Morgunblaðið - 20.11.1976, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 20.11.1976, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1976 MORöJK/- KAFFINU (0 POLLUX Lögregluþjónn: Jæja, lagsi, svo þú ætlaðir að stinga af þegar þú varst búinn að brjóta rúðuna. Strákur: Nei, ég ætlaði bara að hlaupa heim eftir peningum til þess að borga rúðuna. Eg er ekki sú fyrsta sem fær að heyra svona lofræðu. GRANI göslari Ef við eigum að fara ( ferðalag þá koma aðeins til greina Korsfka eða Sankti Helena. Nýr leigjandi: Er engin bjalla f þessu herbergi? Gestgjafafrú: Nei, en þér þurfið ekki annað en að stappa f gólfið og þá kærir leigj- andinn fyrir neðan fyrir mér og þá kem ég. Áttu sfgarettu? — Hvað er þetta, ég hélt að þú værir hættur að reykja. — Nei, til að byrja með er ég aðeins hættur að kaupa tóbak. Bara stemma reikninginn af! BRIDGE w * / UMSJA PALS BERGSSONAR 1 dag lítum við á spil, sem kom í Reykjavíkurmeistaramótinu í tví- menning, en þvf lauk nýlega. Sigurvegararnir, Ásmundur Páls- son og Hjalti Elíasson, náðu góð- um árangri í spilinu á skemmti- legan hátt. Suður var gjafari og austur-vestur á hættu. Norður S. 7 H. 1087 T. K7652 L. D1032 Við hittumst hér aftur hjá honum Pedró eftir hálfan mánuð? Barnaheimili í Ólafsvík „MIKIÐ hefur verið ritað um Barnaheimili Olafsvíkur að und- anfönru en hver er ástæðan? Grunur minn er sá, að forstöðu- konan viti meira um það er hún vill vera láta, enda ekki heima þegar sá atburður gerðist sem er um að ræða svo hún gat engu þar um ráðið hvað gerðist meðan hún var fjarverandi. Þær eru nú búnar að leggja fram sitt sönnunargagn, lista þann sem kom í Mbl. þann 3. þ.m. Sunnudaginn 31. október skrifar Emanúel Ragnarson, að hann hafi rekið I rogastanz er hann las þess- ar spurningar sem voru f fyrsta bréfinu um þetta mál, og mig furðar ekki á því. Hann segist eiga son, sem er á umræddri stofnun og er mjög ánægð yfir veru hans þar. Nú vil ég biðja hann að setja sig í spor annars drengs, sem væntanlega verður minnzt á seinna, ef áframhald verður á þessum skrifum sem eru bæði leiðinleg og særandi fýrir marga aðila. Tekið skal skýrt fram, að það barn sem um er að ræða var hvorki barið né flengt, en það er til fleira en það. Ég get þess vegna fullvissað Emanúel um það, að það bjó nefnilega ekki fávizka undir þessari spurningu, en hitt teldi ég meiri fávizku ef ekki væri tekið eftir óréttlæti gagnvart börnum fyrr en þau hætta að dafna eins og bréfritari segir. Er ekki einkennilegt að þessar konur, sem ásaka 3 konur fyrir þessi skrif, sem aðrir kalla helber ósannindi og skítkast, skuli ekki snúa sér beint til þeirra og tala við þær í stað þess að rjúka inn i önnur hús og rífast þar og óskap- ast, jafnvel berja í borð með við- eigandi orðbragði. Þá hefðu þær getað rætt málin og komizt að hinu sanna hvað þetta snertir. Eitt dæmi enn. Ung stúlka hér á staðnum hefur tvívegis sótt um starf þarna til undirbúnings fyrir fóstrunám, henni hefur i bæði skiptin verið neitað. Þessi stúlka er að ég held öllum þeim kostum búin sem til þarf, er frá góðu heimili, það vita allir sem til þekkja. Hvernig hægt er að neita henni um þetta? Þá vil ég minnast á starfs- reynslu þessara kvenna. Víst er um það að þær eru búnar að vinna þarna það lengi og vinna gott starf, en ef starfsreynslan hefur svona mikið að segja þá er spurningin sú: Hafði sú reynsla ekkert að segja viðkomandi gæzluvellinum síðast liðið vor? Mér er nær að halda að þær konur hafi verið búnar að vinna við það álíka lengi og hinar, en svarið sem þær fengu einmitt var það að það hefði verið svo mikið kvartað og svo væri líka mál til komið að skipta um andlit. En viðvíkjandi kvörtunum og aðdróttunum máttu þær þola sitt af hverju, Vestur S. D65 H. G9543 T. G43 L. 96 Austur S. K1083 II. ÁKD6 T. — L. ÁKG54 Suður S. ÁG942 H. 2 T. ÁD1098 L. 87 Sagnir gengu þannig: Suður Vestur Norður Austur Hjalti •' Asmundur 1 spaði pass 1 grand dohl 2 tiglar pass pass dobi pass 2 hjörtu 3 tiglar 3 hjörtu 4 tiglar pass pass 1 hjörtu pass pass dobl allir P-ls Norður spilaði eðlilega út ein- spilinu sínu I spaða, suður tók á ás og norður trompaði spaða. Síðan fengu varnarspilararnir ekki fleiri slagi. 