Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1976 — Bókmenntir Framhald af bls. 10 á það, að hann hafni mey- fæðingarkenningunni, og hvað fær lfka gefið hrjáðu mannkyni fyrirheit um þann þroska sem leiði til friðar og bræðralags á jörðu ef ekki kenning og kraftaverk mannsins Jesú Krists sem opinberaði óafmáan- lega með lífi sínu guðlegt eðli mannanna, og gæddi með dauða sfnum, upprisu helför og uppstigningu sinn dásamlega boðskap þvf undursamlega andans seiðmagni, sem dæmin sanna allt frá fyrstu dögum kristninnar til vorra daga — og frá er runnið eftir margvísleg- um leiðum velflest það fegursta, bezta og heillavæn- legasta f menningar- og mann- félagsmálum hins vestræna heims og i samskiptum þeirra þjóða, sem þessa veröld byggja? í upphafi lokakaflans vitnar séra Jón til þess fyrirheits sem hið yngsta af guðspjöllunum kveður Jesú Krist hafa gefið skömmu áður en hann vaf pfndur á krossi: „Þegar ég verð hafinn frá jörðu, mun ég draga alla til mín.“ Nú er það NÝ BÓK í ÚRVALI ÍSLENZKRA SAM- TÍMALJÓÐA. íslenzk Ijóð 1964-1973 eftir 61 höfund L -J RITGERÐAURVAL EFTIR 19 ÞJÓÐKUNNA MENN íslenzkar úrvalsgreinar ■m ÁfíSR/m TVÖ: Almanak CZZ__m _ MEÐ =r~JgS ÁRBÓK ÍSLANDS m. og Andvari Menningarsjóður og Þjóðvinafélagið AI.MANAK Belgískir frotte og velúrsloppar frá Sancolux fyrir jól í fyrra se/dust þeir upp á 2 dögum Nú er ad grípa tækifærid KÓRÖNA “ N. jj 1 IL BÚÐIRNAR \R^LsiS)Aðalstræti 4 vjð Lækjartorg ik 1 óhagganleg staðreynd, að með hverju árinu sem liður verður hinn kristni hundraðshluti mannkyns minni. Er það svo ekki með ólfkindum, að fyrir- heitið dásamlega muni verða að veruleika. Svo mætti það virðast skammsýnum manni. En séra Jón er svo hugfanginn af Jesú Kristi og boðskap hans, sem aftur og aftur f sögu okkar og annarra þjóða hefur sýnt sig að vera ómótstæðilegur að hann fær ekki sætt sig við þá hugsun, að fyrirheitið eigi ekki eftir að rætast. Kristnin er ekki ennþá orðin fullra tvö þúsund ára, en mennirnir hafa lifað á jörðu hér að minnsta kosti í tvö þúsund aldir. Og vfsindin telja að jarðarhróið muni enn reynast óralengi byggileg. Séra Jón leyfir sér svo að treysta því að sá, sem er öllum öðrum lang- sýnni f tíma og rúmi, hafi séð fyrirheit sitt rætast í fjarlægri framtíð. Hrakspáin um heims- endi af völdum hinnar ógn- þrungnu atómorku f höndum ofstækistrylltra heimsvalda- sinna muni þvi ekki rætast frekar en aðrar hinar fjöl- mörgu slíkar spár, og minnir þetta mig á það, sem hinn grandvari guðsmaður, séra Sig- tryggur Guðlaugsson, sagði við mig þegar ég lét í ljós f samtali við hann ugg um, að nasisminn .kynni að sigra f hinni ægilegu heimsstyrjöld. Hann mælti: Verksmidju útsala Álafoss Opiö þriójudaga 14-19 fimmtudaga 14—18 á útsolunm: Flækjulopi Hespulopi Flækjuband Endaband Prjónaband Vefnaðarbútar Bílateppabútar Teppabútar Teppamottur Á ALAFOSS HF MOSFELLSSVEIT CASIO-LC ÚR Verð frá kr. 22.755 - CASIO-LC armbandsúr býður uppá: 0 Klukkust., min., 10 sek., 5 sek., 1 sek. 0 Fyrir hádegi / eftir hádegi. 0 Mánuður, dagur vikudagur. 0 Sjálfvirk dagatalsleíðrétting um mánaðamót. ^ Nákvæmni + + 12 sek. á mánuði. £ Ljóshnappur til aflestrar i myrkri. , 0 Rafhlaða sem endist ca. 15 mán. ð 15 sek. verk að skipta um rafhlöðu. £ Ryðfritt stál. ^ 1 árs ábyrgð og viðgerða- þjónusta. STÁLTÆKI Vesturveri- Sími 27510 „Guð almáttugur leyfir það ekki.