Morgunblaðið - 26.11.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.11.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1976 Heimsókn í héraósskólann aó Reykholti í Borgarfirdi f hinum ýmsu héraðsskólum á landinu þrífst margvís- leg félagsstarfsemi og fylgir lfflegt félagslff gjarnan heimavistarskólunum. Dansleikjahald er auðvitað vinsælasta afþreyingin eins og gjarnan hjá ungu fólki, en það er ýmislegt annað, sem nemendur taka sér fyrir hendur f skammdeginu. Á ferð Morgunblaðs- manna um Borgarf jörð fyrir nokkru var staldrað við í Reykholtsskóla og rætt við nokkra nemendur þar. Fyrst hittum við að máli þrjá af framámönnum félagslffsins f skólanum, þá Einar Vilhjálmsson (Einarssonar skólastjóra), sem er formaður skóla- félagsins, Sigurþór Þórólfsson frá Grundarfirði, formann íþróttafélagsins, og Þór Indriðason úr Borgarnesi, sem gegnir þvf ábyrgðarstarfi að vera vistarstjóri Hinn föngulegi hópur sem er á leiðbeinendanámskeiðinu. BREYTT VIÐHORF TIL DANSÆFINGA Hér létum við lokið spjalli okkar við herramennina þrjá en lögðum leið okkar í fylgd Gunnars Salvarssonar upp á stúlknavistina. Þangað fær almennur karlpeningur skólans ekki að fara nema á sunnu- dögum, en gerð var undan- tekning fyrir fréttamenn Morgunblaðsins. Þar hittum við að máli Guðfinnu Bogadóttur frá Grindavík, en hún stundar nú nám í Reykholti þriðja veturinn og ástæðan fyrir þvl að hún er við nám í Reykholti en ekki einhvers staðar annars staðar er ósköp einföld: — Mér líkar mjög vel hér i Reykholti. Guðfinna segir okkur frá því að í fyrravetur hafi það verið skylda að mæta i danskennslu einu sinni í viku og hafi þar verið kenndir gömlu dansarnir. Raunin hafi orðið sú að mjög illa hafi verið mætt. í vetur hafi svo sú nýbreytni verið tekin upp að öllum sé frjálst að mæta í danskennsluna og hafi brugðið svo við að mjög vel sé tÞRÓTTIR MIKIÐ STUNDAÐAR Spurðum við þá félaga fyrst almennt um féiagslífið í skólan- um. Einar: — Skólafélagið sér beinlinis um t.d. 1. desember fagnað og árshátíðina, útvegar skemmtiatriði og skipuleggur þessar hátiðir. Almennir dans- leikir hérna á skólanum fara fram i íþróttasalnum, sem enn kemur að góðu gagni þó hann sé orðinn alltof litill fyrir löngu síðan og hafi verið byggður til bráðabirgða árið 1931. Sigurþór: Iþróttir eru þær tómstundaiðkanir, sem fólk stundar hér langmest. Sund og körfubolti eru vinsælustu greinarnar, enda erfitt að æfa aðrar greinar hér í íþróttahúsinu, sem fyrir löngu er orðið allt of litið og úr sér gengið. Þó er einnig stundað hér blak og frjálsar íþróttir, en það er mun minna. Mót á milli bekkja eru mjög vinsæl og hart barizt, auk þess er keppt i iþróttum við aðra skóla, t.d. Reykjaskóla, Borgarnes, Akra- nes og Samvinnuskólann á Bif- röst. Mbl. grípur hér fram í fyrir þeim félögum, sem eins og aðrir forystumenn nemenda eru kosnir lýðræðislegum kosningum. Við snúum okkur að vistarstjóranum Þór Indriða- syni og spyrjum hvernig gangi að halda uppi aga á hinum snyrtilegu og skemmtilegu heimavistum nemendanna i Reykholti. ÞÓr: — Vistarstjóri hefur lyklavöld og sér um að vel og snyrtilega sé gengið um vistina, tveir nemendur aðrir, eða eitt herbergi í senn sér um að þrífa ganga og slíkt í ákveðinn tíma. Kennarar fylgjast með vist- unum, en ég er ásamt þeim ábyrgur fyrir vistinni. Mbl. sp.vr þá félaga að þvi í lokin hvers vegna þeir hafi valið Héraðsskólann I Reyk- holti og hvað þeim líki bezt við skólann. Þór: — Stærsti kosturinn við skólann hér er að það er alltaf nóg að gera og til að kynnast fleira fólki ákvað ég að fara hingað í skóla. Einar: Þegar fólk umgengst eins mikið eins og hér í skólan- um þá verður samheldnin mikil og það finnst mér helzti kostur- inn við heimavistarskóla eins