Morgunblaðið - 20.03.1977, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1977
VALDATAFL
GADAFY LEYS-
IR LÍFSGÁTUNA
• Sebha er lítill bær í líbýsku
eyóimörkinni. I Sebha er hús,
sem nefnist Þjóðarhöllin. Yfir
Þjóðarhöllinni svífur gríðarmikill
loftbelgur í
bandi. Það er
farið að minnka
í honum loftið.
Við og við tekur
hann dýfur og
hrekst til fyrir
stormsveipum utan úr eyðimörk-
inni. Vel má þó greina myndir og
orð, sem máluð eru á hann báðum
megin. Öðrum megin er flenni-
stór mynd af Gadafy ofursta,
þjóðarleiðtoga í Líbýu; hann er
þar i einkennisskrúða og brosir
landsföðurlega út að eyrum. Hin-
um megin er Gadafy í líbýskri
skykkju — og brosir líka i henni.
En undir þeirri mynd standa
þessi orð: „Nefndir um allar jarð-
ir“.
Það þarf reyndar ekki að lita til
himins í Sebha til að sjá mynd
Gadafys. Mynd hans er á hverju
götuhorni i bænum, og víðar þó.
Undir þeim, yfir og allt um kring
eru margvísleg kjörorð. Til dæm-
is: „Þing eru útelt“, „Stjórnmála-
flokkar eru þjóðhættulegir". „Þar
sem þjóðin hefur völdin þarf enga
ríkisstjórn", og „Þjóðin er kalífi,
löggjafi og forseti“.
Sebhabær er frægastur fyrir
það, að þar gekk Gadafy þjóðar-
leiðtogi i framhaldsskóla. Frá þvi,
að Gadafy gerði byltingu og náði
völdum í landinu, hefur hann
sýnt Sebhabæ sérstaka virðingu.
Hefur vegur þessa útnára farið
sívaxandi fyrir tilverknað Gada-
fys og aldrei verið meiri en nú
fyrir mánuði, er þjóðþing kom
þar saman og lagði drög að
stjórnarskrá eftir „Hinni þriðju
altæku kenningu“, sem svo er
nefnd og Gadafy leiðtogi hefur
upp fundið. Þar mun vera komið
allsherjar ráð við öllum pólitísk-
um vanda, hvorki meira né
minna. Hefur Gadafy verið að
semja þessa kenningu undan far-
in ár. Er hún saman tekin í
DAVID
HIRST
„Grænu bókinni“ svo nefndu. Sú
bók hefst á ráðum við „vandamál-
um lýðræðisins". Hún er til
grundvallar samþykktum þings-
ins í Sebha.
Að sögn aðalritara þingsins,
Abdul Salam Jallud forsætisráð-
herra, er þetta „í fyrsta sinn, að
þjóðarleiðtogi fær þjóð sinni öll
völd í hendur“. Og i Al-Fajr Al-
Jadid, dagblaði i Tripólí, stóð um
daginn, að „augu alheims beind-
ust nú til Sebha“ enda yrði þar
„mesti viðburður veraldarsög-
unnar“ þessa daganna.
í „Grænu bókinni" deilir
Gadafy mjög á þingbundið lýð-
ræði og kveður það „mestu harð-
stjórn sögunnar“. Slíkt lýðræði
með stjórnmálaflokkum byggist á
„fyrirlitlegum vélabrögðum".
Býður hann síðan upp á „beint
lýðræði". Það er næsta einfalt i
framkvæmd. „Nefndir um allar
jarðir", „lýðsamkundur" á hverj-
um stað kjósa „stjórnmálaráð"
sem koma í stað hefðbundinna
stjórna. Allur rekstur er í hönd-
um ráða, en yfir ráðunum eru
samkundur, sem marka stefnu og
líta eftir framkvæmdum. Ríkis-
stjórn og embætti þjóðarleiðtoga
eru aflögð. Gadafy ofursti ætlar
ekki að halda neinu eftir nema
formannssætinu á þjóðarsam-
kundunni. Hún á að kom saman
einu sinni á ári að öllu jöfnu. Með
þessu móti verður lýðræðið loks
fullkomið: þjóðin stjórnar sér
sjálf.
Lítill ágreiningur hefur orðið á
þinginu í Sebha, og hefur flestum
málum verið ráðið til lykta í full-
kominni eindrægni. Að vísu varð
góðlátlegt þref um það, hvaða
nafna ætti að gefa Líbýu eftir að
lýðræðið yrði fullkomnað þar.
