Morgunblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANUAR 1977 5 Um borð I eldflauginni Altares á leið út I himingeiminn. Klukkan 18.15: Á ferd um himin- í 30 ár Fjölskyldurnar tvær samanstanda af föður og dóttur hans á fermingaraldri og hjónum með einn son Áætlað er að ferðin til Alfa Centaury muni taka þrjátíu ár og er ætlunin að þetta sé vísindalegur leiðangur. Sam- kvæmt afstæðiskenningu Alberts Ein- steins eiga þau sem áhöfnina skipa ekki að eldast samkvæmt venjulegum lögum jarðarinnar heldur um aðeins því sem nemur broti af þeim aldri. Eftir fimmtán ár ná þau loks til stjörnunnar Alfa Centaury og fram- kvæma þar vlsindalegar rannsóknir með útsendingu eldflauga en lenda ekki á sjálfri plánetunni. Að þessu takmarki loknu er þeim gefinn sá úr- slitakostur að snúa aftur til jarðarinnar eða halda lengra áfram út í himingeim- inn — og velja þau síðari kostinn og halda á vit enn fleiri ævintýra og áhætta, sem ekki þykir þörf á að gera nánari grein fyrir hér Vísinda-fantasía þessi gerist öll um borð í geimskipinu. Myndin er brezk- bandarísk og þýtt hana hefur Ingi Karl Jóhannesson geiminn Í KVÖLD klukkan 18.15 er I sjón- varpinu mynd, sem nefnist Á VIT HINS ÓKUNNA og er f anda hins svokallaða vlsindaskáldskapar. Fjall ar myndin um tvær fjölskyldur, sem leggja af stað út f himingeiminn f eldflauginni Altares og er ferðinni heitið til stjömunnar Alfa Centaury, sem er f öðru sólkerfi og I fjörutfu milljón kflómetra fjarlægð frá jörðu. „Er alæta á tónlist en ber þó mestan kærleik til Bachs,,, segir María Markan 1 KVÖLD gefst hlustendum út- varpsins tækifaeri til að heyra Marlu Markan syngja lög eftir Sigvalda Kaldalóns of fleiri góða menn I kvöldvökunni, sem er á dagskrá klukkan 20.00. „Þetta eru gamlar upptökur en þær hljóta að standa fyrir sinu fyrst þær hafa einhvern tíma gert það,“ sagði María Markan í spjalli við Morgunblaðið í gær. „Nei, ég syng ekkert orðið opin- berlega en tek þó alltaf lagið i góðra vina hópi — eigum við ekki að segja að ég sé ágæt í kór — vel gjaldgeng," bætti hún við hlæj- andi. „Annars er ég nú komin yfir sjötugt og ef þú birtir einhverja mynd af mér hafðu hana þá helzt tuttugu ára gamla. Jú, jú, ég held mér í þjálfun með þvi að syngja svona einn tíma á dag með nem- endum minum. Ég hef haft sömu nemendurna í mörg ár og tek enga nýja inn. Svo er það mikil bót i máli að ég held heilsu minni með þvi að fara alltaf i laugarnar inni i Laugardal og geng þá héðan frá Laugarnesveginum, þar sem ég bý. Á hvað ég hlusta helzt? Ja, eiginlega er ég alæta á tónlist en þó ber ég mestan kærleik til Bachs. Það er skrýtið að mér fannst litið til um Bach þegar ég var ung en með árunum hef ég lært að meta hann. Svo er ég óskaplega hrifin af þýzkri mið- aldatónlist — hún er svo góð og róandi fyrir sálina — alveg tilval- in til hugleiðslu. En yfirleitt hlusta ég á alla músik, jafnvel elektróníska og djass. Mér finnst þeir t.d. afskaplega góðir okkar ungu tónlistarmenn eins og Gunn- ar Þórðarson, Magnús Kjartans- son og fleiri. Það eina sem ég „skrúfa" fyrir er þa2 sem kallað er á músíkmáli „agressiv" tónlist og þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða klassik eða popp.