og okkar. Félagarnir Þór Indriðason, Einar Vilhjálmsson og Nemendur skiptast á um að þrifa matsalinn Sigurþór Þórólfsson. og ekki er annað að sjá en þeim Ifki starfinn bara vel. Sigurþór tók í sama streng og hinir en bætti þvi við að auk nemenda kynntust Reyk- hyltingar vel Borgarfjarðar- héraði. Mikið væri um skoðunarferðir í nærsveitirnar og nágrannabæi, auk þess sem farið væri í kynnisferðir m.a. til Reykjavikur. Kennararnir búa við þröngan kost á kennarastofunni f gamla skólahúsinu. „Aðalkosturinn við skólann er að alltaf er nóg að gera” mætt. Danskennslan fer fram í gamla iþróttasalnum, en þar er komið fyrir segulbandi og plötuspilara á dansæfingum og einnig fara þar fram mjög vin- sælar hljómsveitarkynningar. Bekkirnir skiptast á um að halda kvöldvökur og leggja nemendur bekkjanna þá fram skemmtiefni. Nokkru áður en Morgunblaðsmenn voru á ferð I Reykholti var þar haldin heljar mikil afmælisveizla fyrir alla þá nemendur skolans sem afmæli eiga frá skólabyrjun að hausti fram að áramótum. Eftir áramót verður síðan haldin önnur veizla fyrir þá sem eiga afmæli fram á vor. Guðfinna stundar nám á hjúkrunarsviði í framhalds- deild og segir það rétt vera að nokkuð dýrt sé að stunda nám í heimavistarskóla, en félagslífið bæti alla gallana upp og hún vilji ekki vera í öðrum skóla en Reykholtsskóla. SEINAGANGUR I BYGGINGARMÁLUM Að lokum látum við fylgja með nokkrar upplýsingar um skólann í Reykholti en þær eru flestar fengnar hjá skóla- stjóranum, Vilhjálmi Einars- syni. I vetur eru við nám I skólan- um 132 nemendur og starfa 11 kennarar við skólann Húsnæðisskortur stendur skólanum nokkuð fyrir þrifum og sem dæmi um húsakostinn má nefna það að íþróttahúsið var byggt i sjálfboðaliðsvinnu árið 1931. Þá var sundlaugin byggð sem hlaða á sínum tíma og enn er ekki öll sagan sögð um húsakost skólans og þá hluta hans sem aldrei áttu að þjóna skólanum lengi. Matar- búrið er þar sem átti að vera haughús, fjósinu var breytt í íbúð og súrheysgryfjur áttu að vera þar sem nú eru kælir og frystir mötuneytisins. Þetta var það sem verst er við húsnæðið I Reykholti. Fyrir nokkrum árum voru þar teknar I notkun nýjar heimavistir og eru þær hinar smekklegustu í alla staði. Eru þær hluti af byggingaráfanga, sem átti að verða lokið árið 1978, eða á 800 ára ártíð Snorra Sturlusonar. Ljóst er að þessi ráðagerð stenzt ekki og eru Reykhyltingar og fleiri Borg- firðingar að sjálfsögðu mjög óánægðir með það. Kennslunni i Reykholti er á Guðfinna Bogadóttir úr Grindavfk. ýmsan hátt hagað öðru visi en á öðrum skólum. I vetur var sú nýjung tekin upp að I 4 vikur stunda nemendur námið i hóp- vinnu. Hverri námsgrein er skipt niður I ákveðin þrep og þegar hópur hefur lokið við eitt þrep tekur hann til við það næsta. Nemendum er blandað í hópana eftir námsgetu og verða beztu nemendurnir I hverju fagi þá nokkurs konar leiðbein- endur í hópunum. Kennarar í Reykholti vona að þessi tilhög- un þjálfi nemendur i að starfa saman og við að skipuleggja nám sitt. I Reykholti hafa í um 10 ár verið starfrækt leiðbeinenda- námskeið. Hugmyndin með þessum námskeiðum er að fá unglingana til að taka þátt í almennu félagsmálastarfi og í íþróttastarfi. Meðal þess sem kennt er á þessum námskeiðum er tilsögn I mælskulist og fram- sögn. Hafa mafgir fyrrum nemendur Reykholtsskóla lagt gjörva hönd á félagsstarf I heimabyggðum sinum. Niðurstaða heimsóknar okkar að Reykholti hlýtur að vera sú að þar uni hver glaður við sitt, þó svo að forsvarsmenn skólans séu óhressir með hæga- gang I byggingarmálum og séu uggandi um hag héraðs- skólanna I menntakerfinu, sem stöðugt tekur breytingum. Grein: Ágúst I. Jónsson M.vndir: F’riðþjófur Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.