Morgunblaðið - 26.11.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.11.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1976 Guðmundur Mýrmann Einarsson — Minning Þann 14. september andaðist á Héraðshælinu á Blönduósi, Guð- mundur Mýrmann Einarsson, bóndi á Neðri Mýrum f Engi- hlíðarhreppi, Húnavatnssýslu. Guðmundur Einarson var fædd- ur 24. júní 1907 á Neðri Mýrum. Voru foreldrar hans Einar Guðmundsson frá Miðgili f Langa- dal, Þorkelssonar frá Barkar- stöðum í Svartárdal. Voru hans systkini m.a. Arni Þorkelsson á Geitaskarði og Sigríður Þorkels- dóttir í Neðri Lækjardal, móðir þeirra Árna Blandons bónda Lækjardal og Þorkels Blandons i Reykjavík. Var þetta dugnaðar og gáfufólk. Kona Guðmundar Þorkelssonar á Miðgili, móðir Einars á Neðri mýrum var Guðrún Einarsdóttir frá Bollagörðum á Seltjarnarnesi systir Guðmundar Einarssonar útvegsbónda í Nesi. Var þetta fólk gildir bændur og miklir for- menn og aflasælir. Kona Einars Guðmundssonar á Mýrum, móðir Guðmundar Einarssonar bónda á Neðri Mýrum var Guðrún Hallgríms- dóttir frá Birnufelli f Fellum. Hafði hún komið f Húnaþing sem kvennaskólastúlka til Blönduóss og dvaldi æ síðan f Húnavatns- sýslu. Hallgrfmur Helgason faðir ''V Systir mín. LÁRA BOGASON Hörsholm Danmörku andaðist sunnudagmn 21 nóvember Jarðarförm fór fram í gær Ingibjörg Thors. Faðir okkar t NJÁLL JÓNSSON andaðist í siúkrahúsi Siqlufjarðar 25 nóvember Sigurlaug Njálsdóttir, Guðjón Njálsson Sigurður Njálsson. Útför t JÓNS S PÁLMASONAR verður gerð frá Þingeyrarkirkju laugardaginn 27 nóvember kl 1 4 00 Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Þingeyrarkirkju Hulda Á. Stefánsdóttir Guðrún Jónsdóttir Páll Líndal Þórir Jónsson Sigrfður Guðmannsdóttir t Þökkum mmlega auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og jarðarför GUÐRÚNAR GUÐNADÓTTUR Sæbóli Björg Sigurjónsdóttir Magnús Guðmundsson Júlíana Sigurjónsdóttir Þorsteinn Erlingsson börn og barnabörn. + I Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall eiginmanns mmS, ^öður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HARALDAR AMUNDINUSSONAR hárskerameistara Ólafía Guðnadóttir Davíð Haraldsson Hrafnhildur Jónsdóttir Friðrik Haraldsson Anna Birgisdóttir barnabörn og barnabarnaborn t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför SIGRÍÐAR SAMÚELSDÓTTUR frá Vonarlandi. Börn, fósturbörn, tengdabörn og barnabörn. t Alúðar þakkir fyrir áu?sýn0a vináttu og samúð við fráfall og útför KRISTJÁNS ý.' 5'GMUNDSSONAR frá Hvallátrum eiginkona, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Guðrúnar var frá Sandafelli í Skriðdal, bróðir Gisla föður Bene- dikts Gíslasonar áður bónda i Hof- teigi á Jökuldal, en hálfbróðir Guðrúnar Hallgrímsdóttur á Neðri Mýrum var Ólafur böndi Birnufelli. Allt er þetta fólk mikilhæft af dugnaði, og fram- kvæmdum. Mátti þvi segja að gildir bænd- ur og auðsælar stæðu Guðmundi Einarssyni í allar ættkvíslir. A Neðri Mýrum höfðu oft orðið ábúendaskipti er Einar Guðmundsson hóf þar búskap, enda jörðin í leiguábúð. Hafði Jörðin eigi hlotið þá ábúð er henni hæfði, sem var í eðli sínu góð jörð. Árið sem Guðmundur Einars- son fæðist hófu foreldrar hans þar búskap og eignuðust jörðina. Skipti þá um til hins betra um búskapinn. Einar var búþegn góður, verkhygginn, jafnlyndur og varð bú hans brátt arðsamt. Guðrún, kona hans, var stór- brotin i orði og af athöfnum, vildi hafa reisn yfir heimili sínu með reglusemi og gestrisni. En hverdagslega var hún sparsöm og fór vel með hluti. Þau hjón reistu 1925 ibúðarhús úr steini, eitt hið fyrsta hér um slóðir, og var það hið reisulegasta. Heimili þeirra var glaðvært. Einar var lengi organisti i Höskuldsstaðakirkju, var söngv- inn, tók i orgel oft á heimili sínu og fólkið söng. Þau hjón eignuðust þessi börn auk Guðmundar