Morgunblaðið - 11.12.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.12.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1976 Þorbjörg Sigmunds- dóttir - Minningarorð Þorbjörg Sigmundsdóttir, ekkja Freysteins Gunnarssonar skólastjóra Kennaraskólans, var fædd i Reykjavík 11. nóvember árið 1900. Foreldrar hennar voru ættuð úr ýmsum sveitum Suður- lands. Þau eignuðust 4 dætur. Þær eru: auk Þorbjargar: Magnea Björg, dó í bernsku, Guðný, sem giftist Magnúsi Oddssyni sem lengi var símstöðvarstjóri á Eyrarbakka. Ingunn, sem unnið hefur í mörg ár við innheimtu landssímans. Kynni okkar Þorbjargar Sigmundsdóttur hófust fyrir um það bii fimmtíu árum, þegar ég var nemandi Freysteins I Kennaraskólanum. Hann þurfti að hraða störfum að þýðingum meir en tími vannst til, og fékk mig sér til aðstoðar hluta úr tveimur vetrum, þannig að ég kom heim til þeirra hjón@ dags- stund í einu og hraðritaði það sem Freysteinn las mér fyrir rakleitt úr útlendu bókinni, svona eina örk í lotu. Vélritaði ég síðan heima. Mér þótti mikið til þess koma hversu skipulega og hik- laust hann gekk að þessu, enda var hann alþekktur fyrir vandaðar og aðgengilegar þýðingar. Komur minar á heimilið urðu nokkuð margar alls. Barst stundum margt í tal milli okkar Þorbjargar og urðum góðir málvinir upp frá því, öll þau ár, sem ég kenndi í Kennara- skólanum. Vfirleitt er frú Þorbjörg mér minnisstæðust fyrir hennar miklu tryggð og framúrskarandi þakk- látssemi. Hvert litilfjörlegt viðvik mat hún til mikilla þakka, og samt fannst henni hún alltaf vera í skuld. En að vísu er slík „reikningsskekkja" ein meðal fegurstu dyggða á kristna vísu. Oft minntist hún bæði fyrr og síðar á bæði börnin sín við mig, sem hvort um sig voru i æfinga- deild minni á 9 og 10 ára aldri. Ég svaraði henni jafnan þvi sama og ýmsum öðrum mæðrum skóla- nemenda minna, að fremur væri mitt hlutverk að þakka foreldrum — og þá sérstaklega mæðrum — fyrir að senda mér frá góðum heimilum vel upp alin börn, starf- sama og uppbyggilega borgara i samfélag skólastofunnar. Frú Þorbjörg, eins og svo marg- ar aðrar góðar mæður, lét sér mjög annt um að bæði börn þeirra hjóna fengju góða menntun, Guðrún, sem tók stúdentspróf og kennarapróf og Sigmundur, vel- þekktur verkfræðingur nú um árabil. Frú Þorbjörg var frábærlega hög í höndum og smekkur hennar eftir þvi næmur. Eitthvað málaði hún, en aðallega á silki. Hún stundaði mikið útsaum. Þegar hún brautskráðist úr Kvenna- skólanum í Reykjavík, hlaut hún verðlaun fyrir framúrskarandi fagran útsaum. Yfirleitt var hún mjög vandlát við sjálfa sig og fannst aldrei nógu vel unnið sagði dóttir hennar mér. Hún fékkst einnig mikið við vefnað og gaf út mynsturbók fyrir vefnað fyrir mörgum árum, sem var prentuð í Kaupmannahöfn. Fyrir utan allt þetta sótti hún námskeið í bókbandi og útskurði. Þegar hendurnar tóku að gefa sig vegna gigtar, sem hún fór ekki varhluta af síðari árin, sneri hún sér meir að hekli og prjónaskap. Björn Björnsson, teiknikennara skólans, heyrði ég hvað eftir annað dást að listrænum smekk Þorbjargar; man ég að hann nefndi sérstaklega val lita og samræmingu þeirra, — en hann var maður, sem vissi hvað hann sagði. Kennaraskólahúsið við Lauf- ásveg sem upphaflega var í bæjar- jaðri eða nánast utan við hann, hefur getað fram á þennan dag boðið sama fagra útsýnið og forðum, í suðurátt og suðvestur, slétt land í næstu