Morgunblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANUAR 1977 23 — Veðráttan og hafið . . . Framhald af bls 11 ingu fyrir þekkingu okkar á Is- lenskum hafsvæðum. Þær eru einnig eftirtektarverðar I ljósi þess, að fiskifræðilegum leiðöngr- um útlendinga á íslandsmið fer yfirleitt fækkandi vegna þróunar- innar I efnahagslögsögumálum. Þessu er á annan veg farið varð- andi aðrar hafrannsóknir eins og sjórannsóknir. Áhugi annarra þjóða á þeim snýst um ástand og samspil lofts og lagar við pólfront- inn, bæði vegna mikilvægis þessa fyrir ástand á viðáttumiklum svæðum annars staðar og vegna fræðilegra viðhorfa. Áhugi ís- lendinga á rannsóknunum hefur þó aðallega beinst að ástandinu á sjálfu athugunarsvæðinu, á fiski- slóðinni við straumamótin fyrir Norðvestur- og Suðausturlandi. í þessu sambandi er rétt að minna á, að Ísland er á mörkum innhafs, sem við nefnum Norðurhöf, og úthafs, sem við nefnum Norður- Atlantshaf. Það er þessi lega landsins á neðansjávarhrygg og við straumamót, sem markar líf- skilyrðin í landinu á mörkum hins byggilega heims. SlÐASTA ISÖLD Hér að framan var fjallað um veðurfarssveiflur og sjávarhita á síðustu áratugum og einnig öld- um, m.a. á svonefndri „litlu ís- öld“. Verður nú vikið svolltið að síðustu eiginlegri ísöls fyrir um 11—16 þúsund árum. Hugmyndir manna um yfirborðshita sjávar svo langt aftur I timann byggjast á súrefnisisótópamælingum i set- kjörnum og á útbreiðslu á leyfum lífvera I setinu, sem lifa nú á dögum I kalda sjónum. Slikar at- huganir á Norður-Atlantshafi sýna mesta frávik sjávarhita frá hitastigi nútimans á hafinu suð- austur af Nýfundnalandi og það- an norðaustur á bóginn. Þessar niðurstöður benda til þess að pól- fronturinn i hafinu hafi á síðustu Isöld verið töluvert fyrir sunnan ísland, þ.e. köldu hafstraumarnir að norðan, Labradorstraumur, Austur-Grænlandsstraumur og Austur-islandsstraumur, hafa haft áhrif langt suður á Norður- Atlantshaf. Samsvörun aðstæðna á síðustu Isöld, „litlu isöld“ og nú á tímum á Norður-Atlantshafi er greinileg, aðeins gætir kalda sjáv- arins i mismunandi ríkum mæli. Annars er vart að vænta vegna tiltölulega óbreyttra landfræði- legra aðstæðna. Eins og fyrr sagði getur vitn- eskja um veðurfarið á jarðsögu- legum tíma aukið skilning okkar á veðurfarssveiflum nútimans. Líta ber á tilgátur um framtíðina í þessum efnum einungis sem hvetjandi til frekari rannsókna á veðurfari og veðurfarssveiflum, en ekki sem endanlegar niður- stöður. IIITAFARSBREYTINGAR LtÐANDI STUNDAR Litum nú aftur á veðurfars- breytingar okkar tima. Hitastig á Skírni AK breytt á Akranesi Akranesi. 20. jan. V/S SKÍRNIR AK 16 eign II:raIds Köðvarssonar & Co. á Akranesi er fyrsta skipið sem skipasmíöastöð Þorgeirs og Ellerts h.f. á Akranesi breytir með lokaðri yfirbyggingu. Verkiö tók aöeins einn mánuö og þó var unnió aó viðhaldsviógerðum á skipinu á sama tíma. Skírnir mun bera 400 lestir eftir þessa breytingu og fer hann á loónuveióar næstkomandi föstudag. Þorgeir og Ellert h.f. eru með sementsflutningaskip í smíðum og verður það tilbúið í aprílmánuði. Skip þetta mun bera 460 lestir af sementi, lausu í CMANGC UNCCITAIN jörðinni í heild mun hafa hækkað um hálfa gráðu Celcius frá 1880 til 1950 og um eina gráðu á norð- urhveli, en aftur lækkað um fjórðung úr gráðu siðan. Þessar breytingar voru enn meiri á norð- urslóðum, i lofti mest við Franz Josephs Land, en i sjó eins og áður sagði suðaustur af Ný- fundnalandi. í ljósi hinnar almennu kólnun- ar, sem átt hefur sér stað a.m.k. á norðurhveli jarðar, er áhugavert að geta um tiltölulega milda vetur i stórum hluta Bandaríkjanna og Evrópu, en aftur kulda i Kanada á árunum 1971—1974. Þessar að- stæður hafa af bandariskum fræðimönnum verið raktar til Kyrrahafsins. Þeim fylgdi vax- andi hitastigull milli kuldans á meginlandi Kanada og hlýsjávar- ins á Norður-Atlantshafi, sem aft- ur var meðvirkandi þáttur I myndun eða eflingu djúpra lægða og þá aukinna vinda og uppgufun- ar á þessum hluta hafsins á vet- urna. Aukin uppgufun og ferill lægðanna suðvestur i hafi hefur skilað sér aftur sem úrkoma og varmagjafi til andrúmsloftsins og þannig stuðlað að mildum vetrum .a.m.k i Vestur-Evrópu, og um- hleypingum á íslandi. Utsynning- urinn og suddinn á Suður- og Suð- vesturlandi er þá ekki eingöngu sá bölvaldur, sem af er látið, held- ur einnig varmagjafi. Áhrifa Aætlaður mismunur sjávarhita á Norður-Atlantshafi á sfðustu ís- öld fyrir u.