Morgunblaðið - 26.11.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.11.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. NÖVEMBER 1976 Alþingi í gær; Bundið vegaslit- lag og 18 ára kosn- ingaaldur FUNDUR var i sameinuðu þingi í gær. Ákveðin var máls- meðferð (ein umræða) á þrem- ur tiliögum til þingsályktunar: um kosningarétt, um fiskmjöls- verksmiðju i Grindavík og fræðslu iþágu áfengisvarna. Tillögum um rannsókn á út- breiðslu atvinnusjúkdóma og um málefni þroskaheftra var visað til 2. umræðu og allsherj- arnefndar deildarinnar. Eyjólfur Sigurðsson (A) mælti fyrir tillögu til þings- ályktunar um 18 ára kosninga- aldur, sem nokkrir þingmenn Alþýðuflokks flytja. Lúðvfk Jósepsson (Abl) tjáði sig sam- þykkan efnisatriði tillögunnar. Miklar umræður urðu hins vegar um tillögu um „lagningu bundins slitlags á þjóðvegi". Til máls tóku Ólafur G. Ein- arsson, Halldór E. Sigurðsson, Jón Helgason, Ingi Tryggvason, Páll Pétursson og Karvel Pálmason. Alþýðubandalag: Nefnd rannsaki inn- kaupsverð á vörum FJORIR þingmcnn Alþýðu- bandalagsins flylja eflirfar- andi tillögu til þingsályktunar um skipun i annsóknarnefndar, samkvæmt 29. grein stjórnar- skrárinnar, til að rannsaka inn- kaupsverð á viirum o.f I.: „Neðri dcild Alþingis ályktar að kjósa 5 manna rannsóknar- nefnd samkv. ákva'ðum í 39. gr. st jórnarskrárinnar. Verkefni nefndarinnar séu: 1. Að rannsaka hvort innkaup á vörum til landsins séu með eðlilegum hætti og í samræmi við þjóðarhagsmuni eða hvort brögð séu að þvi, að vörur séu keyptar til landsins á óhag- kvæmu verði, sem leiði til hærra vöruverðs i landinu en ætti að vera. 2. Að rannsaka sérstaklega áhrif umboðslauna i vöruverði, gjaldeyrisskil á umboðslaunum og hversu öruggt eftirlit sé nú með gjaideyrisnotkun til vöru- kaupa. Nefndin rannsaki aðra þætti þeirra mála, sem hér um ræðir, eftir þvi sem henni þykir ástæða til. Hún skal i störfum sinum hafa fullan rétt til allra upplýs- inga frá opinberum aðilum, ein- staklingum og fyrirtækjum eft- ir því sem nauðsynlegt reynist. Nefndin skili skýrslu til Al- þingis um rannsóknir sínar, eigi síðar en 2 mánuðum eftir að ályktun þessi er gerð. Kostnaður við störf nefndar- innar greiðist úr ríkissjóði. Þingfréttir í stuttu máli: Frumvörp til barnalaga og ættleiðingarlaga. — Iðnþró- unarstofnun á Austurlandi FRAM vóru lögð í gær tvö stjórn- arfrumvörp: til ættleiðingarlaga og til barnalaga. Frumvörp þessi, sem samin eru af sifjalaganefnd, eru yfirgripsmikil og athyglis- verð. Þau vóru bæði lögð fram á sfðasta þingi til kynningar, en eru nú endurflutt. Réttur óskilgetinna barna Frumvarp til barnalaga er sam- ið út frá þvl grunnsjónarmiði að gera óskilgetin börn jafn sett skil- getnum börnum að lögum. I 1. gr. 2. málsgrein er lagt til, að mælt sé berum orðum svo, að réttarstaða óskilgetins barns sé hin sama og skilgetins barns, nema lög mæli annan veg. Er það stefnuyfirlýsing, sem ætlað er einnig að hafa lagagildi, og m.a. gæti hún haft áhrif á lögskýringu i einstökum tilvikum sem og túlk- un löggerninga. Kaflafyrirsagnir frumvarpsins, sem bera með sér efnislegt inni- hald, eru þessar: Gildissvið lag- anna, Faðerni skilgetins barns, Faðerni óskilgetins barns, Fram- færsla barna og uppeldi, Barns- fararkostnaður o.fl., Greiðsla framfærslueyris og innheimtuúr- ræði, Lögsaga íslenzkra dómstóla um faðerni barna, Forsjá barna (foreldravald) og umgengnisrétt- ur, Mál til faðernis barns, Gildis- taka og brottfallin lög (en þar eru talin þau lög, er nú gilda um þetta efni, en falla úr gildi, ef frum- varpið verður samþykkt). Ný ættleiðingarlög Frumvarpinu er skipt i fjóra meginkafla: 1) um veitingu ætt- leiðingarleyfa og lagaskilyrði fyr- ir þeim, 2) lagaáhrif ættleiðingar, 3) niðurfellingu ættleiðingar og 4) ýmis ákvæði, þ.