Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBÉR 1976
Kjartan
Gunnarsson:
Er þetta
hægt Matthías?
— Félagsstofnun stúdenta gjaldþrota
Félagsstofnun
stúdenta
gjaldþrota
Það hefur ekki farið framhjá
neinum, sem fylgist með fréttum,
að undanfarna mánuði hafa
stúdentar og aðrir nemendur
framhaldsskóla, sem njóta opin-
berrar fjárhagsaðstoðar, talið
mjög að kjörum sínum vegið. Um-
ræðurnar hafa einkum snúist um
nýlega samþykkt lög um Lánasjóð
íslenzkra námsmanna og enn
nýrri úthlutunarreglur, sem sett-
ar eru samkvæmt Iögunum.
Helztu nýmæli þessara laga eru
þau að öll lán sjóðsins verða fram-
vegis verðtryggð að fullu. Náms-
menn hafa mótmælt vísitölubind-
ingunni ogþeim ákvæðum úthlut-
unarreglnanna sem þeir telja að
hrekji efnalítið fólk frá námi svo
og fólk sem stofnað hefur fjöl-
skyldur.
Vegna hinnar miklu áherzlu
sem lögð hefur verið á námslánin
hefur því miður ekki verið vakin
nægileg athygli á bágri stöðu Fé-
lagsstofnunar stúdenta en hún
rambar nú i raun og veru á barmi
gjaldþrots.
I eftirfarandi máli hyggst ég
gera nokkra grein fyrir stöðu
stofnunarinnar og þvi verkefni
sem bíður Alþingis i þvi sam-
bandi.
Félagsstofnun
Félagsstofnun stúdenta var
stofnuð með sérstökum lögum í
april 1968. Hlutverk stofnunar-
innar er að annast rekstur og bera 1
ábyrgð á fyrirtækjum í þágu
stúdenta og beita sér fyrir eflingu
þeirra. Stofnunin er sjálfseignar-
stofnun og eru aðilar hennar þess-
ir: menntamálaráðuneytið, Há-
Þetta hús var eitt af fyrstu verkefnum Fs. Það er byggt fyrir framlög rlkissjóðs, stúdenta, Háskólans og
tékkasjóðs. 1 húsinu er mötuneyti, Bóksalan, skrifstofa stofnunarinnar o.fl. til húsa.
Kjartan Gunnarsson
skóli Islands og allir innritaðir
háskólastúdentar. Stofnunin ann-
ast margvislega félagslega þjón-
ustu við stúdenta. Stofnunin rek-
ur t.d. eftirtalin fyrirtæki: þrjá
stúdentagarða, Félagsheimili
stúdenta, Hótel Garð, fjórar kaffi-
stofur, Matstofu stúdenta, tvö
barnaheimili, Háskólafjölritun,
Ferðaskrifstofu stúdenta og Bók-
sölu stúdenta. Þessi fyrirtæki, að
gömlu stúdentagörðunum tveim
undanskildum, hafa flest verið
byggð upp á undanförnum átta
árum. öll eru þessi fyrirtæki
stúdentum mikilvæg. Sennilega
eru þó Bóksala stúdenta, sem flyt-
ur inn og selur á lægsta mögulegu
verði allar kennslubækur sem
stúdentar þurfa að nota, mötu-
neytið og stúdentagarðarnir að
ógleymdum barnaheimilunum
lang mikilvægust. Mikilvægi
þeirrar félagslegu þjónustu, sem
þessi fyrirtæki inna af höndum
fyrir stúdenta liggur í augum
uppa Hverjum heilvita manni
ætti að vera auðsætt að lægsta
mögulega bókaverð, ódýr en holl-
ur matur og óbrotið og ódýrt
leiguhúsnæði fyrir dreifbýlis-
menn á stúdentagörðum eru at-
riði sem hafa veruleg áhrif á fjár-
þörf stúdenta.