nálægð með öskjuhliðina í jaðri, bláan sjó og fjarlægan fjallgarð Reykjanes- skagans, og síðan viðan flóann til vesturs. Við þennan fagra stað bundu skólastjórahjónin ævi- tryggð. Svo vel stóð á að Freysteinn gat séð um alla gæslu hússins eftir að hann hætti skóla- stjórn, en það er enn notað til kennslu kennaranema. Snemma á s.l. haust spurði ég Þorbjörgu hvort ekki komi stundum að henni geigur út af því að búa i þessu gamla, tvílyfta timburhúsi. Svarið kbm ákveðið á augabragði: Nei, alls ekki. Ég er viss um það, að þegar hann séra Magnús Helgason vígði þetta skólahús nýtt, þá hefur hann beðið svo vel fyrir þessum stað, að hér getur ekkert grandað mér! Ég andmæltí ekki, því að ég þekkti einlæga trú hennar á mátt bænar- innar, til Guðs hins alvalda, bæði eigin bænir og fyrirbænir annarra. Nokkrum árum áður en Freysteinn varð skólastjóri gerðu þau hjón sér sumarbústað í Hveragerði og nefndu Hverahlíð. Þetta var eitt af allra fyrstu húsum á þeim slóðum, fast upp við brekkuna. Þar fékk vorið og sumarið að sýna hvað hægt er að gera þegar alúð og iðni, samhugur og kunnátta er annars vegar. Ár- lega kom Ingólfur Daviðsson með nemendur Garðyrkjuskólans til að kynna þeim garðinn í Hvera- hlíð, bæði gróður hans og aðra gerð. Yfirleitt lögðu margir leið sina þangað I heimsókn. Þegar óskabörnin Guðrún og Sigmundur, fóru að stækka og ekki var lengur eins hentugt að dvelja í Hveragerði yfir sumar- timann, var tekið af alvöru til við ræktun á lóð Kennaraskólans af sömu alúð og austurfrá, eins og margir kannast við. Bæði hjónin voru fróð um islenskar jurtir. Veit ég, að hún þekkti nöfn fjölda jurta eins á latínu sem islensku. Mikil var gleði kennaraskóla- hjónanna ð sjá ættartréð halda áfram að blómgast svo fagurlega í mannvænlegum barnabörnum, sem þau sýndu mér stundum myndir af. Sigmundur og kona hans, Sigriður Jónsdóttir eiga fjóra syni, en Guðrún og maður t Bróðír okkar GEIR ÞÓRHALLSSON THORDAN, frá Höfn í HornafirSi, andaðist 6 desember á heimili sinu Big River, Sask, Kanada Systkini t Hjartanlega þökkum við auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTINS ARNBJÖRNSSONAR, Sérstakar þakkir til Guðmundar Guðmundssonar, fyrir alla hans hjálp Margrét Guðbjartsdóttir, Arnar Kristinsson, Ingibjorg Jónasdóttir, Jónína Kristmsdóttir, Jónas Elíasson. og barnaböm. 1 Arnór Kristjánsson verkamaður - Mnning hennar, Garðar Jónsson flugvirki eiga hins vegar fimm dætur. Þegar sú yngsta þeirra, nokkurra vikna, var skirð i hinum nýju húsakynnum Þorbjargar í Stiga- hlíð 95, reis hún úr sjúkrarekkju, bjó sig sem best og naut sín vel meðal nánustu vina góða stund. Sagði hún þessa skírnarathöfn vera vel við eigandi vígslu þessa nýja heimkynnis síns. En að fáum dögum liðnum var hún köliuð til enn betra heimkynnis, þangað sem frelsari vor „vígði oss veginn“ eins og segir í heilögum fræðum. Blessuð sé minning Þorbjargar Sigmundsdóttur. Helgi Tryggvason. Utför hennar fer fram í dag frá Fossvogskirkju kl. 10.30 árd. Arnór Kristjánsson, verkalýðs- leiðtogi, er látinn. Með Arnóri er fallinn í valinn einn af skeleggustu leiðtogum verkalýðs- ins I Þingeyjarsýslu og raunar hér á landi. Hann lést skyndilega 3. des. s.l. Arnór Kristjánsson var fæddur 2. júní árið 1900 i Holti, Húsavík. Foreldrar hans voru Þuriður Björnsdóttir, fædd 8.9. 1869 á Jarlsstöðum, Aðaldal, og Kristján Sigurgeirsson, fæddur 7.7. 