Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1976 Frakkar ógna Skot- um á Hjaltlandsmiðum Edinborg, 13. des. —AP BREZKA eftirlitsskipið Westra var í dag sent á miðin úti af Hjaltlandi eftir að skozkir sjómenn skýrðu frá því að franskir starfsbræður þeirra hefðu ógnað þeim með rifflum. Westra var send á vett- vang fyrir tilmæli skozku sjómannanna, en tals- maður þeirra, Peter Duncan skipstjóri, skýrði frá því að 20 stórir togarar frá Boulogne í Norður- Frakklandi hefðu verið mjög aðgangsharðir gagn- vart skozku veiðiskipunum Lyf gegn hundaædi Chicago, 13. des. — Reuter LÆKNAR við Wister- stofnunina í Chicago hafa náð mjög góðum árangri í lækningu hundaæðis- sjúklinga, og segja sér- fræðngar að þetta sé mesti áfangi, sem náðst hefur í baráttunni gegn hundaæði í tæpa öld. Nýja bólusetningarefnið, sem læknarnir hafa reynt farsællega erlendis, er mun betra og auðveldara en það eldra. Fyrra ónæmisefni var sprautað I kviðar- holið, og þurfti þá 14—20 sprautur í hvern sjúkling, auk þess sem það var sársaukafullt. Með nýja efninu nægir að gefa sjúklingnum sex sinnum sprautu í handlegg, og nýja efninu fylgja svo til engar þær hliðarverkanir, sem tengdar voru því eldra. Dr. Hilary Koprowski, læknir við Wister-stofnunina, segir að hér sé um algjöra byltingu að ræða á þessu sviði, og stór- felldasti áfangi, sem náðst hefur frá þvi franski læknirinn Louis Pasteur reyndi fyrstu bólu- setningarnar gegn hundaæði árið 1884. Nýja efnið var framleitt í Frakklandi, en tilraunirnar voru gerðar í Iran undir eftirliti Alþjóða heilbrigðisstofnunar- innar. Fjörutíu og fimm mönnum, sem óðir hundar eða úlfar höfðu bitið, var gefið nýja efnið, og héldu þeir allir lífi. úti af Hjaltlandi, sem er um 100 mílum fyrir norð- austan Skotland. Duncan sagði að Frakkarnir hefðu virt að vettugi allar merkja- sendingar frá skozku bátunum og aðvaranir um að frönsku togararnir væru of nálægt þeim skozku. Þegar svo Skotarnir ætluðu að nálgast Frakkana til að ræða málið, gripu frönsku sjómennirnir til rifflanna og beindu þeim að Skotunum, að sögn Duncans. Duncan skipstjóri sagði að Frakkarnir eltu skozku bátana í þeirri trú að þeir vissu bezt hvar væri veiðivon. Frakkarnir eru tfð- ir gestir á Hjaltlandsmiðunum, og þetta er ekki í fyrsta skipti, sem fréttir berast af árekstrum á miðunum, en ásökunin um vopna- beitinguna er sú alvarlegasta til þessa. David Duke (Ijósklæddur til hægri) sætir aðkasti i Camp Pend- leston 1 Kalifornlu. Einn llfvarða Dukes hefur gripið spjald sem Duke var barinn með. Norðmenn herða gæzlu vegna út- færslu um áramót Nýr fundur Rússa og Norðmanna Osl4, 13. desember. NTB. FJÓRÐA umferð viðræðna Norð- manna og Rússa um skiptingu Barentshafs hófst i dag. Sem fyrr vilja Norðmenn miðlfnuskiptingu en Rússar svæðaskiptingu sem hefði það f för með sér að Norðmenn afsöiuðu sér 155.000 ferkílómetra- svæði. Kaupmannahöfn, 10 des Ntb SAMKVÆMT fréttum frá Kaup- mannahöfn hafa Danir veitt þvi eftir- tekt upp á siðkastið að hert hefur verið á eftirliti varðskipa við tólf milna mörk Noregs, vegna fyrirhug- aðrar útfærslu um áramótin. Segir svo i bréfi danskra sjómanna til fiski- málaráðuneytisins I Kaupmanna- höfn. Danskir sjómenn sem stunda kol- munnaveiðar segjast ekki þora að verða áfram á fyrri miðum eftir áramót- in, þar eð þeir óttast að afli og veiðar- færi kynnu að verða gerð upptæk og þvi leggja þeir til að viðræður verði hafnar snarlega við Norðmenn, milli- liðalaust, um þessi efni Oruggast að fæða barnið heima að sögn tveggja bandarískra lækna Mbl. leitar álits dr. Gunnlaugs Snædals AP-New Vork. Tveir bandarfskir