Enn fremur um það hvað ætti að
hafa að leiðarljósi í löggjöf fram-
vegis — Kóraninn, Orðskviði spá-
mannsins, ellegar Gjörninga
hans, þá er ekki standa i Kóranin-
um. Aftur á móti varð allur þing-
heimur hjartanlega sammála um
það, að ekki kæmi til greina, að
Gadafy þjóðarleiðtogi hætti að
leiðtoga þjóðina þótt hann fengi
henni öll völd. Það þótti fjar-
stæðukennt. Töldu þingsetar alls
ekki nóg, að hann birtist bara
einu sinni á ári og stýrði fundum
þjóðarsamkundunnar. Þjóðin yrði
að fá að verða aðnjótandi daglegr-
ar handleiðslu hans enn um sinn.
Vonandi gefst honum samt tími
til að halda áfram við „Grænu
bókina“. í næsta kafla ætlaði
hann nefnilega að leysa efnahags-
vanda heimsins...
KARIUS & BAKKUS
^ Ekki alls fyrir löngu
var gerð úttekt á tann-
lækningum í Bretlandi
Þar var að verki nefnd
skipuð þingmönnum og
tannlæknum Hefur hún
nú skilað yfirnefnd Heil-
brigðisþjónustunnar
skýrslu Er það álit höf-
undanna í stuttu máli, að
tannlækningar í Bretlandi
séu i afleitu horfi -— og
séu reyndar oft og tíðum
engar lækningar Tann-
viðgerðir séu yfirleitt dýr-
ar, oft illa af hendi leystar,
og ósjaldan skemmist
tennur frekar eftir þær en
áður . .
Þetta er kennt ýmsu
,,Of lítið eftirlit er með
menntun og vinnustöðum
tannlækna Of lítið er hirt
um það að fyrirbyggja
tannsjúkdóma og svo
er gengið slælega fram í
því að lækna þá Enn
fremur er launagreiðslum
tannlækna þannig háttað,
að ekki er von til þess, að
þeir verði hollir Heil-
brigðisþjónustunni eða
leggi sig fram í starfi,"
segir í skýrslunm Og allt
kemur þetta niður á sjúkl-
mgunum
í skýrslunni segir enn
fremur, að ,,ekkert bendi
til þess" að menn hafi
neitt gott af því að láta
Fleiri
konur
hafa
færri
tennur
lækni skoða tennur sínar
reglulega Eru það Bret-
um nokkur tíðmdi, því að
40 — 50% fullorðinna í
Bretlandi munu láta lita á
tennur sínar á hálfs árs
fresti. Reyndin mun vera
sú, að tönnum manna
fækki eftir því, sem þeir
leita tannlækms oftar!
Konur verða harðar úti af
völdum tannlækna en
karlar; þær leita tann-
læknis oftar — og tönn-
um þeirra fækkar hraðar
svo sem því nemur Hætt-
ast er fólki. þar sem tann-
læknar eru flestir í einu
hverfi i Lundúnaborg eru
tannlæknar fleiri en nokk-
urs annars staðar f land-
inu. En börnin í hverfinu
hafa líka að jafnaði fleiri
tennur viðgerðar en þekk
ist annars staðar í
landinu
„Tannlæknar skemma
tennur", segir í fyrr-
nefndri skýrslu „T.d.
nota þeir mjög hraðgenga
bora oft þannig á
skemmda tönn, að flísast
utan úr næstu tönn — og
þarf þá líka að gera við
hana Oft eru tennur lika
svo illa fylltar, að hvassar
brúnir verða eftir og særa
tannholdið . U þ b
40% tannsjúkdóma eru
tannlæknum að
kenna
í skýrslunni er stungið
upp á ýmsu, sem til bóta
megi verða Áherzla er
lögð á það, að um fram
allt verði að reyna að
koma i veg fyrir tann-
skemmdir Hingað til hef-
ur aðeins 1% fjár þess,
sem veitt er til tannhirð
ingar. verið varið til að
fyrirbyggja tannskemmdir
— en 42.7% hafa farið í
fyllingar Vilja höfundar
skýrslunnar skakka þetta
hlutfall allverulega
Leggja þeir til að strax
verði farið að blanda flúor
i drykkjarvatn almennings
— ef það mætti verða til
að bjarga honum frá tann-
læknunum .
— NIKKI KNEWSTUB
i
Nýir
siðir
með
nýjum
herrum
Q Eftir að kommúnistar tóku
völd í Laos og stofnuðu ,,al-
þýðulýðveldi" fundu þeir brátt,
að margir höfðu tamið sér
rangsnúinn þankagang undir
fyrri stjórnum og hófust handa
um að venda þessu afvega-
leidda fólki, svo að það mætti
nýtast þjóð sinni og hinni nýju
skipan. Þessi „endurhæfing"
eða „endurmenntun" fer meðal
annars fram á tveimur eyjum,
Don Tau og Don Nang. Þar
munu vera einar tvær þúsundir
manna í svipinn, 1 500 karlar
og 500 konur, og hvort kyniðá
sinni eyju.
