Morgunblaðið - 03.11.1976, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1976
Heildarútgáfu á verkum
Guðm. Böðvarssonar lokið
HÖRPUÍJTGAFAN á Akranesi
hefur sent frá sér Safnrit
Kosningavaka í Menning-
arstofnun Bandaríkjanna
ÞAÐ ER orðin hefð hjá
Menningarstofnun Banda-
ríkjaanna, þegar forseta-
kosningar fara fram vest-
anhafs að bjóða blaða-
mönnum og fólki sem fæst
við fjölmiðlun á kosninga-
vöku i húsakynnum stofn-
unarinnar. Slík kosninga-
vaka var í nótt, þar sem
fréttir af talningu og kosn-
ingaspám birtust jafnóðum
á töflu í Menningarstofn-
uninni.
Á sama staö gafst gestum einn-
ig kostur á að kynna sér ýmsar
upplýsingar um þá frambjóðend-
ur Carter og Ford, kosningabar-
áttuna og þróun stöðunnar frá
upphafi til kjördags. Sýnd voru
sjónvarpsdagskrá úr kosningabar-
áttunni, frá forkosningum að
lokasprettinum, þar sem markið
var sjálft Hvíta húsið.
A meðfylgjandi myndum er
starfsfólk stofnunarinnar að und-
irbúa kosningavökuna í nótt.
Framan við töfluna, þar sem
kosningatölur verða skráðar
stendur Mik Magnússon, blaða-
fulltrúi Menningarstofnunar
Bandaríkjanna, en hin myndin
sýnir starfsstúlkur Menningar-
stofnunarinnar undirbúa það að
smyrja brauð svo að gestirnir hafi
eitthvað að gæða sér á meðan þeir
fylgjast með kosningatölum.
Þá má geta þess að gestum
Menningarstofnunarinnar mun
gefast kostur á að greiða í gamni
atkvæði í Menningarstofnuninni
og því ætti að koma í ljós, hvorn
frambjóðandann íslenzkir blaða-
menn veðja á í baráttunni um
Hvíta húsið.
Helgafellið lá bil-
að á Seyðisfirði
í tæpan mánuð
Seyðisfirði 2. nóv.
M.S. HELGAFELL sigldi héðan f
nótt. Helgafellið bilaði útaf Aust-
urlandi fyrir tæpum mánuði og
var þá dregið inn á Seyðisfjörð.
Þrjár Ijósvélar skipsins voru bil-
aðar. Vélstjórar skipsins pöntuðu
varahluti f vélarnar og gerðu við
þær með aðstoð vélvirkja frá
Vélsmiðju Seyðisfjarðar. Við-
gerðin gekk tiltölulega vel eftir
að varahlutarnir komu.
Sveinn.
Guðmundar Böðvarssonar
VI—VII. 1 þessum lokabindum
eru m.a. „Saltkorn f mold I og
II ásamt ljóðabókinni „Blað úr
vetrarskógl", sem ekki hefur
áður komið á prent.
1 formála fyrir þeirri bók
segir Böðvar Guðmundsson
m.a.: „Þegar Guðmundur
Böðvarsson andaðist 3. apríl
1974, átti hann í fórum sfnum
ófrágengið handrit að ljóðabók.
Frá því síðasta ljóðabók hans,
„Innan hringsins“, kom út
(1969) hafði hann látið birta
eftir sig nokkur kvæði í tímarit-
um, og eins og kunnugt er,
entist honum rétt aldur til að
ljúka við Þjóðhátíðarkvæði sitt
1974, sem Þjóðhátfðarnefnd
Borgarfjarðar gaf út þá um vor-
ið. En auk þess átti hann í fór-
um sínum nokkur fullfrágeng-
in kvæði, sem koma nú, ásamt
þeim sem áður getur, fyrir
almennings sjónir.
Með þessum bókum lýkur
heildarútgáfu á verkum
Guðmundar Böðvarssonar.
Borgfirðingar hafa í verki
heiðrað minhingu hans, sem
öðrum fremur hefur haldið á
lofti merki síns héraðs. Ritverk
hans eru sprottin úr fslenskum
jarðvegi. „Skáldskapur hans er
jafn náttúrlegur og grasið sem
vex á jörðinni ...“ segir
Halldór Kiljan Laxness.