fæðinga- læknar, dr. Mendelsohn og dr. Mehl, lýstu þvf nýlega yfir á læknaráðstefnu, að öruggara væri að fæða börn 1 heimahús- um en á sjúkrahúsum. Dr. Mendelsohn sagði, að læknar ættu til að raska uni of gangi náttúrunnar, að þeir stóli um of á lyf, svæfingar og framköllun barnsburðarins. Einnig, að læknar Ifti á meðgöngutfmann sem 9 mánaða sjúkleikatlma- bil. „Hættan á slysum og smitun er meiri á sjúkrahúsum“, sagði dr. Mendelsohn enn fremur. Þá mæla læknar, að sögn dr. Mendelsohns, gegn brjósta- mjólk og lita þar með fram hjá sálfræðilegum þörfum bæði barns og móður. Dr. Mehl, sem starfar við háskólann í Wisconsin, kvaðst hafa rann- sakað 2000 mæður, og hafði um helmingur þeirra alið börn sfn heima hjá sér. Dr. Mehl, segir 30 þeirra barna, sem fæddust á sjúkrahúsum hafa skaddazt við fæðinguna, en ekkert þeirra, sem fæddist heima. 52 sjúkra- hússbarnanna þörfnuðust upp- lífgunar en aðeins 14 heima- barna. Mbl. bar þessa frétt undir Gunnlaug Snædal, kvensjúk- dómafræðing og spurði hann, hvort hann áliti þessar yfirlýs- ingar bandarísku læknanna á rökum byggðar. Gunnlaugur sagðist ekkert hafa á móti fæð- ingum í heimahúsum og væri engin ástæða til að ætla að þær gætu ekki gengið rétt eins vel, ef um eðlilega fæðingu væri að ræða. „Hitt er svo aftur annað mál,“ sagði Gunnlaugur, „ að það er aldrei hægt að segja fyrirfram hvort fæðing verður eðlileg eða ekki, slíkt kemur oft alls ekki í ljós fyrr en barnið er að koma í heiminn.“ Því væri það öruggara að ala börn sín á sjúkrahúsum og öðrum fæðingarstofnunum. Þetta ætti einnig við hvað snerti um- önnun barns og móður eftir fæðinguna. Þá spurði Mbl. Gunnlaug um álit hans á móðurmjólkinni og kom fram í samtalinu þar að lútandi, að móðurmjólkin er afar mikilvæg fyrir barnið, ekki aðeins frá sálfræðilegu sjónarmiði heldur einnig fyrir heilsu þess. Gunn- laugur sagði lækna hérlendis því ætíð mæla með því að barn væri haft á brjósta, þó ekki væri nema í örfáar vikur. Aftur á móti hafa svör talsmanna fiskimálaráðuneytisins verið þau að þetta mál verði varla leyst með viðræð- um við Norðmenn beint. þar sem Norðmenn standi í samningum við Efnahagsbandalagslöndin i heild. í allmörg ár hafa danskir sjómenn stundað kolmunnaveiðar á miðum sem eru einkum á svæðum um það bil 20 milur úti fyrir Noregsströndum, en eftir að eftirlitsskipum hefur verið fjölgað mjög við tólf mílurnar munu Danir stefna að þvi að snúa heim á leið fyrir desemberlok Víetnamar neita innrás- aráformum Singaporeð. des. NTB. VtETNAM neitaði 1 dag fréttum um að þar væri 1 bfgerð innrás 1 Thailand eftir tvo mánuði. Opin- bera fréttastofa landsins sagði að þetta væri fleipur eitt og sett fram sem tilefni til að veita Bandarfkjamönnum leyfi til að opna á ný herstöðvar sfnar f Thailandi. Fréttaritari Reuters f Bangkok sagða í dag, að engin ókyrrðar- merki sæjust í höfuðborginni. Samak innanríkisráðherra hafði sagt í opinberri heimsókn í Singapore að innrásin myndi verða gerð frá norðurhlutum Burma skammt frá landamærahéruðum Laos. Utvarpið í Hanoi fjallaði í dag um það í löngu máli að það væri utanríkisstefna Víetnams að virða sjálfstæði annarra þjóða. — Blumenthal Framhald af bls. 1. Jafnframt er haft eftir heimildunum að Jane Cahill Pfeiffer, varaforstjóri IBM, komi helzt til greina í stöðu viðskiptaráðherra. Carter ræddi í dag við Robert Bergland, þingmann frá Minnesota, sem er talinn koma til greina sem land- búnaðarráðherra og Frank Johnson, dómara, sem berst fyrir lögum og reglu, studdi réttindabaráttu blökkumanna í Alabama á árunum fyrir 1960 og er talinn koma til greina sem dómsmálaráðherra. — Stjórn