Morgunblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANUAR 1977 4. umferð bikarkeppni Getraunaþáttur Mbl. ÞEGAR litið er á árangur okkar það sem af er vetri, sjá glöggir menn, að hann hefur verið heldur lakari en búast hefði mátt við af okkur. Komið hefur allnokkkrum sinnum fyrir, að orðið hefur að fresta leikjum vegna fannfergis því að vellir breta eru sízt mót- tækilegri fyrir slíkum vatnagangi en aðrir vellir. Rót meinsins hef- ur hins vegar oftar verið sú, að leikjum hefur t.d. lokið með jafn- tefli eða útisigri, þrátt fyrir það, að við værum búnir að lýsa því yfir að um öruggan heimasigur urði að ræða. Ástand þetta er að sjálfsögðu með öllu óviðunandi og munum við að þessu sinni gera tilraun til að bæta úr. Það er ætlun okkar að beita bragði sem reyndist oft vel hér fyrr á árum, en það er í því fólgið, að —gg kaupir sér seðil, fyllir hann út eftir spánni, en gleymis síðan að skila honum. Hér áður fyrr kom þetta alloft fyrir og þá brást það varla að á seðlinum væru 10—12 réttir. því munum við nú endur- vekja þetta forna bragð og er nú enginn vafi á því að loksins mun- um við leiða ykkur til sigurs. Sem fyrr notum við kerfisseðil. Arsenal — Conventry. 1. Hér spáum við jafnri viðurejgn SÆNSKI skíðagarpurinn Ingemar Stenmark hefur nú í fyrsta sinn í vetur náð forystu í heimsbikarkeppninni á skíðum. Á stórsvigsmóti sem fram fór í sviss í fyrrakvöld náði hann öðru sæti á eftir Svisslendingnum Heini Hemmi, og þar sem helzti andstæðingur Stenmarks í stiga- keppni heimsbikarkeppninnar, Franz Klammer, var ekki með í móti þessu náði Stenmark 16 stiga forystu. Er hann nú kominn með 149 stig. Klammer er með 133, í þriðja sæti er svo Klaus og naumum heimasigri, einnig spáum við fáum mörkum. Heima- sigur, (1—0). Aston Villa — West Ham. 1. Hér spáum við þvert á móti ójafnri viðureign og stórum heimasigri, slíkur er gæðamunur- inn á þessum liðum eins og sakir standa. Heimasigur, (5—1). Birmingham — Leeds, tvöfaldur x eða 2. Leeds hefur safnað fleiri stig- um í sarpinn á útivöllum heldur en á heimavelli í vetur og auk þess hefur Birmingham heldur misst flugið í allra síðustu leikj- um sínum. Spáin er því jafntefli eða útisigur, (1—1) og (1—2). Gardiff — Wrexham. x. Hér hafa dregist saman tveir af risabönum síðustu umferðar, en þessi tvö velsku lið slógu út Tottenham og Sunderland úr fyrstu deild. Við spáum jafntefli og síðan Wrexham sigri í auka- leik. Jafntefli, (1—1). Chester — Luton. x. Þessi leikur er erfiður fyrir margra hluta sakir, en við skjót- um á jafntefli svona rétt til að styggja engan. Jafntefli, (0—0). Ipswich — W'olves. 1. Á pappírnum er þetta mjög sterkur heimasigur og það er einnig spá okkar, þó að það sé skoðun okkar að Ipswieh fái ekki náðugar 90 mínútur. 3—2. Heidegger frá Austurríki með 131 stig. Keppnin í stórsviginu í fyrra- kvöld var hin skemmtilegasta en Heini Hemmi var þó hin öruggi sigurvegari — náði beztum brautartíma í báðum ferðum. Var samanlagður tími hans 3:07,94 mín. Stenmark fékk tímann 3:08,73 mín, Heidegger var þriðji á 3:10,09 mín„ Andreas Wenzel frá I.iehtenstein varð fjórði á 3:10,40 mín og Christian Hemmi frá Sviss varð fimmti. Liverpool — Carlisle. 1. Þó að Liverpool-liðið sé nánast lélegt um þessar mundir, þá væri synd að spá öðru en heimasigri að þessu sinni, því að ekki er Carlisle skárri í sinni deild. Heimasigur, (2—0). Manchester l'td. — QPR. 1. QPR er mikið bikarlið, en þeir berjast nú orðið á svo mörgum vígstöðvum, að eitthvað verður undan að láta. Manehester-liðið er nú á sigurgöngu og skoðun okkar er sú, að þeir láti ei staðar numið á laugardaginn. Heimasigur, (3—2). Middlesbrough — Hereford. 