Morgunblaðið - 11.12.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.12.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1976 21 „...Kallaðu mig heldur mynd- gerðarmann...” r Rætt við Olaf Jóhannesson, en sýningu hans á Loftinu lýkur í dag Ein myndanna f Ijóðabókinni. ,JEF ég ætti sjálfur að meta þessar myndir f listasögulegu samhengi, fslenzku, þá met ég þær ekki mjög hátt — en held- ur ekki mjög lágt. A erlendan mælikvarða?, tja — ætli þær standi ekki einhvers staðar úti I horni?“ ólafur Jóhannesson situr f stofunni heima hjá sér og horfir f kring um sig — á málverk, á veggskreytingu, á teikningarnar, á teppi, sem hann teiknaði munstrið f. Á skrifborðinu stendur mynd af málverki frá miðöldum. „Ég hef lært mest af gömlu meisturunum. Að teikna og mála hefur alltaf verið mitt helzta áhugamál — allt frá þvf ég man fyrst eftir mér. Sem strákur lá ég f bókum mað myndum og stúderaði þær, t.d. gerði ég þessa eftirmynd af málverki eftir Velasques. Það er þessi tækni, sem gömul list býr yfir, sem ég er hrifnastur af og hef mest gaman af að nota sjálfur. Ég er mjög hrifinn t.d. af DUrer. Nútfmamálverk fara alveg fram hjá mér, ég held að allt of margir fari út í abstrakt- list bara til að þóknast öðru eða öðrum.“ Ólafur Jóhannesson er frá Norðfirði, hann fæddist á Nes- kaupstað árið 1948 en fór 17 ára suður til Reykjavíkur. Varð stúdent 1973 og stundar nú nám f ensku og bókmenntum við Háskóla Islands. Hann var í eitt sinn f Myndlistarskólanum við Freyjugötu og f einkatímum hjá málurum, en hefur annars hlotið sína myndmennt upp á sinar eigin spýtur. „Nei, ekkert af nútímamálurum. Mér finnst ég ekkert geta lært af þeim nema helzt surrealistum og amerískum superrealistum." Næsta vetur ætlar hann í listasögunám erlendis. — „ekki sízt til að komast þar á söfn.“ Hann sýnir nú á Loftinu við Skólavörðustíg, hárffnar teikn- ingar gerðar með arkitekta- Ulaiur Jóhannesson myndgerðarmaður. penna eða tússi. „Ég var fjóra mánuði heima á Neskaupstað í sumar við að vinna að myndunum á sýningunni — gerði alls ekkert annað á meðan, þetta er mikil ná- kvæmnisvinna. Menningar- nefnd Neskaupsstaðar hefur boðið mér að koma með sýning- una austur." „Það er mikið um symbol og þess háttar í mfnum myndum, sem ég nota til að koma skoðun til skila. Þetta eru lúmsk smá- atriði, sem mætti segja frá, það er ekki víst fólk átti sig á þessu, á þessari mynd er t.d. Jesús Kristur á inniskóm, svona til að færa hann svolitið niður á jörð- ina. Hér er mynd sem heitir Vinur alþýðunnar. 1 henni gera smáatriðin ádeiluna. Smáatrið- in eru úr heimildum, sem ég viðaði að mér um Lenin — í bókinni á borðinu er aldlits- mynd af honum á hvolfi. Klukkan á myndinni er 20.15, en þá gekk Lenin síðast út úr vinnustofu sinni og ég læt klukkuna standa f stað. Á borð- inu eru blóm í vasa, stilkarnir eru gaddavír. Pennin er alveg eins og penni Lenins mun hafa verið... er það ekki eitthvað svona sem fólk hefur gaman af?