Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1976 Sigmar B. G. Þorm- ar — Minningarorð Sunnudaginn 6. des. andaðist í Landspitalanum öldungurinn Sig- mar Þormar garðyrkjufræðingur frá Geitagerði og Skriðuklaustri eins og við minnumst hans, gömlu sveitungarnir. A banadægri vant- aði Sigmar Bergstein, eins og hann hét fullu nafni, aðeins einn dag í að verða 86 ára, fæddur 7. des 1890 að Strönd i Vallahreppi, þar sem foreldrar hans bjuggu. Fjórum árum síðar fluttust for- eldrar Sigmars að Geitagerði I Fljótsdal, og þar ólust þau upp Geitagerðissystkinin átta að tölu, sjö bræður og ein systir. Öll þessi systkini standa mér I barns og unglingsminni, nokkurn veginn jafnaldra eldri systkinum minum. Þetta unga fólk stofnaði ung- mennafélag sem var mér ungum mikill skóli. Þeir Geitagerðis- bræður voru þarna fremstir í flokki, mannslegir i yfirbragði, glaðlyndir og áhugasamir um allt félagslegt starf, fullir af þeirri bjartsýni er einkenndi aldamóta- kynslöðina. Að Sigmari öllum, er aðeins eitt þessara systkina enn á lífi, Andrés Þormar fyrrverandi aðalgjaldkeri Landssimans. Foreldrar Geitagerðissystkin- anna voru hin mikilhæfu og víð- kunnu hjón, Guttormur Vigfús- son, fyrrum alþingismaður og Sig- ríður Sigmundsdóttir. Guttormur var sonur Vigfúsar Guttrmssonar alþingismanns á Arnheiðarstöð- um d. 1856, Vigfússonar prests á Valþjófsstað Ormssonar. Af Guttormsnafninu, upphaf- lega Goðþormur þ.e. sá er þyrmir goðunum, er ættarnafnið Þormar tilorðið. Sigriður.húsfreyjan I Geitagerði var dóttir Sigmundar stúdents Pálssonar á Ljótsstöðum á Höfðaströnd. Föðurætt Sig- mundar var af Fljótsdalshéraði og röktu þau Geitagerðishjón saman ættir sínar. Bæði af hinni alkunnu vefaraætt. Guttormur I Geitagerði var þjóðkunnur maður á sinni tið, lærður búfræðingur frá Noregi og siðar Danmörku, einn af fyrstu er menntuðust erlendis. Hann gerð- ist kennari við Möðruvallaskóla er hann var stofnaður 1881 og tveim árum siðar var Guttormur kvaddur til að verða fyrsti skóla- stjóri við nýstofnaðan búnaðar- skóla á Eiðum i Héraði, var það árið 1883. Enn má finna í túni á Eiðum jarðabætur, er þessi fyrsti skólastjóri þar lét gera, og kirkju þá er enn stendur lét hann byggja 1886. Eftir fimm ára dvöl á Eiðum fluttust skólastjórahjónan að Strönd svo sem fyrr sagði og á meðan hann bjó þar var hann kosinn alþingismaður Sunnmýl- inga 1892 og hélt þingsæti til 1908 er hann féll i kosningunum frægu út af „Uppkastinu" en Guttormur var ákveðinn fylgismaður Hann- esar Hafstein, er braut skip sitt I þeim kosningum. Á þessum árum var Guttormur meðal fremstu manna í opinberu lífi austanlands og heimili hans var alkunnugt fyrir höfðingaskap og gestrisni, þrátt fyrir þröngan efnahag lengst af. Húsmóðirin, hún Sigrið- ur í Geitagerði, átti fáa sína líka fyrir óhagganlega glaðværð og hlýleik I fasi og framkomu við hvern sem að garði bar. I þessu umhverfi ólust þau upp, Geitagerðissystkinin. Sannaðist á þeim hið fornkveðna að fjórðungi bregður til fóstur, bræðurnir til- einkuðu sér áhuga föðurins, al- þingismannsins, á