Morgunblaðið - 26.11.1976, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.11.1976, Blaðsíða 40
AlííLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 At/antica&J lceland Review Látiö gjafaáskrift 1977 fylgja jóia- og nýárskveöjum til vina og viðskipta- manna erlendis. Gjöf, sem endist í heilt ár og allir kunna vel aö meta. Sími 81590, Pósthólf 93,Reykjavík FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1976 . —Ljósm. HAX. VIÐ upphaf viðræðufundanna í gær. Fyrir miðri mynd eru Gundelach og Matthías Bjarnason ' g Einar Ágústson lengst til hægri. Aðrir á myndinni eru embættis- menn í viðræðunefndum aðila. Könnunarvidræd- urnar vid EBE: Áfram ræðzt við í dag Gundelach ræðir við Geir Hall- grímsson í forsætisráðuneytinu ÉG get ekki skýrt frá þvl sem fram hefur farið á fundunum I dag, sagði Matthfas Bjarnason, Framkvæmdir á Grundartanga og Norræni fjárfestingarbankinn: Rætt um 7,3 mill- iarða króna lán FYRSTU lánunum verður úthlut- að innan skamms úr Norræna fjárfestingabankanum og eftir þvi sem Morgunblaðið hefur fregnað mun Járnblendiverk- smiðjan á Grundartanga, eða ts- lenzka járnblendifélagið og norska fyrirtækið Elkem Spiegel- verket, fá annað lánið, sem veitt verður. t viðtali við dr. Gunnar Sigurðsson st jórnarformann Járnblendifélagsins I gær sagði hann að samningaviðræður stæðu yfir um lánakjor, en um það hefði verið rætt að bankinn veitti 200 milljónir krónur norskar til framkvæmdanna við Grundar- tanga. Samsvarar það um 7.26 milljörðum fslenzkra króna. Gunnar Sigurðsson sagði að á Framhald á bls. 25 upp sogdadu f sanddælu skipið, er þjóna átti þeim tilgangi að hraða mjög losun skipsins eða í um það bil eina klukkustund í stað 5—6 klukkustunda, sem losunin hafði áður tekið. Búnað þennan hafði hollenzka fyrirtækið hannað og var siðan skipinu siglt til Hol- lands til þessara endurbóta. Fyrir þessu verki var sett 515 þúsund florína ábyrgð eða sem Framhald á bls. 25 Krafla: Enn rísa deilur vegna „Grjótjötuns”: Lögbann sett á greiðslur Lands- bankans til hollenzks fyrirtækis NÁMAN HF., eigandi sanddælu- skipsins Perlu eða Grjótjötuns, eins og skipið nefndist áður, hef- ur látið setja lögbann á að Lands- bankinn inni af hendi tæplega 40 milljóna greiðslu til hollenzks verktakafyrirtækis, sem annaðist uppsetningu á tilteknum dælu- búnaði I skipinu, en forraðamenn Námunnar telja að um veruleg vinnusvik hafi verið að ræða af hálfu hollenzka fyrirtækisins. Leitað verður staðfestingar á lög- banninu fyrir dómi i dag. Nánari tildrög eru þau, að Nám- an gerði fyrr á þessu ári samning við hollenzk fyrirtæki um að setja Kaffi, smjör- líki og fisk- bollur hækka RÍKISSTJORNIN staðfesti á fundi I gær ákvörðun verðlags- nefndar um hækkanir á kaffi, smjörllki, fiskbollum og fiskbúð- ingi. Kaffi hækkar um 6,5%, smjörlfki um 4,5%, en meðaltals- hækkunin á fiskbollum og fisk- búðingi er 8%. Samkvæmt upplýsingum Georgs Ólafssonar verðlagsstjóra Framhald á bls. 25 Uppvíst um smygl á nokkrum kg af hassi til viðbótar STARFSMÖNNUM ffkniefna- dómstólsins og ffkniefnadeild- ar lögreglunnar hefur á allra slðustu dögum tekizt að upp- lýsa smygl á nokkrum kflóum af hassi til viðbótar þeim lið- lega 20 kg, sem gefin voru upp I tilkynningu þessara aðila um daginn. Var hassinu smyglað til landsins I haust. Þetta fékk Mbl. staðfest I gærkvöldi hjá Arnari Guðmundssyni full- trúa, en hann sagði að ekkert frekar væri hægt að segja um þetta nýja hasssmygl, þar sem rannsókn væri á frumstigi. Morgunblaðið fékk í gær uppgefið það magn fíkniefna, sem búið er að staðfesta inn- flutning á nú í haust og i sum- ar en allt er þetta eitt og sama málið, og hefur það verið í rannsókn undanfarna mánuði. Tugir ungmenna eru tengdir þessu máli og hátt á annan tug ungmenna hefur setið í gæzlu- varðhaldi vegna rannsóknar- innar, eins og rækilega hefur komið fram í fréttum. Sam- kvæmt þeim tölum, sem Mbl. fékk í gær, lætur nærri að söluverðmæti þessara fíkni- efna