Morgunblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1977 3 99 Hreyfiarmur lúsífersins reyndist leitartæki” VIÐ höfðum tal af Friðrik Jessyni forstöðumanni Náttúrugripa- safnsins I gær og inntum hann eftir því hvers þeir hefðu orðið vlsari við athugun á lúsffernum sem lifði f safninu f 6 daga, en þetta var fyrsti fiskurinn af þessari tegund sem vitað er að hafi náðst lifandi úr sjó. „Við náðum ágætum myndum af honum, bæði Ijósmyndum sem Sigurgeir Jónasson tók og kvikmynd sjónvarpsmanna og það var eiginlega það eina sem kom út úr þessu,“ sagði Friðrik, „en það var mjög skemmtilegt að fá hann hingað og hafa hann. Áður var haldið að armurinn sem kom út úr honum, hafi verið til þess að lýsa honum á hafsbotni og hafa það skemmtilegt og hæna að sér bráð. Það kom hins vegar I ljós í safninu hér að stöngina notar Lúsiferinn til þess að leita að æti á botninum og þegar hann gerði það gekk hann allur i bylgjum og einnig gat hann hreyft stöngina fram og aftur án þess að hreyfa sig, en það kom greinilega i ljós að þetta leitartæki hans var mjög viðkvæmt og það kom einnig greinilega i ljós að það lýsti af þvi. Hann var illvígur ef svo bar undir í búri sinu. M.a. beit hann tvivegis i stöng sem ég setti niður i búrið til þess að hreinsa botninn hjá honum og ég varð að taka fiskinn upp á stönginni til þess að fá hann til að sleppa takinu. Við gátum einnig fylgst með þvi að hann gat dregið beinkörturnar inn og út og við nána athugun virðist hann jafnvel geta gleypt meira en stærð sina af æti. Um dánarorsök vitum við ekki, hvort um er að ræða þrýstings- breytingu eða eingöngu umhverfisbreytingu eða eitthvað annað, en við vonumst til að fá annan áður en langt um liður og þá munum við reyna einhverjar aðferðir við að halda i honum lifinu." Lúsfferinn f Náttúrugripasafninu f Eyjum. Hann er að borða loðnu þarna og notar hreyfiarminn til þess að kanna málið. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir f Eyjum. Gfsli Sinfóníutónleikan Tvíleikur Halldórs og Gísla TVEIR af okkar fremstu pfanó- leikurum verða einleikarar á átt- undu reglulegum tónleikum Sinfónfuhijómsveitar fslands f Háskólabfói á morgun, fimmtu- dag, Þeir Gfsli Magnússon og Halldór Haraldsson, en stjórn- andi verður Páll P. Pálsson. Þeir 'Gfsli og Halldór leika á tónleik- unum konsert fyrir tvö pfanó eft- ir Béla Bartók, og er þetta f fyrsta sinn sem þeir leika saman á tón- leikum Sinfónfuhljómsveitarinn- ar, enda þótt þeir hafi sl. tvö ár leikið saman f útvarpi og sjón- varpi. Pianókonsertinn eftir Béla Bartók hefur ekki verið fluttur áður hér á landi, en að sögn flytj- endanna er hann eitt erfiðasta verk sem þeir hafa glímt við. Konsertinn var upphaflega sam- inn fyrir tvö píanó og ásláttar- hljóðfæri en verkið var siðan end- ursamið árið 1940 sem konsert fyrir 2 píanó. Að öðru leyti er á efnisskránni verk Herberts H. Ágústssonar — Concerto Breve, sem áður var frumfluttur á Sinfóníutónleikum i marz 1971 og Aus Italien, sin- fónía op. 16 eftir R. Strauss. Halldór Hvers vegna eru PHILIPS litsjónvarpstækin mest seldu litsjónvarpstæki Evrópu? Iliiaagnaillll l°l"l Cglg iiimiiniiijiiiiiiii PHILIPS Svar: Tæknileg fullkomnun ÞEIR SEM RANNSAKAÐ HAFA TÆKIN SEGJA M.A.: 1) „PHILIPS litsjónvarpstækin falla í hæsta gæðaflokk." (Könnun dönsku neytendasam- takanna á 20 tegundum litsjónvarpstækja í mars 1 976) 2) „Litgæðin eru best og í heildarniðurstöðu er PHILIPS einnig hæst" (Úr prófun norrænna neytendasamtaka á 1 2 gerðum litsjónvarps- tækja). AUK ÞESS FULLYRÐUM VIÐ: 1) Algjörlega ónæm fyrir spennubreytingum (þolir 165 — 260 volt án þess að myndin breytist). 2) Fullkomin varahlutaþjónusta og sérþjálfaðir viðgerðarmenn í þjónustu okkar. 3) Bilanatíðni minni en ein á 3ja ára fresti. 4) Hentugasta uppbygging tækis (modules)- auðveldar viðhald. PHILIPS litsjónvarpstækin eru byggð fyrir fram- tíðina, því að við þau má tengja myndsegul- bandstæki, VCR (Fáanleg í dag) og myndplötu- spilara, VLP (kemur á markað 1977). Hvor- tveggja auðvitað PHILIPS uppfinningar. SKOÐIÐ PHILIPS LITSJÓNVARPSTÆKIN í VERSLUNUM OKKAR ( í Hafnarstræti 3 höfum við tæki tengt myndsegulbandstæki). PHILIPS MYNDGÆÐI EÐLILEGUSTU LITIRNIR PHILIPS KANN TÖKIN ÁTÆKNINNI heimilistæki sf Haf narstræti 3 — Sætúni 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.