þjóðmálum og öll ljúflyndi móðurinnar en gjörfuleik og myndarbrag og mannkosti beggja foreldranna. Haft var á orði í minu ungdæmi, og talið til tíðinda, hversu sýnt þeim Geitagerðisbræðrum var um ýmis störf, sem kvenfólki einu var ætlað að vinna, nokkuð sem tæpast telst til tiðinda í dag eða ætti að vera. Hjálpfýsi þeirra systkina hvert við annað var og viðhrugðið svo og lipurð þeirra og tillitssemi við hvern sem að garði bar. Allt þetta segir sina sögu, bæði um eðliskostina sem teknir voru að erfðum frá foreldrunum og um þann heimilisbrag, sem ríkti í Geitagerði á uppvaxtarárum þeirra systkina. Það fóstur sem þau brugðust til æ siðan. Sigmar nam í búnaðarskólanum á Eiðum á árunum 1910 — 1912 og reyndist ágætis námsmaður og mikil hjálparhella skólabræðrum sinum í sambandi við þær dönsku kennslubækur, sem kenndar voru, en hann hafði þá dvalið eitt ár i Danmörku. Haustið eftir Eiðadvölina hélt Sigmar enn á ný til Danmerkur nú til náms í garðyrkjufræðum. Hann lauk garðyrkjuprófi frá hinum kunna Vilvorde- garðyrkjuskóla árið 1915. Eftir heimkomuna gerðist hann starfs- maður hjá Búnaðarsambandi Austurlands, og haustið 1915 réðst hann enn til Danmerkur- farar og nú til náms í land- búnaðarháskólanum danska. Þar t Konan mín, KRISTÍN EINARSDÓTTIR, Alftroð 7. verður jarðsett frá Fossvogs- kirkju 15 þ.m. kl 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarspjöld. Sambands Dýraverndurnarfélaga íslands Jón Gíslason. t MARÍA ELÍASDÓTTIR Grundarstíg 19, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju í dag þriðjudaginn 14 desember kl 15 00 e h. Fyrir hönd systkina og annarra vanda- manna Bára Halldórsdóttir. dvaldi hann vetrarlangt og með vordögunum hélt heim enn á ný og tók upp fyrri starfa sinn hjá búnaðarsambandinu. Þau ár er hann starfaði hjá sambandinu fór hann viða um Austurland til fyrirlestrahalds um búfræðileg efni, eankum þá um áhugamál sitt garðyrkjuna. I þvi sambandi má fullyrða að austfirsk garðrækt nýtur enn þessara leiðbeininga hans. Sigmar var vel máli farinn og prýðilega ritfær og alúðleiki hans vann sér'hvers manns hug er hann átti einhver samskipti við. I ársbyrjun 1919 sagði hann starfi sínu lausu hjá Búnaðarsam- bandinu og réðst það ár til bús- forráða á stórbúinu á Skriðu- klaustri hjá Arnbjörgu Sigfúsdóttur, ekkju Halldórs Benediktssonar, er látist hafði árið áður, en Sigmar var þá heit- bundinn Sigriði dóttur þeirra Klausturhjóna. Gengu þau i hjónaband það sama ár, og tóku við búsforráðum. Svo sem mörg- um er kunnugt, einkum þó sem teknir eru að reskjast að sjaldan hefur verið meiri vá fyrir dyrum í íslenskum landbúnaði en á ár- unum eftir fyrri heimsstyrjöld- ina. Verðfall á verðfall ofan á landbúnaðarafurðum og alheims- kreppan í uppsiglingu og fóru þau ungu hjón síst varhluta af allri þeirri vá. I ofanálag bættist svo langvarandi og kostnaðarsamt heilsuleysi húsfreyjunnar, þá var ekki til neinna trygginga eða sjúkrasamlags að grípa. En á hverju sem gekk brást aldrei gestrisnin og viðmótshlýjan, hvort sem þau voru bæði hjónin