á.m. um ætt- leiðingar erlendis á fslenzkum börnum og ættleiðingu hérlendis á erlendum börnum. Engin leið er að rekja í stuttri fréttafrásögn efnisatriði svo umfangsmikilla lagafrumvarpa sem hér um ræðir. Þeim, sem hafa sérstakan áhuga á að kynna sér þau, skal bent á að lagafrumvörp er hægt að fá í skrifstofu Alþingis. Iðnþróunarstofnun Austurlands Lúðvfk Jósepsson (Abl) hefur lagt fram frumvarp til laga um Iðnþróunarstofnun Austurlands. Hún skal vinna að eflingu iðnaðar á Austurlandi m.a. með þvi að: 1) hafa forgöngu um að koma á fót nýjum iðnfyrirtækjum og efla þau, sem fyrir eru 2) að koma á sem hagkvæmustu sölufyrir- komulagi á iðnaðarframleiðslu fjórðungsins og 3) að veita fjár- hagslegan stuðning og fyrir- greiðslu til stofnunar nýrra iðn- fyrirtækja þar sem sérstaklega verði leitazt við að koma upp sam- rekstri nokkurra byggðarlaga um iðnaðarframleiðslu. Stjórn stofnunarinnar skal skipuð 5 mönnum: tveimur skip- uðum af rikisstjórn en 3 af Sam- bandi sveitarfélaga í Austur landskjördæmi. Stjórnin skal skipuð til 3ja ára. Ríkissjóður leggur stofnuninni til 20 m.kr. á ári i þrjú ár — og sveitarfélög eystra 10 m.kr. Fram- lögin skulu óafturkræf. Iðnaðar- ráðherra setur stofnuninni reglu- gerð um störf hennar, þ.ám. reikningshald og endurskoðun. Vörugjald 18% til áramóta 1977—78 Stjórnarfrumvarp er fram kom- ið þ.ess efnis, að vörugjald skuli áfram vera 18% til 31. desember 1977, af sömu vöruflokkum og áð- ur. Söluskattur áfram 20% Þá er fram komið stjórnarfrum- varp þess efnis, að „af andvirði seldrar vöru og verðmæta, endur- gjaldi fyrir hvers konar starfsemi og þjónustu, úttekt til eigin nota og innfluttum vörum til eigin neyzlu eða nota innflytjenda skuli greiða 18% söluskatt auk 2% söluskattsauka, eftir því sem nán- ar verður á kveðið í lögum. Sölu- skattur verður því áfram óbreytt- ur. Hins vegar fellur niður 1 % framlag til niðurgr. olíu til hús- hitunar, sem tekið er beint inn á fjárlög skv. fjárlagafrumvarpi. Flugsamgöngur við Vestfirði Sigurlaug Bjarnadóttir (S) hef- ur borið fram eftirfarandi fyrir- spurnir til samgönguráðherra: 1. Eru einhver áform á döfinni um það, hvernig stuðlað verði að tryggari flugsamgöngum við Vest- firði? 2. Hafa verið athugaðir möguleik- ar á lengingu og endurbótum flugbrauta við Holt í Önundar- firði og í Bolungarvik með tilliti til hinna sérstöku aðflugserfið- leika við Isafjarðarflugvöll? Bundið slitlag á þjóðvegi: Landsbyggðarvegir MORGUNBLAÐIÐ hefur nýverið birt framsögu Ólafs 'G. Einarssonar (S) fyrir tillögu til þingsályktunar um bundið slitlag á þjóðvegi, sem gerir ráð fyrir lagningu varanlegs slitlags á þá kafla þjóðvegakerfis, sem ekki þarf að undir- byggja sérstaklega til þess verks, í áföngum á nokkrum árum, án skerðingar á öðrum verkþáttum vegagerðar. Hér fer á eftir ræða Sigurlaugar Bjarnadóttur (S), er hún flutti um sama mál, þar sem hún telur að forgangsverkefni í vegagerð sé að byggja upp þá landsbygðarvegi, er