Morgunblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1977 13 stuðningsmönnum sínum í járnbrautarkerfinu og borgara- sveitunum í Shanghaa. Þeir beattu öllum tiltækum ráðum og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að hrifsa völdin. Tilraunin fór að vísu út um þúfur. Ástæðan var fyrst og fremst sú að hún var að miklu leyti kæfð í fæðingunni þegar „þrjótarnir fjórir" — aðalleið- togar hinna róttæku með ekkju Maos í broddi fylkingar — voru handteknir. Vel má vera að hinum róttæku hefði tekizt að ná á sitt vald vissum fylkj- um, sem þeir einbeittu sér að, en tilraunin hlaut að fara út um þúfur þegar höfðupaurarnir voru handteknir. Samkvæmt fréttum frá Kína áttu hinir róttæku frumkvæðið að þeim sviptingum, sem fóru fram. Kannski er það aðeins ein hliðin á málinu. Ekki er vitað hvort hinir róttæku hafa ekki átt annars úrkosti en að berjast. Ef til vill verður aldrei vitað hvort þeir hafa gert valda- ránstilraun slna til þess að koma I veg fyrir valdaránstil- raun andstæðinga sinna. Þvi mætti raunar vel halda fram að fram hafi farið tvær valdaráns- tilraunir í fyrra sumar og að tilraun róttækra hafi farið út um þúfur en bylting Hua, hóf- samra stuðningsmanna hans og hersins heppnazt. Nú verður Hua að hreinsa til í rústunum og þótt hann hafi öðru hverju hvatt til stillingar virðist sýnt að víðtæk hreinsun verði aðferðin sem hann beitir. Spurningin er aðeins sú hve völd hans eru mikil, þótt það útiloki vissulega ekki hreinsan- HERIMAÐAR- EINRÆÐI? Margt bendir til þess að Kína stefni í átt til einhvers konar hernaðareinræðis og Kínasér- fræðingur The Tames, David Bonavia, segir að raunar búi Klnverjar nú þegar við hernaðareinræði að verulegu leyti. Hann segir að spyrja megi hve langt yfirráð hersins muni ná inn á svið hinnar borgaralegu stjórnar, eins langt og I menningarbyltingunni 1967 þegar áhrif hersins voru geysimikil, og hve lengi yfir- menn hersins vilji fara með borgaralega stjórn mála meðan þjóðin reyni að færa ástandið i eðlilegt horf. Þa r sem yfirmenn herstjórnar- umdæma taka í sínar hendur mikilvæg ábyrgðarstörf er nær- tækt að ætla að deilur rísi með þeim innbyrðis og milli þeirra annars vegar og yfirstjórnar flokksins i Peking hins vegar, en síðan hófsamir tóku völdin í október hafa áhrif hersins verið yfirgnævandi í stjórnmálaráð- inu. Hlutverk hersins er sérstak- lega mikilvægt vegna þeirrar ókyrrðar, sem átt hefur sér stað í Kína vegna brottvikningar Tengs og deilnanna um hann og vegna dauða Maos. Nú er svo komið að herinn virðist hafa bundið enda á óeirðirnar, sem hafa meðal annars náð til fylkjanna Yunnan og Szechwan auk þeirra sem þeg- ar hafa verið nefndir. Völd og áhrif hersins hafa þannig aukizt stöðugt og því má spyrja hvort völd og áhrif Hua Kuo-fengs hafi ekki veikzt. Hann er fyrst og fremst borgaralegur leiðtogi og í raun og veru virðist hann aðeins vera leiðtogi Kína að nafninu til. ÖfrægingaherferSin gegn ekkju Maos og samherjum hennar I Peking. Norræn veflist á Kjarvalsstöðum FYRIR tveimur árum kom saman vinnuhópur veflistarmanna I Danmörku til að leggja drög að stðrri sýningu sem gæfi góða hug- mynd um það sem væri að gerast I veflist á Norðurlöndum. Annaðist Félag Aextfihönnuða undirbún- ing á því stigi fyrir tslands hönd og skyldi 'sýning sem þessi fara fram á þriggja ára fresti og ferð- ast um öll Norðurlönd. Með styrk frá Norræna menningarmálasjóðnum, mennta- málaráðuneytinu og menntamála- ráði var lagður grundvöllur að sýningu sem verður á Kjarvals- stöðum frá 29. janúar til 20 febrú- ar. Dómnefnd skipuð kunnáttu- mönnum frá öllum Norðurlönd- unum valdi 116 verk af 665 sem tillögur bárust um og sendu 16 íslenzkir listamenn verk og voru valin verk eftir í til sýningar- innar. Sýnig hófst í listasafninu f Álaborg og kemur hún hingað frá Abo, en fer sfðan til Listaskálans í Þórshöfn. Alls eru 95 listamenn sem eiga verk á sýningunni og ná verk þeirra yfir myúdvefnað, teppi, ásaum, tauþrykk, macramé, batik, góbelín og fleira. Listráð Kjarvalsstaða hýsir sýninguna og greiðir fyrir henni á ýmsan hátt, en undirbúning og uppsetningu önnuðust Ásgerður Búadóttir, Þorbjörg Þórðardóttir, Sigrún Sverrisdóttir og Ragna Róberts- dóttir. Flugleiðir munu bjóða fólki utan af landi sérstaka helgarafslætti meðan á sýning- unni stendur. Erlingur Gfslason og Krist- björg Kjeld f hlutverkum sfn- um f Nótt ástmeyjanna. Nótt ást- meyjanna Vegna mikillar aðsóknar að sænska leikritinu Nótt ástmeyj- anna, eftir Per Olov Enquist, sem sýnt hefur verið á Litla sviði Þjóðleikhússins um all- langt skeið, hefur sýningin nú verið færð upp á stóra sviðið og verður sýnd þar framvegis. Leikritið fjallar sem kunnugt er um leikritaskáldið Ágúst Strindberg, hjónabandserfið- leika hans og Siri von Essen og ýmis mál, sem nú eru efst á baugi varðandi jafnrétti kynj- anna og mannlega sambúð. Jafnframt því, að sýningin verður flutt á stóra sviðið, verða þær breytingai; á hlut- verkaskipan, að Kristbjörg Kjeld tekur nú við hlutverki Marie David, sem Edda Þórarinsdóttir lék áður. Fyrsta sýning á Nótt ástmeyj- anna á stóra sviðinu verður á fimmtudagskvöldið kl. 20.00 og næsta sýning á sunnudags- kvöld. Gullleitin Nú hefur verið dregið úr réfíum iausnum í Gullgetrauninni Sigurvegarar eru Edda Garðarsdóttir Hamrahlíð 33, R og Biðskýlið við Bústaðarveg Reykjavík. Aukavinningar verða sendir heim til vinnings- hafa. Tunguhálsi 7, sími 8270

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.