Soares Framhald af bls. 1. gagnrýnt stjórnina fyrir dugleysi og vinstriflokkar hafa gagnrýnt hana fyrir óvinsælar sparnaðar- ráðstafanir. Kosningaþátttaka var tæplega 64% miðað við 75% í forseta- kosningunum 1 júní og 92% I þingkosningunum í apríl. Leið- togi PSD, Francisco Sa Carneiro, kvað ástæðuna pólitískan leiða. Dr. Soares hafði vonað að sósíalistar fengju 35% eins og í kosningunum 1 apríl, en hann sagði í dag að úrslitin sýndu að minnihlutastjórn hans ætti að vera áfram við völd. Kommúnistar hafa greinilega bætt við sig fylgi miðað við for- setakosningarnar þegar þeir fengu aðeins 7% og þing- kosningarnar þegar þeir fengu 14%. Kommúnistar juku aðallega fylgi sitt i Alentejo þar sem sósíal- istar hafa verið gagnrýndir fyrir að skila jörðum sem höfðu verið teknar eignarnámi. Þeir högnuðust einnig á því að Otelo de Carvalho major tók ekki þátt í kosningunum þar sem honum hefur verið bannað að skipta sér af stjórnmálum. Hann hlaut 16% í forsetakosningunum og varð annar. Nú eru kommúnistar þriðji stærsti flokkurinn og aftur komnir fram úr miðdemókrötum sem náðu þriðja sæti í apríl- kosningunum. Soares viður- kenndi í dag að kommúnistar hefðu talsvert bætt stöðu sína og sagði að þeir hefðu unnið fylgi á kostnað róttækra vinstri manna sem væru nánast orðnir fylgis- lausir. — Sameinast Framhald af bls. 1. ákvörðunina harðlega. Undanfar- inn hálfan mánuð hefur Strauss átt þrjá fundi með forustumönn- um CDU til að reyna að leysa málið og á fimmtudag í fyrri viku lagði hann fram drög að sam- komulagi um áframhaldandi sam- starf flokkanna. Segir Strauss að í drögum þessum hafi verið ákvæði um að CDU tæki engar meiri- háttar ákvarðanir án samráðs við CSU, og tæki meira tillit til heildarstefnu CSU. Þetta samkomulag CDU og CSU leiðir óhjákvæmilega til harðari stjórnarandstöðu þegar þingið hefur kjörið næsta kanslara og umræður hefjast um stefnu ríkis- stjórnarinnar næsta kjörtíma- bilað. Vinsældir Helmuts Schmidts kanslara hafa heldur farið dvín- andi undanfarna daga vegna ágreinings um ellilaunamálin. A miðvikudag í fyrri viku var sagt að samsteypustjórn jafnaðar- manna, SPD, og frjálsra demókrata, FDP, hefði ákveðið að fresta greiðslu 10% uppbótar á ellilaun, sem koma átti til fram- kvæmdar i júll næsta sumar, um hálft ár. Þar sem ellilaunaþegar eru 11.3 milljónir vakti þessi fregn mikil mótmæli frá almenningi, fjölmiðlum og þing- mönnum — einnig frá þing- mönnum SPD-flokks Schmidts kanslara. Við þessi viðbrögð ákvað ríkisstjórnin að hætta við frestunina og koma þvi uppbæturnar til greiðslu I jú]j eins og ákveðið hafði verið. Annar atburður gerðist á laugardag, sem haft getur áhrif á stjórnarsamstarfið I Bonn. Þá ákvað stjórn flokks frjálsra demó- krata I Neðra-Saxlandi að taka upp samvinnu við kristilega demókrata, og gæti sú ákvörðuri leitt til frekari breytinga á flokka- dráttum I Vestur-Þýzkalandi I ná- inni framtíð. Hans-Dietrich Genscher, formaður flokks frjálsra demókrata, FDP, hefur að vísu lýst því yfir að flokkurinn muni sitja áfram i samsteypu- stjórninnr með jafnaðarmönnum næstu fjögur árin, en hann hefur engin fyrirheit gefið um það hvað við tekur i kosningunum 1980. Þetta er i fyrsta skipti I sjö ár, sem frjálsir demókratar hafa tekið upp svæðisbundna sam- vinnu við CDU, enda eru flokk- arnir á öndverðum meiði varð- andi ríkisstjórnina. Kristilegir demókratar hafa hins vegar lagt áherzlu á að ná samvinnu við frjálsa demókrata í mörgum ríkj- um Vestur-Þýzkalands, og þá með það efst í huga að undirbúa ein- hverja samstöðu í kosningunum 1980.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.