Morgunblaðið - 26.11.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.11.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1976 13 ÍSLENDINGAR ALLT OF FEITIR ÍSLEINDINGAR ALLT OF FEITIR ÍSLENDIN 1 ' _________________________________________________________________ MATARÆÐI VEGNA HÆKKAÐRAR BLOÐFITU. Grundvallaratriði þessa mataræðis eru eftirfarandi: Hitaeiningar séu takmarkaðar nægilega til að koma í veg fyrir offitu. Þetta er gert með því að borða ekki meira en svo, að kjör- þyngd haldist. Dregið sé úr neyzlu mettaðrar (fastrar) fitu, svo sem tólgar,smjörs, smjörlíkis og kjötfitu. Neyzla ómet'taðrar (fljótandi) fitu, jurtaolíu og fiskfitu sé hlutfallslega aukin. Aukin sé neyzla grænmetis, ávaxta, kartaflna, undanrennu, fisks og kornmetis. Dregið sé að sama skapi úr neyzlu nýmjólkur, rjóma, smjörs, feitra mjólkurosta tólgar og feits kjöts. Takmörkuð sé mjög neyzla sykurs, sætinda og sykurríkra fæðutegunda. Fæði, sem byggt er á framangreindum atriðum, inniheldur lítið af mett- aðri fitu, kólesteról og sykri. Næringarefni Fæðutegundir 1. Brauð Rúgbrauð.normalbrauð,fransk- kornma tur . brauð ,heilhveit ibrauð , f la-t- brauð jhrökkbrauð.rúnstykki, kringlur,tvlbökur,ósætt kex. Allar tegundir af grjónum og mjölmat,kornflögur(corn flakes) makkarónur,spaghetti,nuðlur. 2. Grænmeti og ávextir. 3. Mjólkurafurðir og egg. 4. Kjöt og fiskur 5. Feitmeti. 6. Sykurtegundir. 7. Krydd og drykkir. Kartöflur. Allar tegundir af grænmeti,ávöxtum og berjum, nýtt og þurrkað.einnig niður- soðið og frosið án sykurs. Möndlur. Fæðutegundir sem ber að sneiða hjá. Allar tegundir af kökum' vínarbrauð, sætt kex. Kókoshnetur og kókos- mjöl. Undanrenna,undanrennuduft, mysa,áfir,skyr,magur ostur 30%,smurostur,egg aðeins í olíusósu (mayonnes) (1 stk. í j 1. olíu),eggjahvíta. Magurt kjöt,s.s. lambakjöt, kinda-kálfa-nauta-hrossa- hreindýra-og hvalkjöt, kjúklingar,rjúpur,lundi, svartfugl. Fiskur. Sólblómaolía.maisolía og soyaolía. Smjör eða smjör- líki 10 gr. daglega. Krydd,tómatsósa,súpukraftur, allar tegundir af öli, ósætur safi. Kaffi og te. Nýmjólk,súrmjólk,rjómi, rjómaís,allir feitir ostar. Egg fram yfir það, sem leyft er. Feitt kjöt af áðurnefndumj tegundum. Einnig gæsir, endur,lifur,nýru,feitt álegg.pylsur,fiskhrogn, rækjur,humar. Saltað og reykt kjöt og fiskur. Smjör.smjörlíki,jurta- smjörlíki,jurtafeiti, (olivenolía),jarðhnetu- og kókosfeiti. Allar tegundir af sykri. 011 sætindi. Allir sykraðir drykkir. Ráðle&gingar Hjartaverndar um fæðuval þeirra sem of feitir oru ári, Sýnir þetta bezt, hvað eftirlit þarf að vera strangt með að með- ferð sé haldið áfram, enda varir hún ævilangt. Við höfum nú hafið viðræður við heilbrigðismálaráðuneytið og stjórn Landspitalans um að koma á fót göngudeild fyrir háþrýst- ingsfólk. Höfum við góðar vonir um að málið nái fram að ganga í náinni framtíð, enda er ekki nokkur vafi á þvi, að það er eng- inn þáttur heilbrigðismála meira virði í fyrirbyggjandi læknisfræði i dag eins og að þeir, sem hafa háþrýsting, fái rétta og reglulega meðferð. HVað með aðra hættuþætti? — Þá ber fyrst að nefna hækk- aða blóðfitu. I þvi tilliti erum við næst hæstir i heiminum, og að- eins eru Austur-Finnar þar fyrir