Morgunblaðið - 11.12.1976, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.12.1976, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1976 Eígum að geta unnið þá í HM — ÉG VAR ánægður með þennan leik, sérstaklega seinni hluta hans, sagði Jón H. Karlsson, fyrir- liði fslenzka landsliðsins eftir leikinn f gærkvöfdi. — Ég er ánægðastur með að við skyfdum ná vörninni jafn vel upp og við gerðum f leiknum, en maður var satt að segja ekki alltof bjartsýnn á að það tækist eftir leikinn f fyrrakvöfd. Það voru þeir Ágúst hægri bakvörður og Þórarinn á miðjunni, sem áttu beztan leik varnarmannanna. Það sem ég var óánægðastur með voru dómararn- ir sem voru dæmigerðir heima- dómarar og dæmdu ævinlega á okkur, ef þeir höfðu minnstu möguleika til þess. Ég er bjart- sýnn á að okkur takist að vinna Þjóðverjana f heimsmeistara- keppninni í Austurrfki og þori næstum að lofa sigri yfir Dönum f leiknum f Kaupmannahöfn á morgun. — Þetta var góð útkoma hjá okkur, sagði Viðar Sfmonarson, — venjulega eru seinni leikirnir hjá okkur f svona utanferðum verri, en nú snerist það alvtg við. Við náðum upp góðri baráttu sér- staklega f vörninni og markvarzl- an hjá okkur var góð. Dómararnir voru hins vegar lélegir og ég hika ekki við að fullyrða að þeir tóku af okkur þrjú vftaköst. Frammi- staða þeirra skipti sköpum um úrslit leiksins. Um vftaköst sfn sagði Viðar. — Það er auðvitað ánægjulegt að hafa skorað úr þeim ölfum. Það á auðvitað að vera hægur vandi að skora úr vftaköstum þótt það vilji oft mistakast. Aðalatrið- ið er að vera rólegur og gefa sér nógan tfma. Ég tók núna smá plat- sveiflu áður en ég lét vaða, og það virtist setja markverðina úr jafn- vægi. — Ég er vitanlega ánægður með þennan leik, sagði Janus Cer- winski landsliðsþjálfari. — og þá auðvitað fyrst og fremst með það að vörninni tókst að bæta veru- lega ráð sitt frá fyrri leiknum. Sóknarleikurinn var einnig ágæt- ur og nýting góð. Það sem fyrst og fremst var að hjá okkar liði í þessum leik var að hraðaupp- hlaupin heppnuðust ekki, en hefðu átt að gefa okkur 3—4 mörk f þessum leik. Eftir leikinn f dag er ég bjartsýnn á að við getum unnið Þjóðverjana f hAmsmeistarakeppninni, ef rétt er á málunum haldið. Viðar Símonarson átti enn einn stórleikinn í gærkvöldi EFTIR SLÆMA BYRJUN „SMALL UÐIÐ SAMAN" OG ÞJÖÐVERJAR MÁTTU ÞAKKA FYRIR SIGUR Frá Sigtryggi Sigtryss. blaðamanni Mbl. i Frankfurt. Það fór ekki hjá þvi að maður væri farinn að síga dálítið neðar f sæti sínu f íþróttahúsinu Erst Kamirch Sporthalle f Frankfurt f gærkvöldi þegar um 10 mfnútur voru liðnar af leik Austur-Þýzkalands og íslands f handknattleik. Á þessum mfnútum höfðu Þjóðverjarnir fimm sinnum sent knöttin f mark íslendinganna sem aftur á móti hafði ekki tekist að svara fyrir sig. En þá loks kom Geir Hallsteinsson fslenzka liðinu á bragðið með ágætu marki, og eftir það þurfti maður sannarlega ekki að skammast sfn fyrir að vera íslending Tveir stórleikir TVEIR stórleikir munu verða í fyrstu deildar keppninni í körfuknattleik nú um helgina, en þá eigast við ÍR og Ármann annars vegar og KR og UMFN hins vegar, en þriðji leikurinn í fyrstu deildinni verður á milli ÍS og UBK og verður að telja stúdentana nokkuð örugga sigurvegara í þeim leik Leikir hinna liðanna eru hins vegar mun tvísýnni og erfitt að spá um úrslit þeirra. Leikur ÍR og Ármanns verður á LÍTIÐ verður leikið í blakinu nú um helgina og ákveðið hefur verið að