Morgunblaðið - 26.11.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.11.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÖVEMBER 1976 7 Sandkorn á sjávarströndu Það væru vissulega nokkrar ýkjur ef sagt væri að brotabrotin á vinstri væng íslenzkra stjómmála væru jafn mörg og sand- kornin á sjávarströndu. Nær lagi væri að segja að „svo væri margt sinnið sem skinnið" í þeim her búðum. Samtökin (til sameiningar allra vinstri manna) hafa nú klofnað í þrennt: 1) þá, sem vilja vera áfram i SFV, 2) þá, sem vilja heim i heiðardal (eða búðardal) Alþýðu- flokksins og 3) þá, sem boðið var inn f miðstjórn Alþýðubandalagsins! Klíknasamfélagið í Al- þýðubandalaginu nærist á gagnkvæmri sundrungu sem fyrr. Almenningur fékk í því efni að sjá eilftið að tjaldabaki I afmælisvið- tölum Þjóðviljans. Hvft- flibbakommar sameinuð- ust þar f hávaðaroki yfir þeirri óskammfeilni verka- lýðsarmsins, að nú bæri „Blaðinu Okkar" að fara að skrifa um verkalýðs- mál, hvflfkt og annað eins! Róttæklingar norðan heiða fundu listsmekk Þjóðviljans flest til foráttu — og sunnanmenn svör- uðu af hörku. Leiklistar- gagnrýnandi „Þjóðvilj- ans" missté sig jafnvel f listkrítfk um leikhúsverk einnar hofgyðjunnar. Og norðlenzkur bóndi krefst þess ófeiminn að fá að vita, hver „felumaður" standi að baki „þriðju- dagsgreina", sem virðast nokkurs konar „útrásar- ventill" skammdegiskaps- muna á þeim bæ. — Já það getur verið hættulegt að vera frjálslyndur á fertugsafmæli, því „margt kemur upp þá hjúin deila", eins og þar stend- ur. Fleiri keppir í ámunni í útjaðri „Alþýðubanda- lags" eru svo fleiri sér- trúarsöfnuðir marxism- ans. Starfar ekki Socfalistafélag Reykjavfk- ur ennþá? Og Fylkingin er í „fullu" fjöri hafandi tekið að sér boðun trosky- ismans á íslandi. Einingar- samtök kommúnista eru og til, að sögn. Og Kommúnistaflokkur ís- lands hefur verið endur- vakinn f arfleifð Mao Tse Tungs. í einu blaði þessa fjölbreytilega safns er deilt hart á Alþýðubanda- lagið, einkanlega Sovét- þjónkun Þjóðviljans. Þar segir: „Angóla hersetið af sósíalheimsvaldasinnum . . . kúbönskum hermönn- um, með sovézkum vopn- um ..." Og blaðið spyr: „Hví lýgur Þjóðviljinn?" — og á við að „Þjóðvilj- inn (Árni Bergmann)" tyggi upp allar CIA- lygarnar um Kambódíu". „Ástæðan er augljós", segir málgagn Kommúnistaflokksins, „Sovétríkin studdu ekki frelsisbaráttu f Kambódíu." „Það sem er gott fyrir heimsvaldasinn- ana í Kreml er gott fyrir Árna Bergmann". Þá er deilt á Fylkinguna (trosky- istana) fyrir að „misnota" baráttu námsmanna „til að auglýsa sjálfa sig upp", með þvf að „viðra fána 4 alþjóðasambands- ins." Já það var nú það — og traustvekjandi er hann ekki allur þessi vinstri glundroði og skýja- glópaboðskapur, sem dags daglega blasir við f herbúðum svonefndrar vintrihreyfingar á íslandi. Smekkleysa Það heyrir til undan- tekninga að ástæða sé til að vitna i réttmætar að- finnslur f Þjóðviljanum. Eftirfarandi klausa frétta- stjóra hans á þó fullan rétt á sér: „Oftar en einu sinni hefur verið fundið að ósmekklegum frásögnum Dagblaðsins af lögreglu- málum. (Nægir þar að minna á myndbirtingu f sambandi við morðið á Miklubraut og frásögn af sjálfsmorði). Enn er Dag- blaðið við sama heygarðs- hornið. Sölubörn hrópuðu á götum úti f fyrradag, sjálfsagt samkvæmt fyrir- mælum: „Einn bana- manna Geirfinns fundinn". Fyrirsögnin er líka á þann veg, að ef ekki er grannt skoðað og hún lesin f