bónda á Mýrum: Unni og Hallgrim, er alla ævi hafa dvalist á Mýrum, og unnið þar að búinu; Guðrún, sem gift er Jóhannesi Gíslasyni, verzlunar- manni, í Vestmannaeyjum. Guðmundur Einarsson bar nafn ömmubróður sins, Guðmundar Einarssonar í Nesi. Guðmundur ver snemma tápmikill, varð hár vexti, hraustur, vel byggður og styrkur vel og vinnugefinn. Stundaði íþróttir og keppti á íþróttamótum ungmennafélags- ans. Þó búskapur yrði ævistarf hans, hafði hann ríka hneigð til veiði- skapar á sjó og landi. Hafði gaman að koma á sjó og draga fisk og var ágæt skytta. Hagur var hann í bezta máta, einkum á járn og nSfði smiðju. Guðmunduf var tvo vetur á Bændaskólanum á Hván.r!e.yri °6 taldi sig hafa mikið lært af dvöi sinni þar, og þroskast á marga vegu. Hann dáði mjög hinn merka skólastjóra Halldór Vilhjálmsson á Hvanneyri. Stóð hugur Guðmundar til framhaldsnáms í búfræði, en hindrun sú varð, að heilsa föður hans fór þverrandi unz hann andaðist 1934. Stóð Guðmundur þá fyrir búi móður sinnar ásamt systkinum sínum Hallgrími og Unni. Hóf hann þá mikla ræktun og bygg- ingar útihúsa úr steini. En er móðir þeirra andaðist 1956 hófu t Amma mín MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR Hvassaieiti 11, lést á öldrunardeild Landspital- ans aðfaranótt 25 nóvember Þyr'iT hönd dóttur hennar og vandamanna Atli Elíasson. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM HVERS vegna hefur GuA ekkl látlð gera llsta yfir það, sem er leyft og bannaA og vlð grtum sfðan farið eftir? Mðr finnst erfltt að gera mér grein fyria, f hverju rétt hegðun er fðlgin. Gott er það, að tii skuli vera fólk, sem þráir að vita vilja Guðs í smáatriðum. Nú eru reyndar til trúfélög, sem hafa tilteknar „heimildir og takmarkanir" til þess að koma til móts við þá, er spyrja eins og þér spyrjið. En Guð hefur ekki þóknazt að fara þannig að. Hann vill láta persónuleika hvers um sig njóta sín og forðast, að við verðum fjötruð i fyrirmælum. I stað þess vill hann, að við reynum sifellt að átta okkur á, hvernig okkur beri að breyta og tala. Guð hefur gefið okkur meginreglur, sem okkur ber að taka mið af í hverju einstöku tilviki. Hér er dæmi: í Jakobs- bréfi er talað um, að allt, sem ekki sé af trú, sé synd. Ef við breytum þessu í nútímamál, mundum við segja: „Ef þú ert i vafa, þá skaltuækki gera það.“ Páll ritar: „Hvað sem þér svo gjörið í orði eða verki, þá gjörið allt f nafni Drottins Jesú, þakkandi Guði föður fyrir hann.“ (Kólossubr. 3,16). Er þér lesið Biblfuna í einrúmi go biðjizt fyrir, þá mun Guð gefa yður vizku og skilning. En ákvarðanir yðar verða ekki alltaf vilji Guðs varðandi aðra. Þeir verða að taka sínar ákvarðanir. þeir bræður Guðmundur og Hall- grlmur félagsbú, og héldu þeir áfram byggingum á Mýrum, gerðu miklar girðingar og þurrk- uðu landið til beitar. Byggingar á Mýrum voru traustar og vand- aðar, sem verða mátti, enda var Guðmundur vakinn og sofinn yfir að allt væri í hinum beztu sniðum. Má þar til nefna vel hirt tún og grasgefin er gáfu góða uppskeru þó illa áraði. Vel ræktaður og alinn búsmali, enda hugleiddi Guðmundur margt er mátti verða til nytja við búskapinn, er hann nam af bókalestri eða mæltu máli. En hann var í senn bókhneigður og eftirtektarsamur. Þeir Mýramenn gáfu sig ekka mikið að félagsmálum, né stund- uðu að neinu ráði vinnu utan heimilis. En hitt var að margan daginn vann Guðmundur fyrir nágranna sína að ýmsum verkum, eins var hann glöggur um alidýra- sjúkdóma og varð mönnum að liði I þeim efnum. Guðmundur var þvi árvakur við búskapinn eins og góður fiskimaður um að afla. Aftur gaf Guðmundur sér góðan tíma til að kynna sér verðlag á hlutunum, svo hann mætti hljóta sem hæst verð fyrir vöru sína og öðlast ódýrust innkaup. Kom þar fram verzlunarhreigð hans og hagsýni um alla hluti. Var því bú