þ.b. 18 þús. árum og nú á tfmum. Sjór frýs viö tæpar mín- us 2 gráður C og takmarkast þannig hækkun sjávarhita 1 köld- um sjó. Myndin byggist á athug- unum f setlögum (Wahl, Bryson 1975). þessa samspils lofts og lagar hef- ur e.t.v. einnig verið til góðs fyrir hafísástand hér við land eftir 1970, þótt hinn eiginlegi pólfront- ur hafi ekki vikið sér norður aftur eins og var þegar best lét á öld- inni. Þessi atburðarás hefur held- ur ekki hækkað meðalhita sjávar á Norður-Atlantshafi né heldur hafa norðurslóðír almennt notið hennar. Sérstaklega skal bent á, að þótt hafisinn hafi látið undan siga siðan 1965—1970 fyrir Norð- urlandi, þá gætir þess á seinni árum að Atlantssjórinn eða hlý- særinn streymi ekki eða síður norður fyrir land hér á vorin en á árunum 1950—1964. Þetta segir sina sögu um þær breytingar, sem orðið hafa á ástandi sjávar á ís- landsmiðum á seinustu árum, hvað sem verður á komandi tim- um. Enn sem komið er ber að fjalla um þessi mál sem veður- farssveiflur, en ekki sem beinan aðdraganda að kuldaskeiðum eins og t.d. „litlu isöld", þótt reynt sé að verða einhvers vísari um eðli mála með rannsóknum á liðinni Útbreiðsla kalda sjávarins á Norður-Atlantshafi fyrir 17 þús. til 6 þús. árum. Myndin er gerð eftir útbreiðslu Iffvera f seti (Ruddiman og Melntyre 1973). tið. í næstu grein verður að lokum fjallað um nokkur atriði varðandi lifandi auðlindir hafsins. 70- «0-___________W 40' W »• 10' 0' 10' + Móðir okkar. tengdamóðir og amma BJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, Vigur andaðist i sjúkrahúsi ísafjarðar aðfaranótt mánudagsins 24 janúar. Jarðarförin auglýst síðar Börn, tengdaböm og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn. faðir okkar. tengdafaðir og afi ÞORSTEINN FRIÐRIKSSON veggfóðrarameistari lézt að heimili sinu í Svíþjóð aðfaranótt 24 þ m Jarðarför auglýst siðar Pállna Arinbjarnardóttir Friðrík Þorsteinsson, Ágústa Friðríksdóttir. Hafsteinn Vilhelmsson, Arinbjöm Friðriksson, Þórunn Friðriksdóttir, iris Björk Hafsteinsdóttir. Bróðir okkar. + JCNAS HALLGRÍMSSON, Ijósmyndari á Akureyri, er látinn Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju. föstudaginn 28 janúar kl 1 3 30 Olga Hallgrímsdóttir Gyða Hallgrímsdóttir, Magnús Hallgrímsson, Ólafur Hallgrímsson, Eygló Hallgrimsdóttir, Einar Hallgrimsson. + Móðir min, INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Grettisgötu 96 fyrrum húsfreyja að Vaðnesi i Grímsnesi. andaðist 23 janúar Jarðar- förin verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 28 janúar kl 1 3.30 Fyrir hönd aðstandenda. Soffía Ingadóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför bróður okkar, ÞORLEIFS JÓNSSONAR frá Suðureyri, Tálknafirði. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki við Borgarspital- ann fyrir góða umönnun Systkinin. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför litla drengsins okkar og bróður ÞÓRS KJARTANSSONAR. Skerseyrarvegi 1A, Hafnarfirði. Kjartan Kjartansson, Ingibjörg Pálsdóttir, Soffia Kjartansdóttir. V/S Skfrnir AK 16 f Akraneshöfn eftir breytinguna. Ljósm. Júlfus. tönkum. Þetta er eina verkið sem er umsamið við skipasmíðastöðina i dag og er það furðuefni margra manna og skaðlegt á sama tíma og fjöldi skipa siglir til erlendra stöðva til breytinga og klössunar. Þær ráðstafanir leiða víst til betri fyrirgreiðslu. Á skipasmíðastöðinni vinna nú 150 menn, Benedikt Erl. Guðmundsson sér um verkfræðihliðina, en Hallgrímur Magnússon er verkstjóri. Júlíus. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug eiginmanns mins og sonar okkar við fráfall og útför JÓHANNSJÓNSSONAR, bifreiðastjóra, Hraunbæ 1 96. Wivi Hassing. Ingibjörg Sveinsdóttir, Jón Pálsson. EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU * Al GI.YSINGA SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.