fresta öllum fyrstu deildar leikjum sem eftir eru í fyrri umferð mótsins, nema leik UMSE og Víkings sem leikinn verður á laugardag á Akureyri og hefst hann klukkan 1 5 30 Ástæðan fyrir frestun þessari er sú að ákveðið er að leika tvo landsleiki við UM HELGINA verða tveir leikir í meistaraflokki kvenna í handknattleik og einn leikur i 2 deild karla Að auki verða svo fjölmargir leikir i yngri flokk- unum. Kvennaleikirnir sem fara fram um helgina eru milli Víkings og Ármanns ur. Landsliðið okkar sýndi þarna ágætan leik — til muna betri en f Berlfn í fyrakvöld, og þegar upp var staðið skildi aðeins eitt mark að. Þjóðverjarnir unnu leikinn 21 — 20, og svo hagstæðum úrslitum hafa íslendingar aldrei náð f leik við þá fyrr. Það bezta sem hingað til hefur verið hjá okkur er þriggja marka tap f leik sem fram fór f Reykjavfk. Þessi úrslit sýna glögglega að við eigum að geta unnið Þjóðverjana í heims- meistarakeppninni f Austurrfki, og þau sanna einnig að landsliðsþjálfar inn, Janus Cerwinski, er á réttri leið með liðið og er ótrúlega fljótur að lagfæra ágallana. í fyrrakvöld var í körfuknattleik laugardag og hefst hann klukkan 1 5 00 í íþróttahúsi Kennaraskólans og strax að honum loknum hefst leikur ÍS og UBK og verður hann á sama stað Leikur KR og UMFN verður hins vegar á sunnudaginn og hefst hann klukkan 1 3 30 og verður hann leikinnT íþrótta- húsi Hagskólans Klukkan 15.00 hefst svo á sama stað eini leikurinn í meistaraflokki kvenna og eigast þá við KR og Fram, en auk þessara leikja verða nokkrir í 2 og 3 deild H.G. Færeyinga dagana 1 7. og 18 desem- ber og verður tíminn fram að þeim notaður fyrir landsliðsæfingar og mun landsliðið leika við lið af Keflavlkur- flugvelli og verður sá leikur í íþrótta- húsi Hagaskólans á sunnudag klukkan 19 00 og strax að honum loknum leika Þróttur og Vikingur í kvenna- flokki. sem leika í Laugardalshöllinni kl 1 5.30 í dag og milli KR og Vals sem leika í Laugardalshöllinni kl 1 6 00 á morgun Annarrar deildar leikurinn er milli Fylkis og Ármanns og hefst hann kl 1 6 30 í dag í Laugardalshöllinni, eða strax að loknum leik Víkings og Ármanns. það vörnin sem brást, en f gærkvöldi stóð hún sig míklu betur. Sóknar- leikur liðsins var einnig mjög góður, svo sem bezt má sjá af þvf að skota- nýting var 77%. Öllu betra gerist það vfst ekki f handknattleik. Auðvit að voru sumar sóknarlotur fslenzka liðsins nokkuð langar, en það var stöðug ógnun f þeim, þannig að leik- urinn varðaldrei leiðinlegur. Það sem gerði greinilega gæfu- muninn í varnarleiknum f gærkvöldi var ný uppstilling sem Janus Cer- winski reyndi. Ágúst Svavarsson var látinn leika sem hægri bakvörður og stóð hann sig mjög vel f þeirri stöðu og Þórarinn Ragnarsson kom inn á miðjuna, þar sem hann barðist af feiknalegum krafti og dugnaði og kom út sem bezti varnarleikmaður liðsins. Var það einkum er á leikinn leið í gærkvöldi, að vörnin „small saman" og þá var leiðin að íslenzka markinu hvað eftir annað alveg lok- uð fyrir Þjóðverjana. Bættri vörn fylgdi svo betri markvazla, eins og svo oft áður f handknattleik. Olafur Benediktsson sótti stöðugt f sig veðrið f leiknum, og þegar leið að lokum fyrri hálfleiksins gerði hann sér Iftið fyrir og varði tvö vftaköst frá helztu skytsum Þjóðverjanna, fyrst frá Gruner og sfðan frá Engels. Hins vegar réð Ólafur ekki við hraðaupp- hlaup Þjóðverjanna, en þannig skor- uðu þeir nokkur mörk f leiknum. Voru