ofan okkur (sjá töflu yfir mið- gildi kolesterols). Eðlilegt er að spyrja, hvernig megi á þessu standa. Ég hefi ekki á reiðum höndum nema tvö atriði í bili, og það er hinn feiti matur, sem við borðum, og hreyfingarleysi Is- lenzks fólks, sem er óvenju mikið. Þetta leiðir einmitt hugann að þvi, sem áður getur, að nærri þriðji hver maður er of þungur skv. rannsóknum Hjartaverndar, og það svo mikið, að það munar 4 — 5 kg í öllum aldursfiokkum ef borið er saman við karla í Eskilst- una i Svíþjóð. Samanburðurinn verður okkur þó enn meira í óhag, eða um 10 kg að meðaltali, sé leitað til líftryggingafélaga í New York borg. Hækkaða blóðfitu er auðvelt að lækka með réttu mataræði og lyfjum, ef með þarf. Ef litið er á mynd hér á síðunni um feril blóðfitu, sést hve kólesterol Islenzkra karla, dæmið er af Reykjavíkursvæðinu, hækk- ar yfir vetrarmánuðina, en á sama tíma þyngist hver maður um 4 —5 kg. Það þýðir svo i reynd að ís- lenzkir karlmenn á aldrinum 34 — 61 árs eru um 100 tonnum þyngri að vetri til en að sumri til. — Hvað reykingúm viðvíkur er alþjóð kunnugt um óhollustu þeirra fyrir æðakerfi likamans. Þvi miður höfum við ekki reyk- ingaskýrslu frá rannsókn Hjarta- verndar endanlega tilbúna. Staf- ar það bæði af skorti peninga og mannafla, en við erum auðsjáan- lega litlir eftirbatar nágranna- þjóðanna í reykingum. — Hvað sykursýki viðvíkur hef- ur rannsóknastöð Hjartaverndar lagt mikinn efnivið af mörkum fyrir göngudeild sykursjúkra, sem sett var á stofn fyrir nokkr- um árum og unnið hefur af mik- illi prýði í þeim efnum. — Ég vil loks aðeins minnast á Viðtal: ágás leynda þvagfærasýkingu hjá kon- um. Þessi sýking getur leitt til alvarlegra nýrnaskemmda, ef ekki er að gætt, og réttri meðferð beitt. Höfum við þvi miður séð alvarlegar nýrnaskemmdir af þessum völdum hjá konum. Hvernig hugsið þið ykkur hjá Hjartavernd að snúast til varnar gegn þessum hættuþáttum heilsu- fars? — Ég sagði áðan að rannsókna- stöð Hjartaverndar væri fyrst og fremst leitarstöð, en ef okkur tekst, sem ég sannarlega vona, að koma á fót göngudeild fyrir fólk meó háþrýsting, þá verða auðvit- að allir þessir þættir teknir til meðferðar, þ.e.a.s. ef maðurinn er of þungur, þá verður það leiðrétt, ef hann er reykinga maður þá verður honum ráðlagt að hætta því, og ef hann hefur hækkaða blóðfitu, þá fær hann sérstakt mataræði til þess að lækka blóó- fituna. t því sambandi vil ég geta þess, að fyrir ári voru 60 manns, sem höfðu töluvert hækkaða blóð- fitu, settir á sérstakt fæði og hafa komið í reglulega rannsókn með millibili á rannsóknastöð Hjarta- verndar. Hefur tekist vel að lækka blóðfituna með mataræði eingöngu. Eitthvað að lokum ( þessu sam- bandi? — Mig langar að geta þess, að Framhald á bls. 25 MiSgildi kolesterols íslenskra karla borir) sartian viS kolesterol karla wn nSrum löndum (rannsókn A. Keys o.fl.). í nokkr- Aldur Bandar. Italia Júgósl. Finnl. Holl. Grikkl. Japan Island 40—44 234 192 182 265 233 198 167 246 45—49 234 200 185 272 235 199 165 253 50—54 232 199 186 262 227 210 178 256 55—59 Fjöldi 242 198 188 259 226 208 168 254 rannsakaðra 853 710 666 814 331 652 491 181^^ Á þessari töflu má sjá hversu mikil blóðfita (s- lenzkra