Morgunblaðið - 20.11.1976, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÖVEMBER 1976
13
2norgunb(attit>
Stjörnubfó sýnir um þessar mundir heimsfræga, sannsögulega banda-
rfska kvikmynd um lögreglumanninn Serpico, en hann varð til þess að
rumska allóþyrmilega við yfirmönnum lögreglunnar f New York.
Kvikmyndahandritið er byggt á metsöiubðk, sem Peter Mass ritaði um
ævi Serpicos.
Hjarta
mitt hróp-
ar á þig”
HÖRPUUTGAFAN á Akranesi
hefur sent frá sér nýja bók eftir
danska rithöfundinn Erling Poul-
sen. Þessi bók hefur verið gefin
út vfða um lönd og þykir ein mest
spennandi bók þessa vinsæla höf-
undar. Hún hefur verið endur-
prentuð mörgum sinnum í Dan-
mörku og alltaf selst upp.
Sagan gerist að hluta í Agadir,
þar sem jarðskjálftar og flóð-
bylgja orsökuðu miklar hörmung-
ar 29. febrúar 1960. Ást og dular-
fullir atburðir fylla síður bókar-
innar.
Islenskir lesendur þekkja bæk-
ur Erling Poulsen, því að nokkrar
þeirra hafa áður komið út á
íslenzku. Bók þessi er hin fyrsta i
nýjum bókaflokki Hörpuútgáf-
unnar.
Skúli Jensson þýddi bókina.
Prentverk Akraness h.f. hefur
annast prentun og bókband.
Káputeikningu gerði Hilmar Þ.
Helgason.
Stofnfundur
samtaka um
dagvistar-
mál í dag
STOFNFUNDUR samtaka um
dagvistarmál verður haldinn i
Félagsstofnun stúdenta við
Hringbraut laugardaginn 20.nóv.
kl. 14. Framsögumenn verða Ari
Guðmundsson, Þórunn Friðriks-
dóttir, Guðrún Jónsdóttir og Sig-
rún H. Þorgrimsdóttir.
Allt áhugafóik um dagvistarmál
er hvatt til að koma á fundinn til
að liggja ekki á liði sínu, að þvf er
segir í fréttatilkynningu undir-
búningsnefndar.
AUGLYSINGASIMINN ER:
22480
ERUNG POULSEN
taiLÖu--------,
jurnar
Bjóðið gestunum
í Blómasalinn
Það er skemmtilegt og stundum
nauðsynlegt að taka vel á móti fólki
- án sérstakrar fyrirhafnar.
Hvort sem um vináttu- eða
viðskiptatengsl er að ræða er þægi-
legt og stundum ómetanlegt að geta
setið og spjallað saman í ró og næði
yfir góðri máltíð.
í Blómasalnum á Hótel Loftleiðum
er glæsilegt kalt borð í hádeginu.
Þar að auki fjölbreyttur matseðill.
Og notalegur bar.
HOTEL
LOFTLEIÐIR
Opið 12-14.30 og 19-22.30.
Sími 22322
Fijrir
bfkk/eljendur
*Settu bílinn á söluskrá hjá okkur.
*Ef þú skilur bílinn cftir hjá okkur
selst hann fyrr.
*Þú getur einnig haft bílinn inni i rúmgóðum
sal, þveginn og bónaöan, velútlítandi fyrir
kaupendur, scm ganga á milli bíla og skoða.
*Eða fyrir utan, á bílastæðinu, þar sem menn
aka iðulega framhjá til að skoða btlaúrvalii
VERKSTÆDISÞJÓNVSTA
| *Ef billinn þafnast viðgerðar, geturðu skilið
hann eftir og við sjáum um að hann
sé lagfærður á bilavcrkstæðl okkar.
i *Ef óskað er, verður hann yfírfarinn, skipt um
platínur, kerti og stilltur.
*Þú getur fengið vélina þjöppumælda, til að
sýna í hve góðu ástandi hún er.
*Og meðan við seljum bílinn fyrir þig, getur
þú leigt Blazcr eða Scout jeppa hjá bílaleigu
okkar.
Þó þú ætlir ekkfáð selja bílinn þinn, viljum
við minna þig á að halda honum í sem
bestu ásigkomulagi til þess að halda verðgildi
hans. Það borgar sig upp á komandi
tíma, þegar þú vilt fara að selja hann, og við
tölum ckki um öryggið.
Komdu með hann á verkstæðið og
sjá um að búa hann undir veturinn og
komandi tíma.
ÞJÓflUÍTA
PVRIR ÖUU
Fyrir
bíkikoupendur
*Við tökum vel á móti þér og sýnum
hina fjölbreyttu söluskrá okkar.
*Við höfum til sölu, allt frá minnstu
smábflum upp í stóra sendibíla
á öllum verðum, og ýmsum kjörum.
*Ef þú hefur augastað á einhverjum
sérstökum bíl, sýnum við þér hann og kynnum
þér ásigkomulag hans.
*Þú getur fengið vélina þjöppumælda,
til að sjá í hvaða ásigkomulagi hún er,
ef þjöppumæling er ekki fyrir hendi.
*Þú getur fengið bílinn skoðaðan
af fagmönnum, og heyrt þeirra álit.
*Þú getur verið viss um að rétt
sé gengið frá öllu í sambandi við bflakaupin.
DÍIAIKIPTI
ÞAÐ FARA ALLIR ÁNÆGÐIR FRÁ OKKUR
bflkiurir
Leigjum út Blazer og Scout
jeppa - Leigið góða bíla.
Opið mánudaga - föstudaga 9.00 - 20.00
laugardaga 10.00 - 18.00
AUtaf opið í hádeginu.
örar ferðir
til Færeyia
FLUGFÉLAG tslands hefur nú
haldið uppi reglubundnu áætlun-
arflugi til Færeyja sfðan 1963.
Flogið var f upphafi milli Fær-
eyja og tslands og þaðan áfram til
Norðurlanda, og var einnig flogið
milli Færeyja og Glasgow.
Undanfarin sumur hefur verið
flogið fjórum sinnum f viku til
Færeyja en ein ferð yfir veturinn.
Nú hefur stjórn Flugleiða ákveð-
ið að fjölga vetrarferðum og verð-
ur í vetur flogið tvisvar f viku, á
fimmtudögum og sunnudögum.
Flogið er frá Reykjavfk kl. 10:30,
komið við á Egilsstöðum og siðan
haldið áfram til Færeyja og til
baka sama dag, einnig með við-
komu á Egilsstöðum. Flugtími
milli Egilsstaða og Færeyja er 1
klst. og 20 mínútur.
Þetta nýja fyrirkomulag gerir
kleift að fara í stuttar heimsóknir
til Færeyja og samið hefur verið
við hótel þar um sérlega hag-
kvæmt gistiverð. Á sama hátt geta
farþegar frá Færeyjum komið til
Islands og njóta þá sérstaks gisti-
verðs hér.