Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1976 VlK> MORÖdKc kaff/nu GRANI göslari i WillOOGHBV llvada kökubasar er það? ^ HOVlE- Bankastjórinn: Það er heiman- mundur dóttur minnar, sem freistar yðar mest. Biðiilinn: Nei, nei, alls ekki. Bankastjórinn: Jæja, þá getið þér farið, því að ég vil alls ekki fá neinn asna inn í fjölskyld- una.“ Myndasmiðurinn: Heyrið þér, ungfrú góð. Hvers vegna hafið þér bundið kjólinn saman að neðan? Prestur: Hvernig stendur á því, að þér eruð kominn hingað, góði minn? Fangi: Það er vegna þess, að ég ók bíl of hægt. Prestur: Þér eigið sjálfsagt við, að þér hafið ekið of hratt? Fangi: Nei, ég ók of hægt, því að eigandi bílsins náði mér. Ungfrúin: Afsakið, herra, myndasmiður, en ég hef heyrt sagt að maður stæði á höfði r myndavélinni. Enginn sjómaður hefur siglt hér framhjá, án þess að sjá þennan vita. Eg er ekki að leggja saman hvað þetta kostar — heldur kaloríurnar. — Mig dreymdi f nótt að ég væri dauður. Þegar ég vaknaði var ég allur í einu svitabaði. — Þá er svo sem auðvitað, að þú hefur verið á heita staðnum. BRIDGE I UMSJÁ PÁLS BERGSSONAR SPIL dagsins er frá úrslitaleik meistaramóts Suður-Ameríku. Argentína, með Carlos Cabanne í broddi fylkingar sigraði Brasiliu með 28 impum. N-S á hættu, suð- S. 9753 H. 7 T. Á10964 L. 982 Vestur S. 2 H. KD9854 T. 72 L. 7653 Austur S. D10864 H. 63 T. DG83 L. A4 Suður S. ÁKG H. AG102 T. K5 L. KDGIO Cabanne, í suður, var sagnhafi í 3 gröndum. Ha'nn opnaði á 2 lauf- um og vestur sagði 2 hjörtu. Út- spilið var tígulsjö. Nía, gosi og kóngur. Austur tók næsta slag á laufás og spilaði hjarta. Drottning vesturs tók slaginn. Aftur tígull, tekinn með ás blinds. Cabanne tók nú laufslagina. Þegar vestur átti fjórlit var upp komin óskastaðan. 4 lauf, 2 tíglar og a.m.k. 6 hjörtu þýddu einspil í spaða. Blindur Suður S. 9753 S. ÁKG H. — H. ÁG2 T. 106 T. — L. — L. — Austur Vestur S. D1086 S. 2 H. 3 H. K9854 T. D T. — L. — L. — Með fullkomnu öryggi tók Cabanne nú á spaðaás og spilaði siðan hjartatvist. Vestur var þannig neyddur til að spila upp I gaffalinn i hjarta og gefa þannið níunda slaginn. Hefði austur átt hærra hjarta væri hann í sömu aðstöðu og vestur. Hann þyrfti að spila spaða fyrir sagnhafa. Fall- ega unnið úr spili. Cabanne er mjög reyndur spil- ari. Hann hefur 26 sinnum tekið þátt i meistaramóti S.-Ameríku auk nokkurra heimsmeistara- móta. Furðulegur þessi nágranni okkar — hann hendir peningunum út um gluggann — konan hans er kominn í pels. Af hverju litur strax? MÁLEFNI sjónvarpsins hafa verið nokkuð til umræðu að undanförnu og í dag verða þau nokkuð uppi á teningunum hér í Velvakanda. Einn af þeim sem hefur velt nokkuð fyrir sér spurn- ingunni um litsjónvarp hafði ný- lega samband við Velvakanda og hafði þá m.a. þetta að segja: —Nú er mikið talað um litsjón- varp og rætt um að tími sé kom- inn til þess fyrir fólk að endur- nýja tækin sín. Þá er sagt að það borgi sig ekki fyrir fólkið að kaupa aftur svart-hvít tæki, nú sé það eina rétta að kaupa litsjón- varp. Þetta segja bæði forráða- menn sjónvarpsins og þeir sem vinna við viðgerðir á tækjum. Það er kannski vegna þess að það sé miklu meira og vandasamara verk að gera við litsjónvörp og því sennilega meiri vinnu að hafa á næstu árum ef allir eiga litsjón- varp. Einnig má nefna að þessir menn reka margir sjónvarps- tækjasölu og því er það þeirra fyrsta (og kannski eina) heilræði að segja við fólk að það borgi sig ekki að gera við þetta gamla svarthvíta sjónvarp, það borgi sig bara að fara yfir i litinn. En ég vildi spyrja af hverju menn vilja hafa allan þennan hraða á að koma upp litsjónvarpi hér á landi. Það er talað um það í sömu andrá að sjónvarp sjáist mjög illa hér og þar út um landið og því ekki að reyna að vinna að betri uppbygg- ingu sjónvarpsdreifikerfisins