teppist í fyrstu snjóum á haustin. Hér liggur frammi til umr till um lagnmgu bundins slitlags á þjóðvegi Þessan till hefur verið fylgt úr hlaði með mjog skörulegum málflutnmgi enda er till í sjálfu sér góð á því leyti, að þarna er talað um markmið sem við öll að sjálfsogðu viljum keppa að. að gera aðalakvegakerfi landsins sæmi- lega úr garði. sem er meira en sagt verður um ástand þjóðvega almennt í dag Ég vil taka fram strax, að ég er hjartanlega sammála 1 flm . Ólafi G Emarssyni, um það atriði. að mikill vandi okkar vegamála hljóti að leysast með þeim hætti að auka tekjur vega sjóðs. auka hlutdeild vegasjóðs i bensmskatti. sem nú er óeðlilega litill, eins og hann færði töluleg rök fyrir Ég mmnist þess líka að hæstv samgrh við afgr vegaáætlunar i vor benti á alltof naum fjárráð vegasjóðs og hann benti sömuleiðis á, að lánsfé til vega- mála myndi aukast úr 1000 millj árið áður upp í 1 600 millj á þessu ári, sem er alldrjúgjr skildmgur og þar stað- næmist ég nú einmitt við eitt af þeim atriðum sem ég tel hæpið f till flutn- ingi þeirra Ólafs G Einarssonar og Jóns Helgasonar, að þar er gert ráð fyrir innlendum eða erlendum lántök um Ég hef oft og ítrekað látið það i Ijós á Aiþ hér upp á síðkastið að mér fellur illa þeg.’r ég sé koma frá stjórnarþm þingmál sem fela í sér auknar erlendar lántokur Ég heyri ekki betur og ég fæ ekki betur skilið okkar efnahagsstöðu nú, en að erl skuldirnar séu það, sem okkur stafar hvað mest hættan af og við þurfum að hafa meiri hemil á en við höfum haft á undanförn- um árum Þess vegna tel ég, að þó að gott mál sé annars vegar þar sem bætt végakerfi er þá réttlætir það ekki till. um auknar erlendar lántökur Það sem Páll Pétursson sagði um stefnumörkun þessarar till. og kom raunar greinilega fram í máli flm þá vil ég segja það, að ég er hlynntari stefnu þeirri sem kom fram hjá Páli, enda er ég flm ásamt honum að annarri till um vegamál, sem gengur nokkuð i öfuga átt við þessa að því er stefnu- mörkun varðar Þó vil ég segja það strax, að ef ég hefði samið þá till . sem ég vitnaði í, um byggingu vega upp úr snjó þá hefði ég ekki vogað mér að minnast á erlendar lántökur, en þar er það gert einnig Við höfum steypt okkur út í feiknarlegar erlendar lántök- ur fyrst og fremst vegna þess mála flokks, sem við höfum yfirlýst sem forgangamálaflokk og það eru orku- málin Og það er að minu áliti fyllilega réttlætanlegt vegna þess hve við erum að stefna til aukins sparnaðar i brennslu erlendra orkugjafa Þess vegna getum við réttlætt fyrir okkur þessar risavöxnu erlendu lántökur, sem ganga til orkumála Ég held, að við hljótum að takmarka okkur við einn málaflokk i einu og sjá, að ég ekki segi fyrir endann á orkumálunum, heldur kannski fyrir erfiðasta hjalla orkumál- anna áður en við steypum okkur út I sérstakar stórframkvæmdir í vegamál um Það var talað um það af hálfu flm , ef ég hef náð því rétt niður, að að því er varðaði fjármögnun þessarar till þá væri um þrjár leiðir að ræða 1 Að draga úr öðrum fram- kvæmdum 2 Meira lánsfé 3 Auknar fjárveitingar Ég þykist nokkurn veginn viss um það, eins og hv þm Páll Pétursson, að raunin yrði sú, að fyrsta leiðin yrði framkvæmd, þ.e.a s að það yrði dregið úr öðrum framkvæmdum og eftir að hafa heyrt álit manna sem til þekkja út um byggðir landsins og einn- ig manna, sem vinna að okkar vega- gerðarmálum