Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1976 Ævisaga kennimanns Ásmundur Eirfksson: Skyggnzt um af skapabrún. — Þriðja bindi. Merkileg var ævi Asmundar. Rúmlega tvitugur að aldri og kominn að því að stofna bú og gerst bóndi í heimasveit sinni, fær hann köllun um að gerast lærisveinn Krists. Hann hlýddi, og var þeirri köllun trúr til æviloka. Þessu hefir hann lýst í tveim- ur fyrri bindum ævisogu sinnar. Og nú er komið þriðja bindið og fjallar það aðallega um kennimannsstarf hans hér í Reykjavik og hefst sú frásögn með stofnum Fila- delfíusafnaðarins. Hann var stofnaður sumarið 1936. Hefir það varla þótt merkilegur atburður þá, því að stofnendur voru aðeins átta, auk Asmundar og konu hans. En þau hjónin voru ánægð, þvi að talan 8 er heillatala og hefir verið, langt aftan úr öldum. Sögunni lýkur svo með þvi vorið 1975, að hann hefir komið hér upp mjög fjölmennum og sannkristnum söfnuði og þessi Saga frá Skagfirð- ingum KOMIÐ er út fyrsta bindi ritverksins Saga frá Skagfirðing- um, sem er heimildarrit í ár- bókarformi um tíðindi, menn og aldarhátt i Skagafirði 1685—1847, en jafnframt nær frásögnin i og með til annarra héraða, einkum á Norðurlandi. Jón Espólin sýslu- maður er höfundur verksins allt fram til ársins 1835, en siðan Einar Bjarnason fræðimaður á Mælifelli og gerist frásögnin þvf fyllri og fjölbreyttari þvi nær sem dregur I tima. 1 frétt frá útgefanda, sem er Bókaútgáfan Iðunn, segir m.a.: „Saga frá Skagfirðingum ber öll sömu höfundareinkenni og Árbækur Espólíns, jafnt um efnistök sem mál og stil. Það bindi verksins, sem nú birtist nær til ársins 1786. Þar segir margt frá fyrirmönnum í héraðinu, bæði andlegar og veraldlegrar stéttar t.d. Hólabiskupum öllum á tima- bilanu og sýslumönnum, ekki sízt Skúla Magnússyni siðar land- fógeta. Jafnhliða er greint frá helztu búendum og ættkvislum. Af sögulegum atburðum má nefna bruna Reynisstaðar, lika- málið og hvarf sr. Odds á Mikla- bæ. Kristmundur Bjarnason fræðimaður á Sjávarborg hefur samið ýtarlegar skýringar og við- auka við verkið sem færa söguna nær nútimanum. Auk Krist- mundar annast útgáfuna Hannes Pétursson skáld og ögmundur Helgason BA.“ söfnuður hefir með forgöngu hans komið sér upp fögru guðs- húsi, sem kostar um 130 milljónir króna. Hvort tveggja, hinn stóri söfnuður og guðshús- ið , voru kraftaverk, sem stað- festu þessa kenningu Krists: „Leitið fyrst guðsrikis og rétt- lætis hans, þá mun allt annað veitast yður að auki.“ En með þessu var lokið hlutverki Ásmundar i þessum heimi, hann andaðist skömmu siðar. Þar fór góður maður, sem þjóðin stendur i þakkarskuld við, og þó sérstaklega Reykja- vík og Reykvíkingar. Þetta er mörgum vel kunnugt og mér varð það einnig ljóst, eftir að ég kynntist manninum og blessunarríku starfi hans um 40 ára skeið. Hann gerði mörg kraftaverk önnur en þau sem hér hafa verið talin. Trú hans var hrein og óbifanleg og með hinum dularfulla krafti bænar- innar læknaði hann marga sjúka og bjargaði þó enn fleiri af villigötum og gerði þá að nýtum og góðum mönnum. Fyr- ir þetta stendur Reykjavík í ævarandi þakkarskuld við hann. Oft var það, þá er ég frétti af slíkum kraftaverkum, að mér kom I hug það, er Magnús Noregskonungur sagði við Jón prest ögmundsson (er seinna varð biskup á Hólum og helgur talinn): „Vel virðist mér þitt formæli. Hefir þú :f guðs hálfu talað. Vildi ég gjarna vera undir þinum bænum, þvi að þær munu mikið mega við guð, því að ég trúi, að saman fari guðsvilji og þinn.