Morgunblaðið - 03.11.1976, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 03.11.1976, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1976 5 Ólafur E. Stefánsson ráðunautur stendur hér viS málverk af Huppu sem Halldór Pétursson listmálari hefur málað og BúnaSarfélag fslands ætlar að gefa Nautgriparæktarfélagi Hrunamannahrepps. Fimmtíu ár frá fæð- ingu Huppu á Kluftum FIMMTÍU ár eru I dag liðin frá þvi að kýrin Huppa 12 á Kluftum í Hrunamannahreppi í Árnessýslu fæddist að Gróf í sömu sveit. Huppa er sú kýr, sem haft hefur víðtækust áhrif á nautgriparækt landsmanna en synir hennar voru notaðir til kynbóta á nokkrum stöðum á landinu og siðar sonar- og dætra synir hennar. Eftir að sæðingar nautgripa hófust og einkum eftir að djúpfrystingartæki voru tekin i þágu nautgriparæktar, hefur útbreiðsla Kluftakynsins enn aukist og má nú telja vist, að þorri islenskra kúa eigi ætt sina að rekja að einhverju leyti til Huppu. í tilefni af hálfrar aldar afmæli Huppu fékk Búnaðarfélag íslands Halldór Pétursson listmálara til að mála málverk af Huppu og verður málverkið gefið N: utgriparæktar- félagi Hrunamanna. Verður málverk- ið afhjúpað við athöfn að Flúðum í dag, afmælisdaginn. Formaður Búnaðarfélagsins, Ásgeir Bjarnason, mun afhenda málverkið en meðal gesta verður Margrét Andrésdóttir, sem átti Huppu en Margrét varð níræð nú í haust. Á blaðamannafundi í gær gerði Ólafur E. Stefánsson, nautgripa- ræktarráðunautur Búnaðarfélagsins grein fyrir ástæðum þess að Huppa hefur haft jafn víðtæk áhrif á naut- griparæktina í landinu og raun ber vitni. Fyrst nefndi Ólafur að eigendur Huppu hefðu verið þátt- takendur í starfi nautgriparæktar- félagsins, sem starfandi var i hreppnum og haldið skýrslur yfir afurðir hennar. Huppa skaraði fram úr sem einstaklingur í afurðasemi. Huppa varð 1 7 vetra og mjólkaði alls um ævina um 62 tonn af mjólk og fitumagnið í mjólkinni var óvenju hátt, 4,12% af meðaltali. Svara þessar afurðir hennar til þess að hún hafi um ævina skilað um 3 tonnum af smjöri. Erfðaeiginleikar Huppu voru þó það sem mestu skipti fyrir naut- griparæktina og hafa þeir komið vel fram í gripum þeim, sem eiga ættir sínar að rekja til hennar. Hinn hái aldur, sem hún náði, ásamt ágætri frjósemi varð til þess, að hún eignaðist óvenju marga kálfa eða alls 16. Voru það 10 nautkálfar og voru 8 þeirrar settir á. Kvígurnar voru 6 en ein þeirra, tvikelfingur móti nauti, varð ófrjó. Mikil afurðasemi Huppu leiddi til þess að naut undan henni voru valin til notkunar í Nautgriparæktarfélagi Hrunamannahrepps og var einn sonur Huppu, Máni, látinn lifa þar til sýnt var hver yrði afurðasemi dætra hans. Árið 1938 er Huppa sýnd ásamt Mána, sem þá var á þriðja ári og fékk 1. verðlaun. Frásagnir um afurðasemi Huppu og gripa, sem ætt sína áttu að rekja til hennar, fóru að berast um landið og í kjölfarið fylgdu naut ýmist undan Huppu eða sonar- eða dætrasynir. Huppa fæddist að Gróf og þar hóf framhald á bls. 20 'ISIJLi Sóluð og , ny Solaðir snjóhjólbarðar í flestum stærðum. Mjog hagstætt verð Nýir amerískir 1 I snjóhjólbarðar með hvítum hring Gott verð Hjólbarðaþjónustan opin kl 22 Smiðjuvegi 32—34 Simar 4-39-88 & 4-48-80 Allir krakkar vilja verða stórir og §HHg sterkir. Hver vill annars láta lemja * og fisk? Já, við skulum boröa þaÖ sig eins hollasta, sem til er. ÞaÖ má halda langa ræöu um ( vítamínin, próteinin, kalkið, allar þessar orkulindir. sem osturinn geymir. En það er nóg að vita, aö ostur gerir mann sterkan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.