“ Lokaorð séra Jóns eru þessi: „Ég lofaði þvf er ég lét að þeirri beiðni að skrifa þessa bók, að segja frá lffi mfnu og lffsviðhorfum. Um lff mitt var auðvelt að skrifa, Þar var ekki frá svo mörgu að segja. Um lffsviðhorf mfn gegndi öðru máli, og sérstaklega vegna þess, að lokakaflann vildi ég skrifa um viðhorf mitt til hans, sem ég sé þó enn eins og barn, aðeins í „skuggjsá og óljósri mynd“, en er þó það dýrmætasta sem hug- ur minn grfpur og von mfn er bundin við, von mfn um manninn bæði þessa heims og annars.“ Höfundur þessarar ritsmiðar getur ekki stillt sig um að segja að lokum frá því, að meðan hann vann að henni, varð honum stundum svo órótt, að hann spratt upp frá skrif- borðinu og gekk hugsandi um gólf, og velti því fyrir sér — eins og raunar stundum áður, — hvernig því muni liða, hinu „rétttrúaða" fólki, sem er sann- fært um, að það sjálft sé hólpið f trú á að Jesús Kristur hafi með blóði sínu friðþægt fyrir syndir þess — og að allra þeirra, sem ekki hafi þessa trú, bíði eilff útskúfun. Þetta hólpna fólk verður ef til vill að búa i næstu íbúð við villu- ráfandi vftisbörn, vinna með trúleysingjum eða rangtrú- uðum, á máski systkini, for- eldra jafnvel börn, sem ganga á vegi glötunarinnar. Mikill meirihluti hins hólpna fólks hlýtur að þjást í návist, jafnvel nánustu ættartengslum, við hina villuráfandi vegna þess sem þeirra bfður, og einnig af þeim sökum, að vissulega er þarna svo alvarleg smithætta, að hún getur kostað þann hólpna sína eigin sáluhjálp. Svo hefur þá ekki meira en svo harðsvfruðum greinahöfundi dottið f hug, að það sé tilvalið verkefni handa næstu presta- stefnu á hinu fornhelga biskupssetri, Skálholti, að ræða þetta augljósa vandamál og sfðan samþykkja lífsreglur og viðvörun, sem sé f fyllsta sam- ræmi við hvort tveggja, boð Krists um náunganskærleika og hina yfirþyrmandi smit- hættu. Mýrum I Reykholtsdal 7. nóvember 1976 Guðmundur Gfslason Hagalfn Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi frá Félagi Sameinuðu þjóð- anna á Islandi: Hinn 11. desember var dagur Barnahjálpar Sameinuðu Þjóð- anna. Kvenstúdentafélag Islands hef- ur f mörg ár beitt sér fyrir fjár- söfnun handa Barnahjálp Sam- einuðu Þjóðanna til hjálpar van- nærðum, sjúkum og hjálparþurfa börnum f vanþróuðum löndum vfða um heim. Slík fjáröflun hef- ur einkum farið fram f sambandi við jól, áramót og merkisatburði ýmiss konar. Hér á landi hafa bóka- og rit- fangaverslanir — fyrir atbeina Kvenstúdentafélagsins — selt kort Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna. Með þessum hætti hef- ur safnast talsvert fé I sjóð til framangreindrar hjálparstarf- semi. Þar hefur sannast að „safn- ast þegar saman kemur“. En það er í mörg horn að lfta f þessum efnum í hinum stóra van- þróaða heimi, og fréttir þaðan gefa — þvi miður — til kynna, að mikil þörf sé þar fyrir hendi fyrir enn aukna aðstoð við Barnahjálp Sameinuðu Þjóðanna. Höfum þetta f huga. A vegum Kvenstúdentafélags tslands eru veittar nánari upplýs- ingar um Barnahjálp Sameinuðu Þjóðanna. I síma 34260 (f Rvík) eru einnig afgreiddar pantanir á kortum Barnahjálparinnar, svo og önnur gögn, sem þar er hægt að fá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.