Morgunblaðið - 26.11.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.11.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. NÖVEMBER 1976 ÍSLENDINGAR ALLT OF FEITIR ÍSLENDINGAR ALLT OF FEITIR ÍSLENDINGAR ALLT OF FEITIR ÍSLENDINGAR ALLT OF FEITIR Heilsufarsrannsóknir Hjartuvemdar: EINS og skýrt var nýlega frá í Mbl., þá er fólk á tslandi nokkuð langt fyrir ofan þau mörk sem eðlileg eru talin vera, hvað varðar líkams- þyngd. Kom það fram á blm. fundi hjá Hjartavernd að offita er hér á landa nokkuð meiri en i öðrum löndum. Er þessi offita okkar talin stafa í senn af miklu hreyfingarleysi og röngu mataræði, en forráða- menn Hjartaverndar segja að hér vanti manneldisstöð, sem hefði það hlutverk að leiðbeina fólki um heilbrigt og rétt fæðuval. Offita sem slfk leiðir af sér ýmsa hjarta- og æðasjúkdóma, og þvf eru þessar staðreyndir um offitu tslendinga nokkuð alvarlegur hlutur. Þar sem telja má upplýsangarnar sem úr rannsóknunum komu vera nokkuð uggvænlegar vegna hugsanlegs heilsuleysis þjóðarinnar, þá þótti Mbl. rétt að kynna örlftið starfsemi þá sem rekin er hjá Hjartavernd, og einnig að fræðast nokkuð um niðurstöður þær sem liggja fyrir úr rannsóknum stöðvarinnar. 1 þessu sambandi hafði blaðið samband við prófessor Sigurð Samúelsson og fékk hann til að segja frá starfsem- inni, en Sigurður er formaður stjórnar Hjartaverndar. Fyrst báðum við Sigurð um að segja hver væri starfsemi Hjartaverndar og hvernig henni væri háttað. stöðvanna á landsbyggðinni í þeim héruðum, sem rannsökuð hafa verið, með stuttum fyrirvara nöfn þeirra, sem hafa bæði há- þrýsting og aðra hættuþætti, sem- hægt er að beita meðferð við. Með tilliti til niðurstaðna þessara rannsókna er rétt að taka mið af, að við vitum að tíðni hjarta- og æðasjúkdóma er mikil hér á landi, og dánartfðnin fer, því mið- ur, vaxandi hérlendis, en hefur undanfarin ár farið minnkandi á Norðurlöndum (Svíþjóð), Banda- ríkjunum og Ástralíu. Tiðni dauðsfalla af völdum hjarta- og æðasjúkdóma hefur mörg undan- farin ár verið helmingi hærri en af völdum krabbameins alls kon- ar. Þvi hafa rannsóknir Hjarta- verndar beinst að verulegu leyti að því að kanna útbreiðslu þess- ara sjúkdóma, svo og ýmissa áhættuþátta, sem þeim eru tengd- ir. I þessu sambandi er eðlilegt að á hugann leiti sú spurning hvers vegna tiðni mannsláta af völdum hjarta- og æðasjúkdóma hefur lækkað í ofangreindum löndum. Ekki mun tiltæk ein skýring á þessu, en séð hef ég borið fram, að mestmegnis sé þetta að þakka þvi að i þessum löndum hafi verið hafður í frammi mikill áróður gegn aðaláhættuþáttunum, sem að neðan getur. Hefur fólki i stór- um stíl verið ráðlagt að láta mæla blóðþrýsting og blóðfitu, og einn- ig að hætta reykingum. Því er sérstök ástæða fyrir okkur Islend- inga að fara að dæmi þessara þjóða. Allir, sem fjalla um og hafa með að gera æðakölkunarvanda- málið, eru sammála um, að þrír þættir séu þar hvað hættulegast- ir. Það eru: 1) Háþrýstingur 16% þeirra kvenna og karla, er höfðu háþrýsting, kváðust vera undir læknishendi vegna þessa sjúkdóms. 1 sambandi við siðast- nefnda tölu má geta þess, að þetta er ósköp svipuð tala og fannst fyrir 10 árum meðal Bandaríkja- manna. Nú er þessi tala þar í landi komin í um 50%, þ.e. helm- ingur fólks með háþrýsting er i meðferð. Ef við stönzum aðeins við bá- þrýstinginn, Sigurður, hverjar eru þá hætturnar af honum, og hvernig stöndum við okkur miðað við önnur lönd, f sambandi við meðferð og eftirlit með þessum hættuþætti heilsufars? — Tiðni háþrýstings á þessum rannsóknum reyndist vera mun meiri en við höfðum búist við. Hún er hærri en i nágrannalönd- unum. Við vitum hvorki né þekkj- um neina orsök fyrir þessari út- Tíðni hjarta- og œðasjúkdóma fer vaxandi áíslandi, meðan hún er á undanhaldi meðal annarra þjóða... MARZ 50 1 5 10 15 20 25 Victáhs — Rannsóknastöð Hjartavernd- ar hefur nú starfað í u.