áð- ur en farið er að tala um litakerfi. Það er eins og alltaf geti þeir sem úti á landi búa setið á hakanum i mörg ár. Maigret og þrjózka stúlkan Framhaldssaga efftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttír þýddi 33 væri með byssunni, sem hann hafði náð í Avenue de Wagram, sem Lapie gamli hafði verið myrtur. Það var Smith & Wesson byssa. Ekkert leikfang. Ekki vopn sem leikmenn nota, heldur alvarlegt og hættulegt vopn sem er verkfæri þjálfaðs atvinnumanns í glæpaverkum. Kortéri siðar staðfesti Gastinne Renette það sem hann vissi fyrir. — Þetta er rétt, lögregiufor- ingi. Eg sendi yður nákvæma skýrslu með myndum f kvöld... Maigret vildi samt sem áður fyrst koma við á Quai des Or- fevres þar sem hann vildi ganga úr skugga um að ekkert nýtt hefði komið upp á. Nú ber hann að dyrum hjá forstjóran- um og opnar dyrnar. — Nú, þarna eruð þér Mai- gret! Eg hef verið að reyna að ná í yður í síma. Eruð það þér sem senduð Dunan til Rue Lepic? Maigret var hættur að hugsa um það. Já, hann hafði gert það. Svona til vonar og vara. Hann hafði gefið Dunan skipun um að rannsaka vel og vendi- lega herbergi Jaques Petillons á Hotel Beausejour. — Hann hringdi fyrir skömmu... Það litur út fyrir að einhver hafi verið fyrri til... Hann vildi helzt fá að tala við yður sem allra fyrst. Farið þér þangað núna? Ilann kinkar kolli. Hann er önugur og i illu skapi. Ilann getur ekki þolað að einhver raski ákveðnum þankagangí hans og þankar hans nú eru I Jeanneville, ekki f Rue Lepic. Þegar hann kemur niður stig- ann hleypur einn til, einn af mönnunum af biðstofunni. — Er engín von til þess að komast að strax? Ég er með upplýsingar... Maigret svarar ekki. Hann stigur upp i leigubíl og ekur til Place Blanche og þegar hann stigur út úr bflnum finnur hann til svima eitt andartak. Torgið er haðað sólskiní. (Jti- kaffihúsin eru þéttsetin. Það er fólk sem virðist ekki hafa ann- að betra að gera en sitja og drekka kaldan bjór eða fá sér einhverja hressingu I hitunum og fylgjast með þeim sem fram- hjáganga. Maigret öfundar þetta fólk en sú öfund stendur þó ekki lengi. Honum verður hugsað til konunnar sinnar, sem er þessa stundina að taka á móti systur sinni og mági á heimili þeirra á Boulevard Richard-Lenoir. Mikið langar hann til að geta með góðri samvizku setzt hérna níður! Hann hefur fengið lítinn svefn undanfarið. Hann hefur gleypt I sig mat rétt öðru hverju og drukkið það sem hef- ur verið hendi næst hverju sinnf. Hinum finnst að þessi staða sem hann hefur að sjálf- sögðu valið sér, neyði hann til að lifa Iffi allra annarra en sjálfs sfns. Guði sé lof að hann getur dregið sig i hlé eftir nokkur ár! Með stóran stráhatt á hausnum ætlar hann þá að dútla við að rækta garðinn sinn eins og Staurfótur gamli og koma Sér upp góðum vfnkjall- ara og fara þangað annað veifið og fá sér hressingu. — Bjór f einum grænum.. Hann gefur sér naumast tfma til að setjast niður. Hann kem- ur auga á Dunan sem biður eftir honum. — Ég var að vona að þér kæmuð, húsbóndi... Nú skal ég sýna yður. I Jeanneville er Felicie sennilega að útbúa miðdegis- matinn og eldhúsdyrnar eru opnar út f garðinn. Hann gengur inn f þröngan ganginn á llotel Beausejour. Inni á skrif- stofunni situr geypilcga feitur maður i alltof litium stól og hefur fæturna niður 1 vaska- fati. — Ég fullvissa yður um að sökin er ekki mín. Reyndar þurfið þér ekki nema að yfir- heyra Ernest. Það var hann sem vfsaðí þeim upp... Þjónninn Ernest er enn syfjulegri en Maigret þvi að hann er á vakt allan sólarhring- inn og sefur sjaldnast meira en tvær klukkustundir samfleytt segir hann drafandi röddu: — Það var rétt eftir hádegi... Þá er ekki mjög mikið að gera nema f málunum sem þurfa -skjóta afgreiðslu og við höfum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.