“ Ásmundur segir oft frá því í ævisögu sinni, að hann hafi aldrei ráðið fram úr neinum vanda án þess að ráðfæra sig við guð og biðja hann að blása sér í brjóst hinni réttu lausn. Og ætið fór svo, að honum bárust hugskeyti um hvað hann ætti að gera. Hann fór ætið eftir þvi, og þannig fór saman guðsvilji og hans. 1 hinni drottinlegu bæn, sem allir kristnir menn fara með I öllum kirkjum, er beðið um að „guðsríki komi til vor“. Það get- ur komið til vor eftir mörgum brautum, og til Ásmundar kom það beina braut, vegna þess að hann var i sambandi við allífið og kenndi öðrum að finna það samband. Hann sýndi trú sina i verkunum og verkin tala enn. Komið á guðsþjónustu í Fila- delfiu og þér munuð finna þar nýtt og ferskt andrúmsloft, magnað af trúaráhuga safnaðarins. Ég hefi farað fáum orðum um þessa seinustu bók, en það sem ég hefi hér ritað á við um allar þrjár bækurnar. Þess má þó geta, að aftan við sögulokin i þessari seinustu bók eru prent- aðar nokkrar ræður, sem As- mundur flutti i útvarpi, og mönnum geðjaðist vel að. En þær verða ekki jafn lifandi á prenti, eins og þær voru i munni hans þegar hugur og hjarta lögðu til áhugann. Árni Óla Nýr vegar- kafli við Kiðafell Kiðafelli 5. desember. A siðastliðnu sumri var hafizt handa við lagningu vegar við hina nýju brú yfir Kiðafellsá og er nú komið að þvá, að umferð verði hleypt á þann kafla, sem lokið er við. Aðeins er eftir að bera slitlag á hann. Þórisós h.f. hefir fram- kvæmt verkið en vegna votviðr- anna I sumar seinkaði verkinu nokkuð. Það mun vera mörgum bíl- stjóranum ánægjuefni að þurfa ekki lengur að aka yfri gömlu brúna, sem talin hefur verið hættulegasti kaflinn á leiðinni yf- ir Hvalfjörð og hafa þar orðið mörg alvarleg slys, þar á meðal nokkur dauðaslys. Þegar nýi vegarkaflinn verður opnaður mun Eyrarfjallsvegurinn lengjast nokkuð og þeir sem búa I Mýdaln- um þurfa að leggja lykkju á leið sina norður fyrir Kiðafell til að komast á nýja veginn, sá krókur, sem ibúar Mýdalsins verða að taka á sag er l‘A til 2 km en erfitt er að gera svo öllum líki. Hjalti Geróu kröfur og þú velur Philishave Philishave — nafnið táknar heimsfrægt rakhnífakerfi. Þrjá hringlaga,fljótandi rakhausa. w Þrisvar sinnum tólf fljótvirka hnífa,sem tryggja fljótan, þægilegan og snyrtilegan rakstur. Þrisvar sinnu níutíu raufar, sem grípa bæði löngogstutt há í sömu stroku. Er ekki kominn tími tilaðþú tryggir þérsvo frábæra rakvél? Philishave 90-Super 12,hefur stillanlega rakdýpt, sem hentar hverri skeggrót. Vegnahinna nýju 36 hnífa, rakar hún hraðar og þægi- legar. Níu dýptarstillingar auka enn á þægindin. Bartskerinn er til snyrtingar á skeggtoppum og börtum. Þægilegur rofi og auðvitað gormasnúra. Vönduð gjafaaskja (HP 1121). Hleðsluvél með stillanlegri rakdýpt. Á einni hleðslu tryggir þessi Philishave 90- Super 12,þér rakstur í tvær vikur. Níu dýptarstillingar og ein þeirra hentar þér örugglega.Teljari sýnir hve oft vélin hefur verið notuð frá síðustu hleðslu. Bart- skeri og gormasnúra og í fallegri gjafaöskju (HP 1308) Philishave 90-Super‘12. Hraður og mjúkur rakstur, árangur 36 hnífa kerfisins. Rennileg vél sem fer vel i hendi. Bartskeri og gormasnúra og í fallegri gjafaöskju (HP 1126). Rafhlöðuvél. Tilvalin í ferðalög, i bátinn, bílnum, og hjólhýsinu. Viðurkenndir rakstrareiginleikar. Fórar rafhlöður, tryggja fjölmarga hraða og þægilega rakstra. 1 þægilegri ferðaöskju (HP 1207) Philips kann tökin á tækninni. Nýja Philishave 90-Super 12 3x12 hnífa kerfið. PHILiPS F'ullkomin þjónusta tryggir yðar hag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.