þeirra bræðra arðsamt enda kapp- kostaði Guðmundur að forðast skuldir. Hélt svo fram um langt árabil að Guðmundur hafði alla útvegun búsins, en Hallgrímur sá um allt heima fyrir. En báðir voru þeir bræður dugnaðarmenn til allra verka. Unnur systir þeirra var stoð og stytta móður sinnar heima fyrir. Þann 28. ágúst 1949 festi Guðmundur Einarsson ráð sitt og gekk að eiga Guðrúnu Sigurðar- dóttur frá Mánaskál í Laxárdal í Vindhælishreppi, myndarkonu til munns CZ handa- Hafði ævi hennar fallið í ÍÍk2J? farveS °g Guðmundar. Um fjölda árá Var hún ráðskona hjá föður sínum og bræðrum, því faðir þeirra syst- kina var ekkjujnaður. Var heimilið á Mánaskál með myndar- brag um búskap, byggingar og rafstöð I'vi þeir Mánaskálabræður eru völundar miklir. En Guðrún systir þeirra ágæt saumakona og ræktaði trjágarð við býli þeirra. Mátti þvi telja jafnræði með Guðrúnu Sigurðardóttur og Guðmundi Einarssyni I búskapn- um og heimilishaldi með slika reynslu að baki. Þau hjón eignuðust þessi börn: Sigurbjörg, gift Jóni Bjarnasyni frá Haga i Þingi, búa þau á Blönduósi. Sigurbjörg gekk I kvennaskólann á Blönduósi og er sjúkraliði. Einar, gekk í Bænda- skólann á Hólum. Guðrún, gekk i kvennaskólann á Varmalandi. Þessi systkin búa heima á Mýrum. Þeir bræður Guðmundur og Hallgrímur héldu áfram sínum samyrkjuuðskap’ enda voru Þeir alla tið samhentir ú'.111 hann- Blómguðust hagir Neðri- Mýrarfólks, enda var fylgst vel með tímanum um vélakost, hirð- ing góð á hlutunum og reglusemi mikil. Er nú um 40 hektara tún á Mýrum er gefur af sér nær þrjú þúsund hesta í stað 90 hesta er Einar Guðmundsson fékk fyrsta árið sem hann bjó á Mýrum. Það stuðlaði og að hagsæld heimilis að jafnan var þar nægur vinnukraftur. Það er fallegt að lita heim að Mýrum i gróandan- um, er angan er úr jörðu og þeyr í lofti. Þau systkinin á Mýrum, Guðmundur, Unnur og Hall- grímur hafa hlotið umbun tryggð- ar sinnar við jörðina. Enda var Guðmundur tengdur órjúfandi böndum við þessar lendur sínar, til endadægurs. Hann hafði hlotið sama sjúkdóm og faðir hans, er hann mátti bera hátt á annan tug ára með hléum og fór þrisvar til uppskurðar á spitala i Reykjavik. Þvi meir sem á leið ævina þvarr þróttur Guðmundar til vinnu- álags, einkum siðustu þrjú ár. En hugsun Guðmundar var allt til vordaga, föst og heilsteypt um hagi síns heimilis. Maðurann var að upplagi óvenju þrekmikill og viljasterkur. Honum var það án efa ánægju- efni, að sonur hans, Einar, myndi taka við búskap á Mýrum, svo verki þeirra ættmanna væri hald- ið I horfinu. Er ég kom öllum ókunnur fyrir 35 árum í Höskuldsstaðapresta- kall og frekar fákunnandi um sveitastörf, þó hófust kynni okkar Guðmundar, er ég einkum byggði á því að hann var ættaður af Nes- inu eins og ég. Var hann mér hollráður um marga hluti og hélst vinátta okkar alla tið og ég minn- ist hans með þakkarhug. Það voru honum biessaðir dag- ar er hann magnþrota gat dvalist fáeinar vikur heima framan af sumri. "^ia hans, Guðrún, var manni sínum makil slCC, sem tryfur ^ ástrikur lífsförunautur t-f hann gat deilt sínum áhyggjum með, uns hann kvaddi Mýrar til að dvelja á sjúkrahúsi á Blönduósi. Við erum jafnan minnt á, að lífið I kringum okkur er ávallt að kvikna og slokkna. Margar eru myndirnar sem okkur gefast í preststörfunum; eina slika á ég frá liðnu sumri. Fárra mánaða drengur horfði forvitnum augum á afa sinn á banabeði, jafnframt þvi sem hann laugaði sig í sólargeislanum. Afinn horfði hýrleitur á dreng-' in, sem er að byrja vegferöina, þá sem hann er sjálfur að ljúka, þvi Guðstrúin með lifsgeislum sínum hafði laugað sálu hans, svo hann beið rólega hinnar nýju vegferð- ar. Þannig eru minningar minar um Guðmund á Mýrum á sjúkra- beði og dótturson hans Bjarna. Pétur Þ. Ingjaldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.