Morgunblaðið - 26.11.1976, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.11.1976, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. NOVEMBER 1976 39 Guy Drut dæmdur frá keppni: Bakari hengdur fyrir smið...? FRAKKINN Guy Drut, sem sigraði i 110 m grindahlaupinu á Ól. i Montreal, var um helgina dæmdur frá allri frjálsíþróttakeppni af Alþjóða Frjálsiþróttasambandinu. Var þessi dómur felldur yfir honum, þar sem hann hafði viðurkennt í viðtali við franska blaðið Paris Match, og siðar í bréfi til franska frjálsíþróttasam bandsins að hann hefði á ferli sínum þegið peningageiðslur „undir borð- ið" fyrir keppnir sínar. í viðtalinu við Paris Match sagðist Drut vera mót- fallin þvi makki, sem að baki kaup- um á stórstjörnum væri í sambandi við stórmót úti um heim, og sagðist vilja ,,opna" íþróttagreinina og gera hana um leið heiðarlegri, þvi hann sagði að langflestir, sem kepptu á stórmótum, fengju fyrir það peninga- geiðslur, og væri þar oft um stórar fjárhæðir að ræða. Með dóminum yfir Drut má eign- lega segja að verið sé að hengja bakara fyrir smið, því þeir frjáls- íþróttamenn, sem þegið hafa greiðsl- ur fyrir keppni, fram yfir það sem leyfilegt er svo sem útlagðan kostn- að vegna þátttöku, skipta hundruð- um ef ekki þúsundum í heiminum. Með þessu sannast enn sem fyrr, að þeir menn sem ráða stjórnun frjáls Íþrótta í heiminum starfa yfirleitt fyrir utan raunveruleikann, enda standa þeir flestir mjög höllum fæti fyrir Elli kerlingu. Hið sama má svo segja um stjórnarmenn margra álfu- sambanda en eitthvað virðast þessir menn ósamkvæmir sjálfum sér, því þeir leyfðu ákveðnum manni, sem viðurkennt hafði opinberlega að hafa þegið peningageiðslur fyrir keppni, að keppa i Montreal. Það skal tekið fram að Guy Drut verður leyft að halda gullverðlaunum sínum frá Montreal. — ágás. DANKERSEN SIGRAÐI LIÐ ÞAÐ i Vestur Þýzkalandi, sem þeir Axel Axelsson og Ólafur H. Jónsson leika með, Dankersen, keppti við sænska liðið Heim i Evrópubikarkeppni bikarhafa s.l. laugardag. Var þetta fyrri leikur félaganna og fór hann fram á heima- velli Dankersen. Úrslit í leiknum urðu þau, að Dankersen sigraði 21:18, þannig að búst má við þvi að róðurinn verði þungur hjá liðinu að komast áfram í keppninni, þar sem Sviarnir verða örugglega erfiðir heim að sækja. í leiknum á laugardaginn stóðu þeir Ólafur og Axel sig mjög vel og voru markhæstir i liði sfnu — skor- uðu fimm mörk hvor. SEX KVENNALANDS- LEIKIR í VETUR ÞOTT ekki yrði af þátttöku íslenzka kvennalandsliðsins i handknattleik í Norðurlandamót- inu sem fram fór fyrir skömmu vegna áhugaleysis landsliðs- kvenna, hefur landsliðsnefnd kvenna ákveðið að láta ekki deig- Alan Gowling — skoraði tvö mörk Ifyrrakvöld an siga og þegar hafa verið ákveðnir sex landsleikir i kvenna- handknattleik i vetur. Málefni landsliðsins hafa hins vegar verið stokkuð upp, ákveðið að það verði aðeins yngri stúlkur sem verði boðaðar til landsliðsæfinga. Verða það annars vegar stúlkur á aldrinum 17—19 ára og hins veg- ar stúlkur 19—23 ára. Landsliðs- æfingum kvenna mun hinn pólski þjálfari HSl, Janus Cerwinski, stjórna, og sagði Svana Jörgens- dóttir nýlega á fundi sem HSÍ efndi til með fréttamönnum, að landsliðsnefndin gerði sér vonir um að áhugi stúlknanna myndi verða eftirleiðis meiri en hann hefði verið til þessa. Leikirnir sem þegar hafa verið ákveðnir verða i februar og april. 