Morgunblaðið - 26.11.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.11.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. NOVEMBER 1976 VIÐSKIPTI Umsjón: Pétur J. Eiríksson Öryggislok vekja viðskiptaáhuga UPPFINNINGAMAÐURINN Jóhannes Pálsson hefur að undanförnu unnið að gerð nýs öryggisloks á lyfjaglös. Hefur hann náð góðum árangri og er útlit fyrir góðan markað fyrir lokin bæði hérlendis og erlendis. Hefur lokið fengið viðurkenningu heilbirgðisyfir- valda í Danmörku. Lokin, sem henta bæði gler- og plastglösum, eru þannig gerð að börn geta ekki opnað þau en fullorðnir eiga ekki í erfiðleikum með það Lyfja- verksmiðjur og heilbrigðisyfir- völd viða um heim hafa lýst eftir þess háttar öryggislokum, en aðeins fáar gerðir hafa stað- ist þær kröfur sem gerðar eru til þess að þau verði markaðs- hæf. Lokin hafa hlotið góðar undirtektir íslenzkra heilbrigðis- yfirvalda, en að sögn Almars Grímssonar í Heilbrigðisráðu- neytinu, er nú unnið að undir- búningi reglugerðar, þar sem gerðar eru kröfur um að öryggislok séu á umbúðum ákveðinna tegunda lyf ja. Verður þetta önnur reglugerð sinnar tegundar i heiminum, en slik reglugerð hefur um skeið verið í gildi i Bandaríkjun- um. Að sögn Úlfs Sigurmunds- sonar, framkvæmdastjóra Út- flutningsmiðstöðvar iðnaðar- ins, hefur Útflutningsmiðstöðin komið Jóhannes í samband við danskan aðila, sem hefur kann- að markaðsmöguleika í Dan- mörku. Hefur Jóhannes átt fundi með fyrirtækjum, sem útvega dönskum apótekurum umbúðír. Jafnframt hefur verið haft samband við fyrirtækið Kastrup & Holmegárd, sem er stærsti glerumbúðaframleið- andi í Danmörku, en þar er gler mun meira notað undir lyf en hérlendis. Fyrirtækið sem fram- leiðir um 26 milljónir glerglös á ári fyrir lyf, hefur lýst miklum áhuga á öryggíslokinu og sama er að segja um danska apótekarafélagið og aðra aðila, sem samband hefur verið haft við Nú síðast hefur danska lyfjaeftirlitið veitt lokinu viður- kenningu um að það standist allar kröfur, sem hægt er að gera til öryggisloka. Að sögn Úlfs virðist þessi áhugi vera af viðskiptalegum hvötum. Bygging Trésmiðju Björns Ólafssonar. Myndirnar eru teknar með tveggja vikna millibili. Breidholt hf. steyp- ir upp verksmiðjuhús á einum mánuði MIKLA athygli hefur vak- ið bygging verksmiðjuhúss við Stakkahraun í Hafnar- firði fyrir þann hraða, sem er á henni. Hér er um að ræða 5.700 rúmmetra byggingu, sem Breiðholt h.f. reisir fyrir Trésmiðju Björns Ólafs- sonar. Er notuð aðferð, sem felur í sér algera nýjung við byggingu verk- smiðjuhúsnæðis hér á landi, en gert er ráð fyrir að það taki fjórar til fimm vikur að steypa húsið upp. Færanleg mót eru notuð við bygginguna. Fyrst er ytra lag burðarveggja steypt með einangrun, en síðan er mótunum rennt áfram og innra lagið steypt. Mótunum, sem eru 13 metrar á lengd er svo rennt áfram og næsta veggjareining steypt ásama hátt. Svipaðar aðfarir eru við að steypa sperrur. Það mun taka um 2'á mánuð að fullgera húsið eftir að sökkull er tilbúinn, en þar af tekur steypu SCHWEIZERISCHE Aluminium AG (Alusuisse) hefur skýrt frá þvf að það búist við að velta þess verði 60 til 100 milljón svissnesk- um frönkum meiri í ár en 1975, en þá varð hún 260 milljónir franka. Velta samsteypunnar vegna við- skipta við þriðja aðila varð á nfu fyrstu mánuðum þessa árs um 30% meiri en á sama tfmabili í fyrra, að þvf er segir f