Morgunblaðið - 20.03.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.03.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1977 George Simenon hefur viðtal við Federico Fellini? Kynleg hugmynd það? Til hvers að leiða saman, þó ekki sé nema stutta stund í spjalli, þennan brautryðjanda draumanna og spor- göngumann raunveruleikans? Hvernig var það hugsanlegt að slíkur töframaður í barokstíl, sem ekki leikur sér mað annað en ímyndanir, og óforbetranlegur skordýrafræðingur, sem kryfur sálirnar mað orðum, gætu skilið hvor annan, náð sam bandi? Vissulega er Rimini hin bjarta, þar sem Fellini sá dagsins Ijós fyrir 57 árum, langt frá Liege hinni gráu, þar sem Simenon fæddist fyrir 74 árum. Samt var fundur þeirra í Lausanne um daginn ekki eins og þegar hittast tveir ókunnir menn, sem ekkert eiga sameiginlegt nema frægðina. Þeir föðmuðust, virtu hvor annan þegjandi fyrir sér og voru sýnilega hrærðir. Þessi fundur var ein- lægur og fagur. Því þó enginn vissi það, höfðu þeir verið vinir i 17 ár. En þeir hafa heldur ekki sést í 17 ár. Það var í Cannes á árinu 1960. Kvikmyndahátíðin var sérstaklega glæsileg. Ein Bergmann-mynd (Jómfrúarlindin), einn Bunuel (Unga stúlkan), einn Fellini (La Dolce vita), einn Antonioni (Aventura). Og ekki má gleyma tveimur dásamlegum sovézkum kvikmyndunt (Konan með hundinn og Ljóð hermannsins). Og til að kóróna þetta allt, voru þarna myndirnar „Aldrei á sunnudögum" með Melinu Mereouri og Kvikmyndin þin um Casanova minnir á málverk eftir Goya, sagði Simenon við Fellini. Frá kvikmyndahátíðinni i Cannes 1960 þar sem Simenon barðist fyrir því að La Dolce Vita eftir Fellini fengi verðlaunin. Simenon, forseti dómnefndar óskar Fellini til hamingju. Casanova (Sutherland) i atriðinu með brúðunni. Brjóst- haldarinn á honum á að leggja áherzlu á hina barnalegu þætti i honum. segir Fellini. „Moderado cantabile" með Jeanne Moreau. Forseti dómnefndar: George Simenon. Einn gegn öllum (lék hann allan tímann hlutverkið úr „Tólf reiðir menn", (sem sýnd var í fsl. sjónvarpinu ekki alls fyrir löngu). Þar sem hann barðist klukkutím- um saman gegn hinum meðdómendum sínum í kviðdóminum, reyndi að sann- færa þá hvern eftir annan um að Fellini, mótaði í allri sinni dirfsku merkileg tímamót í kvikmyndasögunni. Kviðdóm- endur létu sig smám saman, hver á fætur öðrum:G Á"?4 -Zy%A Simone Renant til Meurice Le Roux, frá Díego Fabbri til Marcs Allegret. En þeir leggja enn áherzlu á að Bunuel og Bergmann fái að minnsta kosti gullpálmann með Fellini. Það er engu tauti við þá komandi. Eftir ný átök stígur Simenon óbugaður upp á leiksviðið og les eftírfarandi til- kynningu: Dómnefnd XIII. kvikmynda- hátíðarinnar, sem ekki vill draga úr mik- ilvægi fyrstu verðlaunanna með því að skipta þeim, hefur einróma fallið frá því að verðlauna stórverk á borð við kvik- mynd Ingmars Bergmans (Svíþjóð) og Luis Bunuels (Mexico), sem hún þó vott- ar virðingu sína. Gullpálmann hlýtur „La Dolce Vita" eftir Federico F’ellíni (Italía) Þessi fyrstu verðlaun eru sam- þykkt einróma." Það er hrópað og hvíað, hoppað og dansað. Hneyksli! Upp úr þessu frjósama hneyksli óy vinátta þessara tveggja manna, sem þrátt fyrir frægð sína eru nægilega hlé- drægir til þess að það var á fárra vitorði að í þessi 20 ár síðan þeir hittust í Cannes hefur vináttan nærst á stöðugum bréfaskriftum þeirra í milli. Tungulipur hrósyrði draga ekkert úr þeirri virðingu, sem þeir viðurkenna að þeir beri hvor fyriröðrum. „Fellini er sköpunarbróðir minn", seg- ir Simenon, en eldri bróðir. „Vitleysa!" segir Fellini og roðnar, „þetta er eins og hintnafaðirinn væri að þakka mér fyrir að hafa skapað hann." Hann bætir við: „Hve margir eru þeir sjúklingar, sá að- sktlnaður, sú dapurlega bið, eða imi Iffifilfl tllllfillfll! : 8 I 1 Nýlega er mikið umtölum kvikmynd ítalska leikstjórans Federico Fellini kominn á markað- inn. Af því tilefni leiddi franska blaðið Express þá saman hann og skáldsagnahöfundinn fræga, Georges Simenon, í Lausanne í Sviss, þar sem þessir tveir miklu „skaparar" hver á sínu sviði ræddust við af einlægni. Blaðamaðurinn Daniele Heyman lýsir í upphafi fundi þeirra og fyrri kynnum: þessari grein rœöir belglski rithöfundurinn Simenonvið Federico Fellini um nýjustu mynd hans i! 11 íiiiiil llllltllflttfftiitl íiiUfiiiiHtiiiiil i n i ; t i/j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.