Morgunblaðið - 26.11.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.11.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. NÖVEMBER 1976 23 Athugasemd við frétt frá Byggung í Reykjavík MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd: „I Morgunblaðinu sl. sunnudag er frétt frá Byggung, þar sem gerður er samanburður á íbúða- verði í fjölbýlishúsinu að Haga- mel 51—53 og fjölbýlishúsum við Eiðsgranda (Flyðrugranda). Þar sem ég hef unnið við verð- útreikning á áðurnefndum ibúð- um við Eiðsgranda vil ég taka fram eftirfarandi: Verðsamanburður á áðurnefnd- um fjölbýlishúsum er mjög vill- andi eins og hann er settur fram, af eftirfarandi ástæðum: 1. Lokið er að mestu við byggingu hússins að Hagamel, en þær hóf- ust vorið 1975. Byggingarfram- kvæmdir eru að hefjast á flestum stigahúsunum á Eiðsgranda og áætlað er að þeim ljúki haustið 1977 og lóðarfrágangi árið 1978. Hér er um að ræða mismun á byggingartíma upp á ca. VA ár. Byggingarvísitalan hefur s.l. 1H ár hækkað um ca. 50%, þannig að þessi mismunur á byggingartíma ætti því að gefa 50% verðmismun, þar sem íbúðirnar að Eiðsgranda eru seldar á föstu verði. 2. Ekki er reiknað með sömu skil- um á sameign inn í verðsaman- burðinn. Að Hagamel er sameign inni ekki lokið og lóðarfrágangur lítill. I verðunum fyrir Eiðs- grandaibúðirnar er reiknað meó allri sameign fullbúinni með mal- Frímerkja- uppboð FÉLAG frfmerkjasafnara heldur uppboð I ráðstefnusal Hótel Loft- leiða næstkomandi laugardag og hefst það kl. 14. A þessu uppboði verður margs konar frimerkjaefni, svo sem uppboðsskrá ber með sér. Þvi miður varð skráin ekki tilbúin svo snemma, að félagar F.F. gætu fengið hana senda í pósti, eins og venja hefur verið. Verður hún til sölu við vægu verði hjá félaginu og eins í frímerkjaverzlunum borgarinnar. Frímerkjaefnið verður til sýnis á Hótel Loftleiðum, framan við ráðstefnusalinn, frá kl. 10 á laug- ardagsmorgun og þar til uppboðið hefst kl. 14 stundvíslega. Al'GLYSINGA- SÍMINN ER: bikuðum bilastæðum, leiksvæð- um, grasi og runnagróðri. Einnig er fullbúin gufubaðstofa í hverju stigahúsi. 3. Grunnur áðurnefndra fjölbýlis- húsa var mjög misjafn. Að Haga- mel var grunnirinn eins hagstæð- ur og helst verður á kosið, en á Eiðsgranda var dýpi niður á fast- an botn 4—5 m, sem er eitt það óhagstæðasta sem þekkist á bygg- ingarlóðum hér i bæ. 4. Fjölbýlishúsið við Eiðsgranda er afleiðing af samkeppni, sem Reykjavikurborg hélt. Markmið þeirrar samkeppni var m.a. að stuðla aó fjölbreytni i gerð fjöl- býlishúsa. Þess vegna er meira gert fyrir sameiginlegar þarfir að Eiðsgranda heldur en almennt tiðkast í fjölbýlishúsum. Auk þess eru svalir íbúðanna mun stærri en venja er, t.d. fylgja 72 fm. ibúðunum, sem getið var um i áðurnefndri grein, 18 fm svalir. 5. Einhver eigin vinna eiganda mun vera við fjölbýlishúsið að Hagamel og er hún ekki reiknuð inn I áðurnefndum samanburðar- tölum. 6. Síðast í greininni er gerður samanburður við rúmmetraverð vísitöluhússins. Þar er einnig far- ið með villandi tölur, þar eð við- miðunin við visitöluhúsið er tekin í sept. s.l. (útg. 1. okt.), en auðvit- að hefði átt að miða við rúm- metraverð vísitöluhússins á miðj- um byggingartímanum. Það hlýtur ávallt að vera mats- atriði hversu mikið skuli lagt I húsakost og það er aðeins gott eitt um það að segja, þegar tekst að byggja á hagstæðu verði, en þegar samanburður er gerður við ákveðnar byggingar eða visitölu, þá er nauðsynlegt að bera saman sambærilega hluti á sama bygg- ingartima, ef raunhæfur saman- burður á að fást. Vffill Oddsson verkfr.“ ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLYSIR I MORGUNBLAÐINU „í leit að sjálfum sér” I RITDÖMI Jóhanns Hjálmars- sonar um bók Sigurðar Guðjóns- sonar, „I leit að sjálfum sér“, varð á einum stað prentvilla, sem breytir merkingu setningarinnar. Viðkomandi kafli á að vera þannig: „Pólitískt stendur hann best að vigi í vörn sinni fyrir ungt fólk sem hefur vikið af alfaraleið, í skýringu sinni á gerðum þess. Þegar hann fer hins vegar að berjast sjálfur, sækir fram til orr- ustu við vandann missir hann oft marks.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.