Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1976 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framl« væmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson Viðhorfin í málefn- um sjávarútvegs Aðalfundur LÍÚ var haldinn í siðustu viku en fundir þessir vekja jafn- an mikla athygli, þar sem þeir skýra mjög viðhorfin í útgerðarmálum hverju sinni. Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, flutti að venju ræðu á þess- um aðalfundi og fjallaði þar um mörg þau deilumál, sem uppi hafa verið í sam- bandi við málefni sjávarút- vegsins að undanförnu. Um viðhorfin í landhelgis- málinu og hugsanlega samninga við EBE sagði sjávarútvegsráðherra m.a.: „Hverjum unnum sigri í landhelgismálinu fylgir mikill vandi bæði í sambandi við stjórnun veiðanna og vegna sam- skipta við aðrar þjóðir. Við lifum ekki ein í þessum heimi og getum það ekki. Vegna einhæfrar út- flutningsframleiðslu erum við háðari alþjóðlegum samskiptum en flestar þjóðir aðrar. í þessum skiptum verðum við að sýna einurð og drengskap og láta gerðir okkar stjórn- ast af því, sem við teljum, að þjóðarheildinni sé fyrir beztu. I þvi sambandi meg- um við ekki láta ofstopa- fulla þrýstihópa ráða gerö- um okkar heldur kaldar staðreyndir, hversu óþægilegar, sem þær kunna að vera. Öllum er kunnugt um, að hinar níu þjóðir Efnahagsbandalags Evrópu hafa ákveðið að færa út fiskveiðilögsögu sína í 200 mílur — og fylgja þannig fordæmi okkar. Jafnframt hefur bandalagið óskað eftir samningum við aðrar þjóð- ir um fiskvernd og gagn- kvæm fiskveiðiréttindi. Ég tel rétt að leita samninga um fiskvernd hafandi í huga að jafnvel sumar tegundir fiska eru alþjóð- legir flökkufiskar, sem vernda þarf. .. Varðandi samninga eða hugsanlega samninga um gagnkvæm fiskveiðiréttindi get ég ekkert sagt. Efnahags- bandalagsríkin hafa enn ekki komizt að endanlegri niðurstöðu eða sameigin- legri stefnu í þeim efnum og áður en þau hafa spilað út er ekkert hægt að segja. Mun afstaða mín til hinna gagnkvæmu fiskveiðirétt- inda verða byggð á því hvað ég tel hagkvæmast fyrir íslenzka þjóðarhags- muni í nútíð og framtíð.“ Matthías Bjarnason gerði einnig að umtalsefni á þingi LÍÚ þær árásir, sem hann hefur orðið fyrir vegna þess, að hann fyrir- skipaði ekki veiðistopp á þessu ári. Um þetta sagði sjávarútvegsráðherra: „... nú er þess krafizt af sum- um, að ég beiti mér fyrir því, að leggja þessum flota að minnsta kosti hluta úr ári. Til þessa treysti ég mér ekki á yfirstandandi ári einkum vegna þess at- vinnuástands, sem það hefði skapað í fjölda sjávarþorpa um land allt og vegna þess að á sama tíma veiddu hér togarar annarra þjóða. Slíkt hefði skapað hér alvarlega efna- hagskreppu á sama tima og batnandi verðlag var á flestum útflutningsafurð- um okkar eftir þriggja ára skuldasöfnun." Sjávarútvegsráðherra ræddi einnig um bráða- birgðalögin, sem sett voru sl. sumar og miklu mold- viðri hefur verið þyrlað upp um. Um þau lög, sagði Matthías Bjarnason: „Allir þekkja það sem skeði og hvernig ýmsir fulltrúar sjómanna, sem að þessum tillögum stóðu, brugðust þeim loforðum, sem þeir gáfu, sem þó voru fórsenda allra lagabreytinga í þessu sambandi en vegna þess voru sett bráðabirgðalög um kjör sjómanna til þess meðal annars að þau sjómannafélög, sem sömdu, gengju ekki með skarðan hlut frá borði.“ Yfirstandandi ár hefur verið mjög viðburðaríkt á sviði sjávarútvegsmála. Ljóst er að mikill árangur hefur náðst í málefnum þessa undirstöðuatvinnu- vegar í tíð núverandi ríkis- stjórnar og sjávarút- vegsráðherra. Mesti árangurinn er 200 mílna útfærslan; viðurkenning Breta á henni og brottför þeirra. Þá hefur sjávarút- vegsráðherra beitt sér fyrir öðrum umfangsmikl- um friðunaraðgerðum eins og kunnugt er. Gjör- breyting hefur orðið í málefnum útgerðar er sjóðakerfið var skorið mjög verulega niður og fjölmargar fleiri umbætur hafa verið gerðar á sviði sjávarútvegsmála. Fiskileit hefur verið efld og með stuöningi hins opinbera leita útgerðarmenn og sjómenn nýrra fiskimiða með góðum árangri. Þegar á heildina er litið verður