Þegar ég gekk upp bryggj-
una á Don Nang hafði hópi
kvenanga verið fylkt þar, mér
til heiðurs líklega. Konurnar
voru flestar ungar og tóku á
móti okkur með háttbundnu
söngli gegn nýlendustefnu og
heimsvaldasinnum. Þær lýstu
líka þakklæti sínu fyrir hið
„nýja líf", sem þeim hafði verið
gefið. Dálítið ankannalega lét
sá lofsöngur þó í eyrum miðað
við aðstæður Konurnar voru
fangaklæddar allar sem ein.
Hið nýja líf byrjar stundvís-
lega klukkan fimm á hverjum
morgni. Þá er risið úr rekkju
Dagurinn líður svo við jarð-
yrkju, körfugerð, sauma — og
pólitíska uppfræðslu síðast en
ekki sízt. Sichan Siravong,
varaformaður nefndar þeirrar,
er rekur endurhæfingarbúðirn-
ar, sagði mér, að nemendum
væru settir átta skyldutextar
fyrir og yrðu þeir að læra þá
rækilega áður þeir færu „Eftir
að landið varð frjálst, varð ríkis-
stjórnin að snúa sér að þ að
útrýma áhrifum Bandc ja-
manna og öllu illu, sem af þeim
hafði hlotizt". Það verður sem
sé með skipulegri uppfræðslu,
og helztu námsefnin eru
„eyðingareðli franskrar
hjálendustefnu", „Bandarísk
ný-hjálendustefna og heims-
valdastefna", „stéttabaráttan"
og annað þvíumlíkt. Það er
skýrt fyrir nemendum hversu
þeir geti gagnazt landi sínu og
orðið að liði við endurreisnina.
Mönnum er, í stuttu máli,
kenndur„nýr hugsanagangur".
Fram að þessu hafa u.þ.b.
500 manns útskrifazt úr endur-
hæfingarbúðum þessum. „Þau
mega fara hvenær sem þau
vilja", sagði Sichan. „En ef þau
geta ekki framvísað bréfi um
það, að þau hafi skilið náms-
efnið hérna, verða þau send
aftur".
Kansang heitir 23 ára gömul
stúlka, fyrrum kennari, og hef-
ur verið í læri á Don Nang í
nokkrar vikur. Hún sagðist hafa
lært mikið á dvölinni. „Áður
hugsaði ég um það eitt að
skemmta mér. Nú veit ég, að
það var rangt." Hún verður
þarna á eyjunni þar til hún
hefur numið það, sem fyrir er
sett. Þá getur hún valið um það
að fara aftur heim til sín í
Vientiane og ganga í samyrkju-
félag ellegar verða eftir á
eynni. Yfirvöld segja, að hundr-
uð manna hafi tekið seinni
kostinn og ákveðið að setjast
aðá eyjunum til lifstíðar.
Ekki taka þó allir hinu nýja
lífi með þökkum. Yfirvöldin
segja, að sex piltar og fjórar
stúlkur hafi lagzt til sunds og
synt til meginlands i fyrra, en
þeim hafi öllum verið snúið
aftur í Vientiane var mér þó
sagt, að flóttamenn mundu
vera nær 70. Og ófáir munu
hafa flúið til Thailands.
Meðal hinna, sem mega vera
fegnir hinu „nýja lífi" eru ýmiss
konar utangarðsmenn fyrrver-
andi, ópíumneytendur og
munaðarleysingjar til dæmis
Ópíumneytendum er gefið
methadon í tæpan mánuð, en
síðan eru þeir aldir vel i þrjá
mánuði. Eru þeir þá orðnir
breyttir menn til heilsunnar. Og
átta ára telpa, sem hafði verið
hirt vð betl á götum höfuð-
borgarinnar, svo og önnur 14
ára, sem örbjarga foreldrar
höfðu selt í hóruhús, muna
áreiðanlega ekki betri daga en
dvöl sína á Don Nageyju Þeir,
sem hafa verið sendir út i eyjar
vegna þess, að herlögreglu-
menn eða aðrir smákóngar í
kerfinu þóttust eiga einhverjar
einkasakir við þá og bentu á
þá, verða ekki jafnfegnir. En
nokkuð mun hafa verið um
slíkt. Margt af því fólki hefur
gert sér upp „rétt hugarfar"
meðan það var i endurhæfing-
unni en neytt fyrsta færis, er
það slapp, og flúið til
Thailands Enn aðrir hafa alls
ekki beðið boðanna en flúið
áður. Má nefna til dæmis fjöl-
skyldu Kansang, kennslukon-
unnar, sem sagt var frá. For-
eldrar hennar og átta systkini
flúðu til Thailands fyrir hálfu
ári Kansang varðeineftir Hún
er í hópi þeirra, sem ætla að
vera áfram i þeirri von, að hinir
nýju stjórnarhættir i landinu
reynist e.t.v. heldur betur en
þeir gömlu — brian eads