinfóníutónleikum
Kristján Karlsson
Islenzkt ljóðasafn I. bindi er
373 bls. að stærð að meðtöldu efn-
isyfirliti, formála, kvæðaskrá eft-
ir upphafi og heitum kvæðanna
oe æviáerÍDum höfundanna.
ÞRIÐJU tónleikar Sinfónfu-
hljómsveitar tslands á þessu
starfsári verða haldnir f Háskóla-
bfói annað kvöld kl. 20.30. Stjórn-
andi verður Karsten Andersen og
einleikarar þeir Einar Grétar
Sveinbjörnsson fiðluleikari og
Ingvar Jónasson vióluleikari.
A efnisskránni eru eftirtalin
verk: Eldur eftir Jórunni Viðar,
Sinfonia concertante f Es-dúr
fyrir fiðlu," viólu og hljómsveit
eftir Mozart og Sinfónía nr. 9 op.
70 eftir Sjostakovitsj.
Þetta er í fyrsta skipti sem
Sinfóníuhljómsveit íslands leikur
verk eftir Jórunni Viðar, en
,,Eldur“ var upphaflega flutt sem
balletttónlist í Þjóðleikhúsinu.
Einleikararnir, Einar Grétar
Sveinbjörnsson og Ingvar Jónas-
son, eru báðir starfandi f Svfþjóð
um þessar mundir. Þeir námu
báðir fiðluleik hjá Barni Ölafssyni
f Tónlistarskólanum í Reykjavík,
en héldu síðan til framhaldsnáms.
Báðir léku þeir í Sinfóníuhljóm-
sveit Islands áður en þeir fluttust
til Svíþjóðar. Einar Grétar er
fyrsti konsertmeistari við
Sinfóníuhljómsveit i Malmö og
hefur gegnt því starfi um árabil.
Ingvar hóf fyrst starf í Svíþjóð
sem fyrsti víóluleikari við sömu
hljómsveit, en starfar nú sem ein-
leikari og kennari. Báðir eru þeir
eftirsóttir einleikarar, og sést
beirra vfða eetið.
Palmolivesápan meá olífuolíu heldur hubybar ungri á eðlilegan háít.