Morgunblaðið - 11.12.1976, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1976
39
— Eiga sumir...
Framhald af bls. 2
stjórninni eiga sæti auk Bjarna,
þau Guðrún P. Helgadóttir og
Vésteinn Ölafsson.
Knútur Hallsson sagði að í
reglugerðinni væri aðeins farið
fram á að rithöfundar gæti
verka sinna og þeírra, sem
hann ynni að.
— Það er ekki reglugerðar-
brot þó farið sé fram á að greint
sé frá tekjum, en hins vegar er
það ekki í samræmi við álit
nefndarinnar, sem samdi reglu-
gerðina, sagði Knútur. — Per-
sónulega finnst mér rithöfund-
um í sjálfsvald sett hvort þeir
svara þessari spurningu, eða
ekki, sagði Knútur og lét þess
getið að ráðuneytið væri í raun-
inni aðeins afgreiðslustofnun
fyrir sjóðsstjórnina í þessum
efnum.
— Rússar færa
út í 200 . . .
Framhald af bls. 1.
sögu bandalagsríkjanna I 200 míl-
ur 1. janúar þannig að þeir geti
samið við bandalagið á jafnréttis-
grundvelli.
í tilskipuninni segir að hinar
nýju takmarkanir verði í gildi þar
til sett hafi verið ný sovézk lög
þar sem „störf þriðju hafréttar-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
verði tekin til greina."
I formála segir Æðsta ráðið að
ráðstöfunin sé gerð í framhaldi af
því að mörg önnur lönd hafi tekið
sér svipaða lögsögu, þar á meðal
mörg lönd sem liggi að Sovét-
rlkjunum.
Skipstjórar sem verða teknir
fyrir ólöglegar veiðar í nýju lög-
sögunni eiga á hættu 100.000
rúblna sekt og hægt verður að
gera afla og veiðarfæri upptæk.
— Við skulum
athuga . . .
Framhald af bls. 2
erfiðara stigi til okkar og við
eigum það á hættu að sjúkdóm-
arnir verði krónískir fyrir vik-
ið.
— Þjónusta fyrir fólk sem á í
sálrænum erfiðleikum þarf að
vera miklu víðtækari en nú er.
Ef fólk þarf á hjálp að halda þá
þarf hún að vera fyrir hendi, en
hefur engan veginn verið á
landi okkar. Ég vil ítreka þá
skoðun að Geðdeildin þarf sem
allra fyrst að komast upp við
Landspítalann. Að því hníga
mörg rök og það vegur ekki
hvað minnst að fólki finnst i
mörgum tilfellum auðveldara
að leggjast inn á sjúkrahús eins
og Landspítalann, heldur en
einangraðar stofnanir eins og
Kleppsspítala, því þó fordóm-
arnir séu smátt og smátt að
víkja, þá eru þeir fyrir hendi
ennþá.
—• Fólk sem á við geðræna
sjúkdóma að stríða á ekki leng-
ur að gjalda þess að það hefur
fengið þessa sjúkdóma. Sá tími
er vonandi liðinn og þetta fólk
fær vonandi í framtíðinni sömu
þjónustu og aðrir sjúklingar.
Fólk með geðræna sjúkdóma er
ekki sá hópurinn, sem hrópar
og heimtar, og þess vegna er
aðstaða þeirra ef til vill eins
léleg og raun ber vitni, sagði
Guðrún Guðnadóttir að lokum.
— Tilviljun
Framhald af bls. 1.
rannsóknir á smitsjúkdómum og
prófessor Milton Friedman hlaut
verðlaunin í hagfræði.
Athöfnin fór fram í tónleika-
salnum I Stokkhólmi sem var
prýddur blómum frá San Remo á
Italiu þar sem Alfred Nobel
dvaldist siðustu æviár sín, og stóð
í tvær klukkustundir.
Fílharmóniuhljómsveit Stokk-
hólms lék tónlist eftir Leonard
Bernstein úr „West Side Story“
og „The Tender Land“ eftir
Aaron Copland.
Meðal gesta voru auk sænsku
konungsfjölskyldunnar átta af
sextán fóstursonum dr. Gajduseks
frá Nýju Guineu, 15 ættingjar
Saul Bellows og fjölskyldur hinna
verðlaunahafaanna.
Hver verðlaun um sig eru
681.000 sænskar krónur.
Töluvert hefur verið um mót-
mæli og blaðaskrif vegna
veitingar hagfræðiverðlaunanna
til dr. Miltons Friedmans i Stokk-
hólmi. Að sögn fréttaratara Mbl.,
Ólafs Péturssonar hefur hann
verið orðaður við samstarf við
herforingjastjórnina í Chile, en
aftur á móti hefur Friedman neit-
að því í sjónvarpsviðtölum og tal-
að um að hann hafi komið til
Chile og rætt þar við ýmsa aðila
án þess að gefa nokkrar ábyrgar
ráðleggingar eða hafa einhver af-
skipti af hagfræðilegum málefn-
um þar í landi, skipulagningu eð
áætlanagerð.
