Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1976 VEL flestir bændur úr Mýrdal sóttu fundinn að Ketilsstöðum en einnig voru þar saman komnir bændur úr Meðallandi og Álftaveri eða um 80 manns. Ljósm. Mbl. H.G. Bændafundur aó Ketilsstöóum í V-Skaft.: Aukin afurðalán til bænda forsenda áfram- haldandi búskapar BÆNDUR ! Vestur-Skaftafellssýslu komu saman til almenns bændafundar i barnaskólanum að Ketilstöðum i Mýrdal sl. laugardagskvöld. Til fundarins boðuðu formenn búnaðar- félaga Dyrhólahrepps og Hvammshrepps, Gunnar Stefánsson, bóndi í Vatnsskarðshólum, og Ólafur Pétursson, bóndi Gilj- um, en til fundarins var boðað i framhaldi af almennum bændafundum að Hvoli og í Árnesi, þar sem rædd voru ýmis kjara og baráttumál bænda. Gestir fundarins að Ketilsstöðum voru: Árni Jónasson, erindreki Stéttarsambands bænda, Jón H. Bergs, framkvæmdastjóri Sláturfélags Suðurlands, og Eggert Ólafsson, formaður stjórnar Mjólkurbús Flóamanna. Á fundinn komu vel flestir bændur úr Mýrdal, einnig bændur úr Meðallandi og Álftaveri eða um 80 manns og var skólinn þéttsetinn. Ólafur Pétursson setti fundinn og bauð gesti og fundarmenn velkomna en fundarstjóri var kjörinn Einar Kjartansson i Þórisholti og fundarritari Jón Hjaltason í Götu. Fjörugar umræður urðu á fundinum, sem lauk ekki fyrr en síðla nætur. Rikið ábirgist að bændur fái fullt grundvallarverð Gunnar Stefánsson í Vatnsskarðs hólum flutti framsöguræðu af hálfu funarboðenda og sagði að tilefni fundarins væri erfið fjárhagsstaða bænda. bæði í Vestur-Skaftafellssýslu og annars staðar á landinu Sagði Gunnar fjárhagsstöðu bænda að verða erfiðari en bændur fengju undir risið Fór Gunnar þessu næst orðum um orsakir þessara erfiðleika hjá bændum Hæst ber þar verðráttuna tvö síðast liðin sumur en óþurrkarnir leiddu til lélegs heyfengs og aukinnar kjarn- fóðurgjafar Bændur hefðu þó getað mætt þessum vanda hefðu þeir ekki orðið að leggja sölu- og vinnslufyrir- tækjum sínum til meira og meira fjármagn, hver og einn ^ réttu hlutfalli við magn innleggs Þetta hefðu bændur gert til að þessi ómissandi fyrirtæki þeirra héldu velli og næðu saman endum fjárhagslega Sagði Gunnar að þetta væri ekki nýtt i sögu þessara fyrirtækja en aldrei hefðu þau komið jafn gróflega fram við bændur eins og nú — þegar síst skyldi. — Skýringar hefðu komið fram og hjá Mjólkurbúinu hefði samdrætti í mjólkurframleiðslunni verið kennt um og vissulega væri það trúverðugra en tal um að láglaunabætur og vextir af innstæðum bænda hjá sölufyrirtækjun- um. ættu að teljast til grundvallar- verðs Ekki sagði Gunnar, að bændur hefðu ástæðu til að ætla annað en að vinnslu- og sölufyrirtæki þeirra hefðu hreinan skjöld fjárhagslega enda lægi ekki annað fyrir samkvæmt reikningum þessara fyrirækja Kvað Gunnar stjórnendur Mjólurbús Flóamanna leggja sig fram við rekstur þess eftir bestu getu en taldi ekki réttlætanlegt að Sláturfélag Suðurlands legði Vinnuveitendasambandinu til fram- kvæmdastjóra sinn sem formann sambandsins Um rekstur Slátur- félagsins sagðist Gunnar ekki dómbær, en sér hefði hins vegar skilist að rekstur félagsins væri óþarflega yfir- gripsikill og fé bænda væri þar bundið að nauðsynjalausu. Hann minnti