Morgunblaðið - 11.12.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.12.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1976 13 Ennþá eru þrír dagar til stefnu ENN minnum við á jólasund- mót öryrkja og nú eru aðeins þrfr dagar eftir af mótinu. 1 gær luku margir öryrkjar þátt- töku sinni i mótinu og af Kleppsspftalanum komu hvorki meira né minna en um 40 þátttakendur. Var þeim ekið f einum af strætisvögnum Reykjavfkurborgar á sundstað- inn og var mikið fjör í mann- skapnum þangað og ekki sfður á bakaleiðinni. Sungið var dátt alla leiðina og höfðu menn hið mesta gaman af þessari ferð til þátttöku f jólasundmóti öryrkja. Það var Jósteinn Kristjánsson, sem skipulagði ferð þessa og stjórnaði. I fyrrakvöld var margt um manninn i sundlauginni við Ár- bæjarskólann, en þar voru mættir margir fbúar blindra- heimilisins við Hamrahlíð og luku 20 þeirra þátttöku í jóla- sundmótinu þá. Þá ver einnig formlega tekin í notkun stól- lyfta fyrir þá öryrkja sem ekki komast án hjálpar ofan í laug- ina. Var sagt frá þessu f mynda- texta með baksíðumynd í Morgunblaðinu f gær, en þar var sagt að lyftan væri í Sund- höllinni. Hið rétta er að lyftan er í Árbæjarlauginni og er beð- ist velvirðingar á þessum mis- tökum. Á Akureyri hafa margir öryrkjar tekið þátt í sundmót- inu og á miðvikudaginn var 25 öryrkjum á Akureyri veitt við- ur kenning fyrir þátttöku í í mótinu. Það var ánægt fólk, sem þar tók við viðurkenning- um sfnum. Á morgun verða birtar myndir frá jólasundmóti öryrkja á Akureyri. Síðasti dagurinn f jólasund- mótinu er á mánudaginn og fer þvf hver að verða síðastur með þátttöku í mótinu. Iþróttafélag STIGAR og aftur stigar. Mynd- ir þessar eru teknar f Sundlaug Vesturbæjar og eins og sjá má er hönnun hússins ekki til að auðvelda mikið fötluðu fólki að komast f sund. Sundlaug Vesturbæjar er ekki einsdæmi f þessu tilviki — þvf miður. fatlaðra hefur fengið sundlaug- ina við Arbæjarskóla á mánu- dagskvöldið frá 19.30—22. Bif- reið Öryrkjabandalagsins, sem sérstaklega er innréttuð fyrir flutninga með fatlað fólk, verð- ur notuð á mánudaginn og geta þeir sem vilja láta hann sækja sig pantað bflinn í síma 85850. Einnig verða fleiri bilar f för- um með fólk sem ekki á auðvelt mað að komast sjálft á sund- staðinn. Á mynd með þessum lfnum sést hve aðstaða er erfið fyrir mikið bæklað fólk f Vestur- bæjarlauginni í Reykjavík. Þar er ekki auðvelt fyrir fólk t.d. í hjólastól að komast ferða sinna, en þvi miður eru flestir al- mennir sundstaðir á landinu eins hannaðir. Skábrautir vant- ar alveg, en tröppur eru hið algenga. Or þessu þarf að bæta því það er ekki nóg að efna til herferðar og fá öryrkja til að taka þátt í sundmóti ákveðið timabil á hverju ári, ef þeir geta sfðan ekki komist í sund þess á milli. Jólasundmót öryrkja 1976 25. nóv. — 13. des. (nafn) (aldur) (heimilisfang) Sundstaður: _ Örorka vegna:. Sendist tíl Í.S.Í. \ Box 884. ReykjavHL (tilgreinid t.d. lömun. fotlun, blinda. vangefni o.s.frv. Þátttoku stadfestir BARNAREIÐHJÓL-ÞRÍHJÓL ; Mesta úrval landsins af reiðhjólum og þríhjólum, fæst hjá okkur. Góð varahluta- og viðgerðaþjónusta. FÁLKIN N* SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 markadurinn í Hallarmúla og allar Pennabúöirnar opnar til kl. 6 í dag HAFNARSTRÆTI 8, HALLARMULA 2, LAUGAVEGI 84 ■ * V'.-fVnBHni h\ msm S. H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.