Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1976 29 — Fljúgandi Framhald af bls. 2 aftur í attina að þvi svæði sem það var á. Þannig fylgdist ég með þessu i um 20 mínútur, eða þar til diskurinn hvarf skyndilega skammt úti yfir sjónum, en nokkru seinna kom báturinn sem ég var að bíða eftir.“ Aðspurð svaraði Halldóra þvi til að hún hefði alls ekki orðið hrædd við þessa sýn. „Mér leið einmitt mjög vel,“ sagði hún, „ég var svo hissa, en þetta var svolítið ævintýri." Morgunblaðið spurðist fyrir um það í gærkvöldi hvort vaktmenn í flugturni á Reykja- víkurflugvelli hefðu orðið varir við nokkur ljós á sunnudagskvöld yfir Örfirisey og Engey, en eng- inn hafði orðið var við neitt og engin flugvél kom inn til lending- ar á umræddum tíma. Hins vegar benti einn vaktmað- urinn á, að s.l. sumar hefði maður nokkur haft samband við flug- turninn. Hann var þá nýkominn frá Þingvöllum að kvöldlagi ásamt þremur öðrum og þegar þeir voru komnir niður að Gljúfrasteini í Mosfellssveit þar sem sér til Reykjavíkur sáu þeir mjög kynlegt fyrirbæri á himni yfir Reykjavík. Fóru þeir út úr bílnum og fylgdust með fyrirbær- inu í sjónauka til skiptis. Var þar á ferð torkennilegur hlutur á ferð og stóðu eldtungur víða út úr hon- um, en hins vegar var engin flug- umferð á svæðinu um þetta leyti. — Binda frar? Framhald af bls. 1. að taka ákvörðun og ákveði til bráðabirgða kvóta-kerfi, muni verða enn erfiðara síðar meir að afnema kvóta-kerfið og koma á einkalögsögu. Sam- kvæmt upplýsingum, sem Mbl. hefur frá Brtissel, er þvl líklegt að írar muni vera á móti öllum samningum við ríki utan bandalagsins á þessum for- sendum. Bretar halda enn við kröfur sínar um 50 mílna einka- lögsögu, en hagsmunir þeirra á Islandsmiðum og við Noregs- strendur valda því þó að þeir eru ekki eins afdráttarlausir i afstöðu sinni og írar, sem engra hagsmuna hafa að gæta á fjar- Iægum miðum. Telja ýmsir að Irar muni jafnvel beita neitunarvaldi gegn samningum við Islendinga. Samkvæmt þeim undir- búningsviðræðum, sem fram fóru fyrir ráðherrafundinn, eru þessi sjónarmið ríkjanna 7 annars vegar og hins vegar Ira og Breta nánast ósættanleg. Búizt er við því að írar muni áfram halda til streitu kröfunni um sérstök hafsvæði fyrir þeirra eigin sjómenn. I Reuters-frétt, sem Morgun- blaðið fékk I gær segir að erfið- lega muni ganga að halda uppi samningaviðræóum við lönd utan bandalagsins ef ekki næst samkomulag um innanbanda- lagsvandamál i smbandi við fiskveiðar. 1 Briissel voru menn vondaufir um að ráðherrunum tækist að ná saman. Sovétrlkin hafa enn ekki viðurkennt Efnahagsbandalag- ið sem samningsaðila um fisk- veiðimál, en i væntanlegri fisk- veiðilögsögu Efnahagsbanda- lagsins veiða rússar nú um 600 þúsund tonn að þvi er næst verður komizt. Efnahagsbanda- lagsþjóðirnar veiða þó aðeins tiunda hluta þess magns á þeim hafsvæðum, sern verða munu i sovézkri fiskveiðilögsögu, er hún er orðin 200 milur. Eftir 1. janúar næstkomandi verður þvi sovézki fiskveiðiflotinn að fara út fyrir fiskveiðilögsögu EBE, en samkvæmt þeim heimildum, sem Reutersfréttastofan hafði frá Briissel í gær, ætla löndin niu að leyfa Rússum að veiða 40% af þeim afla, sem þeir myndu hafa veitt fyrstu 3 mánuði ársins 1977, en það eru 60 þúsund tonn. Á þessu þriggja mánaða timabili ætlast EBE-Iöndin til þess að sam- komulag náist við Sovétrlkin um gagnkvæm fiskveiði- réttindi. Eins og áður sagði eru það 60 þúsund tonn, sem Efna- hagsbandalagslöndin hafa veitt innan væntanlegrar lögsögu Sovétríkjanna, aðallega I Barentshafi. Mestur hluti aflans, sem Sovétmenn taka innan væntanlegrar lögsögu EBE, er veiddur i lögsögu Breta. Utanríkisráðherra