Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1976 7 LAUGAROAGUR 4 DESEMBIR alþýóu- tolaöiö Sterk somstaða um stjórnorkjör á ASÍ-þingi: Róttækari öflin sigruðu Iiifttljorn \lþ>Au- lagsmnn jmbandt ItUndt. um rinn •llir tlrontf lundn- nhaftum Vilja Alþýðu- flokksmenn samstarf við kommúnista? Fyrstu viSbrögð Alþýðu blaðsins við lok ASÍ-þings voru þau að birta fyrirsogn yfir þvera for- siðu blaðsins, sem var svohljóðandi: „Róttækari öflin sigruðu." Og i frétt- inni, sem fylgdi, métti lesa þessi orð: „Á þessum úrslitum má sjé, að rót- tækari öflin á þinginu hafa staðið mjög saman í þessari stjórnarkosningu og er það vissulega fagnaðarefni." Þessi viðbrögð Alþýðu- blaðsins eru óneitanlega dálitið kyndug. þegar nokkrar sögulegar stað- reyndir i sambandi við Alþýðuflokkinn og verka- lýðshreyfinguna eru hafð- ar i huga. Þannig er nefni- lega mál með vexti, að Alþýðuflokkurinn hefur í fjóra áratugi verið á undanhaldi sem áhrifaafl i verkalýðssamtökunum. í upphafi má segja. að Alþýðuflokkur og Alþýðu- samband hafi verið eitt og hið sama. En smám saman tókst kommúnist- um að grafa undan áhrif- um Alþýðuflokksins I verkalýðsfélögunum. Alþýðuflokkurinn varð fyrir miklu áfalli i verka- lýðssamtökunum. þegar flokkurinn klofnaði fyrir strið og Sósialistaflokkur- inn var stofnaður og aftur þegar Hannibal Valdimarsson gekk til samstarfs við kommúnista í verkalýðs- hreyfingunni og á ASÍ- þingi. Svo mjög hefur af Al- þýðuflokknum dregið sem verkalýðsflokk að siðustu tvo áratugi má segja. að áhrifastaða Alþýðuflokks- ins i einstökum verkalýðs- félögum hafi byggzt á stuðningi sjálfstæðis- manna i þessum sömu fé- lögum og það vita kratar bezt sjálfir. Enda er nú svo komið, að hefði Björn Jónsson, forseti ASÍ, ekki gengíð i Alþýðuflokkinn fyrir tveimur árum væri erfitt að nefna nokkurn Alþýðuflokksmann, sem að kveður sem verkalýðs- foringja. Þégar það er haft i huga. að áhrifastaða Al- þýðuflokksins i verkalýðs- félögunum hefur i a.m.k. tvo áratugi byggzt á stuðningi sjálfstæðis- manna, er von að menn brosi við, þegar Alþýðu- blaðið talar digurbarka- lega um, að „róttæku" öflin hafi sigrað á ASÍ þingi. Hins vegar var eðli- legt að draga þá ályktun af þessum fyrstu við- brögðum Alþýðublaðsins, að Alþýðuflokksmenn i verkalýðshreyfingunni hefðu ekki lengur áhuga á þessum stuðningi sjálf- stæðismanna en hygðust þess i stað taka upp náið samstarf við kommúnista i einstökum verkalýðsfé- lögum. Það væru tiðindi út af fyrir sig, þótt mörg- um mundi þá finnast, sem komið væri að leikslokum fyrir Alþýðuflokkinn sem verkalýðsflokk og sjálf- stætt stjórnmálaafl á is- landi. Svo mörg eru dæm- in um jafnaðarmanna- flokka. sem gengið hafa kommúnistum á hönd. Alþýðublaðið hugsar sig tvisvar um Þegar leið á siðustu viku sýnast Alþýðuflokks- menn hafa farið að hugsa sig tvisvar um. Á föstudag birti Alþýðublaðið forystu- grein. sem rituð var af Árna Gunnarssyni. rit- stjóra, þar sem slegið er úr og i. Þar er að finna þessa réttu lýsingu á athæfi kommúnista á ASÍ- þingi: „Hjá kommúnistum i hópi Alþýðubandalags- manna helgar tilgangur- inn meðalið. Það skal með öllum ráðum koma flokks- stimplinum á allar gerðir Alþýðusambandsþings . . . Alþýðubandalag- ið eða nokkrir fulltrúar þess gerðu þá kröfu að verkalýðsflokkarnir tækju ábyrgð á Alþýðusam- bandinu og fældu jafn- framt burtu alla fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar. sem gætu talizt i hópi sjálf stæðismanna. Alþýðuflokkurinn sam- þykkti sameiginlega ábyrgð verkalýðsfiokk- anna. en hafnaði með öllu útilokunarstefnunni." Hér eru kommúnistar skammaðir en reynt að bera kápuna á báðum öxl- Framhald á bls. 47 AEG BORVELAR Vandið valið og notið sterk og vönduð verkfæri. BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 KLAPPAHSTIG 44 SIMI 1 1 783 LOUHOLUM 2 — 6 SIMI75020 r Langþráðu takmarki náð Menningarsjódur auglýsir: m 9 1 og Brunnum VERÐLAUNALJÓÐ ÓLAFSJÓHANNS SIGURÐSSONAR ný útgáfa í einu bindi Spói BARNABÓK ÓLAFSJÓHANNS í nýrri útgáfu Kvæði GUTTORMS J GUTTORMSSONAR úrval i útgáfu Gils Guðmundssonar og Þórodds Guðmundssonar Byggðasaga Austur-Skaftafellssýslu 3. Öræfi og Hafnarhreppur i Nú loksins er öli byggða- | sagan komin út. Ómetan- legur gimsteinn í fjársjóð minninganna. Þeir, sem unna átthögum sínum, eiga nú þess kost að fá heitustu ósk sína upp- fyllta, — sögu æsku- stöðvanna á einum stað í þremur glæsilegum bind- um. Öll þrjú bindin fáanleg í takmörkuðu upplagi BOKAUTGAFA GUÐJ0NS0, LANGHOLTSVEGI 111, REYKJAVÍK, SÍMI 85433

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.