1874 á Daðastöðum, Reykjadal. Þau voru bæði þingeyingar. Lengst af voru Þuríður og Kristján búsett á Húsavík, en tvö ár voru þau í Grimsey og sex ár í búskap með Birni, elsta syni þeirra, er þá bjó á Tjörnesi. Þeim varð 7 barna auðið: Björn, sjómaður, Húsavík, Arnór og Kári, tvíburar. Kári var lengst af við landbúnaðarstörf. Páll, bókari hjá Húsavíkurbæ. Þessir fjórir bræður eru nú látnir en á lífi eru: Ásgeir, sjómaður, Húsavik, Bára, búsett á Bíldudal, og Þráinn, verkamaður, Húsavik. Glöggar og góðar lýsingar eru til um kjör sjó- og verkamannsins á Húsavik um og eftir aldamótin siðustu. Segja má með sanni, að vart hafi verið um umkomu- lausara fólk að ræða en það sem draga varð fram lífið með því móti einu að treysta á vinnu við sjó og mjög svo stopula vinnu aðra en til féll. Þetta erfiða tima- Ólafía Ólafsdótt- ir - Minningarorð Ólafia Ólafsdóttir var fædd 10. nóvember 1893 og kvaddi okkur 4. desember sl. Hún var fædd að Burstafelli i Vopnafirði, en þar var móðir hennar í kaupa- mennsku og komst ekki suður í tfma til að ala barnið. Ólafía var dóttir hjónanna Elínar Éinars- dóttur, sem ættuð var frá Nýja-bæ í Garði og Ólafs Helgasonar, sem ættaður var úr Arnessýslu. Eftir- lifandi af börnum þeirra eru bræðurnir Einar og Gestur. Ólafía ólst upp með foreldrum sínum á Eyrarbakka. Alla tíð var henni Eyrarbakki mjög kær og minntist hún oft ungdómsára sinna þar. Undirrituð vissi ekki ýkja mikið um sögu Bakkans þess tíma, er Ólafia var ung, en hún bætti fljót- lega úr því og hreif mig og fleiri með sér á vald minninganna hvað eftir annað á þann hátt að sára- lítið hef ég látið fara fram hjá mér úr sögu Eyrabakka fyrri tíma, enda af mörgu skemmtilegu og fróðlegu að taka. Árið 1931 giftist hún Guðmanni Guðmundssyni frá Hörgsholti í Hrunamannahreppi, en mann sinn missti Ólafía í flugslysi i janúar 1951, en þar dó einnig bróðir Guðmanns. Þau hjónin fluttust til Keflavíkur sama ár og þau giftu sig og hér stofnuðu þau sitt heimili. Guðmann var fiski- matsmaður um árabil. Þau eignuðust þrjár dætur, en son hafði Ólafía eignast áður. Börn þeirra eru Sveinn Vilbergsson sjómaður; Sigríður gift Vilhjálmi Þórhallssyni; Ólafia, en hún missti mann sinn Guðstein Gísla- son í april 1968 og Elín gift Knúti Höiriis. Heimili þeirra Ólafíu og Guðmanns var oft þétt setið, en þangað voru allir velkomnir. Dæturnar voru ungar þegar þær misstu föður sinn og bjuggu með móður sinni þar til þær eignuðust sín eigin heimili. Vart leið sá dag- ur eftir að þær fóru að heiman, að ekki væri haft samband við mömmu, en samband Ólafíu við börnin var ákaflega elskulegt. Dótturson sinn, Guðmann, ól Ólafía upp að miklu leyti, en hann er sonur Elínar af fyrra hjóna- bandi. Barnabörnum sinum var hún einstök amma, enda lá leiðin oft að Vatnsnesvegi 20 þar sem amma bjó. Alltaf hafði hún tíma til að hlusta á þau gefa góð ráð og holl. Ekki er hægt að minnast Ólafíu án þess að minnast allra þeirra olnbogabarna, sem til hennar sóttu. Þar er stór hópur fólks, sem farið hefur á mis við lífið á ein- hvern hátt. Þau öll sakna vinar I stað nú þegar Ólafia er öll. Þeir sem minnimáttar eru, leituðu til hennar vegna þess að hjá henni fengu þeir það atlæti, sem þeir þráðu og þurftu, ekki aðeins húsa- skjól, heldur hjartahlýju og skilning á raunum þeirra. Það var aðdáunarvert að fylgjast með þessari hlið Ólafíu. Ólafia var mjög vel lesin á islenzkan