Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 48
Demantur m
æðstnr eðalsteina -
<§till Sc ásxlfur
Laugavegi 35
ÞRIÐJUDAGUR 14. DEÍlEMBER 1976
Mál Guðbjarts Pálssonar:
Bæjarfógeti vísar málinu til
sakadóms en sakadómur hafnar
Frá athöfninni á Austurvelli s.l. sunnudag er kveikt var á norska
jólatrénu, en tvær litlar dætur borgarstjóra, tvíburar, tendruðu
Ijósin. Þessa mynd tók Ól. K. M. af foreldrum með barn sitt að
horfa á jólasveinana sem skemmtu á húsþökum eftir að kveikt
hafði verið á jólatrénu. I.jósin frá trénu tindra til vinstri á
myndinni, en eftirtektin í andliti barnsins leynir sér ekki.
Beðið úrskurðar saksóknara
— Guðbjartur í ferðum milli
Reykjavíkur og Keflavíkur
RANNSÓKN í málum bifreiða-
stjóra þess, sem setið hefur f
gæzluvarðhaldsfangelsi í Kefla-
vík undanfarið, tók nýja og
allóvænta stefnu í gærdag. Bæjar-
fógetinn f Keflavfk ákvað þá að
rannsókn í máli mannsins skyldi
hætt af hálfu embættis hans og
það sent sakadómi Reykjavfkur
til meðferðar. Sakadómur
Reykjavíkur neitaði hins vegar
að taka við málinu og sendi það
áfram til rfkissaksóknara til
ákvörðunar. Reynt var í fram-
haldi þessa að fá fangann hýstan í
fangelsinu í Síðumúla en það
reyndist ekki unnt þar eð skjöl
varðandi vistun hans reyndust
ekki fullnægjandi. Varð því að
flytja fangann aftur til Kefla-
vfkur sfðdegis f gær en í gær-
kvöldi þegar Morgunblaðið hafði
sfðast fréttir var fanginn aftur á
leið til Reykjavíkur, þar sem
koma átti honum fyrir í Sfðu-
múla, enda mun þá hafa verið
gengið frá öllum formsatriðum af
hálfu bæjarfógetaembættisins.
Kemur nú væntanlega í hlut
ríkissaksóknara að ákveða hvar
mál bifreiðastjórans verður
rannsakað, en eins og fram hefur
komið kærði réttargæzlumaður
bifreiðastjórans gæzluvarðhalds-
úrskurðinn til Hæstaréttar og er
þess að vænta að rétturinn felli
úrskurð i máli þessu næstu daga.
Jafnframt mun í dag ákveðið af
hálfu dómsmálaráðuneytis hvort
skipaður verði sérstakur setu-
dómari til að rannsaka tildrög
handtöku manns þess, sem ók bif-
reiðastjóranum til Suðurnesja þá
er þeir voru báðir handteknir, en
hann hefur krafizt slíkrar rann-
sóknár.
Það er venja Morgunblaðsins að
birta ekki að jafnaði nöfn i tilvik-
um sem þessum nema játning eða
Framhald á bls. 47
, ....... -
Færeysku skipin
búin með kvótann
og farin af miðunum
FÆREYSKIR togarar og linuskip
yfirgáfu Islandsmið s.l. laugar-
dag, en þá voru þau búin að fiska
upp i þann kvóta, sem um var
samið í marzmánuði s.l. en kvót-
Saksóknari ákærir sjö manns:
Ákæruatriði ná til manndráps,
nauðgunar, þjófnaða, skjalafals,
fjársvika og fíkniefnabrota
RlKISSAKSÓKNARI höfðaði
með ákæru sl. miðvikudag opin-
bert mál á hendur sjö ungmenn-
um, sem komið hafa við sögu I
hinum meiriháttar sakamálum,
sem hér hafa verið til rannsóknar
Fyrsta vinna
í frystihúsinu
eftir árshlé
Bíldudal 13. des.
HAFRfJN hinn margumræddi
bátur, er nú búin að fara í einn
róður á línu og aflaði hann um 6
tonn. Er hann nú í öðrum róðri
sinum, en þetta hefur skipt þeim
sköpum að í dag var í fyrsta sinn í
liðlega eitt ár unnið í frystihúsinu
hér á staðnum, en siðast var
unnið þar í september s.l. ár. píii
sfðustu misseri, og sitja fimm
þeirra enn I gæzluvarðhaldi
vegna rannsóknar Geirfinnsmáls-
ins. Sakarefni eru ( átta
meginþáttum og taka til
manndráps, hlutdeildar ( þeim
verknaði, brennu, nauðgunar,
þjófnaðarbrota, skjalafals, fjár-
svika og brota á ávana- og
fíkniefnalöggjöf.