“ Myndir Ölafs voru nýlega valdar til skreytinga við ljóð, sem gefin voru út í Noregi. Var þar um að ræða safn ljóða eftir 23 islenzk nútfmaskáld valin af Ivar Eskeland. Ólafur á þrjár myndskreytingar i bókinni. „Já, það tekur dálftinn tíma að hugsa um mynd með ljóði. Ég les ljóðið vandlega og melti það vel og lengi, les úr þvf hugmyndir og rissa niður mín- ar hugmyndir um hugmyndir ljóðsins, oft klippi ég þær myndir í búta og raða saman upp á nýtt, þá vill oftlega koma alveg ný mynd.“ — Hvað tekur við? „Ég hef ekki hugsað mér að gera list að lífsstarfi — eiginlega er mér alls ekki um að vera kallalur listamaður — kallaðu mig frek- ar myndgerðarmann...“ -Vegna mikillar aðsóknar hef- ur sýning Ólafs verið fram- lengd en sfðasti dagur hennar er f dag, er opið frá 9 til 6. BYGGINGARNEFND Reykjavfkurborgar sam- þykkti f fyrradag teikn- ingu Gunnars Hanssonar að byggingu, sem rísa á á Hlemmi, og koma á í stað biðskýlisins, sem þar er nú, en áður hafði borgar- ráð samþykkt að veita fé til 'byggingar hússins á er ætlaður til verzlunarrekst- urs, en hvernig hann skiptist á eftir að koma f ljós, sagði Eirík- ur. Skipuð hefur verið nefnd, sem hefur umsjón með bygg- ingarframkvæmdum, og er Sveinn Björnsson verkfræðing- ur formaður hennar, en við Þórður Þorbjarnarson borgar- Nýja áningarhúsið á Hlemmi tilbúið á næsta ári næsta ári. Er að þvf stefnt, að útboðsgögn verði tilbúin fyrir 1. marz næstkomandi, þannig að framkvæmdir geti hafizt um leið og frost er farið úr jörðu I vor, en gert er ráð fyrir þvf, að húsið verði tekið í notkun fyrir árslok 1977. Morgunblaðið ræddi við Eirfk Ásgeirsson forstjóra SVR i gær og spurði um starfsemina, sem fram ætti að fara í hinu nýja húsi: — Þetta er gamall draumur, sem nú loks er að verða að veruleika. Við höfum lengi haft áhuga á þvf að geta búið betur að farþegum og starfsemi strætisvagnanna á Hlemmi en verið hefur, og teikningin gerir ráð fyrir þvf að þarna rísi nokk- urs konar vin, sem ekki þjónar þeim tilgangi einum að skýla fólki fyrir veðri og vindum, heldur á einnig að vera ánægju- legur staður, þar sem starfrækt verður ýmiss konar þjónusta. Útveggir hússins verða að mestu úr gleri og gluggar eru á þaki, þannig að ljósið kemur Rætt við Eirík r Asgeirsson forstjóra SVR bæði að ofan og frá hlið. Þarna verður mikið um gróður, en þegar dagsbirtu nýtur ekki við verður notuð sérstök raflýsing, þannig að gróðurinn þrffist all- an ársins hring. Umhverfis húsið verða gangstéttir með varmalögnum, — líkt og reynt hefur verið í Austurstræti. Lfka er áætlað að nota hita- veituvatnið við ræktunina inn- an húss, þannig að segja má að húsið og umhverfi þess verði táknrænt fyrir okkar dýrmætu orkulind, heitavatnið. — Hv-ers konar þjónusta verður i húsinu.? — Á teikningunni er ráð fyrir því gert, að rúm sé fyrir sex verzlanir, en þær gætu verið fleiri eða færri. Það fer eftir þvf hversu miklu rými hver kaupmaður þarf á að halda. Ákveðinn hluti hússins verkfræðingur erum einnig f nefndinni. Aætlað er að húsið kosti full- búið 47,7 milljónir, og er gert ráð fyrir þvf að tekjur af at- vinnurekstri þar getí staðið straum af byggingunni á sex ára tímabili. — Það er skoðun min, að þessi bygging eigi eftir að sanna það, að hér er stefnt í rétta átt, þannig að svipaðar byggingar eigi eftir að rísa á Lækjartorgi og vfðar i framtíð- inni, sagAi Eirikur Ásgeirsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.