Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1976 11 Úr D júpadal af Arnarhóli - bók um Hallgrím Kristinsson eftir Pál H. Jónsson MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt bókin, Ur Djúpadal af Arn- arhóli, sagan um Hallgrfm Kristinsson, eftir Pál H. Jóns- son. Bókin, sem er 428 blaðsfð- ur að stærð er gefin út af bóka- forlagi Odds Björnssonar. Bókinni er skipt I nokkra kafla með aðalfyrirsögnunum, 1876—1902, 1902—1915, 1915—1923. Fremst í bókinni er formáli, þá er saga Hallgríms rakin, en í bókarlok er tímatal, eftirmáli, helztu heimildir, myndaskrá og nafnaskrá. I eftirmála segir höfundur, að Erlendur Einarsson, for- stjóri Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga, hafi farið þess á leit við sig 1962, „að ég gerði bók um Hallgrim Kristinsson, sem verið hafði fyrsti forstjóri Sambandsins, samkvæmt nú- tíma skilningi á því starfsheiti. Aður hafði aðalfundur i Bifröst samþykkt að slik bók skyldi gerð. Verkefnið freistaði mín til loforðs...“ Við gerð bókarinnar setti ég mér i upphafi fjögur markmið, henni bæri að sýna hvernig ætt- erni, umhverfi og lífsaðstaða hefði mótað Hallgrím Kristins- son í æsku, allt til þess að hann varð fulltíða maður og hóf eig- inlegt ævistarf. Hvernig þjóðfé- lag og mannlif hann hefði búið við. Hver aðalstörf hans voru og öllu öðru fremur, hvers kon- ar maður þessi afkastamikli foringi hefði verið...“ Síðan segir höfundur að hann hafi látið sitja fyrir að tala við rosk- ið fólk fyrir norðan, i Reykja- vik og viðar, sem mundi Hall- grím Kristinsson, þekkti hann og hafði átt samstarf við hann. Þá leitaði hann einnig ritaðra heimilda, prentaðra og óprent- aðra, „svo sem ég hafði vit, þekkingu og aðstöðu til.“ t formála, sem Erlendur Ein- arsson skrifar, segir hann m.a.: „Á sextugasta aðalfundi Sam- bands islenzkra samvinnufé- laga, sem haldinn var að Bifröst í Borgarfirði, hinn 7. júni, 1962, var samþykkt samhljóma að beina því til stjórnar Sam- bandsins, að láta þá þegar hefja heimildasöfnun og síðar ritun ævisögu Hallgríms Kristinsson- ar fyrrum forstjóra Sambands- ins. Stjórn Sambandsins fól mér að fara þess á leit við Pál H. Jónsson, á Laugum, sem þá veitti forstöðu fræðsludeild Sambandsins, að hann gerði bók um Hallgrím Kristinsson. Páll varð við þessum tilmælum og hóf þegar gagnasöfnun og öflun heimilda...“ Bókin um Hallgrim Kristins- son, „Úr Djúpadal af Arnar- hóli“, kemur út á aldarafmæli Hallgríms, og má segja að Sam- vinnuhreyfingin vilji á þann hátt heiðra minningu þessa mikla forystumanns islenzkra samvinnufélaga. Hallgrímur Kristinsson kom til starfa fyrir Samvinnufélögin árið sem Sambandið var stofn- að, 1902, er hann gerðist kaup- félagsstjóri Kaupfélags Eyfirð- inga. Á starfsferli sinum í Sam- vinnuhreyfingunni, markaði hann þau spor í íslenzkt sam- vinnustarf, sem skiptu sköpum fyrir Samvinnuhreyfinguna. Hann féll frá á bezta aldri, að- eins fjörutiu og sex ára og var hann mikill harmdauði Sam- vinnumönnum, enda ástsæll forystumaður... Bókin „Úr Djúpadal af Arnarhóli", greinir frá lífi og starfi Hallgríms Kristinssonar, og þar fléttast inn í sókn og sigrar Samvinnu- hreyfingarinnar á þeim tveim áratugum, sem Hallgrimur kom þar við sögu. Ekki mun ofsagt að einmitt á þessum árum, frá 1902—1923, hafi starfsemi sam- vinnufélaganna orðið að sam- vinnuhreyfingu, og á árunum 1915—1923 breyttist Samband- ið úr félagi i fyrirtæki, með aðalbækistöð i Reykjavik, en skrifstofur erlendis, í Kaup- mannahöfn og Leith í Skot- landi, til þess að sinna innkaup- um og sölu á íslenzkum afurð- um. Stofnsettur var Samvinnu- skóli, tekinn var upp deilda- skipting i Sambandinu, útflutn- ingsdeild og innflutningsdeild, en forstjóri var Hallgrimur Kristinsson. Þótt margt hafi hjálpast að til að efla samvinnufélagsskapinn á tveimur fyrstu áratugum 20. Hallgrfmur Kristinsson. aldarinnar og breyta Samband- inu úr félagi í viðskiptafyrir- tæki á öðrum áratugi aldarinn- ar, þá er ljóst að það var Hall- grimur Kristinsson, sem var leiðtoginn, brautryðjandinn. Hann markaði djúpu sporin: 1. Innleiddi Rochdale- fyrirkomulagið í Kaupfélagi Eyfirðinga árið 1906. Pöntunar- starfsemin var lögð niður, en tekið upp opin búð og fast verð, hliðstætt því, sem gilti í öðrum verzlunum á staðnum, en tekju- afgangi úthlutað til félags- manna að ioknu uppgjöri. 