fróðleik og bar með sér andblæ liðinna tima, var þvi afar fróðlegt að hlusta á hana segja frá. An þess að vita það sjálf, hreif hún með sér unga sem aidna á sinn látlausa en líflega máta. Þrátt fyrir háan aldur hélt hún góðu minni og fylgdist vel með landsmálum, enda las hún sér bæði til fróðleiks og skemmtunar. Ég sakna þessarar öldnu vinkonu minnar og á ógleymanlegar endurminningar um hana. Það sem hæst ber er sönn manngæzka, sem hún stráði allt um kring. Hóg- værð og litillæti var hennar aðals- merki. Hún var heiðurskona. Ég votta börnum hennar, tengdabörnum, barnabörnum og bræðrum hennar mína dýpstu samúð. Guðbjörg Þórhallsdóttir. bil ríkti að meira eða minna leyti fram um heimskreppuna miklu til 1934. Á heimili þeirra Þuríðar og Kristjáns var tiðum þröngt i búi sem hjá öðrum á þessum tíma. Reynt var að bæta úr með smábúskap og fór það oft saman, að verka- og sjómannaheimilin höfðu nokkrar kindur, kú og kartöflurækt. Við þessar aðstæður ólust börn Þuríðar og KristjánS upp. Þau reyndu þvi og kynntust kjörum verkalýðsins allt frá blautu barnsbeini. Én mitt í þessum þrengingum kviknuðu vonir manna um betri lifskjör. Verkalýðshreyfingin varð til. Þuriður var kjörin fyrsti formaður i Verkakvennafélaginu VONIN, Húsavík, en það var stofnað 1918. Arnór hafði þvi þegar sem ungur maður kunnug- leika af þessum málum. Ekki leið á löngu uns hann varð einn af aðalmönnum í Verkamannafélagi Húsavíkur og gegndi formanns- starfi þar um fjölda ára og enn lengur í stjórn þess og trúnaðar- ráði, og allt til dauðadags. Saga þessara mála I Húsavik er að öðrum þræði saga, er tvinnast við heimili Þuriðar og Kristjáns. Enn eru verkalýðsmálin í tengslum við þessa ætt, þar sem sonarsonur Þurfðar og Kristjáns er nú formaður verkamannafélagsins og ber hann nafn afa sfns (Kristján Asgeirsson). Þegar Arnór varð 75 ára var hann gerður að heiðursfélaga verka- lýðsfélagsins. Það eru margar minningar sem upp I hugann koma við fráfall Arnórs, eða Nóra eins og vinir og kunningjar kölluðu hann jafnan í daglegu tali. Geðþekkar eru svip- myndir frá umræðufundum í verkalýðsfélaginu um baráttu- málin, er nóg var af hverju sinni og ekki síður munu menn minn- ast hans sem sívakandi um þessi mál hvar sem vera skal, jafnt á vinnustað sem á götu úti eða við spjall í heimsókn. Öll þessi ár missti Arnór aldrei sjónar á mál- efnum hinna minnimáttar og gaf þeim hug sinn allan. Að vonum fór mörg vinnustundin fyrir lítið hjá slíkum leiðtoga hvað peninga- legan ávinning varðaði, en mál- efnalega varð árangur, sem öllum má vera ljóst i dag. Þessi árangur kom EKKI AF SJÁLFUM SÉR. Nær ofalin ung kynslóð mætti hafa I huga baráttu hinna eldri allt frá árdögum verkalýðshreyf- ingarinnar til þessa dags. Arnór Kristjánsson var með létta lund og svo smitandi og eðli- legur var hlátur hans, jafnvel mitt í umræðum um alvarleg mál- efni, að viðmælendur eða fundar- menn hrifust með. Mín skoðun er sú, að það hafi oft komið sér vel í hinni löngu baráttu hans, oft i mjög erfiðri stöðu. Nú er leiðtog- inn góði horfinn og ekki heyrist lengur þessi mildi hlátur, en minningin um verk hans mun lifa. Arnór kvæntist eftirlif andi konu sinni, Guðrúnu Elisabetu Magnúsdóttur, frá Súðavik við Djúp, 31. maí 1925. Heimili þeirra hefur alla tíð verið á Húsavík. Þeim hjónum varð fimm barna "" Framhald á bls. 28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.