Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1976 47 — Mál Guðbjarts Framhald af bls. 48 dómur liggi fyrir en þar sem mál þetta hefur tekiðall sérstæða stefnu þykir Morgunblaðinu ekki fært að halda þeirri venju að þessu sinni. Maðurinn sem hér um ræðir er Guðbjartur Páls- son, bifreiðastjóri Haukur Guðmunds- son, rannsóknarlögreglumaður í Kefla- vík, og Kristján Pétursson, deildarstjóri í tollgæzlunni á Keflavíkurflugvelli, hafa um skeið kannað feril Guðbjarts og meint fjársvikabrot hans, og enda þótt Guðbjartur væri handtekinn á þeirri forsendu að vera með smyglað áfengi í fórum sínum, munu yfir- heyrslur einnig hafa snúizt um þau atriði Ákvörðun bæjarfógeta í Keflavík um að rannsókn á máli Guðbjarts skyldi hætt þar við embættið í gær kom þeim báðum á óvart, og í viðtali við Morgunblaðið, sem birtist hér á eftir, segir Kristján Pétursson. að mál Guðbjarts sé í raun umfangsmesta fjársvikamál sem upp hafi komið hér á landi, jafnframt því sem hann telur ekki einleikið, að jafnan þegar þeir Haukur fáist við umfangsmikil sakamál, séu þau tekin af þeim og fengin öðrum aðilum. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Jón Eysteinsson, bæjarfógeti i Keflavík, að hann hefði tekið þá ákvörðun í gærmorgun að málið skyldi sent sakadómi Reykjavikur til með- ferðar á þeirri forsendu að Guðbjartur ætti löghemili i Reykjavík og eins vegna þess að kæra á hann lægi fyrir hjá sakadómi Reykjavíkur, þannig að eðlilegt væri að þessi mál yrðu samein- uð Viðar Olsen, rannsóknardómarinn i máli þessu syðra, kvaðst ekkert vilja um málið segja þar eð hann hefði ekki lengur með það að gera. Morgun- blaðinu er hins vegar kunnugt um, að kæra sú á Guðbjart hjá sakadómi Reykjavíkur var fyrir sex mánuðum send embættinu í Keflavík þar eð yfir- heyra þurfti þar aðila í sambandi við kæruna. Mun þetta atriði hafa fléttazt inn í rannsókn þá sem farið hefur fram i Keflavík undanfarið á máli Guðbjarts. Að ákvörðun bæjarfógeta voru tveir lögreglumenn úr Keflavík sendir með Guðbjart til Reykjavíkur, þar sem þeir áttu að afhenda hann sakadómi Reykjavíkur ásamt ýmsum gögnum varðandi rannsókn málsins. Þar á meðal var peningakassi Guðbjarts en ekki hafði hins vegar fundizt lykill að skápnum, svo að Haukur Guðmunds- son, rannsóknarlögreglumaður, var kominn miðja vegu til Keflavikur frá Reykjavík með lásasmið þegar hann mætti lögreglumönnunum tveimur með Guðbjart og peningaskápinn, sem átti að fara að opna Þegar í sakadóm Reykjavíkur kom var lögreglunönnunum tilkynnt, að embættið sæi ekki ástæðu til að taka við þessu máli Staðfesti Halldór Þor- björnsson, yfirsakadómari, þetta i viðtali við Morgunblaðið og kvaðst hann hafa sent bréf bæjarfógeta í Keflavík áfram til ríkissaksóknara til umsagnar og ákvörðunar. Þessu næst fluttu lögreglumennirnir úr Keflavik Guðbjart í fangelsið í Síðumúla til að fá hann vistaðan þar, en þar sem skjöl hans reyndust ekki fullnægjandi treysti fangelsisstjórinn sér ekki til að taka við Guðbjarti. Varð því að flytja Guðbjart aftur til Keflavíkur síðdegis í gær, og þar mun hafa verið gengið frá öllum formsatriðum, þar sem í gærkvöldi voru lögreglumennirnir aftur á leið til Reykjavíkur með Guðbjart Pálsson og ferðinni heitið í Síðumúla. Um það leyti sem komið var með Guðbjart til Reykjavíkur I fyrra skiptið krafðist réttargæzlumaður Guðbjarts að hann yrði látinn laus, þar sem fyrir lá af hálfu bæjarfógetaembættisins í Keflavik að málinu gegn Guðbjarti væri lokið af þess hálfu og yfirlýsing af hálfu saka- dóms Reykjavíkur um að þar væri ekki talin ástæða til að taka við málinu. Ekki varð þó af því, að Guðbjartur væri látinn laus, þar sem embættið í Kefla- vik mun hafa endurskoðað afstöðu sina og ákveðið að taka ábyrgð á Guðbjarti enn um sinn Morgunblaðið hafði í gær tal af Kristjáni Péturssyni. deildarstjóra toll- gæzlunnar : Keflavíkurflugvelli, og spurði hann álits á þessari þróun málsins Fer samtalið orðrétt hér á eftir og skal tekið fram að Kristján ber