Tekjur
Félagsstofnunar
Þeim mætu forystumönnum is-
lendinga sem stóðu að stofnun
Félagsstofnunar stúdenta var
mætavel ljóst mikilvægi þess, að
allir ættu þess kost að njóta
þeirra menntunar, sem geta
Af þessum ívitnuðu orðum sést
mætavel að framsýni og stórhug-
ur ríkti í afstöðu Alþingis til fé-
lagsstofnunar stúdenta. Á fyrstu
árum stofnunarinnar stóð Alþingi
fullkomlega við þessi fyrirheit
sín. Nú er hins vegar svo komið að
stúdentar leggja Félagsstofnun til
mun meira fé af innritunargjöld-
um sínum en Alþingi gerir á fjár-
lögum. Til skýringar á þessu birti
ég hér tvær töflur um tekjur Fé-
lagsstofnunar (Fs) i þeim má sjá
heildarupphæð framlaga Alþingis
og stúdenta og hversu mikið
greitt er pr. stúdent og hafa þær
upphæðir (dálkur 6) allar verið
færðar til verðlags 1969 til þess að
auðvelda samanburðinn.
Fært til verðlags 1969 visi-
fjár- pr. fjár- pr. fjöldi tala vöru
lög stúd- lög stúd- inn- og
þús. ent þús. ent rit. þjón-
Ár kr. kr. kr. stúd. ustu
1969 2.950 2.059 2.950 2.059 1.433 100
1970 6.430 3.794 5.640 3.328 1.695 114
1971 3.480 1.817 2.829 1.477 1.915 123
1972 4.080 1.877 2.914 1.341 2.179 140
1973 4.850 2.000 2.771 1.143 2.425 175
1974 6.850 2.661 2.751 1.069 2.574 249
1975 7.500 2.777 2.005 743 2.700 374
1976 7.600 2.533 1.564 521 3.0001 486
Heildarfjárhæð innritunargjalda
Hluti Fs. og Stúdentaskiptasjóðs
Fært til verðl. 1969
vísi-
heild- heild- tala
ar- pr. ar- pr. fjöldi vöru
fjárh. stúd- fjárh. stúd- inn- og
þús. ent þús. ent rit. þjón-
ár kr. kr. kr. kr. stúd. ustu
1969 634 442 634 442 1.433 100
1970 740 437 649 383 1.695 114
1971 2.017 1.054 1.640 857 1.915 123
1972 2.265 1.039 1.618 742 2.179 140
1973 3.896 1.600 2.226 914 2.425 175
1974 6.947 2.700 2.790 1.084 2.574 249
1975 8.100 3.000 2.166 802 2.700 374
1976 10.800 3.600 2.222 741 3.000’ 486
Reiknað er með 30% hækkun milli ára 1975 og 1976.
þeirra og áhugi stóðu til. Þeim var
það ekki síður ljóst, að þessu
marki yrði ekki náð nema til
kæmi efnaleg aðstoð frá hinu op-
inbera, sem tryggði að enginn
þyrfti sökum fjárskorts að hverfa
frá námi. Þessu marki var ætlun-
in að ná með tvennum hætti. I
fyrsta lagi með setningu laga um
Lánasjóð islenzkra namsmanna
árið 1967 og í öðru lagi með stofn-
un Félagsstofunar stúdenta 1968.
Frumkvöðlum Félagsstofunar
stúdenta var ljóst að hún yrði all
fjárfrekt fyrirtæki ef hún ætti að
geta sinnt skyldum sinum af
rausn og myndarskap. Af þeim
sökum var ákveðið að stúdentar
skyldu á hverju ári inna af hendi
gjald til stofnunarinnar og auk
þess var gert ráð fyrir þvi að
ríkissjóður léti fé af hendi rakna
til stofunarinnar. Stúdentar hafa
ekki svikist um að standa við sinn
hlut og hafa framlög þeirra pr.
stúdent hækkað um 171% frá
1971 til 1975. Á þessum sama tíma
hefur framlag ríkissjóðs pr.
stúdent hækkað um 47%. í frum-
varpi til laga um Félagsstofnun
segir: „Gera verður ráð fyrir, að
framlög rfkissjóðs til félagsmál-
efna stúdenta fari hækkandi á
næstu árum. 1 Noregi tfðkast t.d.
að rfkið leggi fram fé f hlutfalli
við framlag stúdenta. Greaði hver
stúdent 500 kr. þá greiðir rfkis-
sjóður 1.500 kr. á móti honum“.
Af þessum töflum má sjá
hversu mjög hefur sagið á ógæfu-
hliðina um framlög Alþingis. En
ef standa hefði átt við gefin fyrir-
heit hefði framlag Alþingis 1976
átt að vera um 10 millj. f stað 7.6
Framhald á bls. 37
ÞU AUGLYSIR UM
ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í
MORGUNBLAÐINU
\k;ia si\(i.\-
SIMIW KH:
22480