uppistandandi eða húsfreyjan liggjandi á sjúkrahúsi, sem löng- um var. I langvarandi og erfiðum veikindum hennar brást aldrei umhyggja eiginmannsins, nær- færni hans og næmur skilningur. Svo sem að likum lætur gegndi Sigmar mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sina bæði í hrepps- og sýslunefnd. Árið 1938 ákveður Gunnar Gunnarsson hinn viðfrægi rithöf- undur, er lengi hafði dvalið í Dan- mörku, að flytja heim til íslands og gerast stórbóndi í sveit. Jarðir sem hæfðu fyrirætlunum hans lágu þá ekki á lausu á Austur- landi, en þar vildi Gunnar vera, og gáfu þau hjón, Sigríður og Sig- mar honum kost á að kaupa Skriðuklaustur, sem hann og gerði svo sem kunnugt er. Fórst þeim hjónum líkt og Illuga presti á Hólum Bjarnasyni, er stóð upp- af förðuleyfð sinni og Jón Biskup Ögmundsson hinn fyrsti biskup Norðlendinga gæti sest þar að. Frá Skriðuklaustri fluttu þau hjón Sigríður og Sigmar út að Arnheiðarstöðum, gömlu óðali forfeðra Sigmars og bjuggu þar i nokkur ár, uns þau fluttust til Reykjavíkur. I Reykjavík fékkst Sigmar við ýmisleg störf meðal annars skrúðgarðaræktun og snyrtingu garða. I allmörg ár var hann umsjónarmaður Langholts- skólans og vann jafnframt að garðyrkjustörfum á vorin og sumrin. Er viðbrugðið hversu vel Sigmari samdi við hina galsa- fengna skólaæsku, jafnvel svo vel, að það „gleymdist"? i allmörg ár að hann var orðinn of gamall, samkvæmt reglunni um hámarks aldur til að gegna svona starfi. Sigríði konu sína missti Sigmar í júli 1966, var hún fædd 30. séþt. 1889. Hafði hún hin siðari ár kom- ist til nokkurrar heilsu og annað- ist heimili þeirra hjóna af al- kunnum myndarskap. Þar mætti manni sama viðmótshlýjan og forðum heima í Fljótsdalnum, bæði á Skriðuklaustri og Arn- heiðarstöðum. Sigriður var óveniu velgerð kona, afburða greind og gædd ótrúlegum skiln- ingi á skapgerð og sálarlífi þeirra er hún umgekkst. Þessa óvenju legu sérgáfu hafði hún óefað erft frá föður slnum, Halldóri á Klaustri, eins og hann var jafnan kallaður, og sem gerði hann að hálfgerðri þjóðsagnapersónu. Þau Sigmar og Sigríður eign- uðust fjóra syni, Halldór versl- unarmann, kvæntan Unni E. Kjerulf, Sigurð verkfræðing, kona hans er Ölöf Ásgeirsdóttir frá Húsavík og eiga þau eina dóttur er ber nafn ömmu sinnar, heitir Sigríður Björk, var þessi litla stúkla mikið yndaog eftirlæti afa sins er hann dvaldi á heimili þeirra Sigurðar og Ólafar siðustu æviár sin og naut þar hins besta atlætis og umhyggju. Þriðjasonur þeirra var Atli innkaupafulltrúi giftur Maríu Nielsen frá Seyðis- firði eignuðust þau tvær dætur, Ingibjörgu og Sigriði. Atli dó 1972. Yngstur þeirra bræðra er Valgeir eftirlitsmaður, kvæntur Sigurlaugu Pétursdóttur frá Galt- ará í Gufudalssveit. Fjögur eru börn þeirra þau: Sigmar, Anna, Pétur og Sigurður. Svo sem sjá má af þessari upptalningu var barnabarna skarinn orðinn nokk- ur I kringum afann, og við sem þekktum óvenjuleg barngæði Sig- mars eigum auðvelt með að gera okkur I hugarlund þá gleði sem þau hafa fært honum. Svo sem sjá má af þvi sem hér hefur verið