1 febrúar verður sett upp mót hérlendis og munu landslið Bandarikjanna, Færeyja og Hollands taka þátt i þvi, auk Is- lendinga. 16. og 17. apríl verða svo leiknir tveir landsleikir við Vestur-Þjóðverja i Reykjavík, og er það til endurgjalds þeim leikj- um sem íslenzku stúlkurnar léku í Vestur-Þýzkalandi i fyrravor. Verið getur að fleiri kvennalands- ieikir fari fram .í vetur, þótt ekki hafi verið endanlega gengið frá þeim málum enn. NEWCASTLE VANN EVERTON 4-1 1 FYRRAKVÖLD fór fram einn leikur í 1. deildar keppni ensku knattspyrnunnar og mættust þá lið Newcastle og Everton. Fóru leikar svo að Everton vann stór- sigur, 4—1, og er liðið þar með komið i þriðja sætið I 1. deild, með 20 stig eftir 15 leiki. Liver- pool er I forystu með 23 stig, en Ipswich í öðru sæti með 20 stig, en hefur leikið einum leik minna en Liverpool og Newcastle. I leiknum i fyrrakvöld skoruðu þeir Tommy Craig, Alan Gowling (tvívegis) og Paul Cannell fyrir Newcastle, en Mike Lyons skoraði fyrir Everton. „Gamalt og nýtt“ íþróttablóð á fyrstu æfingu Þórsara í nýju íþróttahöllinni i Eyjum. Ljósmyndir Mbl. Sigurgeir. ÖLL starfsemi í nýja iþróttahús- inu i Vestmannaeyjum er nú kom- in í fullan gang og hafa íþrótta- félögin fengið sina tíma til æf- inga. Ekki hafa þó íþróttafélögin að ráði rýmri tíma en þau höfðu fyrir tilkomu nýja hússins, því Iþróttasalir barnaskólans og gagn- fræðaskólans hafa verið teknir úr notkun, en það þykir hin furðu- legasta ráðstöfun því nóg voru notin fyrir báða salina þótt nýja húsið kæmi til. Aðstaðan í nýja húsinu er mjög glæsileg og i samræmi við það tóku ýmsir til við æfingar. Old boys i Þór mættu t.d. með fríðasta lið i fyrsta æfingatimann sunnu- dag einn fyrir hádegi. Þar voru engir samá pústrar og andköf þeg- ar hæst bar og næstu daga fylgdi slatti af harðsperrum í kjölfarið, en með sundi og meiri æfingum ætla þeir sér að komast yfir slik smávandaml og linna ekki látum fyrr en þeir eru komnir I góða æfingu. Það eru engin smá tilþrif hjá kemp- unum, en sá vigalegi er hinn gamal- kunni Svenni Tomm, markvörður i Eyjaliðinu um árabil og rokksöngvari á sínum tfma. AUKINN AHUGI MEÐ NÝJA ÍÞRÓTTAHÚSINU VALSMENN VINNA AÐ ENDUR- RÁÐNINGU DR. YURIILJECHEV KNATTSPYRNUFÉLÖGIN, sem leika í 1. og 2. deild munu nú sem óðast vera farin að huga að þjálfaramálum fyrir næsta keppnistfmabil, en ekki hefur þó orðið af neinum þjálfararáðning- um ennþá. Er búizt við að flest 1. deildar félaganna leiti fyrir sér erlendis með þjálfara. Þannig hefur heyr/.t, að Akurnesingar hafi mikinn hug á þvf að fá Kirby til sln aftur, en hann var þjálfari liðsins