að sjálfsögðu sjálfur ábyrgð á ummælum sinum: „Maður getur ekki lengur orða bund izt, sagði Kristján, „Það má segja að um leið og farið er að gera athuganir á málum, sem eru umfangsmikil og til- teknar stéttir manna í þjóðfélaginu virðast fléttast inn í, þá er bara eins og himinn og jörð séu að farast. Við erum búnir undanfarna mánuði að gera at- huganir á mjög breiðum grundvelli er óhætt að segja á athöfnum fjölmargra aðila vegna meints fjármálamisferlis, sem getur náð allt að 20 ár aftur í tímann.” Kristján var spurður hvort einhverjir áhrifamenn hefðu tengzt rannsókn þeirra. „Þvi er ekki að neita að þetta mál varðar tilteknar stéttir," svaraði Kristján, „tiltekna áhrifaaðila og þetta eru bæði ýmsir athafnamenn í við- skiptalifinu, þetta eru lögmenn og þetta eru bankamenn til dæmis, svo að eitthvað sé nefnt. En mér finnst það meginatriði málsins, að það var svo i tíð Valdimars heitins, fýrirrennara nú- verandi ríkissaksóknara, og var meira að segja lengst af hjá núverandi sak- sóknara og ég veit ótal dæmi þess, að þegar eitthvert embætti eða rann- sóknaraðilar höfðu hafizt handa um rannsókn mála, þá var málinu lokið í þeirra embætti og beinlínis beðið um það Það er hins vegar svo með ákveð- in mál, sem við Haukur höfum verið viðriðnir undanfarið. að það virðist aðalkeppikeflið að koma málum, þ.e.a.s. þegar um er að ræða mjög umfangsmikil mál, úr okkar höndum. Þá verður manni á að spyrja eða hugsa Af hverju er betra að þetta sér í höndum t.d. sakadóms. Síðan ætla ég engan dóm að leggja á það ' Kristjáni var bent á, að bæjarfógeti í Keflavík kvæðist eiga frumkvæðið að því að hætta rannsókn málsins þar hjá embættinu „Ég veit ekkert um það að hvers fumkvæði þetta er, ég tek það fram,” svaraði Kristján, „en það er að mínu mati jafn óskynsamlegt hvort sem það er að hans frumkvæði eða einhvers annars að taka mál úr hönd- um aðila, sem búnir eru að eyða mörg- um mánuðum í að gera athuganir og kannanir á þessu og ég leyfi mér að efast um að sakadómur sé neitt hrifinn af því að fá þetta mál fremur en Gámamálið á sinum tima Ég veit ekki hvers vegna er ve.rið að þrengja þessu upp á stofnun sem segist vera svo yfirhlaðin störfum, að þeir sjái ekki út *úr því Hitt er annað mál, að það er min skoðun að strax og mál þetta kom hefði átt að hefjast handa og setja setudómara í þetta mál og þá hefði verið eðlilegt að fá fullrúa hjá bæjar- fógetanum i Keflavik Og við hefðum haldið áfram með rannsókn þessara mála og fengið þá aðstoð að sjálfsögðu sem nauðsynleg var. Aðalatriðið er, að ég leyfi mér að fullyrða að hér sé um að ræða umfangsmesta fjársvikamál sem um getur i íslenzkri dómsmála- sögu. Það er mitt mat á þessu máli og stærðargráða þess er mun stærri en nokkurra annara mála, sem mér er kunnugt um." Kristján var spurður hvort þeir Hauk- ur Guðmundsson hefðu viðað að sér miklum gögnum um mál þetta. „Vita- skuld höfum við safnað miklu af göng- um og þessi mál eru dæmigerð fyrir það að ná trúnaðarsambandi við fólk einmitt í þessum málaflokki, sem eru bæði upplýsingar og gögn, sem við höfum að sjálfsögðu aflað okkur." Kristján var þá spuriSur álits á þeirri gagnrýni sem fram hefði komið á það hvernig staðið var að handtöku Guð- bjarts Pálssonar og ökumanns hans „Það er bæjarfógetaembættið í Keflavík sem tekur ákvörðun um hana og ég á náttúrulega engan þátt í þess- ari handtöku á einn eða annan hátt og tek það skýrt fram. Hins vegar var það ætlun okkar Hauks, sem rannsakað höfðum þetta mál að fara að ræða við þennan mann innan skamms tlma Þeir tóku þannig ákvörðunina um handtök- una og síðan var formlega beðið um aðstoð mína I þessu máli, þegar búið var að opna það af bæjarfógetanum í Keflavík, sem ég hef og veitt," sagði Kristján að lokum. — Saksóknari Framhald af bls. 48 19. júlf 1955 í Reykjavík; Asgeir Ebenezer Þórðarson, Sigtúni 35, Reykjavik, fæddur 15. ágúst 1950 í Reykjavík, og Guðjón Skarphéðinsson, Rauðarárstíg 32, Reykjavík, nú gæzlufangi í Reykjavík, fæddur 