á að jafnan þyrfti þó að leita svars við því hvað væri nauðsynlegt og hvað ekki Að síðustu sagði Gunnar að bændur þyrftu að knýja á fjármálayfirvöld um úrbætur sem svari til þess skaða sem bændur hafa orðið fyrir við rekstur framleiðslufyrirtækja sinna. Vildi Gunnar láta í lög leiða að ríkið tæki á sig ábyrgð á því að bændur fái hverju sinni að fullu greitt verðlagsgrund- vallarverð fyrir afurðir sínar Þá þyrfti að bæta úr vandræðum lánastofnana landbúnaðarins og bændur þyrftu ekki sist að efla samtök sín og ekki síst stéttarlegt gildi þeirra. Gunnar Stefánsson flytur framsöguræðu sfna. Verðbólgan hýðir bændur tveimur vöndum Árni Jónasson sagði, að þessir bændafundir hefðu valdið straum- hvörfum, þeir hefðu sýnt að bændur stæðu saman ef á þyrfti að herða Þeir settu fram sitt mál með rökum og hófsömum tillögum og það væri fagnaðarefni fyrir Stéttarsamband bænda að finna þennan styrk og áhuga meðal bænda, jafnframt þvi sem ýmis- legt væri gagnrýnt og reynt væri að benda á það sem betur mætti fara Það væri eðlilegt og gott. Vék hann síðan að verðlagsmálum landbúnaðarins og ræddi þau ýtarlega. Kom hann m.a að mjög hækkandi sláturkostnaði. sem næmi 139 kr á kjötkiló af dilki og 100 kr af gæru- kílói, en þetta verð næmi 1 /4 til 1/5 af kostnaði bóndans við framleiðsluna, þ.e.a.s. það sem hann fengi fyrir gær- una og kjötkílóið Þetta eitt út af fyrir sig væri hægt að ræða á heilum bændafundi Hins vegar væri það ekki tilefni þess að bændur kæmu saman, heldur það hve seint bændur fengju greitt fyrir kjötafurðir sínar frá 1975 og mjólkurinnlegg, ásamt vöntun á grundvallarverði mjólkur Aðalskaðvaldurinn væri vafalaust óðaverðbólgan, sem hýðir bóndann með tveimur vöndum. geymslu á afurðum hans og geymslu á fé hans Hér yrðu að koma til aukin afurðar- lán til bænda Útskýrði Árni siðan út á hvað afurðalán væri veitt og hvernig og hvenær þau væru greidd Rakti hann síðan ástæður fyrr- greindra örðugleika Sláturfélag Suðurlands vantaði um 100 milljónir af útflutningsuppbótum ríkissjóðs, sem landbúnaðarráðherra hefði lýst yfir á fundinum i Árnesi að yrðu greiddar fyrir 20 desember n.k. Útskýrði Árni siðan hvers vegna útflutningsuppbæt- ur hefðu verið settar á 1 959 eða vegna máls, sem neytendur hefðu tapað fyrir dómi um heimild bænda til að hækka verð á landbúnaðarvörum á innan- landsmarkaði til móts við óhagstæðara verð til útflutnings Þá hefði verið ákveðið af rikisstjórn að veita 1 0% af heildarverðmætum landbúnaðarfram- leiðslunnar til útflutningsuppbóta til að koma i veg fyrir hækkanir á innan- landsmarkaðnum Sömu leiðis rakti hann vanda mjólkurbúa að greiða fullt mjólkurverð til bænda Taka við afurðum fyrir 6 milljarða 5—6 vikum Jón H. Bergs, framkvæmdarstjóri Sláturfélags Suðurlands ræddi einkum um greiðslugetu félagsins og hverjir væru helztu annmarkar þar á — Verð- lagsyfirvöld hefðu tregðast við að viðurkenna nauðsynlegar hækkanir, jafnvel hækkanir samþykktar af sex- mannanefnd Tafir hefðu orðið á út- flutningsuppbótum, eins og fram hefði komið og svo hefði Seðlabankinn gert kröfu á Sláturfélagið um endurgreiðslu afurðaláns um 50 milljónir, sem síðan á síðustu stundu hefði verið framlengt Til að fá fram úrbætur