sagt, vorum við Sigmar sveitungar lengi fram eftir árum og var mikill samgang- ur á milli heimila okkar, bæði Geitagerðis og Klausturheimilins. Móðir min og Sigríður í Geita- gerði voru góðar vinkonur og var oft mælst til samfylgdar þegar farnar voru lystireisur til Seyðis- fjarðar, heyri ég enn i huganum dillandi hlátur þeirra. Feður okk- ar Sigmars, þeir séra Þórarinn og Guttormur voru sjaldnast sam- mála, og gat þá stundum hvesst, en þó aldrei þó svo að ékki væri allt gleymt við næstu endurfundi og alltaf væri vikið til vina þegar komið var í Geitagerði. Þegar svo Sigmar gerðist bóndi á Skriðuklaustri, næsta bæ við Valþjófsstað, urðu öll samskipti \ið hann enn nánari, og betri nágranna var ekki hægt að hugsa sér en svo hafði einnig verið í tíð Halldórs tengdaföður hans. Á alla þessa löngu kynningu fellur eng- inn skuggi. Eftir að við fluttumst báðir suður til Reykjavíkur rifjaðist upp gamall kunningsskapur við þau hjón og naut ég enn á ný góðvildar þeirra og gestrisni. Fyrir alla þessa" kynningu færi ég nú að leiðarlokum Sigmari og þeim hjónum báðum einlægar kveðjur og þakkir frá okkur Val- þjófsstaðasystkinum sem eftir lif- um svo og frá gömlu sveitung- unum sem minnast þeirra og heimila þeirra I Fljótsdalnum með vinsemd og virðingu. Við biðjum þeim blessunár guðs á þeim vegum, sem þau nú ganga. Þórarinn Þórarinsson frá Valþjófsstað og Eiðum Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLl skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu lfnubili. Útför STEINUNNAR MAGNUSDÓTTUR Laufásvegi 75 fer fram frá Dómkirkjunru fimmtudaginn 16. desember kl. 2. Blóm vansamlega afþökkuð Andrés Asmundsson Þóra Ásmundsdóttir Sigrlður Ásmundsdóttír Áslaug Ásmundsdóttir Magnús Ásmundsson Tryggvi Ásmundsson Magnús Guðmundsson t Móðursystir min, THEÓDÓRA KRISTMUNDSDÓTTIR, andaðist 1 2 desember Jarðarförin ákveðn síðar Ulrich Richter. t Maðurinn minn SIGURÐUR H. JÓHANNSSON, Lindargotu 41, andaðist 10 desember Sólveig Kristmundsdóttir t Hjartkær dóttir okkar og systir. SIGRÚN ÓLÍNA sem lézt af slysförum 29 nóvember verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 15 desember kl 1 3 30 Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Safnaðarheimili Garðasóknar eða Barnaspitalasjóð Hringsins. Edda Kl. Gústafsdóttir, Carl B. Rassmusson og systkini. t Eiginmaður minn faðir og tengdafaðir BORGÞÓR GUÐMUNDSSON vélvirki, Unufelli 46, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15 desember kl 1 5 00 Blóm vinsamlegast afþökkuð Karen Irene Jónsdóttir Guðmundur Bergmann Burgþórsson - Krístín M. Hallsdóttir Birgir Þór Borgþórsson Ragnar Borgþórsson. Baldur Borgþórsson t Innílegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför. LEONARDS ALBERTSSONAR. fyrrv. vegaverkstjóra. Móðruvallastræti 8. Akureyri, Ásta Friðriksdóttir, Halldór G Guðjónsson, Ulla-Britt Guðjórisson. BiorqvirnLetfötfcdsýqnJl t Fteleq, Þorkelsson, Guðrún Leonardsdóttir, Birgir Stefánsson. Albert Leonardsson, Una Rögnvaldsdóttir, og barnabórn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.