2. Setti á stofn fyrstu skrif- stofu Sambandsins, árið 1915 í Kaupmannahöfn. 3. Setti á stofn aðalskrifstofu Sambandsins í Reykjavik, 1917. 4. Hafði forgöngu um deilda- skiptingu í Sambandinu, 1919. 5. Hann lagði alla krafta sína í að byggja uþp Samvinnufé- lagsskapinn og augljóst er að starfsþrekið hefur verið óvenju mikið, bæði til orðs og æðis. Hann var mælskumaður mikill og átti auðvelt með að fá fólk til fylgis við þann málstað, sem hann trúði á. Bókin um Hallgrím Kristins- son er mikið heimildarit um þróun samvinnufélagsskapar- ins á þeim tíma, þegar Islenzka þjóðin er að vinna stærstu sigra sina i sjálfstæðisbaráttunni. Nýja öldin, sú tuttugasta, færir þjóðinni nýjar vonir um betri daga. Starf ungmennafélag- anna og annarra félagssamtaka var hvatning til nýrra átaka fyrir bættu þjóðlífi á Islandi. Þjóðin fékk nýja trú á landið sitt. Hún fann aukinn mátt, er hún smám saman tók að stjórna málefnum landsins og byggja upp atvinnuvegi sína, verzlun og viðskipti, menntun og menn- ingu. Hallgrímur Kristinsson var einn í forystusveitinni. Hann lét margar hugsjónir Samvinnumanna rætast á þess- um árum. Hann lét ekki sitja við orðin tóm, heldur „leysti i verki viljans merki." Það var gæfa Samvinnuhreyfingarinn- ar, að Hallgrimur Kristinsson skyldi veljast til forystu i ár- daga þessarar aldar, þegar þjóðin var að leggja grundvöll að því velferðarþjóðfélagi, sem hún býr við í dag. Hallgrímur Kristinsson lagði þýðingar- mikla hornsteina í þann grund- völl,“ segir Erlendur Einars- son, forstjóri Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga að lok- um I formála sinum. A bókarkápu segir m.a. að Hallgrimur Kristinsson hafi al- ist upp I fátækt i innlöndum Eyjafjarðar, en rutt sér braut til frægðar og frama með ein- stæðum dugnaði, viljaþreki og atorku. „Um það leyti, sem hann var að stofna eigið heimili og hefja sjálfstæðan búskap var hann ráðinn framkvæmdastjóri Kaupfélags Eyfirðinga á Akur- eyri. Þessi ráðstöfun átti eftir að gerbreyta högum Kaupfé- lagsins sem Hallgrimi tókst á ótrúlega skömmum tíma að breyta úr fátæku pöntunarfé- lagi í öflugt verzlunarfélag. En óneitanlega breytti þessi Framhald á bls. 32 SKUGGSJÁ Fjölbreytt og þjóðlegt efni, m.a. þættir um listamennina Finn Jónsson og Kjarval, dr. Stefán Einarsson og Margréti móður hans, húsfreyju á Höskulds- stöðum, ábúendatal Dísastaða í Breiðdal, lýsing Fossárdals, upp- haf prentlistar og blaðaútgáfu á Austurlandi. Hin mikilvirká, nýlátna skáld- kona lauk rithöfundarferli sínum með þessari fallegu bók, frá- sögnum af þeim dýrum sem hún umgekkst og unni í bernsku heima í Skagafirði og eins hinum, sem hún síðar átti samskipti við árin sem hún bjó á Mosfelli. Stórskemmtilegir og fróðlegir þjóðlífsþættir frá liðinni tíð, frá- sagnir af körlum og konum úr alþýðustétt, raunsönnum aðals- mönnum og höfðingjum eins og þeir gerast beztir. Guirnar Benediktsson RÝNTÍ F0RNAR RÚNIR Snjallar ritgerðir í sambandi við frásagnir fornra rita íslenzkra,sem varpa nýju ljósi á lif stórbrotinna sögupersóna. Gagnmerk bók, sem á sess við hlið íslendinga- sagna á hverju bókaheimili. Saga þolgæðis og þrautseigju, karlmennsku og dirfsku, saga mannrauna og mikilla hrakninga, heillandi óður um drýgðar dáðir íslenzkra sjómanna á opnum skipum í ofurmannlegri aflraun við Ægi konung. Bergsveinn Skú/ason Gamlúr grannar »r« « HUOANS „rroNcoosw, •„ bék, «m bg •wl tcota um hMB,om,Huioi»9, fromUig ia niiOKÍmo > t S P — vtó-5t<it»illoR,l ■Ji.njun," — Dt i. 8. Rhmo, Di*« Uoiucrulv. Stórkostleg bók um undraaflið ESP. - Einnig þú býrð yfir ótrú- legri hugarorku, yfirskilvitlegum hæfileikum. sem gjörbreytt geta lífi þínu og lífsviðhorfum. Allir, sem leita aukins sjálfsþroska, ættu að lesa þessa bók og fara að ráð- um hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.