hér hjá Vegagerð ríkisins þá lýsi ég áhyggjum minum yfir þvi, ef það á að dragast öllu lengur, að bætt sé um þá vegi, sem allra verst eru settir í byggðum landsins Páll Pétursson IÞinGI AlÞinGI IÞinGI AlÞinGI og snjóalög Sigurlaug Bjarnadóttir. benti réttilega á það, að i fjölmörgum tilvikum er svo statt nú, að bændur koma ekki frá sér afurðum sinum né aðdrætti sinum heim til sfn aftur nema með óhæfilegri fyrirhöfn Ég held ég hafi vitnað í það, að ég veit að sumir vestfirskir bændur þurfa að taka allt að því heilan dag í það að berjast í snjó- sköflum með mjólkina sína niður að næstu ferjubryggju, þar sem flutningar fara fram á sjó. Ég hygg, að það sé langtum ódýrara verkefni þó ég viti að það muni kosta mikla fjármuni, að taka fyrir með skipulegum hætti þessa verstu farartálma í byggðum landsins. sem ár eftir ár leggjast undir snjó, sömu spottarnir, sem þarf að byggja upp Það er eina leiðin til þess að koma málum þessara sveitarbyggðarlaga í viðunandi horf Ég hef spurt vega- gerðarmenn um þetta atriði Þeir hafa að sjálfsögðu sagt, að þarna væri fjár- frekt verkefni líka annars vegar, en það fer auðvitað allt eftir þvi hvað víðtækt við gerum verkefnið Ég tel. að áætlun næstu 4—5 árin um að afnema þessa verstu snjóþungu vegartálma sé verk- efni, sem hljóti að koma á undan bundnu slitlagi um hringveginn Og ég er ekki komin til með að viðurkenna, að umferðin sé meiri á hringveginum almennt nema þá kannski þrjá — fjóra mán. ársins, heldur en á þeim vegum. þar sem sveitabyggðir þurfa að hafa samband við næstu þjónustumiðstöð Aðliggjandi sveitahérað við næsta kaupstað og útgerðarpláss, sem hvort þarf á öðru að halda, þar er umferðin býsna stöðug og að ég hygg eins mikil eins og um suma hverja þá kafla af hringveginum, sem mundi koma inn i þessa áætlun till manna Ég er sem sagt ekki á móti þessari till, ég vil taka það fram Ég er ekki á móti þessu verkefni Að sjálfsögðu viljum við öll fá bætt ástand á hringveginum og aðal þjóðvegum landsins, en ég vil aðeins benda á verkefni, sem hafa verið van- rækt árum saman Vegagerðarmenn hvar sem er af landinu ber saman um, að viðhaldsvegafé hafi verið stillt svo í hóf, að það hafi verið skorið svo við nögl, að til vandræða horfi um almennt viðhald veganna Veit ég vel, að bundið slitlag mundi létta á viðhaldinu en það bara nær ekki til þeirra vega, sem ég er að tala um — þessi áætlun um hringveginn og helstu vegi út frá honum Á sama tíma tölum við um. um leið og við viðurkennum, að við- hald veganna út um sveitir landsins er óviðunandi, og gerum meira en að tala um, við verjum 1800 millj kr í eina brú yfir Borgarfjörð, sem ég hef raunar verið hlynnt, að því að það er fram- kvæmd sem kemur mörgum að gagni og nú er talað um að byggð skuli brú yfir Ölfusá á milli Þorlákshafnar og sveitanna þar fyrir austan Það munu verða að ég hygg ekki undir 2—3 milljörðum Ef við höfum næga pen- inga til að framkvæma þetta allt, þá segi ég gott og vel Þá óska ég okkur til hamingju, en ég er hrædd um, að það verði enn sem fyrr þessir niðurgröfnu troðningar, sem ár eftir ár valda mönn- um ólýsanlegum erfiðleikum Ég er hrædd um, að það verði þeir enn sem fyrr, sem fá að biða á meðan þetta verkefm, sem ég tel að yrði forgangs- verkefni, nyti þeirra fjármuna sem við yfirleitt getum lagt til vegamála

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.