væri barátta fyrir auknum afurðalánum, þvi Ijóst væri að sláturleyfishafar þurftu að taka á móti afurðum fyrir um 6 milljarða króna á 5—6 vikum. en væru síðan í rúmt ár að koma þeim verðmætum i peninga fyrir félagsmenn sina Vék Jón síðan að afurðalánunum i ár Þjarmað hefði verið verulega að sláturleyfishöf- um í ár lánaði Seðlabankinn ekki út á allar einingar afurðanna fyrr en í desember og miðaði þá við birgðir félagsins 1. desember, en ekki alla framleiðsluna Nú væri ekki lengur lánað út á slátrið i heild, heldur hluta þess, og væri sagt að Seðlabankinn lánaði aðeins út á skilaverð — En fáir virtust skilja það — Rakti Jón siðan með dæmi greiðslugetu Slátur- félagsins og tók sem dæmi 14 kg dilk af I verðflokki Fyrir hann ætti bónd- inn að fá samkvæmt verðlagsgrund- vellinum um 7 676 kr Frá drægjust sláturlaunin, ákveðin af sexmanna- nefnd, 2.226 kr Síðan kæmu afurða- lánin, sem næðu hæst i desember. 343 kr. ákgx 14 = 4 802 kr á lifur, hjörtu og nýru 1 50 kr og á gæruna 150 kr x 2,8 kg = 420 kr eða samtals frá Seðlabankanum kr. 5.372.— Segðum síðan að viðskipta- bankinn lánaði það sem hugsanlega næmi hæstu upphæð, en það væri 30% af láni Seðlabankans, kr 1 612.— Samtals væri upphæðin þá 6 984 kr og að frádregnum slátur- kostnaði kr. 4.758.— eða 62% af verðlagsgrundvallarverði Sláturfélags- menn teldu að um 85% sláturkostnað- ar hefðu fallið á dilkinn um áramót og þegar tillit væri tekið til þess væri hlutfallið 66% Eins sagðist Jón hafa reiknað greiðslugetu Sláturfélagsins af 10 kg skrokk i II verðflokki. en þar væri hlutfallið 61%. Þetta væri greiðslugeta Slátur- félagsins til útborgunar að hausti og það væri falskenning að halda þvi fram að sláturleyfishafar héldu eftir pening- um frá bændum. Jón taldi hins vegar að í verðlagsgrundvallarverðinu væri vanreiknaður vaxta- og geymslu- kostnaðurinn, en taldi þrátt fyrir það, að félagið myndi ná þessu verði. en það þakkaði hann fyrst og fremst styrk- leika félagsins, sem væri fólginn i fjölbreyttum rekstri þess í sambandi við afurðarlán Seðlabankans kom Jón að því að Seðlabankinn og Sláturfélag- ið væru ekki sammála um reikningsað- ferðir afurðaláns af gærum, sem skað- aði afurðalánið Síðast vék Jón að orðum Gunnars Stefánssonar, framsöguræðumanns, um að allt að helmingur starfstíma hans færi í störf í þágu vinnuveitenda- sambandsins Spurði hann Gunnar hvaðan hann hefði þær upplýsingar. Jón sagðisi ekki vita að þessi störf hefðu farið í bága við störf hans fyrir félagið Þessi störf væru unnin á kvöldin og næturnar Lýsti Jón siðan störfum sinum í Vinnuveitendasam- bandinu og hvers vegna hann taldi sér skylt að gegna þar starfi Benti hann m a á hversu stór vinnuveitandi Sláturfélagið væri Þar væru um 1 100 starfsmenn þegar flestir ynnu, vinnu- laun næmu um 700 milljónum á ári og t.d. þyrfti að greiða út eftir um 238 launatöxtum. Tók Jón síðan dæmi úr síðasta verkfalli, hversu mjög hann hefði reynt að beita sér fyrir þvi að mjólk yrði keyrð í mjólkurbúin áður en verkfallið leystist og hefði það tekist. þannig að í það skipti unnust tveir mjólkurdagar fyrir bændur. Sagðist Jón sérstaklega vikja að þessu hér, þar sem tilefni hefði orðið til þess Verðstövun kæmi