Breta, Atnhony Crosland, sagði að fyrirsjáanlegur yrði mjög veru- legur niðurskurður á afla Sovétrfkjanna og slíkt myndi róa mjög þá aðila sem hags- muna ættu að gæta á Bretlands- eyjum, sjómenn og fiskiskipa- eigendur, sérstaklega þar sem veaðar Rússa hafa verið mjög áberandi, svo sem úti fyrir Devon og Cornwall. Þá sögðu heimildir I Bríissel að Crosland hefði hótað að brezka stjórnin gripi til einhliða aðgerða til þess að vernda brezka fisk- stofna við Bretlandsstrendur, yrði ekki komið á samkomulag fyrir lok þessa mánaðar innan bandalagsins sjálfs um fisk- veiðistefnu þess. Bretar eru eins og áður sagði á móti til- lögum framkvæmdastjórnar EBE um kvóta-kerfi. Átti Cros- land að hafa gert hinum utan- ríkisráðherrunum ljóst að þá myndi brezka stjórnin ekki gera upp á milli þjóðerna. Nauðsynlegt væri að vernda auðlindir Breta. Hann kvað hugsanlega mundu verða farið út I það að útiloka ákveðnar gerðir fiskiskipa frá ákveðnum svæðum og banna algjörlega fiskveiðar á öðrum, þar sem fiskstofnum væri mikil hætta búin vegna ofveaði. I skeyti sem Morgunblaðinu barst I gærkveldi frá AP- fréttastofunni var frá því skýrt, að brezkar heimildir hefðu skýrt frá þvl að sovézki fiski- skipaflotinn myndi geta haldið áfram að veiða innan 200 milna lögsögu Efnahagsbandalagsins eftir 1 janúar og þar með innan brezkrar og írskrar fiskveiði- lögsögu „jafnvel án þess að hefja samningaviðræður“, eins og brezkur talsmaður orðaði það. I skeytinu segir enn- fremur, að engin vissa sé fyrir því að Sovétmenn leyfi togúr- um EBE að veiða innan fisk- veiðilögsögu Sovétrikjanna, sem Sovétstjórnin hefur sagzt myndu færa út I 200 milur. Ef Rússar hafa hins vegar ekki óskað samningaviðræðna við EBE fyrir 31. marz 1977 verður allur floti þeirra að fara út fyrir fiskveiðilögsögu Efna- h ags b an d al agsi ns. Þá má geta þess að þessi ákvörðun ráðherranna i Bríissel i gær um að Rússar megi veiða fyrstu 3 mánuði 1977 innan fiskveiðilögsögu EBE kom talsvert á óvart, þar sem framkvæmdastjórn banda- lagsins hafði áður afdráttar- laust lýst því yfir, að þar sem Rússar hefðu ekki óskað eftir viðræðum, yrðu þeir að hverfa á brott úr sameiginlegri fisk- veiðilögsögu bandalagsins þegar um áramót. Rússar viður- kenna ekki umboð fram- kvæmdastjórnar EBE til samninga. — Jólasundmót Framhald af bls. 3 ná til þeirra öryrkja, sem búa á einkaheimilum og þarf betri undirbúningsvinnu til að það megi takast. Þá sagði Sigurður að hin al- menna íþróttahreyfing væri mjög misjafnlega I stakk búin til að framkvæma verkefni sem þetta. Greinilega þyrfti að virkja nýtt fólk til forystustarfa i iþróttamálum öryrkja, það fólk, sem væri i forystu fyrir almennt íþróttastarf væri flest með nóg verkefni á sinni könnu og gæti ekki bætt við sig nema það bitnaði á öðru starfi. Sagði Sigurður að hér á landi þyrfti að reyna að virkja eldri íþxótta- menn til forystu- og þjálfara- starfa, eins og gert væri erlend- is. Þrátt fyrir ýmsa byrjunar- örðugleika, sagði Sigurður að ekki væri hægt annað en að vera ánægður með þátttökuna I mótinu og enn væru ekki öll kurl komin til grafar. Stórir hópar eins og t.d. úr heyrna- og málleysingjaskólanum ættu eft- ir að senda inn slna þátttöku- seðla og utan af landi væri ekki allt komið til skila. Iþróttasamband Islands og Sundsambandið voru hinir op- inberu framkvæmdaraðilar I samvinnu við Morgunblaðið. Þakkar Morgunblaðið þeim að- ilum, sem leitað hefur verið til, góða samvinnu og þátttakend- um er óskað til hamingju. Að lokum minnum við á kjörorð Ölympluleika fatlaðra frá því I sumar „að vera með er stærsti sigurinn“. —aii- — Efla verður Framhald af bls. 28 framleiða með fullum afköstum, geta þær framleitt um helming af þeirri árlegu endurnýjun fiskiskipaflotans. sem þörf er fyrir. Er gert ráð fyrir, að árleg endurnýjun flotans þurfi að vera um 4000 brúttórúmlestir til þess að hann geti haldizt í óbreyttri stærð, en framleiðslugéta stöðvanna mun vera nú liðlega 2000 lestir. 