karla er, saman- borið við aðrar þjóðir. Við erum langt fyrir ofan allar aðrar þjóðir ef und- an skildir eru Finnar, en þær tölur sem eru hér yfir Finna, ná til austur- finnskra karlmanna, en ekki er vitað hvers vegna blóðfita þeirra er svo há. (ágás) Iðunn: Hljómplata með vís- um úr Vísnabókinni Gunnar Þórðarson og Björgvin Halldórsson á starfslaunum við gerð plötunnar BÓKAÚTGÁFAN Iðunn hefur sent á markað nýja hljómplötu með vlsum úr Vlsnabókinni sem flestir Islendingar kannst við. Gunnar Þórðarson og Björgvin Halldórsson nutu starfslauna hjá útgáfunni til að vinna að gerð plötunnar. 1 frétt frá Iðunni segir enn- fremur um plötuna: „Gunnar Þórðarson, Björgvin Haildórsson, Jóhann Helgason og Arnar Sigurbjörnsson sömdu lög á plötuna og ennfremur eru mörg hinna gömlu þekktu laga sem all- ir kannast við. Björgvin Halldórs- son syngur flest laganna. Meðal hljómlistarmanna, sem lögðu hönd á plóginn, eru strengjasveit Julian Gaillard sem var i 14 ár hljómsveitarstjóri sinfóníuhljóm- sveitar BBC í London og hinn nafntogaði hörpuleikari London Philharmonic Orchestra, David Snell. Undirleikur og hluti af söng voru .hljóðritaðir i Ramport- hljóðverinu I London af Mark Dodson, sem síðan kom til Islands og lauk hljóðritun I Hljóðrita í Hafnarfirði. Myndir á plötu- umslagi málaði Halldór Pétursson listmálari. Á plötunni eru eftirtalin lög: Hlið 1. Komdu kisa min — Þambara vambara Ég á lítinn skritinn skugga Sofðu unga ástin min Bokki sat I brunni Krummi svaf í klettagjá Bráðum kemur betri tið Hlið 2: Stóð ég úti i tungsljósi Hann Tumi fer á fætur Sunnudagur til sigurs Fyrr var oft í koti kátt Það var einu sinni strákur Kvölda tekur. KONUR innan I.O.G.T. reglunnar I Reykjavlk halda árlegan basar sinn og kaffisölu laugardaginn 27. nóvember kl. 2.30 e.h. I Templara- höllinni, Eirlksgötu 5. Á basarnum er mikið af alls konar munum sem konurnar hafa unnið og lagt sig mjög fram um að hafa hann með sem mestum myndarbrag. — Þarna er um marga eigulega muni að ræða og verði stillt I hóf. Örn og Örlygur: SamfeUukassar — ný tegund raðmynda BÖKAUTGÁFAN Örn og Örlygur hefur sent frá sér nýjung á mark- aðinn, sem ætluð er til þroska- þjálfunar fyrir börn þriggja ára og eldri. Eru það svonefndir sam- fellukassar, ný tegund raðmynda. Útgáfan hefur að þessu sinni sent á markað tvenns konar sam- fellukassa, sem nefnast samfellu- sirkus og samfellu-dýr. I hvorum kassa eru 45—60 einingar sem börnum er ætlað að fella saman og búa úr þeim bæði menn og dýr. Samfellurnar eru frábrugðnar venjulegum raðmyndum eða pússlum, m.a. geta bæði menn og dýr staðið. Örn og Qrlygur: Maggi mýslingur — Barnabók eftir Richard Scarry BÓKAUTGÁFAN Örn og Örlygur hefur gefið út barnabókina Maggi mýslingur eftir Richard Scarry í þýðingu Lofts Guðmundssonar. I bókinni eru 11 stuttar sögur og fylgja þeim stórar litmyndir. Sögurnar heita: l.sveitinni, Láttu Uglu mömmu kenha þér að telja, Dóri i dráttarbátnum, Göltur þóndi, Arstíðirnar fjórar, Sorg- bitni hesturinn, Brúðuhúsið hennar Helgu litlu, Kurteisi hvolpurinn, Keli kettlingur á fisk- veiðum, Grísinn sem var óánægð- ur með rófuna á sér og' Kalli kanina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.