Morgunblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 18. tbl. 64. árg. MIÐVIKUDAGUR 26. JANUAR 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. — AP—símamynd. Gatan hefur tæmzt af fólki eftir að lögreglan hefur varpað reyksprengjum til að koma f veg fyrir uppþot. Þessi sjón hefur ekki verið óalgeng sfðan óeirðirnar hófust í Madrid um helgina. 55 Mannréttindi 77”: Andófemenn f á stuðning erlendisfrá Ástandið á Spáni: Tilraun til að þvinga herinn til byltingar? Madrid, 25. janúar. Reuter. ÞAÐ ER nú útbreidd skoðun f Madrid, að óeirðirnar þar sfðustu tvo sólarhringa séu tilraun öfgasinna til að fá herinn til að taka til sinna ráða og sölsa jafn- vel undir sig völdin f landinu. Telja stjórnmálaskýrendur að slfk fhlutun hersins gæti jafnt þjónað hagsmunum hægri og Vandræðalegt andrúmsloft á fundi Mondales og Schmidts Bonn. 25. janúar. AP. WALTER Mondale, varafor- seti Bandaríkjanna, sem nú er í Vestur-Þýzkalandi, átti í dag viðræður við Ilelmut Schmidt kanslara. Að sögn cmbættir- manna kom fram töluverður ágreiningur um kjarnorkumál á fundinum, auk þess sem and- rúmsloftið var vandræðalegt, vegna viðtals við Schmidt f The New York Times í gær, þar sem kanslarinn segir með- al annars, að Vestur- Þjóðverjar þurfi ekki að láta Bandaríkjamenn kenna sér stjórn efnahagsmála, — þar sem ástandið á því sviði sé betra f V-Þýzkalandi en i Bandaríkjunum. V-þýzkir embættismenn segja, að þessi ummæli séu ekki rétt eftir höfð, en sjálfur hefur Schmidt ekki borið þau til baka. Mondale og Schmidt lögðu báðir á það áherzlu að vandað yrði sem bezt til undirbúnings leiðtogafundar mestu iðnríkja heims, sem haldinn verður á sumri komanda, svo að hann bæri tilætlaðan árangur. vinstri öfgaaflanna f landinu. Adolfo Suarez kallaði í kvöld saman fund með helztu ráðgjöf- um sfnum til að ræða leiðir til að stilla til friðar og koma þannig f veg fvrir að öfgaöflum f landinu takist að hindra friðsamlega þró- un í átt til lýðræðislegra stjórnar- hátta. Sex manns hafa látið lífið f átökunum, og f dag tóku tug- þúsundir þátt f verkföllum til að mótmæla harkalegum viðbrögð- um yfirvalda og lögreglu við ástandinu. Seint í gærkvöldi ruddust tveir menn inn f lögfræðiskrifstofu, sem annast hefur mál verkalýðs- hreyfingarinnar f Madrid, og skutu þar til bana fjóra lögfræð- inga og særðu aðra fjóra. Þá hafa tveir unglingar látið Iffið f átökunum, og er talið, að annar hafi verið skotinn af hægri sinnuðum öfgamönnum, en hinn lézt vegna höfuðkúpubrots af völdum lögreglunnar þegar varp- að var reyksprengju til að dreifa hópi mótmælenda f Madrid. Víst er talið að vinstrisinnaðir I öfgamenn standi að baki ráninu á Quili hershöfðingja, en þeir hót- Framhald á bls. 18 VinarborR. 25. janúar. Reulor — AP. UTAN Tékkóslóvakíu verður nú í auknum mæli vart við opinberan stuðning við þá, sem undirrituðu „Mannréttindi 77" í ársbyrjun. I dag lýsti austurríska stjórnin því yfir, að þeir sem þess óskuðu gætu fengið hæli sem pólitískir flóttamenn, og L’Humanté, mál- gagn franskra kommúnista, gagn- rýnir harkalega ofsóknir stjórn- valda í Tékkóslóvakíu á hendur andófsmönnunum. Þá hefur for- sætisráðherra Noregs, Oddvar Nordli, lýst því yfir, að handtökur andófsmannanna muni hafa áhrif á samskipti Norðmanna við stjórnina í Prag. Innanríkisráðuneytið í Vfnar- borg tilkynnti í dag, að allir þeir, sem