Morgunblaðið - 11.12.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.12.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1976 Sjávarútvegurinn hefur orðið að miðla öðrum grein- um íslenzks atvinnulífs skipan stjórnarinnar, en nú eiga fulltrúar tilnefndir af samtökum, sjómanna, útvegsmanna og fram- leiðenda i fyrsta sinn í 71 árs starfi sjóðsins aðild að stjórninni. En það er von min að sú skipan eigi eftir að sýna ágæti sitt. I þessum nýju lögum er heimild til að lána út á gömul skip og nýmæli um að stjórn sjóðsins skuli gera rekstrar- og greiðsluáætlanir fyrirfram eitt ár í senn. Vona ég að með þvi verði komið á virkari stjórnun á uppbyggingu fiski- skipastólsins í framtiðinni. FUNDARSTJÓRI — GÓÐIR FUNDARMENN. ÞAD er liðið eitt ár sfðan ég ávarpaði fulltrúa á aðalfundi Landssambands ísl. útvcgsmanna og þykir mér vel við ciga að minn- ast Iftillega þess sem skeð hefur á árinu og hvers við megum vænta I fslenskum sjávarútvegi á næsta ári eða árum. Sigur í landhelgismálinu Það þarf vist engan að undra þó sigur okkar á landhelgismálinu sé mér efst í huga. Hver hefði trúað þvi þegar gefin var út reglugerðin 15. júli 1975 um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar hinn 15. október sama ár I 200 milur, að við í raun hefðum nú hlotið fulla viðurkenningu allra þjóða á út- færslunni. Hver hefði trúað því að breskir togarar sigldu út úr fiskveiðilögsögunni hinn 1. desember 1976 í samræmi við gerða samninga. 1 þessu sam- bandi minnist ég þeirra sem fyrir hálfu öðru ári síðan töldu að 50 mflna fiskveiðilögsagan nægði og að hugmyndir ríkisstjórnarinnar um frekari útfærslu væru þarf- lausar. Hvar myndum við f dag vera á vegi staddir ef hlustað hefði verið á þessar raddir. Við sem höfum verið í forystu þessara mála f 28 ár, við sem fyrstir hreyfðum þessum málum á þing- um Sameinuðu þjóðanna. í>ví var og spáð og reyndar fullyrt að Haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna myndi ljúka á s.l. hausti með alþjóðlegu samkomulagi — en hver sér í dag hve lengi það kann að dragast. Engum getur dulist að tilgang- urinn með útfærslu fiskveiðilög- sögunnar hefur frá upphafi verið sá að við nýttum hana einir og að við gætum komið við nauðsyn- legri stjórnun i fiskveiðunum, fylgst með fiskigöngum og ákveð- ið óhjákvæmilegar friðunarað- gerðir, en lokatakmark okkar verður að vera að auka jafnvægið milli stærðar veiðiflotans, af- kastagetu fiskistofnanna og fram- leiðslugetu vinnslustöðva. Þrýstihópar mega ekkiráða Hverjum unnum sigri í land- helgismálinu fylgir mikill vandi, bæði i sambandi við stjórnun veiðanna og vegna samskipta við aðrar þjóðir. Við lifum ekki ein i þessum heimi og getum það ekki. Vegna einhæfrar útflutnings- framleiðslu erum við háðari alþjóðlegum sanskiptum en flest- ar þjóðir aðrar. I þessum skiptum verðum við að sýna einurð ög drengskap, og láta gerðir okkar stjórnast af þvi sem við teljum að þjóðarheildinni sé fyrir bestu. í því sambandi megum við ekki láta ofstopafulla þrýstihópa ráða gerðum okkar heldur kaldar stað- reyndir, hversu óþægilegar sem þær kunna að vera. öllum er kunnugt um að hinar niu þjóðir Efnahagsbandalags Evrópu hafa ákveðið að færa út fiskveiðilögsögu sína í 200 mílur — og fylgja þannig fordæmi okk- ar. Jafnframt hefur bandalagið óskað eftir samningum við aðrar þjóðir um fiskvernd og gagn- kvæm fiskveiðiréttindi. Ég tel rétt að leita samninga um fiskvernd hafandi í huga að jafn- vel sumar tegundir fiska eru alþjóðlegir, flökkufiskar sem vernda þarf. I þessu sambandi vil ég sérstaklega nefna