Safnrit VI er 168 blaðsíður
ásamt myndaörk og Safnrit VII
er 180 bls. 1 því er bindaskrá
yfir öll sjö bindin, einnig
kvæðaskrá.
Bækurnar sjö eru allar unnar
f Borgarfjarðarhéraði. Þær eru
prentaðar f Prentverki
Akraness hf. og útgefnar af
Hörpuútgáfunni á Akranesi.
w
Ahugi á þátttöku
í ylræktarverinu
Rætt vid forsvarsmenn 5 fyrirtækja
EINS og sagt hefur verið frá í
Morgunblaðinu kallaði Birgir Is-
leifur Gunnarsson borgarstjóri á
sinn fund forsvarsmenn nokk-
urra fyrirtækja f Reykjavík til
þess að kanna áhuga þeirra á þátt-
töku í rekstri ylræktarvers I sam-
vinnu við Ilollendinga, en öll
þessi fyrirtæki kynnu að eiga
hagsmuna að gæta I sambandi við
rekstur ylræktarvers og útflutn-
ing á vegum þess. Nefnt hefur
verið, að Reykjavfkurborg annars
vegar og Hollendingar hins vegar
ættu um 25% f fyrirtækinu hvor
aðili, en alls er reiknað með um
150 millj. kr. I hlutafé.
Morgunblaðið hafði í gær sam-
band við forsvarsmenn þeirra fyr-
irtækja sem borgarstjóri kallaði á
sinn fund og innti þá frétta af
viðbrögðum þeirra:
Indriði Pálsson forstjóri Olíufé-
lagsins Skeljungs sagði „Miðað
við þær forsendur, sem fyrir okk-
ur voru lagðar, þá höfum við
áhuga, en hins vegar tel ég að
stofna eigi undirbúningsfélag til
betri athugunar á þessum mál-
um.“
Þess má geta að Skeljungur
mun mögulega selja ylræktarveri
gas.
Agnar Kristjánsson, forstjóri
Kassagerðar Reykjavfkur, sagði
að þeir hefðu ekki tekið neina
ákvörðun í málinu. „Hvað okkur
varðar er um að ræða mögulega
Björn Bjarnason, formaður Landssambands iðnverkafólks:
„Hættan af stóriðju er ekki yfirþyrm-
andi eins og ýmsir vilja vera láta”
„EG hefi hér rætt nokkuð um
vandamál iðnaðarins f dag, eins
og þau koma mér fyrir sjónir.
Eg hefi ekki komið að þeim
þætti iðnaðar sem kallaður er
stóriðja, og sem virðist tæplega
mega nefna á nafn, án þess að
stór hópur manna ætli að ganga
af göflunum, æpi sig hása um
mengun og telji að landið með
öllu kvaku sé ofurselt glötun-
inni. Vfst er, að margar hættur
geta verið samfara stóriðju, en
að þær séu svo yfirþyrmandi
eins og ýmsir vilja vera láta,
get ég ekki fallizt á, ef fyllsta
aðgát er höfð.“
Þannig komst Björn Bjarna-
son, formaður Landssambands
iðnverkafólks, að orði í ræðu,
sem hann hélt á degi iðnaðarins
á Egilsstöðum um sfðustu helgi.
Björn sagði þar ennfremur:
„Framleiðsla okkar er það ein-
hæf, að mér finnst fyllsta þörf á
að bæta undir hana ýmsum nýj-
um stoðum, en vitanlega þarf
þar sem annars staðar að fara
að öllu með gát f samskiptum
okkar við eigin náttúru, og aðra
þá aðila, er málið snertir. Sé um
erlent fjármagn að ræða, verð-
um við að halda hlut okkar
gagnvart því og gefa því engar
rasgjafir, hvorki í orkumálum
né á öðrum sviðum. Gætum við
þessara atriða, tel ég síður en
svo að stefnt sé f einhvern voða
með stóriðjuframkvæmdum."
I ræðu sinni ræddi Björn
Bjarnason einnig um iðnaðinn
sjálfan og vandamál hans.
Hann sagði að frá fyrstu tfð
hefði iðnaður á íslandi átt víð
margháttaða erfiðleika að etja.