“ Marfa Markan. Rafmagnsleysi á Norðfirði RAFMAGN til Norðfjaröar rofnaði í gærmorgun, en þá varð aftur bilun á háspennulínunni til Eski- fjarðar, sem Norófirðingar njóta einnig góðs af. Sam- kvæmt upplýsingum Ásgeirs Lárussonar, frétta- ritara Morgunblaðsins á Norðfirði, var öll raforka sem til skiptanna var í gær, framleidd með dísilstöð- inni á Norðfirði. Loðnubræðslan sat í fyrirrúmi með rafmagn í gær, en rafmagn 'var skammtað til allmennra not- enda í Neskaupstað. Ásgeir sagði að samkvæmt upplýsingum, sem hann hafði fengið, lægi línan til Eskifjarðar niðri á 5 km kafla. Rafmagnsskömmtunin fór þannig fram, að menn höfðu rafmagn í 4 klukkustundir, en voru svo ljós- lausir í tvær. Allar loðnuþrær voru fullar á Norðfirði í gær og biðu bátar eftir Samtíminn í skopmyndum UM ÞESSAR mundir stendur yfir sýning á skopmyndum eftir ýmsa franska skopmyndateiknara I Franska bókasafninu á Laufás- vegi 12 í Reykjavfk. Eru þar sýnd- ar myndir sem kenndar eru við ákveðinn hóp ungra skopmynda- teiknara sem nefna mætti húmor- vöndunarfélagið. Þessi hópur sem stofnaður var sumarið 1971 hefur haldið margar sumarsýn- ingar f franska bænum Avignon, svo vera má að einhverjir kannist við þá myndsmfð sem er til sýnis f Franska bókasafninu. Það er Alliance Francaise á ís- landi sem gengst fyrir þessari sýningu, en útvegun myndanna annaðist Gerard Lemarquist bókavörður i Franksa bókasafn- inu. Að sögn Gerards og Sigurðar Pálssonar, formanns Alliance Francaise á íslandi, þá fjalla myndirnar yfirleitt um atburði líðandi stundar og er þá fjallað um þá á skoplegan hátt. Segja þeir teiknarana vera með blaða- menn sem segi frá ýmsum sam- timaatburðum, en i stað ljós- myndar og orða byggja teiknar- arnir sína tjáningu upp á teikn- aðri mynd. Sýningin verður opin næstu tvær vikurnar á venjuleg- um opnunardögum safnsins, frá kl. 17—19. Alls eru um 200 mynd- ir á sýningunni eftir um 15 teikn- ara, sem flestir eru ungir að aldri. löndun. Þrærnar taka 6 til 7 þús- und lestir og kvað Ásgeir það í raun of lítið miðað við afköst verkmiðjunnar. „Sólin hlær við okkur” REYTINGSAFLI hcfur verið hjá Grímseyjarbát- um, en gæftir heldur stopular — sagði Alfreð Jónsson, fréttaritari Morgunblaðsins á þessu n.vrzta byggða bóli lands- ins. Hann kvað tíðarfar hafa verið ágætt og greið- fært væri um alla eyna. Aðeins væri snjór í laut- um. Nokkuð stormasamt hefur verið að undanförnu í Grímsey. Hlýtt veður hefur verið í Grímsey að undanförnu, sagði Alfreð og sagði hann t.d. að í gær hefði verið 3ja stiga hiti þar. Þá kvað hann jarðskjálfta hafa verið af og til, skellti í góm og sagði menn orðna vana slíku og kippa sér ekki upp við það. íbúar í Grímsey eru nú tæplega 90 og hefur f jölgað um 2 síðan um áramót — sagði Alfreð. Grímseyingar eru bjartsýnisfólk, enda hlær sólin við okkur í dag — sagði hann. Góður afli, þegar gefur AF'LI Grenivíkurbáta hef- ur verið dágóður, þegar gefið hefur á sjó — sagði fréttaritari Morgunblaðs- ins þar, Björn Ingólfsson. Björn kvað gæftir þó ekki hafa verið nógu góðar að undanförnu. Frekar snjólétt er í ná- grenni Grenivíkur og hef- ur færö yfirleitt verið góð, þegar frá eru taldir stuttir kaflar, þegar ófærð hefur orðið. Aðaldansari Stokkhólmsóperunn- ar, Nisl-Ake Hággbom, mun dansa f Þjóðleikhúsinu f byrjun febrúar. Þjóðleikhúsið: Nýr gestur á listdans- sýningu ANNAR aðaldansari Stokkhólms- óperunnar, Nils-Áke