þ.b. 9 ár, en stöðin tók til starfa haustið 1967, sagði Sigurður. Rannsóknir stöðvarinnar hafa í meginatriðum verið tviþættar: í fyrsta lagi hef- ur farið fram kerfisbundin hóp- rannsókn á Reykjavikursvæðinu (Reykjavik, Hafnarfirði, Kópa- vogi, Garðabæ, Bessastaðahreppi og Seltjarnarneshreppi). Sú rann- sókn tekur til um 17 þúsund karla og kvenna, sem voru á aldrinum 34—61 árs, er rannsóknin hófst. Þessi rannsókn hefur verið gerð í þremur áföngum og verið er að ljúka þriðja áfanga karlarann- .sóknarinnar en siðasta áfanga kvennarannsóknarinnar erólokið. I öðru lagi hefur farið franiT rann- sókn á fólki utan Reykjavíkur- svæðisins. Til þeirra rannsókna hefur verið boðið íbúum í sýslum og kaupstöðum landsins á aldrin- um 41—60 ára. Rannsókn er nú lokið í 11 sýslum og 12 kaupstöð- um, og eru þar á meðal mestu þéttbýliskjarnarnir hér á landi (sjá kort um rannsóknasvæði). Alls hafa nú verið rannsakaðir um 40 þúsund einstaklingar á vegum Hjartaverndar. Hvað getur þú sagt landslýð af þessum rannsóknum, og f sambandi við alm. heilsugæslu hvaða gagnsemi hafa þær þá fyrir okkar þjóðfélag? — Ég ætla að byrja á siðari hluta spurningarinnar um gagn- semina. Rannsóknastöð Hjarta- verndar er fyrst og fremst leitar- stöð, og safnar því gögnum bæði fyrir heilbrigðisstjórn og lækna og aðra, sem vilja úr þeim gögn- um vinna. Hér er um mikla gagna- söfnun að ræða. Urvinnslustjórn á vegum Hjartaverndar hefur unnið að þessum málum, en úr- vinnslan er bæði kostnaðarsöm og tímafrek. Svo dæmi sé tekið, er mikils virði að geta á skömmum tíma gefað upp hve margir hafa háþrýsting á vissu svæði. Getum við þá sent út til heilsugæslu- 2) hækkuð blóðfita, og 3) reykingar — Þá kem ég að helstu niður- stöðum rannsókna Hjartavernd- ar, en þær eru úr þeim^hópi sem rannsakaður er á Reykjavikur- svæðinu. 1) Einkenni um kransæðasjúk- dóm fundust meðal 7.8% karla á aldrinum34—61 árs. 2) Háþrýstingur (hækkaður blóð- þrýstingur) fannst meðal 26.6% karla og 20.8% kvenna á sama aldri. 3) Blóðfita (cholesterol) is- lenskra karlmanna er mikil í samanburði við aðrar þjóðir, um fjórðungur islenzkra karla, eða 25%, er með verulega hækkaða blóðfitu. 4) Sykursýki og byrjandi sykur- sýki fannst hjá5% 5) Offita fannst hjá um 30% 6) Gláka fannst hjá2% 7) Leynd þvagfærasýking meðal kvenna fannst hjá 8% Þess skal getið, að verulegur hluti þeirra sjúkdóma, sem að ofan get- ur, var áður óþekktur. Þannig kom i ljós að 34 hlutum þeirra karla, er höfðu háþrýsting, var ókunnugt um þennan sjúkdóm, og um helmingur kvennanna vissi ekki um þennan sjúkdóm. Aðeins komu. Við notum þau mörk, sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin set- ur. Það er ekki þar með sagt, að allt það fólk, sem er fyrir ofan þessi mörk, þurfi á meðferð að halda, en það þarf á eftirliti að halda að minnsta kosti. Háþrýstingur er alvarlegur sjúkdómur. Hann eykur likurnar á heilablæðingu, hjartabilun og nýrnabilun, svo og kransæðasjúk- dómi. Sé réttri meðferð beitt má koma að mestu leyti í veg fyrir þrjá fyrstnefndu þættina, sem ég gat um, heilablæðingu, hjartabil- un og nýrnabilun, en hins vegar hefur ekki tekist að fækka eins vel tilfellum af kransæðasjúk- dómi. Það er því ljóst af framan- greindu, að mikill fjöldi fólks gengur með dulinn háþrýsting. Einnig virðist meðferð vera veru- lega ábótavant meðal þeirra, sem vita um sjúkdóminn. Get ég sagt sögu frá Gautaborg, þar sem læknar fyrir fimm árum settu á fót göngudeild fyrir háþrýstings- fólk. Þeir sögðu mér, að þeir hefðu fylgst með fólki með háþrýsting, sem var i meðferð hjá heimilislæknum, og það reyndist svo, að V þeirra hætti meðferð á fyrsta árinu og eftir 4 ár voru aðeins 20% eftir. Á göngudeild þeirra voru aftur á móti tæplega 5%, sem hættu meðferð á fyrsta a!dur 35 40 45 50 55 60 Meðalþyngd islenskra karla 34—61 árs. Til viðmiSunar er kjörþyngd karla skv. „Metropolitan Life Insurance Co".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.