hraðaupphlaupin það eina sem unnt er að ásaka vörn íslenzka liðs- ins fyrir i þessum leik, þá var hún of sofandi og sat eftir, er Þjóðverjarnir tóku sprettinn. Eins og f fyrri leiknum var það Viðar Símonarson sem tvfmælalaust var maður leiksins. Bæði var að hann stóð sig mjög vel í vörninni, og gaf þar aldrei þumlung eftir, og f sókninni var hann einn virkasti mað- ur fslenzka liðsins, og þurftu Þjóð- verjarnir ævinlega að hafa með hon- um vakandi auga. Öryggi Viðars f vftaköstum var einnig undravert. í þessum tveimur leikjum við Þjóð- verjana tók Viðar 12 vftaköst og skoraði úr þeim öllum. Frábær árangur! Svo góður að landsliðsþjálf- ari Þjóðverjanna gat ekki stillt sig um að ræða þetta sérstaklega og hrósa Viðari. Sagðist hann sjaldan hafa séð annað eins öryggi í víta- köstum. Markverðir Þjóðverjanna voru þegar á leikinn í gærkvöld leið komnir í hálfgert uppnám þegar dæmt var vítakast á lið þeirra. Þeir skiptu sitt á hvað, en allt kom fyrir ekki. Geta má þess að þegar Viðar skoraði 19 mark íslendinga f leik þessum skoraði hann sitt 200 mark í landsleik fyrir íslendinga. Björgvin Björgvinsson átti einnig mjög góðan leik f gærkvöld — hann var allan tfmann inná. Var synd að Björgvin skyldi ekki fá fleiri sending- ar inn á Ifnuna, þar sem ekki var um annað að ræða en mark eða vftakast ef hann fékk sendingu þangað. Alltof oft í þessum leik tóku samherjar Björgvins ekki eftir honum, þegar hann var búinn að rffa sig lausan á Ifnunni. Ólafur Benediktsson var allan tfm- ann f markinu, ef það er fráskilið að nýliðinn Kristján Sigmundsson kom einu sinni inná og reyndi við vfta- kast. Olafur stóð sig mjög vel í leikn- um, varði alls þrjú vftaköst og auk þess mörg af langskotum Þjóð- verjanna. En þeir leikmenn sem ef til vill komu mest á óvart f leiknum voru þeir Þórarinn Ragnarsson og Ágúst Framhald á bls. 22 Einkunnagjöfin Ólafur Bcnediktssun 3, Kristján Sigmundsson 1, Ólafur Einars- son 1, Ágúst Svavarsson 2, Viðar Símonarson 4, Bjarni Guðmundsson 1, Björgvin Björgvinsson 4, Jón Karlsson 2, Geir Hallsteinsson 3, Þorbjörn Guðmundsson 3, Þórarinn Ragnarsson 3, Þorbergur Aðalsteinsson 1. í stuttu máli tSTUTTU MALI: 29. 12:11 Viðar (v) LANDSLEIKUR 1 HANDKNATTLEIK HALFLEIKUR 1 FRANKFURT AM DER ODER 33. Schmidt 13:11 A-ÞÝZKALAND — ISLAND 21—20 35. 13:12 Björgvin (11—10) 36. Schmidt 14:12 GANGUR LEIKSINS. 37. Schiitte 15:12 Mfn. A-Þýzkaland Island 38. Schiitte 16:12 3. Wahl 1:0 39. 16:13 Geir 4. Grúner 2:0 40. Griiner (v) 17:13 7. Griiner (v) 3:0 40. 17:14 Geir 9. Hildebrandt 4:0 41. Griiner (v) 18:14 10. Schmink 5:0 42. Schmidt 19:14 10. 5:1 Geir 42. 19:15 Björgvin 11. 5:2 BJörgvin 46. 19:16 Viðar (v) 13. 5:3 Viðar (v) 49. 19:17 ólafur 14. Gríiner 6:3 50. Schmidt 20:17 16. 6:4 Þorbjörn 55. 20:18 Viðar (v) 16. Griiner 7:4 55. Griiner 21:18 17. 7:5 Viðar (v) 56. 21:19 Jón 17. Hfldebrandt 8:5 59. 21:20 Jón K. 18. 8:6 Viðar MÖRK A-ÞÝZKALANDS: Griiner 8, 19. Griiner (v) 9:6 Schmidt 5, Schiitte2, Hildebrandt 2, Wahl 19. 9:7 Björgvin 1, Schmínk 1, Engels 1, Smuch 1. 20. Schmidt 10:7 MÖRK fSLANDS: Viðar Símonarson 6, 21. Engels 11:7 Geir Hallsteinsson 5, Björgvin Björgvins- 22. 11:8 Geir son 4, Jón H. Karlsson 2, Þorbjörn 24. 11:9 Geir Guðmundsson 1, Þórarinn Ragnarsson 1, 25. Smuch 12:9 ólafur Einars son 1. 25. 12:10 Þórarinn SS. Landsliðsundirbúningur í blaki Róleg handknattleikshelgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.