19. júli 1943 i Vatnsdal A-Húnavatnssýslu. I fréttatilkynningu rikis- saksóknara segir svo: Eru sakarefni ákæruskjals rakin i átta meginþáttum. Fjallar fyrsti þátturinn um manndráp, þar sem ákærðu Kristjáni Viðari, Sævari Marínó og Tryggva Rún- ari er gefið að sök að hafa aðfarar- nótt sunnudagsins 27. janúar 1974 í félagi ráðist á Guðmund Einars- son, Hraunprýði, Blesugróf, fæddan 6. október 1955, i kjallara- Ibúð að Hamarsbraut 11. Hafnar- firði, þáverandi heimili ákærða Sævars Marinós, og misþyrmt honum svo, þar á meðal með hníf- stungum, er ákærði Kristján Viðar veitti honum, að hann hlaut bana af, og komið liki síðan fyrir á ókunnum stað. Ákærða Albert Kalhn er gefið að sök eftirfarandi hlutdeild í fyrrgreindum verknaði með því að veita meðákærðu Sævar Marinó, Kristjáni Viðari og Tryggva Rúnari liðsinni við að fjarlægja og koma líki Guðmundar fyrir á ókunnum stað og þannig leitast við að afmá um- merki brotsins, bæði þegar fyrr- greinda nótt og síðar siðla sumars s.á., er líkamsleifar Guðmundar voru fluttar á enn annan stað. Fóru flutningar þessir fram í bif- reiðum er ákærði Albert Kalhn hafði til umráða og ók. Ákæruefni annarra þátta ákæruskjals taka til brennu, nauðgunar og þjófnaðarbrota Tryggva Rúnars, skjalafals, þjófnaðar og fjársvika Sævars Marínós og Erlu, þjófnaðarbrota Kristjáns Viðars svo og til brota þeirra Sævars Marinós, Ásgeirs Ebenezers, Alberts Klahn og Guð- jóns á löggjöf um ávana- og fíkni- efni. Máli þessu hefir verið visað til dómsmeðferðar við sakadóm Reykjavíkur. — Viðræður Framhald af bls. 48 bandalagsins, en þar sem um er að ræða embættismannavið- ræður, var jafnvel búizt við þvi að Finn Olav Gundelach tæki ekki þátt í þessum hluta við- ræðnanna og að Irinn Emon Gallagher yrði þá í forsæti, en hann var hér með Gundelach í þau tvö skipti sem könnunar- viðræður fóru fram i Reykjavík. — Færeysku Framhald af bls. 48 200 milna fiskveiðilögsögu Is- lands var gert, var miðað við þann afla, sem Færeyingar veiddu á Islandsmiðum, milli 12 og 200 mílna, árið 1974. Það ár veiddu þeir alls 19.500 lestir, þar af voru saltfisktogararnir með 3000 lestir, og 7.800 lestir voru Isaðar. Þann 27. nóvember s.l. höfðu færeysk fiskiskip fengið 15.217 tonn af fiski á Islandsmiðum frá þvi í marz, þar af voru 7.400 tonn þorskur. Þann dag voru 11 skip á veiðum við Island og var talið að þau myndu fylla í 17.000 tonna kvótann,’og þá fór sjávarútvegs- ráðuneytið þess á leit við Færey- inga að þeir yfirgæfu Islandsmið á miðnætti laugardagsins 11. des- ember. — Þórhallur Framhald af bls. 2 myndir, en 11 þeirra eru til sölu. Allar eru myndirnar vatnslita- myndir og af landslagi, og auk mötiva úr nágrenni Sandskeiðs má kenna myndir frá Þingvöll- um, Herðubreið, Austfjörðum, o.fl. Allar eru myndirnar verðlagðar á bilinu 7—17 þúsund krónur. Þórhallur sagði okkur, að hann hefði stundað myndlistarnám I Handíða- og myndlistarskólanum 1950—1951. Sagðist hann lítið hafa máláð fyrr en i ár. — Staksteinar Framhald af bls. 7 um. Það er eins gott að Alþýðuflokksmenn geri sér það Ijóst strax að þeir verða að velja og hafna. Framundan eru geysilega hörð átök í einstöku verkalýðsfélögum vegna þess að öfgamennirnir, sem eru komnir vel á veg með að yfirtaka Alþýðu- bandalagið hyggjast halda áfram útilokunarstefnu sinni. Fyrst munu þeir reyna að útiloka sjálf- stæðismenn og fram- sóknarmenn frá áhrifum I verkalýðssamtökunum en brosa blíðlega til Alþýðu flokksins á meðan. Takist þeim að ryðja stuðnings mönnum fyrstnefndu tveggja flokkanna úr valdastöðum í verkalýðs- félögum verður næsta skrefið að ganga frá Alþýðuflokknum í verka lýðshreyfingunni. Þess vegna hljóta lýðræðis- sinnar » verkalýðshreyf- ingunni nú að herða sam- stöðu sína og undirbúa sig undir mestu átök í verka lýðssamtökunum í einn og hálfan áratug. Alþýðu- flokksmenn geta ekki borið kápuna á báðum öxium. Þeir verða að taka afstöðu. Það er beðið eftir •ivari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.