Fólkið, sem hér um ræðir, er
samkvæmt fréttatilkynningu
ríkissaksóknara Kristján Viðar
Viðarsson, Grettisgötu 83,
Reykjavik, nú gæzlufangi í
Reykjavík, fæddur 21. apríl 1955 I
Reykjavík; Sævar Marinó
Ciesielski, Þverbrekku 4, Kópa-
vogi, nú gæzlufangi í Reykjavík,
fæddur 6. júlí 1955 að Stóra-Hofi i
Gnúpverjahreppi, Árnessýslu;
Tryggvi' Rúnar Leifsson, Selás-
bletti 14, Reykjavík, nú gæzlu-
fangi í Reykjavik, fæddur 2.
október 1951 i Reykjavík; Albert
Klahn Skaftason, Laugavegi 46A,
Reykjavik, fæddur 16. febrúar
1955 i Reykjavík; Erla Bolla-
dóttir, Þverbrekku 4, Kópavogi,
nú gæzlufangi i Reykjavik, fædd
Framhald á bls. 47
Viðræður í
Briissel á
fimmtudag
TÓMAS Tómasson, sendiherra
tslands ( Brússel mun verða (
forsæti fyrir viðræðunefnd
tslendinga ( samninga-
viðræðunum um gagnkvæm
fiskveiðiréttindi, sem hef jast (
Brússel á fimmtudag. Tómas,
sem nú er staddur hér heima
til þess að undirbúa
viðræðurnar, fer utan á
morgun.
Ekki var í gær gefið upp
hverjir yrðu með Tómasi í við-
ræðunefndinni, en búast má
við þvi að i nefndinni sitji
bæði fulltrúar sjávarútvegs-
ráðuneytisins og Hafrann-
sóknastofnunarinnar, auk ef
til vill fleiri fulltrúa frá utan-
ríkisráðuneytinu. I gær var
ekki ljóst, hver yrði í forsæti
fyrir viðræðunefnd Efnahags-
Framhald á bls. 47
inn átti að gilda þar til i marz á
næsta ári. Samkvæmt þeim upp-
lýsingum, sem Morgunblaðið fékk
hjá Pétri Sigurðssyni, forstjóra
Landhelgisgæzlunnar, I gær, þá
voru 11 færeysk fiskiskip á mið-
unum við Island s.l. föstudag, 6
skuttogarar og 5 línuskip. Sam-
komulag Færeyinga og Islend-
inga frá því i marzmánuði sl.
gerði ráð fyrir að Færeyingar
mættu veiða 17 þúsund tonn af
fiski við Island næstu 12 mánuð-
ina, þar af 8000 tonn af þorski.
Þótt nýtt samkomulag yrði gert
við Færeyinga á næstunni, gætu
þeir aldrei hafið veiðar á Islands-
miðum fyrr en eftir fjóra mánuði,
þar sem samkomuiagið rennur
ekki úr gildi fyrr en i marz. Sam-
kvæmt þeim upplýsingum, sem
Mbl. hefur aflað sér, þá eru ekki
neinar viðræður við Færeyinga
fyrirhugaðar á næstunni.
Þegar samkomulag Færeyinga
og Islendinga um veiðar innan
Framhald á bls. 47
Leita að líki Geir-
finns við Kolviðarhól
LÖGREGLUMENN hafa undan-
farna daga leitað að Ifki Geirfinns
Einarssonar ( grennd við
Kolviðarhól, en eftir þvf sem
Morgunblaðið kemst næst hefur
hún ekki borið árangur enn sem
komið er. Af hálfu rannsóknar-
aðila er varizt allra frétta af leit
þessari.
Morgunblaðinu er þó kunnugt
um, að rannsóknaraðilar telja sig
hafa visbendingu um að lík Geir-
finns sé að finna í grennd við
Kolviðarhól, og jafnframt að þeir
telji þessa vísbendingu raun-
hæfari en jafnan áður, þegar leit
að líkum hefur farið fram út af
þeim tveimur mannshvörfum,
sem til rannsóknar hafa verið
undanfarin misseri.
Lögreglumenn leituðu á
þessum slóðum bæði á fimmtudag
og föstudag, en aðstæður til leitar
voru þá mjög slæmar báða
dagana, vegna veðurs svo að þess
er að vænta að leitað verði nánar
á þessu svæði á næstunni.