Morgunblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1977 Hefur smíð- að hundruð langspila og gítara Friðgeir hljóð- færasmiður á Akureyri sóttur heim í' GÖMLU verkstæði i gömlu húsi við höfnina á Akureyri vinnur Friðgeir Sigurbjörnsson hljóðfæra- smiður. Hann er liðlega 80 ára gamall, en vinnur full- an vinnudag og smíðar og gerir við hljóðfæri sem fólk á öllum aldri styttir sér síðan stundir við. Hann hefur smíðað mörg hundr- uð hljóðfæri, mest gítara og langspil með sama sniói og hefur verið þjóðarhljóð- færi íslendinga um aldir. Friðgeir er Þingeyingur, úr norðursýslunni, fæddur í Þistilfirði, en bjó síðan á Sléttu þar til hann flutti til Akureyrar 1927 og þar hef- ur hann búið síðan. Hann vann við húsgagnasmíði til 1948, en varð þá að vera á Kristneshæli um tíma, en er hann útskrifaðist þaöan tók hann til við hljóðfæra- smíðina. Við röbbuðum við þenn- an rólynda heiðurs- og hag- leiksmann eitt stundar- korn á verkstæði hans fyr- ir skömmu. — Ég byrjaði á hljóð- færasmíðum um 1950, sagði Friðgeir en í raun- inni er ég húsgagnasmiður og hafði áhuga á því. Ég byrjaöi fyrst á venjulegum belggíturum, síðan komu rafmagnsgítarar og ég smíðaði mikið af þeim á tímabili. Þá hafði ég mik- inn tima fyrir nýsmíði, því þá vissu fáir um mig, en síðan hefur þetta farið mikið út í viðgerðir, Ég læt þær sitja fyrir og það kem- ur mikið til mín frá Reykjavík í viðgerðir. Kontrabassa hef ég einn- ig smióað, 4—5 stykki. Fyrsti bassinn var fyrir Ingvar Níelsson frá Neskaupsstað, þá mennta- skólanema, síðar verkfærð- ing. Hann hefur síðan ver- ið í Asíu við störf, að setja niður kælikerfi í hús, síðast í Singapore. Friðgeir með 128. lang- spilið sem hann hefur smfðað. Ljðsm. Mbl. á j. LITLA ÍSÖLÐ OG AUSTUR- ÍSLANÐSSTRAUMUR Áður var minnst á bækling eftir fslenska náttúrufræðinga um náttúru íslands og mannlíf i land- inu í ellefu aldir, sem var lagður fram á Umhverfismálaráðstefn- unni í Stokkhólmi 1972. Breski veðurfræðingurinn Hubert Lamb hefur einnig gert sér far um að líta aftur í timann til að glöggva sig á líðandi stundu og hver hugsanleg framvinda geti orðið. Kuldaskeið hófst um allan hinn „gamla heim" seint á mið- öldum, eða á 13. og 14. öld, og stóð allt fram yfir aldamótin 1900. Tímabilið eftir um 1600 og langt fram á 19. öld hefur stundum verið nefnt „litla fsöld". Lamb telur að á íslandi og Grænlandi hafi veðurfarinu réttilega verið kennt um hnignum þeirra tfma Llnurit sem sýnir að samband er á milli hitafars á íslandi og hags þjóðarinnar á umliðnum öldum (Sig. Þórarinsson 1961). ) 1200 iaoo leoo leoo Veðráttan og haf ið V, FÓLKSFJÓLD (I þú*undj u (hann gleymir Dönum!), en víða á meginlandi Evrópu var hnign- unin kennd við „pláguna miklu" eða svarta dauða. Víst má ætla að veður válynd, matvælaskortur, styrjaldir og sjúkdómar haldist í hendur þegar svo ber undir og herji á menn og skepnur. Slæmt árferði og stríð minnka viðnám gegn sjúkdómum, en erfiðleikarn- ir geta einnig rutt nýjum hugsjón- um braut. Lamb reynir þannig á sögulegan hátt að finna skýringar á veðurfarssveiflum á stórum svæðum nú með samanburði á aðstæðum í Norðurhöfum og ná- lægum löndum fyrr á tímum. Hann og ýmsir aðrir telja Austur- fslandsstrauminn sérstaklega áhugaverðan til rannsókna á þessu sviði vegna áhrifa hans á og tengsla við veðurfar á íslandi, /"V v* ... A4?. Færeyjum og f Vestur-Evrópu al- mennt. Guðbrandur biskup Þor- láksson kann að hafa verið á sama rnáli, þvl að engan sýnir hann hafisinn við Island á landabréfi slnu nema út af Langanesi I Aust- ur-íslandsstraumi. Þetta landa- bréf er frá upphafi „litlu ísaldar" (1590). FISKVEIDAR VIÐ FÆREYJAR OG ISLAND Lamb hefur m.a. fjallað um gögn frá Færeyjum. Hann telur þau gefa vísbendingu um mikinn kulda i sjónum við Færeyjar á 17. öld. Að hans mati eru þessi gögn e.t.v, þau lengstu samfelldu, sem til eru um hitastig sjávar, og byggjast þau á mælingum frá 1867 fram á þennan dag, en fyrir þá tlð allt aftur að 1600 á upplýs- ingum um þorskveiðar, sem tak- markast við u.