Austur- Grænland, en nú er nokkurnveg- inn ljóst að Efnahagsbandalagið verður samningsaðili um fisk- veiðilögsögu Grænlands. Ég fagna þvi ef þar verður beitt hörðum friðunaraðgerðum og að Græn- lendingar verði þar látnir njóta forgangs um allar veiðar, eins og vera ber, en við höfum verulegra hagsmuna að gæta á þessum slóð- um, einkum við Austur- Grænland, vegna samgangna fisk- stofna milli fiskveiðilögsögu land- anna og hugsanlega stór aukinnar sóknar á miðin og að miðlínu. Ég vil i þessu sambandi minna á verksmiðjuskip, sem s.l. sumar mokuðu upp smákarfa á þessum miðum, grálúðuveiðar, rækjumið og ioðnuveiðar, en einhver hluti þeirrar loðnu, sem íslendingar veiddu f sumar var tekin Græn- landsmegin við miðlínu. Hve mikill hluti loðnunnar veiðist okkar megin við miðlínuna getur byggst á straumnum, veðrum og ýmsum aðstæðum á hafinu. Get- um við lokað augunum fyrir þess- um staðreyndum, og þeirri að þess eru dæmi að fjórðungur af seiðamagni þorsks hefur rekið til Austur-Grænlands, alist þar upp og komið til Islands til að hrygna. Hvað myndum við segja og hvað gætum við gert ef Efnahags- bandalagið beindi flotum sínum á þessar slóðir síðar meir, á Jóns- mið, Fylkismið eða hluta Dorhn- bankans, sem er á miðlínu. Ég er ekki að hugsa um þau 13 þúsund tonn af botnlægum fiski er við veiðum á þessum slóðum í ár, ég er að hugsa um friðun þessara svæða og framtíðarhagsmuni okkar. Hver yrði dómur framtíðarinnar ef við létum nú sem þessi hafsvæði væru okkur óviðkomandi. íslenzkir hagsmunir í fyrirrúmi Varðandi samninga eða hugsan- lega samninga um gagnkvæm fiskveiðiréttindi get ég ekkert sagt. Efnahagsbandalagsríkin hafa enn ekki komist að endan- legri niðurstöðu eða sameigin- legri stefnu f þeim efnum og áður en þau hafa spilað út er ekkert hægt að segja. Mun afstaða min til hinna gagnkvæmu fiskveiði- réttinda verða byggð á þvi hvað ég tel hagkvæmast fyrir íslenska þjóðarhagsmuni í nútíð og framtíð. Stjórnun fiskveiðanna hefur verið mjög á dagskrá allt þetta ár og eru skoðanir manna I þessupi efnum mjög skiptar. Umræða um þessi mál hófst fyrst og fremst eftir útkomu „svörtu skýrsl- unnar“, sem dagsett er 13. október 1975 en hér var í raun svar Hafrannsóknarstofnunar- innar við bréfi sjávarútvegsráðu- neytisins dags. 9. sama mánaðar, þar sem ráðuneytið bað um tölu- legar upplýsingar um ástand fiskistofnanna og æskileg afla- mörk. Ég tel nauðsynlegt að menn geri sér fulla grein fyrir þessu atriði og að tilefni fyrirspurnar- innar var bréf Hafrannsóknar- stofnunarinnar frá 29. ágúst á fyrra ári um ástand fiskstofn- anna. Þar komu ekki fram ábendingar um aflahámörk, en vitnað í skýrslu til Landhelgis- nefndar frá árinu 1972 og þær tillögur, sem stofnunin þá gerði til að tryggja viðgang fiskstofn- anna. Á þeim tfma var ekkert tillit tekið til þessara ábendinga og höfuð áhersla lögð á að byggja upp þorskveiðiflota, skuttogarana — en nú er þess krafist af sumum að ég beiti mér fyrir þvá að leggja Matthfas Bjarnason þessum flota, að minnsta kost hluta úr ári. Til þessa treysti ég mér ekki á yfirstandandi ári, einkum vegna þess atvinnu- ástands sem það hefði skapað í fjölda sjávarþorpa um land allt og vegna þess að á sama tíma veiddu hér togarar annarra þjQða. — Slíkt hefði skapað hér alvarlega efnahagskreppu á sama tíma og batnandi verðlag var á flestum útflutningsafurðum okkar eftir þriggja ára skuldasöfnun. Veiðum 68,7% botnfiskaflans — 55% 1972 Fyrsta skilyrði þess að geta haft fulla stjórnun á fiskveiðum við Island var að fá viðurkenningu á 200 mílna fiskveiðilögsögunni — það hefur nú tekist og verður þeirri fiskverndarviðleitni best lýst með tölum. Fram til ársins 1969 tóku útlendingar um og yfir 50% af öllum botnfiskafla á íslandsmið- um og árið 1972 nam hlutdeild okkar aðeins 55%. Arað 1973 varð hún 58.9%, árið 1974 63% og á árinu 1975 68.7%, á þessu ári er hlutdeild okkar í heildar botn- fiskaflanum nú áætluð 74% og 80.2% af þorskaflanum. Miðað við núverandi ástand fiskstofnanna er ljóst að fiski- skipafloti okkar er of stór. Afleiðingin hlýtur að vera minni afli á hvert skip og þar með auk- inn kostnaður á sóknareiningu og lakari rekstrarafkoma. Ríkisstjórnin gerði sér ljóst hvert stefndi og gerði ráðstafanir á árinu 1975 til að draga úr innflutningi fiskiskipa. Hins- vegar hafa skipasmfðar innan- lands haldið áfram og verður þeim haldið áfram til að þar skap- ist ekki alvarlegt atvinnuleysi — en auk þess eru skipasmiðarnar nauðsynlegar samhliða viðhalds- þjónustu við flotann og endur- bætur á honum. Fiskileitin bar góðan árangur A þessu ári var i fyrsta skipti ákveðin fjárveiting að upphæð 250 millj. krónur til fiskileitar, vinnslutilrauna og markaðsmála. Þessi fjárveiting var ákveðin til þess að beina fiskiskipaflota okkar á aðrar veiðar en þorsk- veiðar, en talið er að enn séu lítt eða ónytjaðir fiskstofnar hér við land. Taldi ég þetta álitlegri leið en að leggja skipum hluta úr árinu, jafnvel þótt fullur árangur næðist ekki fyrr en síðar. Aðal áhersla var lögð á loðnuleit, leit að úthafsrækju, veiðar á kol- munna og spærlingi, og vinnslu- tilraunir, en auk þess var fylgst með karfamiðunum og togskipum leiðbeint við þær veiðar. Ég tel að árangur af þessu starfi hafi verið góður, enda þótt sókn í þorskstofninn hafi ekki minnkað eins og ég vonaði. Nú hafa veiðst 100 þús. tonn af feitri og góðri loðnu og enn eru skip að veiðum. Sýnist mér að þar með hafi hinum stærri nótaskipum skapast nýr starfsgrundvöllur, og þar með að aðrir flokkar veiðiskipa verði látnir sitja fyrir um sfldveiðar við Suðurland á næsta hausti. Rækjuleitin bar og árangur, en góð rækjumið fundust út af Vest- fjörðum og Norðurlandi og hefi ég orðið var við mikinn áhuga útvegsmanna á rækjuveiðum á djúpmiðum. Ljóst er þó að kanna þarf betur hugsanleg rækjumið fyrir Austfjörðum, fyrir sunnan land og vestan. Kolmunna- veiðarnar báru sömuleiðis árangur og er það trú min að þær vinnslutilraunir sem gerðar voru eigi á komandi árum eftir að sanna gildi sitt. Vil ég nota tæki- færið og þakka Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins hennar mikilvæga þátt í þessum tilraun- um. Lög um veiðar í físk- veiðilandhelgi Ýmislegt fleira var gert f friðunarmálum, þannig voru sett ný lög um veiðar í fiskveiðiland- helgi Islands, en sú lagasetning var undirbúin af fulltrúum sjó- manna, útvegsmanna og Fiski- félags Islands. Sömuleiðis voru samþykkt ný lög um veiðar islenskra skipa utan fiskveiði- landhelgi Isiands, en slík laga- setning var orðin nauðsynleg. Sama má segja um ný lög um upptöku ólöglegs sjávarafla, en þau voru óhjákvæmilég til þess að unnt væri að fylgja eftir fjölda reglugerðarákvæða um veiði- takmarkanir alls konar. Á þessum vettvangi þarf ég ekki að telja upp allar ákvarðanir um stórauk- in friðunarsvæði, skyndifriðanir vegna verulegs magns af smáfiski, trúnaðarmenn um borð í veiðiskipum en þeir eru allir þreutreyndir skipstjórnarmenn, lágmarksstærðir þess fiskjar sem leyfilegt er að landa, stærri möskva í togveiðafærum og drag- nót o.fl. Þeir sem fyrir þessum aðgerðum verða þekkja þetta allt, en ýmsir sem þessar aðgerðir