i veg fyrir eðlilega hækkun Eggert Ólafsson form stjórnar Mjólkurbús Flóamanna þakkaði fundarboðendum fundina, þvi þeir veittu bændum fróðleik T: Idi hann að orð Sigurðar á Barkastöðum á Hvols- vallarfundinum, um að útborgunar- getan væri ekki komin undir stjórnun fyrirtækja bænda, heldur þeim aðilum sem fjármagninu réðu í landinu, væru aðalatriði þess vanda sem við væri að etja. Síðan vék Eggert að vandamálum mjólkurdænda Tvö óþurrkasumur hefðu vissulega komið bændum mjög illa, í krónum nefnt næmi minnkunin um 108 þús. á hvern innleggjanda. Skýrði Eggert síðan frá útborgunar- getu Mjólkurbúsins og afurðalánaregl- um þess, sem næmu um 70% af heildarmagni Núna 1 desember væru til vörubirgðir upp á um 200 milljónir króna og rekstrarbirgðir næmu um 40 milljónum, þannig að öllum ætti að vera Ijóst að ekki væri hægt að greiða út mjólkina til bænda, nema með mikl- um afurðalánum. Rakti Eggert síðan hækkanir á ýmsum kostnaðarliðum og hversu verðbólgan væri mikill skaðvaldur fyrir bændur Þessar hækkanir á kostnaðarliðum væri erfitt að sjá fyrir af sex manna nefnd, sem kæmi niður á mjólkurverðinu. Einnig hefði verð- stöðvun í fyrra komið í veg fyrir eðli- lega og samþykkta hækkun sexmanna- nefndar, en einmitt það hefði t.d. einnig verið liður í því að grundvallar- verð náðist ekki fyrir mjólkina á síðasta ári. Hins vegar. þegar litið væri yfir liðin ár kæmi í Ijós, að nær alltaf hefði Mjólkurbúið náð grundvallarverði og greitt vexti umfram það sem önnur mjólkurbú hefðu gert. Takið eftir þetta er kaupið mitt Óskar Jöhannesson, bóndi að Ási i Mýrdal, ræddi um samstöðu bænda. nauðsyn hennar og hvers hún hefði þegar verið megnug. Ræddi hann sið- an búreikninga visitölubúsins og bar saman við eigin búreikninga, sem hann hefði nákvæmlega fært. Kaup hans væri, þegar upp væri staðið, um 192 kr á klukkustund og væri þar engin von um eftirvinnu eða nætur- vinnu, þó vissulega væri þannig oft að vinnu staðið til sveita. [ lokauppgjöri kæmi út að heildarkaup hans væri um 900 þús kr Væru einhverjir I þjóð- félaginu sem vildu vinna fyrir þetta tlmakaup? Þetta væri bændum skammtað og svo væri enginn aðili ábyrgur fyrir þvi að kaupið væri greitt að fullu. hvað þá hvenær, það væri komið undir rekstri og fjármagnsgetu fyrirtækja bænda Ég vil nefna sem dæmi, sagði Óskar, að mig vantar i dag um 700 þús. kr. frá Mjólkurbúi Flóamanna fyrir þetta ár Takið eftir þvi að þetta er kaupið mitt Allar rekstrar- vörur i minu búi verð ég að greiða fyrst og siðast alls fæ ég kaupið mitt. Hvaða stétt myndi vilja hlita þvi að vinna i heilt ár án þess að fá útborgað kaup? Við hljótum að gera þá kröfu að þjóð- félagið standi ábyrgt að greiðslum til okkar Rakti Óskar siðan helztu rekstrarþætti vlsitölubúsins og benti á þá sem hann taldi að væru óraunveru- lega lágir, t d rafmagnskostnaður bús- ins yfir árið, sem næmi um 30 þús kr og viðgerðarkostnaður véla, sem næmi um 130 þús. kr. — sem væri svona rétt fyrir einni stórri vélarviðgerð á verkstæði Framhald á bls. 33 BÆNDAFUNDURINN aS Ketilsstoðum samþykkti eftirfar- andi áskorun til stjórnar Stéttarsambands bænda: 1) Að gerð verSi gangskör að fullnaðar uppgjöri til bænda fyrir mjólk og kjöt framleiðsluárið 