4 stöðvar geta smíðað skuttogara af stærðinni 400—500 tonn, en það er sú gerð skipa, sem mest er spurt eftir nú. Um þessi mál hef ég átt viðræður um forráðamenn Félags dráttarbrauta og skipasmiðja og fór þess á leit, að félagið léti ráðuneytinu í té áætlanir um innlendar skipasmiðar næstu 5 ár. Niðurstöður og stefnumörkun ætti því bráðlega að liggja fyrir, en að því verður að vinna, að efla afkastagetu stöðvana og auka hlutdeild innlendrar skipasmíði í endurnýjun skipaflotans." Guðmundur H Garðarsson (S) þakk- aði ráðherra svörin og vakti á því athygli að Fiskveiðasjóður hefði ekki getað veitt lán vegna yfirbygginga og lenginga fiskiskipa á þessu ári eins og gert hefði verið á tveimur sl. árum Sagði Guðmundur. að þessu yrði að kippa í lag þannig, að sambærileg lánafyrirgreiðsla ætti sér stað vegna þessara verkefna á þessu ári eins og átti sér stað á árunum 1 974 og 1 975. Lárus Jónsson (S) þakkaði fyrirspyrj- anda fyrir að hreyfa þessu máli Lagði Lárus á það áherzlu, að dráttur sá. sem orðið hefði á greiðslum frá Fiskveiða- sjóði og Byggðasjóði til nýsmiða i landinu. hefði skapað allmikið vanda- mál fyrir islenzkar skipasmíðastöðvar Lárus sagði. að gifurleg sókn væri bæðj í að fá gert við skip erlendis og að smíða skip erlendis. þvi talið væri að hagkvæmara væri að fá lán með þeim hætti Að síðustu sagði Lárus að framund- an væru mjög mikil verkefni i skipa- smíðaiðnaði, þvi landsmenn hefðu keypt mörg ný skip á síðustu árum og að nokkrum árum liðnum þyrftu að framkvæma klössunarviðgerðir á þess- um skipastóli. Þá yrði þessi iðnaður að vera þess megnugur að halda þessum myndarlega flota við — Hægrimenn Framhald af bls. 1. og atburðirnir mundu ekki draga dilk á eftir sér en krafðist aðgerða gegn mönnum sem reyndu að koma af stað vandræðum. Raymond Edde, leiðtogi krist- inna miðjumanna, varð fyrir skotárás á föstudagskvöld. Bíl- sprengja sprakk skammt frá heimili vinstri leiðtogans Kamal Junblatt snemma í þessum mánuði. — Þjóðaratkvæði Framhald af bls. 1. að 15 öfgamönnum til vinstri verði sleppt úr fangelsi, þar á meðal mönnum úr aðskilnaðar- samtökum Baska, ETA, og að þeir verði fluttir til Alsír. I orðsendingu sem Suarez sendi landstjóranum I Barcelona I dag kom ekkert fram sem bendir til þess að hann muni ganga að kröf- um mannræningjanna. Hann kvaðst verða að fresta fyrir- hugaðri ferð til Barcelona vegna þess alvarlega ástands sem hefði skapazt. Hann sagði að mannræningjarnir hefðu ekki náð tilgangi sínum og mundu ekki gera það. Lögreglan hefur fengið skipun um að handtaka kommúnistaleið- togann Santiago Carrillo sem kveðst hafa verið I felum I Madrid síðan I febrúar en hefur verið I útlegð- I Frakklandi siðan borgarastrlðinu lauk og hélt leynilegan blaðamannafund á föstudag I Madrid. Hægrimenn telja mannránið og mál Carrillos sýna að stjórnin hafi misst öll tök á ástandinu. Ættingjar Oriols hafa ekki heyrt frá honum síðan I gær þeg- ar hann sagði þeim I stuttri orðsendangu að hann væri við góða heilsu. Maður sem hringdi I Reuter og kvaðst vera einn af mannræningjunum sagði að afdrif Oriols væru undir þvl komin hvað stjórnin gerði. Hann kvað Oriol hafa verið rænt til að hefna aftöku fjögurra borgarskæruliða. Vegna mikillar efirspurnar höfum við bætt við nokkrum Fiat 127 bifreiðum á hagstæðu afmælisverði:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.