árin 1974 og 1975 er það hlaut Islandsmeistaratitilinn. Munu leikmenn félagsins leggja á það mikla áherzlu að gert verði allt sem unnt er til þess að fá Kirby til starfa. Þá lýstu Valsmenn þviyfir þeg- ar að loknu siðasta keppnistíma- bili, að þeir hefðu mikinn hug á því að endurráða dr. Iljechev, hinn sovézka þjálfara sinn. Hafði Morgunblaðið i gær samband við Pétur Sveinbjarnason, formann knattspyrnudeildar Vals, og spurðist fyrir hvort búið væri að ganga frá endurráðningu dr. Iljechev. — Valsmenn þakka þjálfara sínum að verulegu leyti sigur í bikarkeppninni og Islándsmótinu s.I. sumar, og almenn ánægja hef- ur verið ríkjandi með störf hans hjá okkur, sagði Pétur, — og þvi ekki nema eðlilegt að við leitum eítir áframhaldandi samningi við hann. Samningurinn sem við gerðum við dr. Iljechev i fyrra rennur út 15. janúar n.k. og hafa þegar verið hafnar viðræður að fá þann samning framlengdan fyrir næsta keppnistímabil. Leik- manna okkar biða nú mörg stór viðfangsefni. Við munum að sjálf- sögðu reyna að verja bæði ís- lands- og bikarmeistaratitilinn, auk þátttöku I Evrópukeppninni næsta haust. Það er okkur því nauðsynlegt að fá samninginn framlengdan og yrði það leik- mönnum, félagsmönnum og fjöl- mörgum aðdáendum Vals mikil vonbrigði ef það tækist ekki. Pétur sagði að Valsmenn hefðu leitað aðstoðar ambassadors Sovétrikjanna, Farafonov. — Hann hefur heitið okkur stuðn- ingi sinum og lofað að leggja sitt af mörkum til þess að samningar megi takast, sagði Pétur. — Ambassadorinn hefur sýnt knatt- spyrnunni mikinn áhuga og fylgd- ist náið með Valsliðinu á s.l. sumri. Þá höfum við einnig leitað aðstoðar Hannesar Jónssonar, ambassadors i Moskvu, og hefur hann þegar rætt við íþróttayfir- völd í Sovétrikjunum og veitt okk- ur ómetanlega hjálp, sagði Pétur. Sovétmenn sigruðu SOVÉZKA liðið ZSKA Moskvu sigraði júgóslavneska liðið Borac Banja Luka 26—23 í fyrri leik liðanna í Evrópubikar^eppni meistaraliða i handknattleik. Leikurinn fór fram i Júgóslaviu. Hinir ósigrandi fara í skotskóna FORLEIKUR að viðureign landsliðsins og pressuliðsins i handknattleik n.k. laugardag verður milli hins harðsnúna liðs iþróttafréttamanna og dómara, en lið þessi hafa elt grátt silfur saman nokkrum sinnum á undanförnum árum og hefur þá jafnan farið á sama veg. lþróttafréttamenn hafa sigrað með miklum yfirburðum — einu marki eða svo! Nú hafa dómarar ákveðið að hefna fyrri tapa I eitt skipti fyrir öll, og taka leikinn af mikilli alvöru. Iþróttafréttamennirnir munu hins vegar ekki vera smeykir fremur en fyrri daginn, og telja lið sitt sterkara en nokkru sinni fyrr. uvorUgUr aðilinn hefur enn gefið upp liðsskipan sína, og er óvist hvort það verð- ur gert fyrr en skömmu fyrir leikinn, þar sem það er liður f hernaðaráætlun beggja að halda liðsskipan sinni hæfilega levndri. yjtað er þó að bæði liðin munu tefla fram stór- stjörnuni, t.d. fyrrverandi landsliðsmönnum I þessari íþróttagrein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.