undirrituðu „Mannréttindi 77“ í Tékkóslóvakíu á dögurium, fengju pólitískt hæli í Austurríki, ef þeir færu fram á það. Þessi tilkynning er f samræmi við yfir- lýsingu Bruno Kreiskys, kanslara Austurríkis, á fundi með frétta- mönnum fyrir viku þar sem hann sagði, að aðstandendur „Mann- réttinda 77" væru ofsóttir af yfir- völdum vegna skoðana sinna, og væru Austurríkismenn reiðubún- ir til að taka við þeim. Austurríska innanríkisráðu- neytið hefur tilkynnt sendiherra Tékkóslóvakíu í Vinarborg þessa ákvörðun stjórnarinnar, en enn hefur ekki frétzt af viðbrögðum stjórnvalda í Prag. Málgagn franskra kommúnista, blaðið L'Humanité, réðst í dag Framhald á bls. 18 Nýjar Sakharov- vitnaleiðsl- ur í Höfn kaupniamiahöfn. 25 janúar. Keuler. MANNRÉTTINDANEFND, sem Kennd er við sovézka Nóbelsverð- launahafann og andófsmanninn Andrei Sakharov, a*tlar að efna til vitnalciðslna í Kaupmanna- höfn í byrjun febrúar. Þar taka meðal annarra þátt sagnfra»ðingurinn Andrei Amalrik og Yevgeni Vagin, leiðtogi hreyfingar kristilegra sósialista í Rússlandi. Vladimir Bukovsky hefur verið boðið að taka þátt í vitnaleióslunum, en Framhald á bls. 18 Sakharov hótað með ákæru fyrir „áróður gegn ríkinu” Moskvu. 25. janúar. Reuler. SOVÉZKI andófsmaðurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Andrei Sakharov var í dag kvaddur á fund varasaksóknara Sovétríkj- anna og tilkynnt, að hann mætti búast við því að þurfa að svara til saka fyrir rétti, ef hann léti ekki af áróðri sínum gegn ríkinu. Varasaksóknarinn, Vasily Gusev, ráðlagði Sakharov að taka aftur þau ummæli, sem hann lét falla nýlega, að sprengingin í neðanjarðarjárn- brautinni í Moskvu á dögunum kynni að vera á ábyrgð yfir- valda, sem þannig hefðu viljað Andrei Sakharov ögra andófsöflunum í landinu. Tass-fréttastofan skýrði frá samtali þeirra Sakharovs og Gusevs um sama leyti og Nóbels-verðlaunahafinn ræddi við vestræna fréttamenn að heimili sínu síðdegis í dag. Sakharov kvaðst hafa neitað að undirrita skjal um að yfir- völd hefðu varað hann við á þeirri forsendu, að þar hefðu ummæli hans verið afflutt, auk þess sem hann hefði verið ásak- aður um þátttöku í „glæpsam- legri undirróðursstarfsemi". „Borgari Sakharov er að- varaður um að hann verði lát- Framhald á bls. 18 Þingmannafundur Evrópuráðsins: Komið verði í veg fyrir of- veiði með verndunaraðgerðum Kinkaskcvli AP til MorKunhlaðsins. í DAG hvatti þingmanna- fundur Evrópuráðsins í Strassburg til þess að grip- ið verði til sérstakra verndunaraðgerða til að koma i veg fyrir ofveiði á Norðaustur-Atlantshafi og í Noröursjó. í ályktun fundarins er sérstök áherzla lögð á nauðsyn þess að verndunaraðgerðirnar verði í samræmi við álit vísindamanna. Þingmannafundurinn skoraði ennfremur á stjórnir þeirra ríkja, sem aðild eiga að Evrópuráð- inu, en þau eru 19 að tölu, að veiðar þeirra fiskteg- unda, sem þegar er nærri gengið, verði takmarkaðar til muna, eða jafnvel bann- aðar með öllu. Það voru írár, sem lögðu álykt- unartillögu þessa fram á fundin- um, en þeir krefjast, ásamt Bret- um, 50 mflna einkalögsögu innan 200 mílna Efnahagsbandalagsins. Þá lýsti fundurinn óánægju sinni með þá ákvörðun ýmissa ríkja að færa einhliða út í 200 mílur, og var þar meðal annars vísað til EBE-ríkjanna, sem öll eiga aðild að Evrópuráðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.