Morgunblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 12
12 MOHGUNBLAÐIP, MIÐVIKUDAGUR 26. JANUAR 1977 Tilraun róttækra til að ná völd- unum í Kína í fyrrasumar var miklu alvarlegri og víðtækari en talið hefur veiað eins og æ betur kemur í Ijós með hverjum deginum sem líður. Róttækir virðast vafalítið hafa gert sam- stillta tilraun um landið allt til þess að ná völdunum sam- kvæmt þeim fréttum sem borizt hafa af átökum í flestum héruð- um Kína. Valdhafarnir sjá sér að vísu hag í því að draga upp dökka mynd af ástandinu og sýna fram á að róttækir hafi ! raun og veru gert með sér samsæti um að hrifsa völdin. Þar með réttlæta þeir völd sín og víð- tæka hreinsun sem þegar er hafin. Þó er Ijóst að aðgerðir hinna róttæku voru langtum umfangsmeiri og hættulegri en í fyrstu var álitið samkvæmt samantekt eftir Martin Woola- cott í Guardian sem hér er stuðzt við. í fyrstu virtist aðeins hafa verið um að ræða tilraun til að falsa skjöl Maos og ósam- ræmdar aðgerðir á v.íð og dreif á landsbyggðinni. Nú er aftur á móti að koma í Ijós, jafnvel þótt tekið sé tillit til allra tilrauna núverandi stjórnar til að túlka atburðina eftir eigin höfði, að um var að ræða raunverulega valdaránstilraun, sem hefði getað leitt til „stórfelldrar borg- arastyrjaldar" eins og sjálfur Hua Kuo-feng formaður hefur komizt að orði SMÁBYLTIIMGAR Ráðagerðir hinna róttæku grundvölluðust fyrst og fremSt á því að ná völdunum á ýmsum stöðum á landsbyggðinni. Styrkur þeirra byggðist á slík- um smábyltingum og ofbeldi var beitt þar sem það var talið nauðsynlegt. Nákvæmustu fréttirnar hafa borizt frá Shansi og Huan. Hin- ir róttæku gerðu óvæntar árásir á aðalstöðvar flokksins í Shansi og aðalstöðvar hinna svoköll- uðu vopnuðu borgarasveita í Hunan. Báðar árásirnar voru gerðar sama daginn, 23. ágúst, tveimur vikum áður en Mao lézt, og það er ein sönnun þess að um samræmdar að- gerðir var að ræða Fleiri slíkar valdaráns tilraunir virðast hafa verið gerðar ! Fuk- ien, Shantung, Hupei, Lianing og fleiri fylkjum. Tilgangurinn var að ná pólitískum yfirráðum yfirstórum hluta Kína, en þess- ar smábyltingar voru aðeins lið- ur í víðtækari valdaránstilraun- um Ein tilraunin var sú að vig- væða vopnuðu borgarasveitirn- ar í Shanghai. Lengi hefur verið vitað um tilraunir rót- tækra til að efla borgarasveit- irnar og láta þær vega upp á móti áhrifum fastahersins. Þessar tilraunir þeirra báru mestan árangur i Shanghai. Síðustu vikurnar sem Mao lifði er sagt að yfirmenn bofgara- sveitanna í Shanghai hafi dreift vopnum og skotfærum, sem hefðu verið bak við lás og slá í vopnabúrum undir venjulegum kringumstæðum. Talið er að í borgarasveitunum í Shanghai hafi verið ein milljón manna þar til i október. Þær voru sjálf- stæðar og vel skipulagðar og jafnvel herinn hefði átt fullt í fangi með að ráða niðurlögum þeirra ef þær hefu vigvæðzt. JÁRNBRAUTIR Jafnframt reyndu róttækir að koma af stað áfökum í mikil- vægum járnbrautarmiðstöðv- um eða ná þeim á sitt vald. Hinir róttæku hafa lengi haft mikil ítök i járnbrautarmálum og meðal járnbrautarstarf- manna Birgðaflutningar og liðsflutningar í Kína fara fyrst og fremst fram með járnbraut- um. Með yfirráðum yfir járnbraut- unum er auðvitað hægt að hafa áhrif á valdajafnvægið og hindra liðs- og vöruflutninga. Einhverjir alvarlegustu atburð- irnir urðu í Paoting, sem er mikilvæg járnbrautarmiðstöð suður af Peking og skömmu eftir áramót virtist