Þegar verðlaunaathöfnin stóð
sem hæst safnaðist sllstór hópur
saman við konungshöllina og
hafði uppi kröfuspjöld, þar sem
látin var í ljós andúð á því að dr.
Friedman fengi verðlaunin og var
hann kallaður þar hinum ýmsum
ónöfnum. Aftur á móti er ekki
vitað að til neinna frekari tíðinda
hefi dregið og öðrum verðlaunaaf-
hendingum ver ekki mótmælt.
— Skattalaga-
frumvarpið
Framhald af bls. 40
við formenn þingflokka ásamt
með fjármálaraðherra hvort rétt-
ara væri að hafa sérstakt samráð
við fulltrúa flokkana um skatta-
mál áður. Forsætisráðherra
kvaðst þó telja, að það myndi ekki
skaða þótt frumvarpið yrði nú
lagt fram, alþingsmenn gæfu sér
síðan góðan tíma til að kynna sér
það I þinghléi og fjalla síðan urn
það þegar þing kæmi samar. að
nýju.
— EBE ræðir...
Framhald af bls. 1.
á meðal Frakkland, Bretland og
Vestur-Þýzkaland sem eiga aðild
að Efnahagsbandalaginu.
Þessir samningar falla ekki úr
gildi fyrr en eftir að minnsta kosti
eitt ár, sagði Jamieson. Auk þess
sagði hann að aflakvótar hefðu
nýlega verið ákveðnir í þessu
samhengi. Norðvestur-
Atlantshafsfiskveiðinefndin
(ICNAF) ákvað þessa kvóta á
fundi á Spáni á föstudag og
Kanadamenn eru bundnir af
þeim.
— Ræða
Matthíasar
Framhald af bls. 14
þó voru forsenda allra lagabreyt-
inga í þessu sambandi, en vegna
þess voru sett bráðabirgðalög um
kjör sjómanna, til þess meðal
annars að þau sjómannafélög sem
sömdu gengu ekki með skarðan
hlut frá borði.
I framhaldi af því sem ég hefi
nú sagt tel ég rétt að fara með
nokkrar athyglisverðar tölur frá
Þjóðhagsstofnuninni, en þær eru
allar byggðar á áætlunum um
meðalverðlag ársins 1976.
60% aukning
aflaverðmætis
Talið er að aflaverðmæti milli
áranna 1975 og 1976 vaxi úr 16.7 i
26.6 milljarða krónur, eða um 9.9
milljarða kr. sem gera tæp 60%.
Skiptaverðmætið hækkar meira
en aflaverðmætið eða um 68% og
byggist á lækkun greiðslna í
stofnfjársjóð. Aflahlutir hafa
hinsvegar hækkað nokkru minna
en aflaverðmætið, eða um 46% og
er það vegna lækkunar á skipta-
prósentunni.
I skýrslu Þjóðhagsstofnunar
segir orðrétt:
„Eftir hækkun skiptaverðmætis
um nálægt 68% og lækkun skipta-
prósentu um 14.4% hækka afla-
hlutir til sjómanna milli áranna
1975—1976 um 2.9 milljarða eða
46%. Ekki liggur ljóst fyrir, hver
breyting hefur orðið á fjölda
sjómanna og þar með tekjum á
hvern sjómann. Hins vegar má
geía þess til samanburðar, að
kauptaxtar verkafólks og iðnaðar-
manna hafa hækkað um 26—27%
og meðal atvinnutekjur þeirra um
30% milli áranna 1975—’76. Ljóst
virðist því, að tekjur sjómanna
hafa hækkað um 12—13%
umfram tekjur verkafólks og
iðnaðarmanna.
Horfur eru á því, að afkoma
fiskiskipaflotans verði allmiklu
skárriá árinu 1976 en á siðast
liðnu ári en þá var hún afleit.
Áætlað er, að af þrem
megingreinum útgerðar þ.e. bát-
um, minni skuttogurum og stærri
skuttogurum, þá hafi miðað við
meðaltal hvorki bátar né stærri
skuttogarar neitt aflögu upp i
afskriftir. Aætlað er hins vegar,
að minni skuttogarar geti mætt
nálægt þriðjungi afskriftanna.
Við mat á afkomu fiskiskipa-
flotans hefur flotanum verið
reiknuð til tekna framlög úr sjóð-
um sjávarútvegs samkvæmt
gildandi reglum á hverjum tíma.
Þótt rekstrarafkoma flotans sé
þannig talsvert erfið ber þess þó
að minnast, að greiðsluafkoman
er nokkru betri vegna opinberra
aðgerða til lengingar á stofnlán-
um til togara og greiðslubyrðin af
stofnlánum til báta er mun léttari
en gjaldfærðum afskriftum
nemur".