bráða- birgðaskýrslu. Alusuisse segir að velta áldeild- arinnar hafi aukist um þriðjung og einangrunarvinna um einn mánuð. Mikill sparnaður er af þessari nýju aðferð. Múrhúðun er en um 11% 1 efnaiðnaðardeild. Franleiðslu- og þjónustukostnað- ur jókst í hlutfalli við veltu, en fastakostnaður minnkaði vegna betri nýtingar á framleiðslugetu. Segir í skýrslunni að nú sé 80% nýting á hráefnaframleiðsugetu bræðsluvera fyrirtækisins. Eftirspurn eftir áli hefur aukist frá því í vor, en Alusuisse hefur sýnt gætni og aukið framleiðsluna aðeins lftillega til þess að láta ganga á birgðir. Þá segir í skýrsl- unni að erfitt sé að spá um fram- tíðarþróun sölu og verðs. Gef jun vinnur markað Vaxandi velta hjá Alusuisse Skrifstofuhúsgögn frá Gamla kompanfinu. r Islenzk skrifstofuhúsgögn á sýningu í Kaupmannahöfn Scandinavian Fair for Contract Furnishing. UNNIÐ hefur verið að þvi að undanförnu hjá Gefjun á Akureyri að vinna markað erlendis fyrir húsgagnaáklæði úr ull. Hefur Hulda Kristinsdóttir verið ráðin til fyrirtækisins til að starfa að þvi að vinna erlenda markaði, en hún starfaði áður hjá Útflutningsmiðstjöð iðnaðarins. Að sögn Huldu hefur útflutningur Gefjunar á áklæðum farið vaxandi á þessu ári og var hann orðinn um 12.00 metrar i lok október. Er stefnt að því að hann verði um 2000 metrar á næsta ári. Aðallega hefur þetta farið til Noregs en nú er unnið að þvi að vinna markað i Sviþjóð, en að vinna markað i einu landi tekur heilt ár að sögn Huldu. Gefjun mun á næstunni taka þátt i vörusýningum til kynningar ullaráklæðinu, tveim í Kaupmannahöfn og einni i Frankfurt. (JTFLUTNINGSSAMTÖK hús- gagnaframleiðenda undirbúa nú þátttöku f húsgagnasýningu í Kaupmannahöfn f byrjun desem- ber. Hér er um að ræða sýningu á húsgögnum fyrir fyrirtæki og stofnanir og nefnist hún Þrjú íslenzk fyrirtæki munu sýna þarna. Fyrirferðamest verð- ur sýning Gamla Kompanfsins á skrifstofuhúsgögnum — skrif- og vélritunarborðum og fundarborð- um og skrifstofustólum. Eru þessi húsgögn hönnuð af Pétri B. Lútherssyni. Þá sýnir Kristján Siggeirsson stól og Gefjun á Ak- ureyri sýnir húsgagnaáklæði. Sýningin verður I Bella Center og mun standa f'rá 5. desember til 8. desember. Þróun lýsis- og mjöl- verðs EINS OG skýrt hefur verið frá í Morgunblað- inu hefur verðþróun á lýsi og mjöli verið hag- stæð á undanförnum mánuðum og er gert ráð fyrir að verðið fari hækk- andi, eða haldist að minnsta kosti stöðugt á næsta ári. Línuritin sýna verðþróunina frá því í febrúar og meðalverð nokkurra ára á undan. Er um að ræða meðalverð hvers mánaðar á einu tonni á Hamborgarmark- aði tilgreindu í dollurum. Vegna gengisbreytinga og verðbólgu gefur fljót- andi verðlag e.t.v. ekki alnákvæma mynd. Ef lit- ið er á vísitölu mjölverðs, þá er hún 100 stig 1969—72, 157 stig í fe- brúar í ár og 230 í októ- ber sl. Visitala lýsis var 209 stig i október sl., 162 stig í febrúar en 100 stig 1969—72. Nokkur framleiðslu- aukning verður á mjöli og lýsi á næsta ári og munar þar mestu um veiðar Perúmanna. Þær eru komnar í fullan gang eftir langt verkfall. Var það í mótmælaskyni við áform stjórnvalda þar í landi að þjóðnýta útgerð- ina en við það hefur ver- ið hætt. Aukning eftir- spurnar verður nokkur að því að talið er, en þó minni en framboðsaukn- ingin. Þó er séð fram á hækkandi verðlag, sér- staklega á mjöli. Heimild Oil World.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.