Skilningsleysi neytendanna á
getu iðnaðarins til þess að
framleiða góða vöru hefði verið
mikið og hann hefði verið van-
metinn i samanburði við
erlendan varning. Þá hefðu
valdhafar ekki siður vanmetið
iðnaðinn og segja mætti að
hann hefði verið hálfgerð horn-
reka alla tfð. Þetta hefði dregið
úr eðlilegum vexti islenzks
iðnaðar og rýrt getu hans til
samkeppni um vinnuafl við
gömlu atvinnuvegina. Vöxtur
og viðgangur atvinnugreinar
byggðist ekki sfzt á því að hon-
um tækist að laða að sér gott
vinnuafl. Síðan sagði Björn:
„En þrátt fyrir alla erfið-
leikana, sem iðnaðurinn hefur
orðið að mæta, er þó svo komið
málum nú, að röskur fjórð-
ungur landsmanna lifir á
iðnaði, hlutur hans í þjóðar-
framleiðslunni er meiri en
þriðjungur og útfluttar
iðnaðarvörur nema um 20% af
vöruútflutningnum. Gjaldeyris-
tekjur og gjaldeyrissparnaður
vegna iðnaðarframleiðslu nema
mörgum tugum milljóna árlega.
Má því segja með nokkru stolti,
að olnbogabarnið sé að rísa úr
öskustónni, enda er nú svo
komið að allir eru farnir að
viðurkenna mikilvægi
iðnaðarins, að minnsta kosti f
orði, þó að því miður finnist
manni að meira samræmi mætti
vera milli orða og athafna.
Flestir virðast sammála um að
iðnaðurinn einn atvinnuvega
okkar sé fær um að taka við því
nýja vinnuafli, sem á vinnu-
markaðinn kemur á næstu ár-
um, en þvf aðeins getur hann
það, og með því forðað okkur
frá böli atvinnuleysisins, að al-
ger stefnubreyting verði af
Framhald á bls. 20
framleiðslu á kössum fyrir yl-
ræktarver og við munum fylgjast
með þróun mála út frá þvf. Það
hefur verið minnzt á 5% hluta-
fjár, en við höfum ekki peninga
að neinu ráði, nema þá ef þetta
getur gengið viðskiptalega".
Sigurður Helgason, forstjóri
Fjárfetingafélags Islands sagði:
„Það liggur fyrir ákvörðun hjá
Fjárfestingafélaginu í þessu sam-
bandi, en á þessu stigi málsins get
ég ekki skýrt frá henni. Það á
eftir að ræða málið endanlega við
borgarstjóra og aðra þá aðila sem
málið varðar.“
Örn O. Johnson, forstjóri Flug-
leiða h.f., sagði að félagið hefði
enga ákvörðun tekið f málinu og
að væri því ennþá óvisst hvort
félagið tæki þátt f fyrirtækinu, en
hins vegar væri verið að kanna
þessi mál nánar.
Rafn Johnson, forstjóri Heimil-
istækja h.f., sagði um skoðun
þeirra á málinu: „Þetta er mjög
áhugaverður nýr iðnaður, og við
erum mjög bjartsýnir á að þetta
geti orðið arðvænlegt á Islaildi og
byrjun á nýrri atvinnugrein. Mið-
að við íslenzka orku stöndum við
vel að vígi gagnvart öðrum þjóð-
um og einnig vegna loftslagsins
þvf hér er frá náttúrunnar hendi
margs konar vörn gegn alls konar
jurtasjúkdómum.
Dr. Björn Sigurbjörnsson og
fulltrúar Reykjavíkurborgar hafa
unnið mikið undirbúningsstarf f
þessu sambandi, en við komum
inn i myndina sem umboðsmenn
Philips og mögulega myndum við
útvega lampana sem nota verður í
ræktun í ylverinu. Við erum mjög
bjartsýnir í þessu sambandi og
höfum áhuga á málinu miðað við
þær forsendur sem við höfum."
Skarðsvík í loðnuleit
RANNSÖKNASKIPIÐ Bjarni
Sæmundsson, sem verið hefur við
loðnuleit, hverfur nú frá þeim
verkefnum og fer í önnur. í þess
stað hefur verið ákveðið að
Skarðsvíkin verði leigð til loðnu-
Teitar og mun skipið að öllum lík-
indum halda í leiðangur í dag.