1975 samkvæmt verðlagsgrundvelli þess árs. 2) Að séð verði til þess að sem allra fyrst verði leiðréttir vanreiknaðir kostnaðarliðir búrekstursins og þeim gerð full skil inni verðlagsgrundvelli landbúnaðarins svo að bændur fái þar leiðréttingu sem þeim ber. 3) Að gengið verði svo frá málum við fjármálayfirvöld að bændur fái framvegis útborgað 90% af innlagðri mjólk mánaðarlega og 80% af verði sláturafurða á þvi ári sem þær eru lagðar inn. Eftirfarandi greinargerð frá flutningsmönnum þeirrar tillögu. sem lýst hefur verið að f raman var samþykkt af f undinum: Almennur bændafundur l Mýrdal, Vestur Skaftafellssýslu, haldinn í Ketilsstaðaskóla 11. desember 1976. álitur að bændum megi ekki fækka frekar en orðið er eigi bændastéttin að valda hlutverki sínu og halda velli i þjóðfélaginu, viðhalda landbúnaði á jslandi samkvæmt kröfum hvers tima og gegna um leið félags og menningarlegum skyldum sinum við heimili sin og sveit, land sitt og þjóð. Stærðarhlutfall landbúnaðar i undirstöðu og uppbyggingu efnahags- og menningarlifs þjóðarinnar er svo mikið að það er þjóðarnauðsyn, að lifsóryggi bændastéttarinnar sé tryggt og að hún fái valdið hlutverki sinu á hverjum tima. Fundurinn veit og viðurkennir að rosasumrin tvö undanfarið eiga mikinn þátt i þvi hættuástandi, sem nú ríkir i landbúnað inum en telur þó að meiru valdi þar um að lánastofnanir landbúnaðarins hafa eins og hrunið undan þunga dýrtiðarinnar og þvi um sinn verið næstum getulausar varðandi endurnýjun og uppbyggingu I sveitum, samtímis þessu hefur það svo gerst að bændur hafa verið hlunnfarnir um greiðslur fyrir afurðir sinar meira en nokkru sinni fyrr, hefur þó verðlags- grundvöllur búvara jafnframt hrapað æ lengra frá raungildi ár frá ári. Segja má hér um: ekki er ein báran stök, og engan þarf að furða þótt sá atvinnuvegur er fyrir sliku verður og sú stétt sem hann stundar. eigi i vök að verjast fjárhagslega. Ljóst er að þungamiðja erfiðleikanna er fólgin i þvi að bændum bregðast að meira og minna leyti megin þættir lögfestra réttinda í lána-.< launa- og kjaramálum. sem eru algjör forsenda þess að hægt sé að stofna til og reka nútimabúskap á jslandi. Fundurinn leggur áherslu á eflingu og endurnýjun þeirra þátta án tafar og að bændur og samtök þeirra nái fullum tökum á þeim og krefjist bóta fyrir tekjusviptíngar er þeir hafa mátt þola vegna tregðu lánastofnana og aukins reksturskostnaðar afurða- sölu- og vinnslustöðva sinna. sem af þeim sökum hafa ekki greitt þeim hið skjalfesta grundvallarverð búvöru fyrir afurðir sinar undanfarið. Þá leggur fundurinn rika áherslu á að bændur efli félagssamtök sin og hafi þar staðreyndir og sameiningarþörf að leiðarljósi frekar en verið hefur varðandi hugmyndafræði og skipulag svo að möguleikar þeirra og aðstaða jafnt til að sneiða hjá og sigrast á stéttarlegum vanda, aukist verulega frá þvi, sem nú er. Heitir fundurinn á alla bændur landsins að treysta og efla einingarmátt og virkni bændasamtakanna til að hefja i einum áfanga baráttu að þvi marki að afkomuöryggi hinna dreifðu byggða Islands verði ekki lakara en gerist hjá óðrum vinnandi stéttum þjóðfélags ins."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.