snerta ekki beint, gjarnan ýmsir misvitrir fræðingar, telja ekki nægilega að gert. Það hefur fallið f hlut sjávarút- vegsráðuneytisins að sjá um og framkvæma þessar óvinsælu að- gerðir og sannarlega hafa þær verið gagnrýndar, en náin samráð hafa verið höfð um öll þessi mál við fiskifræðinga, samtök sjómanna og útvegsmanna auk Fiskifélags Islands. Vafalaust er þessi gagnrýni að einhverju leyti réttmæt, en oftar óréttmæt, enda fer hún oft eftir búsetu manna eða hvaða veiðarfæri menn nota. Á siðasta þingi voru samþykkt ný lög um Fiskveiðasjóð Islands, og eru þar ýmis nýmæla t.d. um Ræða Matthíasar Bjarnasonar sjávar- útvegsráðherra á aðalfundi L.Í.U. í gær Lánveitingar Fiskveiðasjóðs Lánveitingar sjóðsins hafa aukist stórkostlega á undanförn- um árum. Þannig voru útlánin alls 310 millj. króna árið 1970, 681 millj. kr. 1972, 1.263 millj. kr. 1973, 2.661 millj. kr. 1974 og 4.909 millj. kr. á s.l. áriauk 2.349 millj. kr. vegna breytinga á lausaskuld- um í föst lán, en það ár skiptust útlánin þannig f hundraðshlutum á landshluta: Almenn Lausaskuldalán lán 8% 7% 16% 22% 19% 11% 7% 12% 4% 3% 13% 7% 20% 16% 13% 22% Reykjavik Reykjanes Vesturland Vestfirðir Norðurland-vestra Norðurland-eystra Austurland Suðurland Gert er ráð fyrir að heildarútlán sjóðsins á yfirstand- andi ári verði nokkru minni en árið 1975 og byggist það á minni innflutningi skipa. Hefur þó engan vegin verið hægt að fullnægja öllum lánbeiðnum sem borist hafa. Á s.l. ári hafa margir útvegs- menn látið lengja og byggja yfir skip sin, bæði vegna loðnuveið- anna og tilkomu línuvéla- samstæðu, sem ástæða er til að ætla að muni reynast vel og gæti orðið til að skapa æskilegan rekstrargrundvöll fyrir skip af stærðinni 150—300 tonn. Tel ég nauðsynlegt að stjórn Fiskveiða- sjóðs hagi útlánum í samræmi við þessa þróun og aðstoði menn til að láta framkvæma slikar breytingar innanlands með fyrir- greiðslu á meðan á verkinu stendur. Ég get ekki neitað því, að ég er uggandi yfir þvi, að ekki skuli hafa tekist að fá bræðsluskipið Norglobal leigt á komandi loðnuvertíð, en það mun þýða lengra biðtima eftir löndun- um og þar með lakari afkomu sjómanna og útgerðar — þetta er staðreynd þrátt fyrir öll mótmæli þegar skipið kom hingað fyrst. Það er alveg ljóst að á næstunni verður Fiskveiðasjóður að fá möguleika til stóraukinna útlána til bygginga og endurbóta á loðnubræðslum — bæði vegna sumar og vetrarveiða. Ég get ekki skilið við þennan þýðingarmikla fjárfestingasjóð sjávarútvegsins án þess að minna á að fyrir atbeina Ríkisstjórnar- innar voru vextir af innlendum útlánum sjóðsins til skipa lækkaðir frá 16. febrúar til áramóta úr 11% í 8%, en þetta var gert vegna samninga við stjórn LlÚ i sambandi við sjóða- kerfisbreytinguna, nánar tiltekið vegna breytinga á útflutnings- gjaldinu. Bráðabirgðalögin „Sjóðakerfið" svonefnda var mjög til umræðu i upphafi þessa árs og ræddi ég það mál ítarlega á síðasta aðalfundi samtakanna, og mun þvi ekki eyða mörgum orð- um á það nú. Sjóðakerfisbreyting- in var framkvæmd á s.l. vetri, miðuð við 16. febrúar, og var í einu og öllu farið að tillögum þeirrar nefndar er ég skipaði i júní-mánuði 1975, en sæti í þess- ari nefnd áttu aðeins fulltrúar sjómanna og útvegsmanna auk hagrannsóknarstjóra, sem sjómannasamtökin og útvegs- menn óskuðu eftir að yrði formaður nefndarinnar. Allir þekkja það sem skeði og hvernig ýmsir fulltrúar sjómanna sem að þessum tillögum stóðu brugðust þeim loforðum sem þeir gáfu, sem — Framhald á bls. 39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.