heild, mætti halda að hróp sölubarnanna hefðu átt við rök að styðj- ast. í greininni er nafn gæsluvarðhaldsfangans birt. Það kemur fram f úrskurði Hæstaréttar og þvf hlýtur það að vera al farið mat Dagblaðsins hvort á að birta það eða ekki. Blaðið tekur fram f lok greinarinnar að sama fólkið sem nú hefur borið sakir á þann mann, sem handtekinn var, hefur bor- ið slfkt hið sama á marga menn og vegna sífelldra breytinga á framburði, hefur ekki þótt það mikið byggjandi á framburði þeirra, að stætt væri á þvf að halda þeim f gæslu- varðhaldi. Nafnbirting á þessu stigi er því ekki verjandi og enn hefur Dagblaðið brotið í bága við almennt velsæmi." Þl AUGLÝSIR U.M ALLT LAND ÞEGAR ÞL AUG- LÝSIR í MORGUNBLAÐINl EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AIGLYSINGA- SIMINN KR: 22480 Vandaáu valiá - veldu Philishave Skeggrót þín er sérstök, hver húð hefur sín einkenni. Þess vegna hefur nýja Philishave 90- Super 12,dýptarstillingu. Handhægur rennistillir velur réttu stillinguna,sem best hentar þinni húð og skeggrót. Veldu 1—9 og ein þeirra hentar þér. Þess vegna velur þú líka Philishave. Philishave — nafnið táknar heinisfrægt rakhnífakerfi. Þrjá hringlagafljótandi rakhausa. Þrisvar sinnum tólf fljótvirka hnffa.sem tryggja fljótan, þægilegan og snyrtilegan rakstur. Þrisvar sinnum níutíu raufar, sem grípa bæði löng hár og stutt I sömu stroku. Er ekki kominn tími til, að þú tryggir þér svo frábæra rakvél? Löng ogstutt hár I sömu stroku. Nýja Philishave 90-Super 12 kerfið hefur auðvitað hina þrautreyndu hringlaga rakhausa með 270 rakraufum (90 á hverjum haus). Árangurinn lætur ekki á sérstanda: og stutt hár hverfa I sömu stroku og rak- hausarnir haldast eins og nýir árum saman. PHILIPS Fullkomin þjónusta tryggir Eitt handtak og bartskerinn af stað. Snyrtir barta og skeggtoppa á auga- bragði. Það kunna snyrtimenni að meta. — Hraður og mjúkur rakstur. Nýja Philishave 90- Super 12 hefur tvöfalt fleiri hnífa en eldri gerðir. Árangurinn erhraður rakstur. Auk þess, hefur þrýsting ur sjálfbrýnandi hnifanna á rakhaus- inn verið aukinn. Árangurinn er mýkri og betri rakstur. Reyndu Philishave 90-Super 12,og þú velur Philishave. HP 1121 — Stillanleg rak- dýpt.sem hentar hverri skeggrót. Bartskeri og þægilégur rofi. Auðvitað gormasnúra og vönduð gjafaaskja. Philips kann tökin á tækninni. Nýja Nvja Philishave vOSuper 12 3x12 hnifa kerfið. Kynnið ykkur lága verðið hjá Andrési Terylenebuxur frá kr. 2.370,- Flauelsbuxur 2285.-, Nylonúlpur 6.395.-, náttföt 2.315.-, prjónaVesti 1.295.- skyrtur og nærföt, sokkar drengjaskyrtur — drengjanáttföt o.fl. Opið laugardaga kl. 9 — 12. ANDRÉS SKÓLAVÖRÐUSTÍG 22 A. Orðsending frá íslenzkum heimilisiðnaði Við eigum 25 ára afmæli um þessar mundir og opnum í dag viðbótarhúsnæði í HAFNARSTRÆTI 3. Aldrei glæsilegra úrval af handunnum íslenzk- um ullarvörum Sjöl - Hyrnur - Peysur - Húfur - Vettlingar — Værðarvoðir. Norræna deildin er nú á jarðhæð og við fáum daglega nýjar finskar og sænskar vörur. íslenzkt keramik í óvenju miklu úrvali. Og nýja línan frá JENS er: Skartgripir úr gulli. íSjT Betri þjónusta — Meira vöruval Lítið í gluggana um helgina. ÍSLENZKUR HEIMILISIÐNAÐUR Bökunarvörur á sérti/boósverði Hverti pr. 5 /b Hvehi pr. 10 ib Royai iyftiduft 450g Sykur pr. kg 155, 136 28Z 229 574. 458 150 199 120 105 280 199 Opið tii 10 í kvöid og hádegis á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.