enn ekki hafa tekizt að koma þar á lög- um og reglu. Kínverskur em- bættismaður sagði að tilgangur Hua Kuo-feng róttækra í Paoting hefði verið sá að „ógna öryggi sjáfrar Pek- ing." Siðan hafa þær fréttir borizt að sögn The Times að herinn hafi tekið í sínar hendur stjóm- ina i mikilvægustu járnbrautar- miðstöð Kina, Chengchow í Honan-fylki við Gulá. Þar mæt- ast helztu járnbrautirnar, sem liggja frá austri til vesturs og frá norðri til suðurs og án þeirra mundi mestallt athafnalíf i Kína lamast Aðgerðir hersins í Chengchow sýna að yfirmenn hersins telja járnbrautirnar svo mikilvægar að þeir vilja ekki taka þá áhættu að stjórn þeirra fari úr böndunum eða að ókyrrð gripi um sig meðal jámbrautarstarfs- manna, sem er ekki óalgengt. Það kæmi—ekki á óvart þótt herinn hafi tekið opinbecrlega í sinar hendur stjórnina í öðrum mikilvægum járnbrautarstöðv- um og í atvinnugreinum, sem eru taldar lífsnauðsynlegar. Hinir róttæku reyndu sem sé að ná völdunum á ýmsum stöð- um á landsbyggðinni, vígvæða borgarasveitir og ná yfirráðun- um yfir járnbrautarkerfinu. Loks hafa þei að sjálfsögðu reynt að ná undir sig sjálfum miðstöðvum valdsins. VALDABARÁTTA Þeir reyndu vissulega að kom- ast yfir skjöl Maos, sem hafa hálftrúarlegt gildi, og auka ítök sín í stofnunum flokksins og ríkisins. En margt bendir til þess að hinn raunverulegi til- gangur herferðar hinna rót- tæku í sumar hafi verið sá að hrinda af stað valdabaráttu í hernum. Þvi mætti halda fram að slik valdatogstreita hefði getað orð- ið lokastig árangursríks valda- ráns róttækra. Hinir róttæku hafa lengi gert allt sem í þeirra valdi hefur staðið til þess að ala á sundrungu gamalla og ungra yfirmanna hersins og færa sér hana í nyt. Þegar hinar róttæku hefðu verið búnir að tryggja sér yfirráð yfir stórum hlutum Kína og haft Shanghai fyrir örugga miðstöð hefði þessi stundrung getað orðið að raunverulegum klofningi og stór hluti hersins hefði gengið í lið með þeim. Augljóst var frá upphafi að hinir róttæku töldu tímann frá því Chou En-lai lézt og þar til Mao gæfi upp öndina síðasta tækifærið sem þeir höfðu til þess að ná völdunum. Fyrsti þáttur baráttunnar, sem af þessu leiddi, var brottvikning Teng Hsiao pings. Samkvæmt veggspjöldunum, sem birzt hafa í Peking að undanförnu, æstu „þrjótarnir fjórir" undir forystu Chiang Ching, ekkju Maos, til óeirðanna 5. apríl sem voru notaðar sem átylla til þess að reka Teng. Nú er búizt við því að hann verði fljótlega skipaður aftur í mikilsvert em- bætti og er jafnvel talað um stöðu forsætisráðherra i þvi sambanda. Samkvæmt öðrum fréttum er talið líklegt að hon- um verði falið að hreinsa til i kommúnistaflokknum og endurreisa hann. Ekki er talið af veita þar sem andinn í hon um sé slæmur eftir síðustu at- burði. Um atburðina sem gerðust eftir brottvikningu Tengs hefur lítið verið vitað í einstökum atriðum fyrr en nú. Nú er til dæmist Ijóst að hinir róttæku einskorðuðu sig ekki við bak- tjaldamakk á æðstu stöðum og beittu ekki aðeins fjölmiðlum, sem voru að miklu leyti á þeirra valdi. KLOFNINGUR í þess stað beittu þeir öllum þeim mönnum, sem þeir höfðu yfir að ráða, til þess að reyna að kljufa þjóðina og þar með herinn til þess að komast þann- ig til valda að lokum- stuðningsmönnum sínum í hin- um ýmsu fylkjum, yfirmönnum i flokknum sem voru þeim hlið- hollir, milligöngumönnum sem höfðu sambönd og áhrif,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.