1. Vörn Hereford hefur í vetur verið með þeim gjafmildari í Eng- landi, svo að jafnvel hinir hlé- drægu sóknarmenn Mboro ættu að geta skorað eitt að tvö mörk, ekki sízt eftir fjörkippina síðustu vikurnar. Heimasigur (2—0). Nortwich Vietoria — Oldham. Tvöfaldur, 1 eða 2. Það hefur heyrst að þessi leikur eigi að fara fram á Main Road i Manehester til þess að auka tekj- ur áhugamannanna (NV), en þeir höfðu orðið uppvísir að því að selja of marga miða fyrir leikinn á heimavelli sínum. Rökrétt er að tippa á annarrar deildar-liðið til sigurs og er önnur spáin á þá leið, útisigur (0—2). Hin spáin er sú, að hérl verði smá sjokk-úrslit og NV komist i fimmtu umferð. Heimasigur, (1—0). Port Vale — Burnley. Tvöfaldur 1 eða x. Eitthvað finnst okkur þessi við- ureign Iítt athyglisverð og viljum við sem mínnst um hana segja (enda ekkert að segja). Spáin: Heimasigur eða jafntefli, (1—0) og (1—1). Swindon — Everton. Tvöfaldur 1 eða x. Hér ætlum við einnig að spá óvæntu. Swindon slátraði Fulham (5—0) í síðustu umferð og leika nú auk þess á heimavelli. Everton á hinn bóginn er um þessar mund- ir hvorki fulg né fiskur og myndu þeir varla vinna varalið sitt með sömu frammistöðu og í síðustu leikjum sínum. Aðalspáin er heimasigur, (2—1), en til vara höfum við jafntefli, þó að okkur finnist það ólíklegri úrslit (1—1). —KK- STENMARK LOKSIFORYSTU áætlunarflug postflug... Suma árstíma er flugþjónusta Vængja hf. einu samgöngumöguleikar fólksins í stórum byggða- lögum. Við fljúgum reglulega til: Hellissands, Stykkishólms, Búöardals, Suöureyrar, Siglufjaröar. Bildudals, Gjögurs. Olafsvíkur, Hvammstanga, Reykhóla, Hólmavíkur, Blönduóss Flateyrar, Tökum að okkur leiguf lug. sjúkraflug.vöruflug hvert á land sem er. Höfum á að skipa 9 og 19 farþega flugvélum. öryggi • þægindi • hraðí , VÆNGIR h/f REYKJAVIKURFLUGVELLI — Símar 26066 26060 tslenzkur kvennahandknattleikur er tæpast hátt skrifaður um þessar mundir. í greinagerð þeirri er 53 handknattleikskonur hafa nú sent frá sér benda þær á að ein ástæða þess sé sú, að ekki sé mikils að keppa að. Myndin er úr leik Fram og Vals fyrir skömmu. Mælirinn fullur - segja óánægðar handknattleikskonur og mótmæla vinnubrögðum landsliðsnefndar MORGUNBLAÐINU barst í gær yfir lýsing sem undirrituð er af 53 hand- knattleikskonum, þar sem deilt er á fyrirkomulag við val íslenzka kvennalandsliðsins. Fer yfirlýsing stúlknanna hér á eftir: Við undirritaðar handknattleikskonur óskum að láta í Ijós álit okkar á þeim vinnuaðferðum, sem mótast hafa að undanfönu hvað varðar val stúlkna í landsliðið Vinnuaðferðir þær, sem hér um ræðir, hafa valdið því hversu lélegt landsliðið er orðið (að okkar mati) og óáhugavert Eins og þeir vita, sem eitthvað hafa fylgst með kvennahandknattleik, hafa engar framfarir orðið undanfarin ár þrátt fyrir verulega aukningu á verkefn- um í landsliðsnefnd kvenna starfa nú þau Svana Jörgensdóttir, Pétur^Bjarna- son og Kristján Örn Ingibersson Svana hefur starfað í nefndinni í 3 ár og verið formaður hennar síðastliðin 2 ár Við spyrjum: Hvers vegna gefa menn kost á sér í nefnd, ef áhuginn er svo takmarkaður að þeir horfa ekki á kvennahandknattleiki yfirleitt, að Svönu Jörgensdóttur undanskilinni? Við kunnum vel að meta þau störf, sem Svana hefur unnið í þágu landsliðsins; til að mynda samninga um landsleiki og fjáröflunarráðstafanir, sem hvort tveggja eru erfið og tímafrek verk Hún hefur sýnt starfinu mikinn áhuga og unnið samviskusamlega flest þau störf, sem koma landsliði kvenna við Það skal metið sem ve1 er gert En hvað snertir val landsliðsnefndar i landslið, finnst okkur, að oft ráði persónulegt mat Svönu einvörðungu á