allra sé á ólöglegum markaði hér innanlands ná- lægt 50 milljónum íslenzkra króna. Samkvæmt upplýsingum Ás- geirs Friðjónssonar fíkniefna- dómara, hefur tekizt að upp- Framhald á bls. 25 sjávarútvegsráðherra, I gær, eftir að fundum lauk. „Aðilar hafa skýrt sjónarmið hvors annars og margvlsleg vandræði og erfið- leikamál, sem báðir aðilar hafa við að glfma,“ sagði ráðherrann og ftrekaði, sem hann hafði áður sagt, að ekki væri um samingavið- ræður að ræða, heldur einungis könnunarviðræður. Fundur hófst I gær klukkan 10,30 og stóð til að ganga 15. Þá var fundum nefnd- anna frestað til klukkan 11 I dag. Hins vegar munu ráðherrarnir Einar Ágústsson og Matthías Bjarnason hafa hitt Gundelach síðdegis I gær án þess að em- bættismenn væru viðstaddir. Finn Olav Gundelach vildi ekk- ert segja um viðræðurnar eftir fundinn i gær, en boðaði að hugsanlega myndi hann eftir fundina i dag ræða við fjölmiðla. Hið sama létu islenzku ráð- herrarnir i skina. Fundirnir í dag hefjast klukkan 11 i Ráðherrabú- staðnum, en tveimur tímur fyrr Framhald á bls. 25 Óska eftir þriggja kr. hækkun á bensínverði OLlUFÉLÖGIN hafa sent beiðni til verðlagsyfirvalda um hækkun á benzfni, gasolfu og svartolfu. Hækkun á svartolíu hefur þegar hlotið afgreiðslu, en aðrar hækk- unarbeiðnir ekki. Hafa olfufélög- in óskað eftir þriggja krónu hækkun á benzlni, úr 76 krónum lftrinn I 79 krónur, og svipaðri hækkun á gasolfu. Ilækkunin er tilkomin vegna erlendra verð- hækkana og slæmrar stöðu svo- kallaðs innkaupajöfnunarreikn- ings olfuvara gagnvart olfufélög- unum, en reikningurinn skuldaði olfufélögunum 431 milljón króna hinn 1. október s.l. Ragnar Kjartansson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Skeljungs hf. veitti Morgunblaðinu þær uoplýs- Framhald á bls. 25 Horft vonaraugum á holu 9 AUKINNAR bjartsýni gætir nú meðal ýmissa forsvars- manna virkunarframkvæmd- anna f Kröflu varðandi öflun virkjanlegrar orku á svæðinu, enda þótt þeir séu varkárir f yfirlýsingum og segi að ekki verði unnt að gera sér glögga grein fyrir árangri borunar á svæðinu fyrr en kemur fram f næsta mánuð. Þó liggur fyrir að hola nr. 10 er þegar komin með háan þrýsting sem þykir gefa ástæðu til nokkurrar bjartsýni og töluverðar vonir eru einnig bundnar við holu nr. 11. Þá var hola nr. 3 kæfð, eins og það er kallað, f fyrradag og við það hvarf „Hræðsluvfti" eða leir- hver sá sem myndaðist skyndi- lega fyrir nokkrum vikum og „Hræðsluvíti” hvarf þegar hola 3 var kæfð ýmsir töldu f fyrstu vera upp- haf goss. Nú þykir hins vegar sýnt, að leirhverinn hefur orðið til út frá gati f fóðringu holu 3. Guðmundur Pálmason hjá Orkustofnun sagði, að segja mætti að það gætti vissrar bjartsýni með holu 10, en hins vegar væri varasamt að segja nokkuð ákveðið i þessu efni fyrr en holan hefði verið mæld. Væri stefnt að því að mæla hol- una eins fljótt og auðið væri eða strax upp úr helginni, en þegar væri kominn hár þrýst- ingur I holuna. Guðmundur kvað hins vegar einnig of snemmt að segja nokkuð um það í hvaða formi sú orka væri, sem úr holunni fengist, ef til kæmi. Hola 10 er skammt frá holu 4 eða Sjálfskaparvíti, eins og hún var nefnd eftir að hún reif allar lokur af sér en áður en tii þess kom hafði hún gefið af sér rennsli. Þá hefur Morgunblaðið fregnað, að verulegar vonir séu bundnar við holu 11, en af hálfu Orkustofnunar er þvi til svarað að of snemmt sé að spá nokkru um árangurinn af þeirri holu. Ekkert verður átt við holu 5 að sinni, en eins og komið hefur fram, hefur komið í ljós hlykkur á þeirri holu sem hefur f för með sér að ekki er hægt að koma borstöngum nið- ur í hana. Fyrirstaða hefur einnig komið fram í holu 7 en hún blæs þó eftir sem áður og er ekki unnt að gera við holu í blæstri. Þarf því að kæfa hol- una með þvl að dæla í hana köldu vatni en því eru ýmis vandkvæði samfara og verður ekki gert nema að vel athuguðu máli, að þvi er Jakob Björns- Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.