Morgunblaðið - 20.03.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.03.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1977 13 Sr. Þórir Stephensen: Þættir úr sögu Dómkirk j unnar ER 180 afmælis Dómkirkjunn- ar var minnst 14. nóvember sl., ritaði ég grein í Morgunblaðið, þar sem fáeinir helstu þættirn- ir í sögu kirkjunnar voru rakt- ir, gerð grein fyrir mikilli þörf á viðgerð kirkjuhússins að inn- an og fjársöfnun þar að lútandi. Jafnframt var þess getið, að á næstu vikum mundu birtast greinar um fleira Dómkirkjuna varðandi. Á því hefur orðið dráttur, en nú skal nokkuð úr þvi bætt. Viðgerðinni, sem staðið hefur yfir síðan I janúarbyrjun, er nú að ljúka, og væntaniega verður hægt að hefja messur n.k. sunnudag 27. marz. Þá mun hin aldna kirkja birtast i nýjum eða endurnýjuðum búningi að nokkru, en þó með sama svip og fyrr. Ekki er óeðlilegt, að hug- urinn reiki þá til horfins tíma, hinna fyrri kirkna Reykjavíkur og þeirra búnaðar. Sú spurning vaknar þá e.t.v. einnig, hvað sú kirkja, er nú stendur, hafi frá þeim I arf tekið. Skal hér leitast við að svara þvl. Kirkjan I Reykjavík (Vík) var til forna helguð Jóhannesi postula. Annexíur voru I Nesi við Seltjörn og Laugarnesi. Við- eyjarkirkju var enn fremur lengi þjónað frá Reykjavík. Kirkja var og I Engey til 1765 og enn fyrr voru kirkjur I Breiðholti og á Hólmi. Reykja- vlkursókn var því lítil lengst af og kirkjan þvl fátæk. i rauninni voru ekki nema 6 bæir I sókn- inni: Skildinganes, örfirisey, Hlíðarhús, Arnarhóll, Vik og Sel. En er tímar liðu, fór hagur kirkjunnar að batna, ekki sist fýrir ræktarsemi erlendra manna, sem hér dvöldu vegna verslunarstarfa. Gáfu þeir bæði kirkjugripi og trjávið kirkjunni til viðhalds. Svo verður mikil breyting á um 1720. Þá byggði Víkurbóndi nýja kirkju, er bar af þeim guðshúsum, sem hér höfðu staðið. Jón biskup Árnason seg- ir um hana 1724: „Kirkjan er að öllu, veggjum og viðum, kostu- lega standandi, vænt hús, sem lögsagnarinn Mr. Brandur Bjarnhéðinsson hefur látið upp byggja af nýjum viðum ei alls fyrir löngu. Kirkjan var 9 staf- gólf með torfveggjum, en öll þiljuð innan. Og þetta er sú kirkja, sem stendur með nokkr- um breytingum, þangað til kirkjan fyrri við Austurvöll var reist og vigð 1796. Þegar Innréttingarnar risu hér, fjölgaði fólkinu í sókninni, svo stækka þurfti kirkjuna. Var hún þá lengd um 3 stafgólf, og var sú viðbót nefnd kór. Siðar var hún stytt um eitt stafgólf, en settur á hana turn og mold- arveggjum rutt burt. Var þetta 1789. Þar með hvarf siðasta torfkirkjan í Reykjavik. Hér hafði 4 árum áður verið ákveð- in dómkirkja Skálholtsbiskups- dæmis, og hefur henni vafa- laust þótt hæfa betri búningur. En kirkjan við Aðalstræti var orðin lítil og of illa farin til þess að geta gegnt sínu hlutverki. Því var byggð ný kirkja við Austurvöll. Um leið voru kirkj- urnar I Nesi og Laugarnesi lagðar niður. Sióasta nákvæma pró- fastsvisitasia kirkjunnar við Aðalstræti var gerð 19. ágúst 1794. Þar segir þetta um kirkju- gripina; (Athugasemdir minar í svigum): „Fyrir utan litilfjör- legan prédikunarstól, máluð al- taris — vængjabrfk, 3 krusifix og 1 líkneski af tré, hökull af bláu rósaflaueli með hvítu stóraléreftsfóðri, lagður með silfurvirsborða, krossinn er af rauðu raski (klæði) með silfur- vírskniplingum yfir, óegta, gamall og fölnaður. Annar af gulu og rauðröndóttu rósa- plussi, fóðraður með bláu lér- efti, lagður utan með silfurvirs- borða. Krossinn er af öðrum breiðari hökli, borðarnir allir mjög slitnir. Þriðji af brúnleitu silki og tvinnataui, fóðraður með hvítu lérefti, krossinn og leggingarnar eru af vírdregn- um silkiborða, viða gegnslitinn. Rikkilfn af hvitu, fínu lérefti með knipplingum um hálsmálið og framan á ermar, sæmilegt. Altarisklæði af rauðu plussi, Ur skrúðhúsi Dðmkirkjunnar. Yfir dyrum er altaristaflan frá 1818, 1 hana ber einu kerta- krónuna, sem nú er til, þeirra er voru settar 1 kirkjuna 1848. fóðrað með hvitu lérefti, lagt með silfurvirsborða. Utan um það er rauðleitt silkikögur á tvo vegu, en á hinn þriðja silfur- vírskögur. Það er gamalt, tekur að upplitast og ofurlítið. Annað af bláu sirty kattiní (baðmull- arefni), stærra, ógallað. Þriðja af gyltu skinni, gamalt og upp- litað. 