eftirfarandi hátt: Það hvort viðkomandi handknatt- leikskona hefur til brunns að bera hæfi- leika og getu virðist aukaatriði að mestu Valið miðast við þær stúlkur, sem hljóðalaust láta sér lynda kenjar og órökstuddar kröfur þess, sem fyrir þeim er Að segja hug sinn varðandi landsliðið er álitið í meira lagi óæski- legt Með þessu teljum við, að gert sé meira ógagn en gagn og að með þessu sé verið að eyðileggja eðlilegan félags- anda og samkeppni um að komast í landsliðið Takmark hverrar handknattleiks- konu, við eðlilegar aðstæður, ætti að vera að komast í landslið En virðing fyrir landsliði hlýtur að þverra þegar staðið er að vali þess eins og gert hefur verið að undanförnu. Við leggjum því til að landsliðsnefnd verði sett frá og ný kjörin. Okkur fannst mælirinn fullur nú i haust þegar aldurstakmark var sett á landslið kvenna 18—23 ára Er gert ráð fyrir að slíkt „unglingalandslið' taki þátt í 4 landa keppni hér á landi í febrúar. Þar sem vitað er, hve hand- knattleikur kvenna er lélegur hér, telj- um við það naumast verjanlegt að fara út i landskeppni með lið skipað 23 ára stúlkum og yngri Margar okkar skástu handknattleikskonur eru orðnar 23 ára og því fyrirfram úr leik Með svona vinnubrögðum stuðlar landsliðsnefnd óneitanlega að því að meginþorri handknattleikskvenna hættir að stunda íþrótt sína. Jafnvel tvítugar stúlkur, sem óðfluga nálgast ellimörkin, missa móðinn Er ekki hætt við þvi að félags- áhugi dofni ef stúlkur i ýmsum félög- um eiga ekki jafna möguleika á að komast í landsliðið? Blaðaummæli að undanförnu undir- strika að aldrei hafi kvennahandknatt- leikur verið eins lélegur og nú, og að aðalvandamálið sé hve stúlkurnar hætti ungar handknattleik Að lokum leggjum við til, að leikinn verði pressuleikur í pressuliðið séu valdar þær stúlkur, sem komast ekki í landslið vegna elli, einnig þær, sem ekki komast í landsliðið annarra hluta vegna, en hafa fullan áhuga á því og getu Og að lokum þær, sem gefa ekki kost á sér í landslið vegna þess hvernig er staðið að vali þess. Óánægðar handknattleikskonur. Aðalhuiður Kinarsdóltir Ármanni Anna l)óra Ámadóttir Ármanni Anna Hjórnsdóttir Vikingi Anna Lind SÍKurðsson KR Arnþrúður Karlsdóttir Fram Auður Rafnsdóttir Ármanni Alfhciður Lmilsdóttir Ármanni Alfhildur K. Hjörlcifsdóttir F.H. Ása Ásgrímsdóttir K.H. Ástrós (iuðmundsdótlir Vikingi Bergþóra Ásmundsdóttir Fram Björg K. (íuðmundsdóttir Val Björg Jónsdóttir Val Kiríka (iuðrún Ásgrímsdóttir Vikingi Klín tijörleifsdóttir Fram Klín Kristinsdóttir Val Krna Lúðvíksdóttir Ármanni Krla Sverrisdóttir Ármanni Fjóla Þorleifsdóttir Ármanni (.uðríður (iuðjónsdóttir Kram (iuðrún Ilalldórsdóttir Fram (iuðrún Hauksdóltir Vikingi (iuðrún Helgadóttir Víkingi (iuðrún Sigurþórsdóttir Ármanni (iuðrún Sverrisdóttir Kram (iuðrún B. \ ilhjálmsdóttir K.R. Hajldóra \Iagnúsdóttir Val Hansína \lelsted K.R. Heha Hallsdóttir Víkingi Helga Bachman Vikingi Helga 11. Magnúsdóttir Kram lljördís Kafnsdóttir Ármanni lljálmfríður Jóhannsdóttir K.R. lljördís Sigurjónsdóttir K.R. Inga Birgisdóttir Val lngunn Bernódusdóttir Víkingi Íris Þráinsdóttir Ármanni Jennv Magnúsdóttir Fram Jóhanna Halldórsdóttir Fram Jónfna Úlafsdóttir K.R. Kolhrún Jóhannsdóttir Kram Kristjana Magnúsdóttir Val Kristín Lárusdóttir Val Kristín Orradóttir Kram Magnea .Magnúsdóttir Ármanni Oddný Sigsteinsdóttir Kram Oddný Sigurðardóttir Val Sigríður Brynjúlfsdóttir Ármanni Sigrfður Hafnsdóttir Ármanni Sigurlaug S. Kinarsdóttir Ármanni Sigurrós B. Björnsdóttir Vikingi Soffía (.uðmundsdóttir K.R. Steinunn Helgadóttir Kram Kigi náðist í allar handknattleiksstúlkurnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.