Aflatryggingarsjóður
greiddi til 446 báta
Aflatryggingasjóður hefur
sinnt sinu hlutverki sem fyrr og
vil ég til fróðleiks upplýsa að
greiðslur til 446 báta námu alls
um 402 millj. króna frá 1. október
1975 til jafnlengdar í ár, móti 399
millj. kr. til 481 báts á sama tima-
bili árið áður, og skiptust bæturn-
ar sem hér greinir:
millj. kr en árið áður
Suðurland 53.1 56.0
Reykjanes 165.2 149.3
Reykjavík 38.1 32.8
Vesturland 75.2 54.1
Vestfirðir 5.0 11.4
Norðurland vestra 7.1 7.1
Norðurland eystra 24.8 44.0
Austurland 33.2 44.1
Eina vörnin aukin
framleiðni
Ég fer senn að ljúka máli minu,
en get ekki stillt mig um að ræða
litillega mál sem hefur verið mjög
á dagskrá undanfarnar vikur —
en ég hefi i huga áróðursherferð
þá fyrir Islenskan iðnað sem enn
virðist í fullum gangi. íslenskur
iðnaður er góðra gjalda verður og
fagna ég framtaki forystumanna
iðnaðarins, og tel víst að við sem
hér erum samankomnir munum
ekki verða eftirbátar annarra í
stuðningi við þessa atvinnugrein.
En hvers vegna þennan enda-
lausa samanburð á fyrirgreiðslu
til sjávarútvegs og iðnaðar, eða
eigum við að trúa þvi að iðnaðar-
framleiðsla nágranna þjóða okkar
sé niðurgreidd í samkeppni við
islenskan iðnað, á sama hátt og
þessar þjóðir greiða niður allar
sjávarafurðir, sem þeir selja á
erlendum mörkuðum i samkeppna
við okkur. Gera þeir sér grein
fyrir að nágrannar okkar Norð-
menn greiddu tæpa 15 milljarða
islenskra króna í beina styrki til
norsks sjávarútvegs á árinu 1975
á sama tima sem allt afla-
verðmæti íslenska fiskiskipa-
flotans nam 16.7 milljörðum
króna. Auk þess nam aukin lána-
fyrirgreiðsla og ábyrgðir um 26
milljörðum króna, og gert ráð
fyrir sambærilegri fyrirgreiðslu á
þessu ári. Þessir fjármunir eru að
sjálfsögðu sóttir til annarra at-
vinnugreina, en islenskur
sjávarútvegur getur ekki sótt
neitt til annarra, hann hefur
orðið að miðla öðrum greinum
islensks atvinnulífs. Eina vörn
hans er aukin framleiðni og
aukinn afli á sóknareiningu.
Ég hefi drepið hér á örfá atriði,
sem efst hafa verið á baugi i
íslenskum sjávarútvegi og vil að
endingu aðeins nefna síldveiðarn-
ar nú i haust og rekstrarlán til
fiskiskipaflotans.
Síldveiðarnar gengu vel, afli 50
herpinótabáta varð rétt liðlega 10
þús. tonn, eins og ákveðið hafði
verið, og veit ég ekki annað en að
nú hafi verið fylgt settum reglum.
Talið er að liðlega 30 bátar hafi
stundað veiðarnar með reknetum
og varð aflinn um 7 þús. tonn, eða
nokkru meiri en gert var ráð fyrir
og mun afkoma þeirra báta er
þær stunduðu vera góð. Það er
von min að á næsta ári verði hægt
að auka það magn sem leyft verð-
ur að veiða, og að þá verði reglun-
um um úthlutun leyfa til herpi-
nótaskipa breytt eins og ég drap á
fyrr í þessari ræðu.
Frá í fyrra haust hefur hámark
útgerðarlána hækkað um 130%,
eða um 85% seint á siðasta ári og
um 24% í marz s.l., og beitti
sjávarútvegsráðuneytið sér fyrir
þessum hækkunum. Nú er unnið
að þvi að koma á föstum reglum
um útgerðarlán fyrir stóru togar-
ana, en í dag eru það einu skipin í
fiskveiðiflotanum, sem ekki njóta
slíkrar fyrirgreiðslu I banka-
kerfinu. Ég vil þó geta þess, að frá
þvi á miðju s.l. ári hafa þeir notið
sérstakrar fyrirgreiðslu í banka-
kerfinu, en sú fyrirgreiðsla var
fjármögnuð af ráðuneytinu og
fellur niður um næstu áramót.
Ég hefði kosið að ræða öll þau
atriði, sem ég hefi drepið á ítar-
legar og mörg önnur, sem skipta
okkur alla miklu máli, en ég hefi
þegar eytt of miklu af ykkar
dýrmæta tíma og læt því staðar
numið. Siðar gefast tilefni til ítar-
legri umræðna.
Ég óska ykkur öllum velfarnað-
ar i lifi og starfi og bið þess að
heill og hamingja megi fylgja
ykkur, sjómannastéttinni og þeim
öðrum, sem vinna við íslenskan
sjávarútveg — sem er undirstaða
að efnahagslegu sjálfstæði ísl.
þjóðarinnar.