4 hjörtu dobluð unnin með yfirslag gáfu mjög góða skor, 24 stig af 26 mögulegum. Takið eftir sögnum Ásmundar. Með þessum hæga stfganda f sögnum sfnum plataði hann norður til að dobla f stað þess að segja 5 tfgla, en það er mjög góð fórn. Á flest- um borðanna fengu norður-suður að spila 5 tfgla doblaða en örfáir spilarar í austur skelltu sér f 5 hjörtu, þrátt fyrir spaðaopnun suðurs. — P.B. Maigret og þrjózka stúlkan Framhaldssaga eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 14 — Það var hríngt tvfvegis til yðar frá Parfs. Það verður sjálf- sagt hringt enn einu sinni.. .og það gæti orðið á hverri stundu. Janvier eina ferðina enn. Nei, það er ekki rödd Janviers. Lög- regluforinginn kannast ekki við þessa rödd. Þetta er sem sagt ekki f sam- bandi við málið. — Þér talið við þjón á veitinga- húsi á Gare Saint Lazare.. .Það ar maður sem bað mig að hringja til yðar.. .æ fjárinn sjáifur, nú er ég búinn að gleyma hvað hann sagð- ist heita... — Janvier? — Já, Janvier.. .Hann er far- inn með lestinni tif Rouen. Hann hafði ekki tfma til að bfða. Hann sagðist ekki gera ráð fyrir að þér væruð f Rouen þegar lestin kæmi. En ef þér tækjuð bfl... — Og ekkert fleira? — Nei, herra. Hann bað mig bara að skila þessu, fleira var það ekkl. Hvað á nú þetta að þýða? Fyrst Janvier er skyndflega lagður af stað með lestinni tll Rouen hlýtur það að þýða að PetiIIon sé á leið þangað. Hann hugsar sig ekki lengi um. Hann er kominn út úr sfmaklefanum, þar sem er loft- laust og kæfandi. Hann þerrar ennið á sér og sfmastúlkan horfir forvitin á hann. Bfl hlýtur hann að geta fengið... — Vitleysa, segir hann svo gremjulega. Janvier verður sjálf- ur að sjá um það. Rannsóknin á herbergjunum þremur hefur ekki leitt annað nýtt f Ijós en vasabók Felicie. Lucas finnst skelfilega leiðinlegt að þurfa að þramma úti fyrir húsinu við Cap Horn. Þeir sem búa f næstu húsum horfa stund- um á hann út um gluggana og eru skrýtnir á svipinn. t stað þess að þjóta af stað og hafa upp á skrýtna frændanum borðar Maigret árbftinn f mestu makindum við borð úti fyrir kránni og drekkur kaffið f róleg- heitum. Svo stfgur hann stynjandi á hjólið. Hann lætur Lucas fá samlokuböggul og sfðan brunar hann niður hæðina tíl Poissy. Hann finnur krána fijótt þar sem Felicie er sögð koma til að dansa á sunnudögum. Það er bjálkahús við ána. Um þetta leyti dags er enginn þar og -vertinn sjáffur sem spyr hvað megi bjóða honum. Þegar þeir sitja fimm mfnútum sfðar og dreypa á glös- um sfnum uppgötva þeir að þeir kannast hvpr við annan. Alltaf hittist maður aftur! Maðurinn sem gengur um á sunnudögum og rukkar dansandi fólk um peninga hefur nefnilega fengizt við ýmsa iðju á árum áður og átt f útistöð- um við lögregluna. Þ'að er hann sem verður fyrri til að bera kennsl á lögregluforingjann. — Ég vona þér séuð ekki að eltast við mig? Þér getið ekki fmyndað yður hvað ég er orðinn sómakær borgari. — Efast ekki um það.. .segir Maigret og brosir við. — Og gestirnir mfnir.. .Nei lögregluforingi. Eg held þér finn- ið lftið bitastætt hjá mér. Sendi- sveinar, vinnustúlkur.. .skikkan- legt ungt fólk... — Þekkið þér Felicie? — Hver er það? — Einkennileg horgrind með beint nef og alltaf klædd eins og hún sé að fara á grfmudansleik... — Þér eigið við páfagaukinn... Ja, þvflfkt auknefni sem ves- lings Felicie hefur fengið hér. — Hvað hefur hún gert af sér? - — Ekkert... Ég þarf bara að vita hverja hún hittir hjá yður... með hverjum hún er... — Eiginlega er hún ekki með neinum... Konan mfn — þér þurfið ekki að hafa áhyggjur af þvf hver hún er, þvf að hún er mesta prýðismanneskja og má ekki vamm sitt vita — hefur allt- af kallað hana „prinsessuna" vegna þess hvað hún sýnist finna mikið til sfn. Hvers lags stúlka er hún eiginlega?... Ég hef aldrei getað áttað mig á þvf. Hún kom hingað... og alitaf með þennan hrokasvip... stff eins og hún væri með kústskaft við bakið, Ifka þeg- ar hún dansar... Ef hún var spurð einhvers iét hún mann skilja, að hún væri ekki það sem maður héldi og að hún kæmi hér öllum ókunn. Hún#hefur sjálfsagt bara viljað reyna að gera sig spennandi... Hún sat alltaf alein við þetta borð. Hún dreypti á gias-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.