því ekki annað sagt við lok annars heila starfsárs núveranda ríkisstjórnar að vel hafi miðað í málefnum sjávarútvegs og að yfir- stjórn þeirra er í traustum höndum. FIMM galvaskir mynd- listarmenn opnuðu f gær jólasýningu á nýjum verkum sfnum f Gallery Guðmundar Árnasonar Bræðraborgarstíg 15. AIls sýna fimm- menningarnir um 30 verk, fremur litlar myndir flestar, en fjöl- breytileikinn er fyrir hendi hjá eftirtöldum listamönnum: Örlygur Sigurðsson, prófessor Ein af myndunum á sýning- unni. Höfundurinn er Örlygur, en myndin lýsir svolítið vel stemnangunni sem var f galleryinu I gær þegar lista- mennirnir voru að hengja upp verk sfn. Brandarafok og fer- skeytlur og það eina sem vantaði fyrir reiðtúrinn voru vakrir gæðingar eins og sjást á myndinni. „Þaðan fara allir ríkari Rudolf Weissauer, Jóhannes Geir, Eyjólfur Einarsson og Anton Einarsson. Þegar Morgunblaðsmenn bar að garði í Galleríi Guðmundar slðdegis í gær voru snör tilþrif um borð, fleyg gullkorn hrutu af vörum og það voru tilþrif í mannskapnum eins og vera ber þar sem líf, fjör og list fara saman. örlygur hafði að sjáífsögðu vinninginn I orðræðunni, enda listamaður á þvf sviði einnig og hann hvetur fólk til að snara sér inn í hús Guðmundar og líta á verkan því allir myndu fara Frá vinstri: Eyjolfur Einars- son, Anton Einarsson, Guðmundur Árnason, Örlygur Sigurðsson, Jóhannes Geir og Weisauer. Ljósmynd Mbl. Friðþjófur. ríkari þaðan út jafnvel þótt þeir keyptu ekki mynd. Minnti örlygur á að margir fræknir listamenn hefðu f þessu húsi verið. Þar f hópi er Hertoginn af St. Kilda, Karl Dunganon, en örlygur er ein- mitt heiðursborgari á St. Kilda með diploma og það sem til þarf varðandi aðgang að heimsins forundran. Þegar „Dunganon hélt sýningu þarna bar að garði íslenzkan ráðherra, dr. Gylfa,“ sagði örlygur, „og Guðmundur hafði sagt við Hertogann að þeir skyldu nú ekki rukka ráð- herrann þegar hann kæmi í heimsókn. Gekk svo á með hjali og góðri skemmtan, en þegar ráðherrann er á förum vindur Dunganon sér að honum og segir: Hér eru víðar dyr inn- göngu, en þröngur til útgöngu og kostar 100 kr. út. Það var stórpeningur þá, en Gylfi greiddi tafarlaust og hafði gaman af. Síðan hefur Guðmundur stórumboðsmaður okkar ekki treyst sér til að hafa aðgangseyri og þvi eru allir boðnir velkomnir ókeypis." FINANCIAL TIMES’ SU RV.EY icelaiK r>* ipKmtát aw :> .«*;/(•■■■»*■. s«íö!>. a» K«Sb»8 Living with new territory •: of ðriaiit) j kftkotdic fbJi j | :freík and áiiáous- j | carefiúly processcd j :! andqutekjmm j m í | Qtunrn’íTfOriqtn. { |. nial fQuaiity \ •í ttixðpKrqucfoy.awíKtiis: j Í; U»>K«6t Vnurirtir, Oi»ní» Cötp. j The tJnconventional Convention tC€í>.«0 $T»T€ • wí>«k« ; -u.. ........ . .. . ... J Onty tectend has whaUceiand has FYLGIRIT Financial Times með fjórun blaðsíðum um Island 1. desember. Þai birtust þrjár greinar eftir Willian Dullforce, Norðurlandafréttaritarí blaðsins, um 200 mílna landhelgina, bat£ efnahagslífsins, og mikilvægi fiskveiðc fyrir íslendinga. Tvsér greinar birtusl auk þess eftir Jón Hákon Magnússon fréttaritara blaðsins í Reykjavík, un ísland sem ferðamannaland og orkumál Fjöldi auglýsinga frá íslenzkum fyrir- tækjum er í blaðinu. Blóö á bárunum BREZKA blaðið „The Guardian" birti s.l. föstudag heilsfðu grein um hvalveiðar I heiminum undir fyrirsögninni „Blood on the waves“, eða blóð á bárunum. Höfundur er Caroline Tisdall, og hefur hún frásögn sfna með lýsingu á heimsókn f hval- stöðina f Hvalfirði 8. september f haust. Greinin er skrifuð f tilefni þess að hvalveiðivertfðin f Suður-lshafi hófst f fyrradag, og kemst höfundur að þeirri niðurstöðu að aðrar hvalveiðiþjóðir megi margt af Islendingum læra varðandi verndun hvalastofnanna. Lýsír hún fyrst hvalveiðibanninu við Island á árunum 1915—1948, og sfðan takmörkun á veiðimagni eftir að Islendingar hófu sjálfir hvalveiðar. Fimm ljósmyndir fylgja greininni, allar frá Hvalfirði. Meðfylgjandi mynd er af blaðsfðunni f The Guardian. XAikmXMi I. aU: ; . . nn the wmrm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.