þ.b. 2°C hitastig í sjó. Fiskleysi mun hafa verið óþekkt fyrirbrigði við Færeyjar fyrir 1600 og eftir 1839. A 17. öld brugðust aftur fiskveiðar við eyj- arnar tíðum, stundum um árabil, og má ætla að kaldur pólsjór úr Austur-lslandsstraumi með hita stig lægra en a.m.k. 3°C hafi þá náð til Færeyja. Pólsjávar gætti á seinni timum lltillega við Færeyj- ar á árunum 1888 og 1968. Þessi ártöl eru reyndar athyglisverð, þvi að þá áraði einnig illa á ís- landi, og 1968 gætti pólsjávar meira I Austur-íslandsstraumi en Haffsbrúnin á hafinu við fsland nú á limum. Vinstri helmingur myndarinnar sýnir legu haffs- brúnarinnar að hausti, þ.e. minnstu útbreiðslu (1), meðallag (2) og mestu útbreiðslu fss (3). Hægri helmingur myndarinnar sýnir haffsinn að vori, minnstu útbreiðslu (1), meðallag (2), mestu útbreiðslu, þ.e. 1968 (3) og auk þess mestu útbreiðslu á sögu- legum tfma (4), eins og t.d. 1695 á „Jitlu fsöld" (J.Eyþ. og HJ. Sigtr. 1971). *r 2^ TALA HUNGURSARÍ 1 ÓLO * s s 0 ¦* 10 )( 8 Xj H xj » X; % *) 700 m XJ m w Hafstraumar Norður-Atlantshafs. Pólfronturinn f hafinu er á mót- um heitu og köldu straumanna fyrir norðan 40 gr. norðurbreidd- ar. dæmi eru til um samkvæmt mæl- ingum. Lamb segir, að andstætt fiskleysinu við Færeyjar á 17. öld hafi þorskveiðar við suður- og vesturströnd íslands aldrei brugðist svo vitað sé. Ekki er þetta rétt hjá Lamb. Lúðvik Krist- jánsson, sagnfræðingur, hefur fjallað um þetta efni í Sögu, tíma- riti Sögufélagsins, og bendir hann þar á, að sjávarafla haf: tekið af í mörg ár á íslandsmiðum. Um slíkt er getið í Grettissögu og i athug- unum Lúðvfks á heimildum 1685—1704, „sem sýna að þá var mikill aflabrestur, að vísu ekki stöðugur, en svo sár sum árin að torvelt er að benda á aðra eins ördeyðu í annan tíma". Þetta var á tímum „litlu ísaldar", en Lúðvík leiðir hjá sér getgátur um hvort skýringar á aflabrestinum séu all- ar tengdar veðurfari þessa kulda- skeiðs. Hann getur þess einnig að aflaleysið hafi bitnað harðar og lengur á Norðlendingum en landsbúum vestan- og sunnan- lands, og að fjöldi þurrabúða á Snæfellsnesi, húsmannshúsa í Vestmannaeyjum og grasbýla um land allt hafi lagst í auðn. Þessar upplýsingar um fiskleysi bæði við Færeyjar og ísland fyrr á öldum eru athyglisverðar í ljósi staðhátta nú á timum. Má minna á ísaárin 1965—1970, þegar kal í túnum og kaldur sjór og snauður fyrir Norðurlandi með sfldarleysi olli efnahagsörðugleikum hér á landi og jafnvel nokkrum land- flótta. Hlýsjórinn sunnan úr hafi eða Irmingerstraumurinn, eins og hann er nefndur við Island, hefur á 17. og 18. öld, eða hámarki „litlu isaldar", þrátt fyrir allt borist til suðurstrandar íslands eins og hann gerói á isaárunum 1965— 1970. Að vísu má þó ætla að hlý- sjórinn á þessum tímum hafi ver- ið svalari en nú er vegna blöndun- ar við kalda sjóinn að norðan og vegna árferðisins almennt. Er-það f samræmi við hald manna nú um breytirigar á hringrás hafstrauma í Norður-Atlantshafi á isaárunum 1965—1970, eins og áður sagði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.