2.altarisdúkar með knipplingum á þrjá vegu, sæmi- lega stórir. Altarisbrún af hvit- um, ofnum knipplingum, full- stór. Kaleikur með patinu, for- gylltur innan, vænn, nýgefinn af kaupmanni Sunchenberg. Annar minni, gamall, algylltur* þriðji enn minni, gylltur innan, gamall, þó ógallaður. Korpóral- dúkur (til að breiða undir kaleik og patinu) af hvítu at- laski, fóðraður með hvitu tafti og umhverfis lagður með egta forgylltum knipplingum, bró- deraður I miðju með perlu- stikks arbeiði. Annar af rauðu flaueli fóðraður með grænu lér- efti og umhverfis, samt mitt inn lagður, með gylltum knippling- um. Þriðji af hvítum kammer- dúk, útsumaður, forn og slitinn. Fjórði, litill, af lérefti, ónýtur. Bakstursstampur (oblátu- öskjur) af tré og slipaður kristalslampli (messuvins- flaska) með glertappa, vænn. Bakstursjárn (járn til að baka I oblátur) litil, gömul. Tvær stór- ar messingsplpur (kertastjak- ar) vænar, tvær lítilfjörlegar af tini. Fern ljósaöx (skarbítar) af járni. Ljósakróna af tnessing með pipum, örmum og skálum, 5 aðrir ljósaarmar (veggstjak- ar) með pípum og skálum og 2 gylltir, nýir. Skirnarfat af messing, gamalt og lítið gallað á barminum. Ljósberar (lugtir) tveir af blikki og horni. — I bókum á kirkjan Vaysenhúss- biblíu, sem nú er undir hönd- um rectors hr. Thorlacusar, 3 grallara, sá eini i forgylltu cordivansbindi, guðspjallabók i rauðu flauelisbandi með silfur- döppum og spenslum steyptum, önnur mataría (?) af þeirri gömlu guðspjallabók. — Sparlök tvö af grænu, grófu raski hanga á járntein framan fyrir skriftarstaðnum, hvörjum tilheyrir ein yfirtrekkt skamm- el. (Þarna hefur greinilega ver- ið e.k. skriftastóll). Altarið er sæmilegt, nýlegt með vængja- hurðum og skúrfum, skrálæst. Þrjár eru klukkur til, misstór- ar, allar heilar og hljóðgóðar. I graftólum eru til einn járnkall stór, einn páll og lítill reku- spaði, samt sex rekur stórar.“ Það vekur eftirtekt, að skriftastóll skuli enn vera i kirkjunni 1794, en tilvist hans sýnir, að skriftir hafa verið iðk- aðar hér til þess tima a.m.k. Hið sama má sjá af ævisögu sr. Jóns Steingrimssonar. Nákvæm skrá yfir þá gripi, er Þjóðminjasafnið hefur fengið frá Dómkirkjunni er enn ekki til, en ljóst má vera, að margt mun glatað, sem í vísitasíunni er nefnt. Sennilega er svo um trélíkneskið, sem vafalítið er frá kaþólskri tíð, en þá átti Víkurkirkja t.d. 2 líkneski heil- ags Blasíusar, einnig Mariu Guðsmóður og Jóhannesar. Róðukrossarnir, sem einnig munu úr pápísku, eru og vafa- lítið glataðir. Annars verður fátt um þetta fullyrt, meðan áðurnefnd skrá hefur ekki ver- ið gerð. Sumt, sem visitasían nefnir, á Dómkirkjan hins vegar enn. „Altaris — vængjabríkin" hef- ur farið i steinkirkjuna nýju 1796, en vék 1818 fyrir „nýrri, dýrðlegri“ töflu, sem enn er til og hefur undanfarið hangið yf- ir skrúðhúsdyrum, því ný tafla kom aftur þegar kirkjan var endurbyggð 1848. Klukkurnar tvær, sem nú kalla menn til Dómkirkjunnar, eru sennilega hinar sömu og 1794, örugglega önnur þeirra. Vaysenhússbibl- ian er enn til, sömuleiðis hinn „forgyllti" grallari, sem ber fangamark Árna Hólabiskups Þórarinssonar, er var um tima prestur i Reykjavik. Kaleikur- inn og patínan, sem Sunchen- berg kaupmaður gaf, eru enn í notkun og tengja ásamt kirkju- klukkunum saman núverandi kirkju og dómkirkjuna fyrstu við Aðalstræti. Altaristaflan frá 1818 treystir svo tengslin við steinkirkjuna eldri. Fleira kemur einnig til gamalla og merkilegra gripa, þótt yngri séu, en þeir, sem hér hafa verið taldir. Þannig á okkar söguríki helgidómur ýmsa muni, sem í ráði er að búa nú þannig stað, t.d. í skrúðhúsi kirkjunnar, að almenningur megi sjá þá og kynnast um leið því, sem byggt hefur upp helgiþjónustu ald- anna. Slík þekking er alltaf mikils virði. Hún skapar ákveð- inn þátt menningar okkar. Vaysenhússbiblian, kaleikurinn og patfnan, sem Sunchenberg gaf og grallarinn forgyllti með fangamarki Árna biskups Þórarinssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.