Hággbom, verður gestur Þjóðleikhússins á listdanssýningu í byrjun næsta mánaðar. Um mánaðamótin nóvember — desember s.l. var síðast listdanssýning í Þjóðleik- húsinu og hlaut hún mikið lof og athygli. Var það fyrsta sýningin, sem Natalja Konjus, hinn nýi ballettmeistari Þjóðleikhússins, stóð fyrir. Aðeins var hægt að hafa tvær sýningar þá vegna þess að gestur sýningarinnar, sænski dansarinn Per Arthur Seger- ström, hafði ekki leyfi nema mjög takmarkaðan tíma. Uppselt var á báðar sýningarnar og ákveðið að hafa sýningar aftur þegar tæki- færi gæfist. Verður það 1. og 2. febrúar, efnisskráin verður Athugasemdirn- ar voru ekki frá listráði 1 FRETT í Mbl. í gær var sagt að listráð Kjarvalsstaða hefði gert athugasemdir við þá ákvörðun að veita fé til ritunar ævisögu Jóhannesar S. Kjarvals. Þetta er ekki rétt, þessar athugasemdir eru ekki komnar frá listráði held- ur sjö listfræðingum og biðst blaðið velvirðingar á þessum mis- hermi. Listfræðingarnir eru: Reykjavík: Leikhús minnast Stef- aníu Guðmundsdóttur verði framvegis afhentir á þess- unt degi. Avörp í tilefni hundrað ára af- mælisins verða flutt á leiksviðum beggja leikhúsanna þetta kvöld og styrkir afhentir. INNLENT V erkamannasambandið mótmælir verðhækkunum SUNNUDAGINN 30. janúar munu leikhúsin tvö í Reykjavík helga sýningar sfnar hundrað ára niinningu frú Stefaníu Guðmundsdóttur leikkonu. Leik- félag Reykjavíkur sýnir þetta kvöld Makbeó eftir Shakespeare, en~ Þjóðleikhúsið Nótt ástmeyj- anna eftir Per Olav Enguist. Þann 29. júni s.l. voru liðin 100 ár frá fæðingu frú Stefaníu Guðmundsdóttur og hefur minn- ingarsjóöur, sem ber nafn henn- ar, veitt styrki til íslenzkra leik- ara til utanferða, og afhentir hafa verið þennan dag. Dóttir hennar, Anna Borg, og Paul Reumert stofnuðu sjóðinn og hefur styrk- urinn oftast verið afhentur á leik- sviði. Þar sem leikhúsin höfðu á s.l. vori bæði lokið leikári sínu fyrir þennan dag var ákveðið að frestað skyldi að minnast þessa merka afmælis og veitingu styrks- ins til 30. janúar 1977, en þessi dagur var leikafmæli frú Stefan- íu. Hefur stjórn sjóðsins einnig ákveðið að styrkir úr sjónum Fundur Sambandsstjórnar Verkamannasambands Íslands, sem haldinn var 21. janúar s.l mótmælir harðlega þeim gegndar- lausu verðhækkunum, sem aö undanförnu hafa dunið yfir al- menning. Þessar verðhækkanir eru langtum meiri en nokkurn óraði fyrir við gerð síðustu kjara- samninga og þjóóhagsstofnun spáði. Verður ekki annað séð, en stjórnvöld hafi meó skipulögðum aðgerðum ýtt undir þessa þróun, sem ónýtir kjarasamningana og rýrir lífskjörin svo að ekki verður vió unaó. Það er kaldhæðni að Aðalsluinn liiRÓIfsson. Kjórn Th. Bjórnsson. (iuðbjörK Kristjánsdóltir. Ilrafnhildur Sthram. Júlíana (iottskálksdóttir. Ólafur K\aran or Stoinunn Stofánsdóttir. ráðherrar sem sífellt eru að vara almenning við yerðbólgunni. ganga sjálfir lengst í því að fram- kvæma eða leyfa mestar verð- hækkanir hjá opinberum fyrir- tækjum. Sambandsstjórn Verkamanna- sambandsins telur að nú þurfi verkalýðshreyfingin að efla sam- stöðuna og hefjast nú þegar handa við undirbúning næstu kjarasamninga. I þeim samning- um verður að tryggja stórbætt lífskjör og knýja fram heilbrigð- ari efnahagsstefnu. (Fróttatilk>nninM)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.