Morgunblaðið - 03.11.1976, Page 14

Morgunblaðið - 03.11.1976, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1976 Fagna ákvörðun iðnaðarráðherra „ÉG fagna þessari ákvörðun iðn- aðarráðherra og verð að segja að ág er ánægður með hana, enda er hún f anda þess sem sveitarfélög- in á Austurlandi hafa sagt f mót- mælum sínum við ákvörðun Rarik — sagði Erling Garðar Jónasson, rafveitustjóri og oddviti Egils- staðakauptúns. Erling Garðar kvað stjórnvöld nú þurfa að tryggja að framhald yrði á virkjunarframkvæmdum. Eins og þegar hefur komið fram í fréttum hafði Rarik samþykkt að banna rafhitun húsa á Austur- landi, þar sem fjárhagslega óhag- kvæmt væri að selja rafmagn til slíkra nota. Framleiðslukostnaður á kílówattstund var alltt að 20 krónum, en gjaldskrárverð innan við 3 krónur. Ráðherra nam þessa ákvörðun úr gildi nú fyrir helg- ina. Emil Als aðstoðar- yfirlæknir í Malmö EMIL Als hefur verið veitt staða aðstoðaryfirlæknis hjá próf. Bernt Ehringer við augnsjúk- dómadeild háskólaspítalans í Malmö. Meðal starfa Emils verður fyrirlestrahald fyrir sænsk lækn- isefni. Umsækjendur um stöðuna voru 5. Gardínuhúsið Ingólfsstræti 1 FLYTUR í Iðnaðarhúsið Ingólfsstræti/Hallveigarstíg Erum TlUtt lonaoarmannahúsið Gardinuhusið Ingolfsstræti/Hallveigarstig INGOLFS Str BERGSTstr, SIGURVEGARAR I meistarakeppni Birdgefélags Kópavogs, Ragnar Björnsson (lengst til vinstri) og Haukur Hannesson eiga hér I höggi við feðginin Valgerði Báru Guðmundsdóttur og Guðmund Jakobsson en þau höfnuðu I sjöunda sæti I meistara- keppninni. Haukur og Ragnar hófu að spila saman f sumar og hafa verið mjög sigursælir. Einar og Logi sigurvegarar í Danivalsmótinu Frá bridgefélagi Suðurnesja. Danivalsmótinu, sem er tví- menningskeppni með baro- meterfyrirkomulagi, er nú lok- ið og tóku 20 pör þátt í keppn- inni. Sigurvegarar urðu Einar Jónsson og Logi Þormóðsson og sigruðu þeir örugglega, hlutu 250 stig eða meira en helmingi fleiri stig en parið sem hafnaði í öðru sæti. Röð efstu para varð annars þessi: Alfreð G. Alfreðsson — Guðmundur Ingólfsson 103 Guðjón Einarsson — Óskar Gíslason 96 Brldge Umsjón: Arnór Ragnarsson Kjartan Ólafsson — Valur Símonarson 93 Karl Einarsson — Sveinbjörn Berentsson 76 Gestur Auðunsson — Högni Oddsson 73 Maron Björnsson — Gunnar Jónsson 72 Helgi Jóhannsson — Jóhannes Sigurðsson 60 Næsta keppni félagsins er J.G.P.-mótið, sem er sveita- keppni. Spilað er í Tjarnar- lundi og hefst keppnin í kvöld klukkan 20. Ragnar og Hauk- ur tvímennings- meistarar BK Frá Bridgefélagi Kópavogs Meistarakeppni félagsins í tvímenningi er nú lokið með sígri þeirra Hauks Hannesson- ar og Ragnars Björssonar, og fengu þeir 760 stig röð næstu manna var annars þessi: Grímum Thorarensen — Guðmundur Pálsson 729 Óli Andreasson — Guðmundur Gunnlaugsson 698 Jónatan Lindal — Þórir Sveinsson 694 Ármann J. Lárusson — KáriJónasson 688 Karl Stefánsson — Birgir Isleifsson 669 Valgerður Bára Guðmundsd. — Guðmundur Jakobsson 668 Böðvar Magnússon — Rúnar Magnússon 662 Arnar Guðmundsson — Björgvin Ólafsson 661 Sæmundur Rögnvaldsson — Bjarni Sveinsson 649 Meðalskor 624. Fimmtudaginn 4. nóv. hefst hraðsveitakeppni, og verða úr- slit í henni látin ráða hvaða sveitir spila í meistaraflokki í aðal sveitakeppni félagsins eft- ir áramót, og eru þeir sem ekki eru búnir að láta skrá sig til keppni beðnir um að mæta tímanlega á fimmtudagskvöld. Þjóðviljinn kom- inn í Síðumúlann UM helgina átti Þjóðviljinn 40 ára afmæli og flutti þá starfsemi slna aðra en prentun I nýtt hús að Sfðumúla 6. Á sunnudaginn fór fram afmælishátfð í hinu nýja húsi og voru þar flutt ávörp og skémmti- atriði. Otgáfa Þjóðviljans féll niður f gær. Myndin hér að ofan er af hinu nýja húsi við Siðumúla, en i leiðara afmælisblaðs Þjóðviljans kemur fram, að húsið kostaði rúmar 40 milljónir. Hafi þegar safnazt 33 milljónir, og segir i leiðaranum, að ekki eitt einasta fyrirtæki hafi lagt fé f þann sjóð, enda hafi ekki verið eftir þvf leit- -að.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.